Fleiri fréttir Kyrkti ástfangna dóttur sína Kúrdiskur maður var sakfelldur í Lundúnum í dag fyrir að kyrkja tvítuga dóttur sína. Hún hafði yfirgefið eiginmann sinn og síðar orðið ástfangin af öðrum manni. Faðirinn myrti hana fyrir að óvirða heiður fjölskyldunnar. Líki hennar var troðið í ferðatösku og flutt til Birmingham þar sem það var grafið í bakgarði. 11.6.2007 16:19 429 sektaðir fyrir hraðakstur á Bústaðavegi 429 ökumenn voru staðnir að því að aka of hratt á Bústaðavegi um helgina. Brotin náðust á myndavél lögreglunnar og var meðalhraði hinna brotlegu ökumanna 77 kílómetrar á klukkustund. Þeir eiga allir sekt yfir höfði sér. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund. 11.6.2007 16:08 Hanna Katrín Friðriksson og Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmenn ráðherra Hanna Katrín Friðriksson hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. Hanna Katrín er 42 ára gömul. Hún er er með BA próf í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá University of California, Davis. 11.6.2007 16:07 Vill Norrænt tæknisetur utan Evrópu Norðurlöndin ættu að íhuga það að setja á stofn sameiginleg tæknisetur utan Evrópu. Esko Aho fyrrum forsætisráðherra Finnlands segir þetta í grein sem hann skrifar í dagblaðið Helsingin Sanomat. 11.6.2007 15:41 Íhuga málsókn en hafa engu hótað Íbúar við Njálsgötu hafa ekki hótað borginni málsókn vegna áforma um stofnun heimilis fyrir útigangsmenn í götunni að sögn annars tveggja fulltrúa íbúa. Hann segir nú beðið eftir áliti lögmanna Reykjavíkurborgar á minnisblaði sem lögmannsstofan Lex gerði fyrir íbúana. 11.6.2007 15:29 Berklar breiðast út meðal fíla Í Chitwan þjóðgarðinum í Nepal hafa nokkrir Asíufílar greinst með berkla. Fulltrúar garðsins fullyrða að sjúkdómurinn hafi breiðst út í um 10 prósent fíla í landinu á undanförnum tveimur árum. 11.6.2007 15:23 Norðurlöndin þurfa að svara "kínversku ógninni" Norðurlöndin ættu að styrka samstarf sitt og takast á við áskoranir hnattvæðingar. Þetta segir Lars Oxelheim, prófessor við viðskiptaskóla Háskólans í Lundi í Svíþjóð, í grein sem hann skrifar í Svenska Dagbladet í dag. Oxelheim er einnig formaður sænska tengslanetsins um Evrópurannsóknir. 11.6.2007 14:55 Annar hinna slösuðu bifhjólamanna er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum Annar mannanna tveggja sem slösuðust þegar þeir misstu stjórn á bifhjólum sínum í upp úr miðnætti í nótt er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum, Bifhjólasamtökum lýðveldisins. Mennirnir mældust á hátt í 180 kílómetra hraða á Kambabrún og sinntu ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar. 11.6.2007 14:47 Sjóræningjar heimta lausnargjald Sómölsku sjóræningjarnir sem rændu danska flutningaskipinu Danica White hafa sett fram kröfur um lausnargjald fyrir fimm manna danska áhöfn skipsins og skipið sjálft. Útgerðin vill ekki upplýsa hver upphæðin er, en atvinnu-samningamaður hefur verið fenginn til þess að semja við ræningjana. 11.6.2007 14:41 Drekkti fósturdóttur fyrir tryggingafé Bandarískur maður hefur verið handtekinn fyrir að drekkja þriggja ára gamalli fósturdóttur sinni. Þrem mánuðum áður hafði hann tryggt hana fyrir 200 þúsund dollara. Lögreglan í Seattle er sannfærð um að Joel Selmer hafi drekkt Ashley McLellan í sundlaug við hús þeirra síðastliðinn vetur. 11.6.2007 14:31 Tildrög slyss í Lundareykjardal óljós Ekki liggur fyrir hvað olli því að kona á níræðisaldri drukknaði í heimasundlaug að bænum Þverfelli í Lundareykjadal um klukkan 15:00 í gær, sunnudag. Ættingjar konunnar af næsta bæ komu að henni. Lögreglan í Borgarnesi rannsakar málið og mun krufning fara fram. 11.6.2007 14:06 Fundu ætluð fíkniefni á tvítugum pilti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtóku tvítugan pilt á laugardagskvöldið eftir að á honum fundust ætluð fíkniefni. Efnið var í neysluskömmtum en á heimili piltsins fannst dálítið af fjármunum. 