Innlent

Matarveisla hjá fuglunum

Á meðan mávarnir sækja inn í land og ergja gesti við Reykjavíkurtjörn, var kríum og múkkum boðið til mikillar veislu í höfninni í Bolungarvík. Ufsastorfa barðist við kríur og múkka um sandsíli sem gengið hafði inn í höfnina. Sílastofninn virðist hruninn á við sunnan og suð-vestanvert landið. Ástandið er sérstaklega slæmt við Vestmannaeyjar og hefur fuglalíf látið á sjá. Eins hafa menn áhyggjur af fiskistofnum sem reiða sig á sandsílið. Jafnvel er talið að dræma laxveiði megi rekja til sílaskorts. En það var sannkölluð veisla í Bolungarvík og engin skortur á sílinu þar í höfninni. Það var mikill atgangur þegar fuglarnir steyptu sér niður að bráðinni, og stungu sér grimmt á eftir sílunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×