Innlent

Nauðsynlegt að draga úr brauðgjöfum á tjörninni

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Ófrjósemislyf leysa ekki vandann af ágangi máva á Reykjavíkurtjörn að mati fuglafræðings. Eina leiðin er að draga úr brauðgjöfum yfir sumartímann. Borgaryfirvöld hafa ekki viljað banna brauðgjafir við tjörnina.

 

 

Með bresti sílastofnsins leitar mávurinn í auknum mæli að fæði inn í land. Hann getur verið afar aðgangsharður, en helst finnur hann fæði í óvörðum ruslagámum og þar sem fólk skilur eftir mat.

 



Á Reykjavíkurtjörn hefur ástandið sjaldan verið verra. Nú eru þar á þriðja hundruð máva sem eru mörgum gestanna til mikilla ama. Ein af mögulegum aðferðum til að losna við mávinn er að gefa honum nokkurs konar órjósemislyf.

 

 

Einnig er óraunhæft að lokka fuglana annað með matargjöfum fyrir utan að það þyrfti að vera gríðarlegt magn af fæðu til að bera árangur. Það væri heldur trygging fyrir því að mávurinn færi af tjörninni.

 

 

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri á umhverfissviði borgarinnar segir litlar líkur á að brauðgjafir verði bannaðar í sumar. Þó sé ekki ólíklegt að setja einhver mörk á sumrin ef í ljós komi að aðrar aðferðir dugi ekki til að fæla mávinn frá.

 

 

Arnór segir að þótt allur mávur yrði drepinn á tjörninni myndum við aldrei losna alveg við þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×