11.6.2007 14:04 Stígamót fá starfsmannasjóð Engeyjar að gjöf Áhöfnin á Engey RE 1 sem taldi 48 manns, hefur afhent Stígamótum starfsmannasjóð sinn, rúma hálfa milljón króna. Engey var nýverið seld úr landi. Í kjölfarið var starfsmannafélagið leyst upp og ákváðu skipverjarnir fyrrverandi að gefa Stígamótum sjóðinn. 11.6.2007 13:55 Íbúar við Njálsgötu hóta lögbanni og málsókn á hendur borginni Starfsmenn Velferðarsviðs stóðu ófaglega að vali á húsnæði þegar þeir ákváðu að opna heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í Reykjavík að mati íbúa í hverfinu. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu í síðustu viku en þar mótmæltu íbúar harðlega fyrirhugaðri opnun heimilisins. Hóta þeir nú lögbanni og málsókn á hendur borginni náist ekki sátt í málinu. 11.6.2007 13:43 Hér fundust kajakræðararnir Syn, flugvél Landhelgisgæslunnar var lögð af stað til leitar þegar kajakræðararnir fundust fyrr í dag. Pétur Steinþórsson flugstjóri tók meðfylgjandi mynd af tjaldinu þar sem fólkið hafðist við. 11.6.2007 13:31 Þrjár konur brenndar lifandi Þrjár konur voru brenndar til bana í flóttamannabúðum í Úganda í síðustu viku. Þær höfðu verið sakaðar um galdra. Lögreglustjórinn í Kitgum héraði í Afríkuríkinu segir að mótorhjólaeigandi hafi orðið veikur af óþekktum sjúkdómi sem dró hann til dauða. Öldungaráð flóttamannabúðanna úrskurðaði að hann hefði verið drepinn með göldrum. 11.6.2007 13:27 Verður að færa samgöngunet landsins inn í nútímann Færa verður samgöngunet landsins í nútímalegt horf og breikka vegi þar sem umferðarþunginn er hvað mestur að mati Signýjar Sigurðardóttur, forstöðumanns flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Flutningafyrirtæki innan samtakanna efna nú til kynningarátaks til að bæta ímynd landflutninga. Signý segir neikvæða umræðu hafa háð flutningafyrirtækjum. 11.6.2007 13:15 Skotið á forsætisráðuneyti Palestínu Byssumenn gerðu í dag skotárás á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, meðan hann sat þar á fundi ásamt öðrum ráðherrum. Fjórar klukkustundir voru þá liðnar frá því samið var um enn eitt vopnahléð á milli Hamas og Fatah samtakanna. 11.6.2007 12:56 Líklega ákærður fyrir manndrápstilraun Búast má við að karlmaður sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag. 11.6.2007 12:55 Ostainnflytjendur vilja afnema innflutningskvóta Innflytjendur á ostum eru afar ósáttir með þau höft sem eru á innflutningi á þessari afurð og skora á nýjan landbúnaðarráðherra að breyta lögum. Þeir vilja innflutningskvótana burt. 11.6.2007 12:51 Reyndu að kaupa samning Beckhams af LA Galaxy LA Galaxy og fulltrúar Davids Beckham höfnuðu í dag tilboði Real Madrid um að kaupa upp samning Beckham við LA Galaxy. Real hafði samband í gærkvöldi en var síðan sagt í dag „kurteislega en ákveðið“ að það væri enginn möguleiki á því Beckham myndi snúast hugur. 11.6.2007 12:48 Stórslasaður eftir ofsaakstur Bifhjólamaður liggur stórslasaður á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir að hafa fallið til jarðar á ofsahraða á Breiðholtsbraut upp úr miðnætti. Tildrög slyssins voru að hann ók aftan á bíl og missti stjórn á hjólinu. Meðal áverka eru hálsbrot. Félagi hans á öðru bifhjóli, missti einnig stjórn á sínu hjóli við slysið og skall í götuna, en hann er ekki eins alvarlega slasaður. Ökumann bílsins sakaði ekki. 11.6.2007 12:45 Stórsigur Sarkozys Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. 