Innlent

Enginn slasaðist í fjögurra bíla árekstri

Gissur Sigurðsson skrifar

Enginn slasaðist alvarlega þegar fjórir bílar lentu í hörðum árekstri við Esjurætur, skammt frá Mógilsá á níunda tímanum í morgun.

Ökumenn voru einir í öllum bílunum og voru þeir allir fluttir með sjúkrabílum á Slysadeild til aðhlynningar og skoðunar en þeir fengu allir að fara að því loknu. Að sögn lögreglu má það vafalítið þakka því að allur öryggisbúnaður virkaði eins og hann á að gera. Allir ökumennirnir notuðu bílbelti og líknarbelgir blésust út þar sem þeir áttu að gera það.

Nokkrar tafir urðu á umferð en hægt var að hleypa henni framhjá í aðra áttina í senn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en að sögn vitna er talið líklegt að einn ökumaðurinn hafi ætlað að beygja út af aðal veginum en þá farið fyrir annan bíl og hinir tveir hafi svo bæst við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×