11.6.2007 12:30 Flóð í Hollandi og Þýskalandi Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga á svæðinu í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. 11.6.2007 12:20 Ætluðu hringinn Kajakræðararnir sem leitað hefur verið að, þau Freyja Hoffmeister og Greg Stamer, ætluðu sér að sigla kajökum sínum hringinn í kring um Ísland. Þau ætluðu sér að ljúka ferðinni á sem stystum tíma og þess vegna ákváðu þau að þvera Faxaflóann í stað þess að fara með ströndinni þrátt fyrir hættuna samfara því. 11.6.2007 12:12 Stjórnin féll Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í morgun eftir að ríkisstjórn frjálslyndra og sósíalista féll í þingkosningum í landinu í gær. Kristilegir demókratar hefja nú stjórnarmyndunarviðræður og búist er við að þær taki allt upp í mánuð. 11.6.2007 12:12 Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna væntanlegur R. Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og náinn samstarfsmaður Condoleezzu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Ísland þann 14. júní í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. 11.6.2007 11:46 Ættleiðingar frá Indlandi stöðvaðar í Danmörku Carina Cristensen, fjölskyldu- og neytendamálaráðherra Danmerkur hefur tímabundið stöðvað allar ættleiðingar frá Indlandi til landsins. Ákvörðunin var tekin í kjölfar umfjöllunar í dönsku sjónvarpi á sunnudagskvöld þar sem kom fram að börn sem koma frá Indlandi til Danmerkur geti verið fórnarlömb mannrána og mannsals. 11.6.2007 11:43 Áformað að byggja tíu hæða háhýsi í Vatnsmýrinni Tíu hæða stórhýsi í Vatnsmýrinni er á teikniborðinu sem hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist ekki óttast að Norræna Húsið falli í skuggann af turninum. Áætlað er að kynna áformin formlega á næstunni. 11.6.2007 11:31 Orrustuþota skaut út flugmanni sínum Sænskur orrustuflugmaður vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar hann hékk allt í einu í fallhlíf sinni og sveif rólega til jarðar. Það síðasta sem hann mundi var að hann var að beygja Gripen orrustuflugvél sinni í átt að flugvellinum þegar hún allt í einu skaut honum út. Mannlaus vélin hrapaði svo til jarðar, en lenti fjarri byggð og olli engu 11.6.2007 11:29 Harry vill hætta í hernum Harry Bretaprins vill hætta í hernum, að sögn breska blaðsins Daily Mail. Prinsinn varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann fékk ekki að fara með herdeild sinni til Íraks. Þar höfðu mörg hryðjuverkasamtök lýst því yfir að hann yrði skotmark þeirra númer eitt. Breska herstjórnin komst að þeirri niðurstöðu að vera hans í Írak myndi ekki aðeins stofna honum í mikla hættu heldur einnig félögum hans. 11.6.2007 11:04 Sóðaskapur og hávaði má ekki rýra gildi miðborgarinnar Tryggja verður að vaxandi sóðaskapur og hávaði í kjölfar reykingabanns rýri ekki gildi miðborgarinnar að mati Júlíusar Vífils Ingvarsson, formanns Miðborgar Reykjavíkur. Hann segir það á ábyrgð veitingamanna að koma í veg fyrir sóðaskap fyrir framan staðina en telur jafnfram nauðsynlegt að gefa mönnum tíma til að finna lausnir. 11.6.2007 10:54 Mun fleiri karlar en konur teknir fyrir ölvunarakstur Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta voru þrettán karlar og ein kona á fertugsaldri sem alloft hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Hún var einnig tekin fyrir ölvunarakstur í síðustu viku. 11.6.2007 10:37 Kajakræðararnir eru fundnir heilir á húfi Erlendu kajakræðararnir, sem leitað hefur verið frá því síðdegis í gær, bæði á Faxaflóa og Breiðafirði, fundust heilir á húfi við Sjöundá á Rauðasandi við norðanverðan Breiðafjörð fyrir stundu. Fólkið hafði slegið upp tjöldum og amaði ekkert að því. Það voru björgunarsveitarmenn frá Tálknafirði sem fundu fólkið en ekki ferðamaður eins og fyrst var greint frá. 11.6.2007 10:28 Njósna um Íran ofanfrá Ísraelar skutu í dag á loft nýjum njósnagervihnetti sem þeir segja að muni auðvelda þeim mjög að fylgjast með óvinaríkjum eins og Íran og Sýrlandi. Hnötturinn ber nafnið Ofek 7 en Ofek er sjóndeildarhringur á hebresku. Talsmaður ísraelsku geimferðastofnunarinnar segir að hnötturinn geti tekið skýrar myndir af hlutum sem séu aðeins nokkrir sentimetrar að stærð. 11.6.2007 10:23 Milljónir misstu drykkjarvatn í Kína Kínversk yfirvöld hafa rekið fimm embættismenn sem teljast ábyrgir fyrir því að milljónir manna í Jiangsu héraði misstu drykkjarvatn sitt. Illa lyktandi grænir þörungar þökktu yfirborð þriðja stærsta stöðuvatns landsins. Það var rakið til þess að efnaverksmiðjur sem standa við vatnið dæla í það öllum sínum úrgangi án þess að hreinsa hann. 11.6.2007 09:54 Björn Ingi kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi úr Reykjavík, var kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins. Kjörið fór fram á fundi ráðsins sem haldinn var í tengslum við miðstjórnarfund Framsóknarflokksins í gær. 11.6.2007 09:49 KR-ingar í erfiðri stöðu KR-ingar sitja einir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið steinlá 3-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Bjarni Guðjónsson kom ÍA yfir eftir um 20 mínútna leik og Helgi Pétur Magnússon skoraði annað mark heimamanna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. 10.6.2007 22:50 Umferð aftur hleypt á Hvalfjarðargöng eftir bílveltu Opnað var fyrir Hvalfjarðargöngin nú um klukkan níu eftir að þeim hafði verið lokað á áttunda tímanum vegna bílveltu í göngunum. Mikið umferðaröngþveiti skapaðist norðan ganganna að sögn lögreglunnar á Akranesi þar sem mikil umferð var að norðan. 10.6.2007 21:00 Gat á hitahlíf Atlantis Bandaríska geimferjan Atlantis lagðist upp að alþjóðlegu geimsstöðinni nú undir kvöld heilu og höldnu. Á leiðinni að stöðinni kom í ljós lífið gat sem hafði komið á hitahlíf geimferjunnar. 10.6.2007 20:30 Sverð Napóleons selt á 400 milljónir Gullbryddað sverð sem áður var í eigu Napóleons Frakkakeisara var selt á litlar 4,8 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 400 milljóna íslenskra króna á uppboði í Frakklandi í dag. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir mun sem áður var í eigu keisarans. 10.6.2007 20:05 Hvalfjarðargöngum lokað vegna bílvetu Bílvelta varð í Hvalfjarðargöngunum fyrir stundu og hefur göngunum verið lokað af þeim sökum. Einn maður var í bílnum sem valt en hann var kominn út úr honum þegar lögreglu bar að og er því ekki mikið slasaðaur. 10.6.2007 19:43 Uppreisnarmenn sprengja upp brú nærri Bagdad Uppreisnarmenn í Írak sprengdu í dag upp brú nærri Bagdad sem Bandaríkjaher notar en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi særst eða látist í tilræðinu. Svo virðist sem um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. 10.6.2007 19:36 Síðustu árgangar af þorski lélegir Mikið af þorski sem sjómenn verða varir við um allan sjó eru góðir árgangar frá því fyrir aldamót, segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Árgangarnir sem eftir koma eru allir lélegir, segir hann. 10.6.2007 19:09 Ferðamenn flykkjast út í Vigur Ferðamannastraumur í Vigur í Ísafjarðardjúpi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og á góðum sumardegi heimsækja hátt í 300 manns eyjuna. Þar er líka eitt stærsta æðarvarp landsins og stundum má sjá þar æðarkóng á vappi. 10.6.2007 19:07 Sjá næstu 50 fréttir
Kyrkti ástfangna dóttur sína Kúrdiskur maður var sakfelldur í Lundúnum í dag fyrir að kyrkja tvítuga dóttur sína. Hún hafði yfirgefið eiginmann sinn og síðar orðið ástfangin af öðrum manni. Faðirinn myrti hana fyrir að óvirða heiður fjölskyldunnar. Líki hennar var troðið í ferðatösku og flutt til Birmingham þar sem það var grafið í bakgarði. 11.6.2007 16:19
429 sektaðir fyrir hraðakstur á Bústaðavegi 429 ökumenn voru staðnir að því að aka of hratt á Bústaðavegi um helgina. Brotin náðust á myndavél lögreglunnar og var meðalhraði hinna brotlegu ökumanna 77 kílómetrar á klukkustund. Þeir eiga allir sekt yfir höfði sér. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund. 11.6.2007 16:08
Hanna Katrín Friðriksson og Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmenn ráðherra Hanna Katrín Friðriksson hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. Hanna Katrín er 42 ára gömul. Hún er er með BA próf í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá University of California, Davis. 11.6.2007 16:07
Vill Norrænt tæknisetur utan Evrópu Norðurlöndin ættu að íhuga það að setja á stofn sameiginleg tæknisetur utan Evrópu. Esko Aho fyrrum forsætisráðherra Finnlands segir þetta í grein sem hann skrifar í dagblaðið Helsingin Sanomat. 11.6.2007 15:41
Íhuga málsókn en hafa engu hótað Íbúar við Njálsgötu hafa ekki hótað borginni málsókn vegna áforma um stofnun heimilis fyrir útigangsmenn í götunni að sögn annars tveggja fulltrúa íbúa. Hann segir nú beðið eftir áliti lögmanna Reykjavíkurborgar á minnisblaði sem lögmannsstofan Lex gerði fyrir íbúana. 11.6.2007 15:29
Berklar breiðast út meðal fíla Í Chitwan þjóðgarðinum í Nepal hafa nokkrir Asíufílar greinst með berkla. Fulltrúar garðsins fullyrða að sjúkdómurinn hafi breiðst út í um 10 prósent fíla í landinu á undanförnum tveimur árum. 11.6.2007 15:23
Norðurlöndin þurfa að svara "kínversku ógninni" Norðurlöndin ættu að styrka samstarf sitt og takast á við áskoranir hnattvæðingar. Þetta segir Lars Oxelheim, prófessor við viðskiptaskóla Háskólans í Lundi í Svíþjóð, í grein sem hann skrifar í Svenska Dagbladet í dag. Oxelheim er einnig formaður sænska tengslanetsins um Evrópurannsóknir. 11.6.2007 14:55
Annar hinna slösuðu bifhjólamanna er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum Annar mannanna tveggja sem slösuðust þegar þeir misstu stjórn á bifhjólum sínum í upp úr miðnætti í nótt er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum, Bifhjólasamtökum lýðveldisins. Mennirnir mældust á hátt í 180 kílómetra hraða á Kambabrún og sinntu ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar. 11.6.2007 14:47
Sjóræningjar heimta lausnargjald Sómölsku sjóræningjarnir sem rændu danska flutningaskipinu Danica White hafa sett fram kröfur um lausnargjald fyrir fimm manna danska áhöfn skipsins og skipið sjálft. Útgerðin vill ekki upplýsa hver upphæðin er, en atvinnu-samningamaður hefur verið fenginn til þess að semja við ræningjana. 11.6.2007 14:41
Drekkti fósturdóttur fyrir tryggingafé Bandarískur maður hefur verið handtekinn fyrir að drekkja þriggja ára gamalli fósturdóttur sinni. Þrem mánuðum áður hafði hann tryggt hana fyrir 200 þúsund dollara. Lögreglan í Seattle er sannfærð um að Joel Selmer hafi drekkt Ashley McLellan í sundlaug við hús þeirra síðastliðinn vetur. 11.6.2007 14:31
Tildrög slyss í Lundareykjardal óljós Ekki liggur fyrir hvað olli því að kona á níræðisaldri drukknaði í heimasundlaug að bænum Þverfelli í Lundareykjadal um klukkan 15:00 í gær, sunnudag. Ættingjar konunnar af næsta bæ komu að henni. Lögreglan í Borgarnesi rannsakar málið og mun krufning fara fram. 11.6.2007 14:06
Fundu ætluð fíkniefni á tvítugum pilti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtóku tvítugan pilt á laugardagskvöldið eftir að á honum fundust ætluð fíkniefni. Efnið var í neysluskömmtum en á heimili piltsins fannst dálítið af fjármunum. 11.6.2007 14:04
Stígamót fá starfsmannasjóð Engeyjar að gjöf Áhöfnin á Engey RE 1 sem taldi 48 manns, hefur afhent Stígamótum starfsmannasjóð sinn, rúma hálfa milljón króna. Engey var nýverið seld úr landi. Í kjölfarið var starfsmannafélagið leyst upp og ákváðu skipverjarnir fyrrverandi að gefa Stígamótum sjóðinn. 11.6.2007 13:55
Íbúar við Njálsgötu hóta lögbanni og málsókn á hendur borginni Starfsmenn Velferðarsviðs stóðu ófaglega að vali á húsnæði þegar þeir ákváðu að opna heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í Reykjavík að mati íbúa í hverfinu. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu í síðustu viku en þar mótmæltu íbúar harðlega fyrirhugaðri opnun heimilisins. Hóta þeir nú lögbanni og málsókn á hendur borginni náist ekki sátt í málinu. 11.6.2007 13:43
Hér fundust kajakræðararnir Syn, flugvél Landhelgisgæslunnar var lögð af stað til leitar þegar kajakræðararnir fundust fyrr í dag. Pétur Steinþórsson flugstjóri tók meðfylgjandi mynd af tjaldinu þar sem fólkið hafðist við. 11.6.2007 13:31
Þrjár konur brenndar lifandi Þrjár konur voru brenndar til bana í flóttamannabúðum í Úganda í síðustu viku. Þær höfðu verið sakaðar um galdra. Lögreglustjórinn í Kitgum héraði í Afríkuríkinu segir að mótorhjólaeigandi hafi orðið veikur af óþekktum sjúkdómi sem dró hann til dauða. Öldungaráð flóttamannabúðanna úrskurðaði að hann hefði verið drepinn með göldrum. 11.6.2007 13:27
Verður að færa samgöngunet landsins inn í nútímann Færa verður samgöngunet landsins í nútímalegt horf og breikka vegi þar sem umferðarþunginn er hvað mestur að mati Signýjar Sigurðardóttur, forstöðumanns flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Flutningafyrirtæki innan samtakanna efna nú til kynningarátaks til að bæta ímynd landflutninga. Signý segir neikvæða umræðu hafa háð flutningafyrirtækjum. 11.6.2007 13:15
Skotið á forsætisráðuneyti Palestínu Byssumenn gerðu í dag skotárás á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, meðan hann sat þar á fundi ásamt öðrum ráðherrum. Fjórar klukkustundir voru þá liðnar frá því samið var um enn eitt vopnahléð á milli Hamas og Fatah samtakanna. 11.6.2007 12:56
Líklega ákærður fyrir manndrápstilraun Búast má við að karlmaður sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag. 11.6.2007 12:55
Ostainnflytjendur vilja afnema innflutningskvóta Innflytjendur á ostum eru afar ósáttir með þau höft sem eru á innflutningi á þessari afurð og skora á nýjan landbúnaðarráðherra að breyta lögum. Þeir vilja innflutningskvótana burt. 11.6.2007 12:51
Reyndu að kaupa samning Beckhams af LA Galaxy LA Galaxy og fulltrúar Davids Beckham höfnuðu í dag tilboði Real Madrid um að kaupa upp samning Beckham við LA Galaxy. Real hafði samband í gærkvöldi en var síðan sagt í dag „kurteislega en ákveðið“ að það væri enginn möguleiki á því Beckham myndi snúast hugur. 11.6.2007 12:48
Stórslasaður eftir ofsaakstur Bifhjólamaður liggur stórslasaður á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir að hafa fallið til jarðar á ofsahraða á Breiðholtsbraut upp úr miðnætti. Tildrög slyssins voru að hann ók aftan á bíl og missti stjórn á hjólinu. Meðal áverka eru hálsbrot. Félagi hans á öðru bifhjóli, missti einnig stjórn á sínu hjóli við slysið og skall í götuna, en hann er ekki eins alvarlega slasaður. Ökumann bílsins sakaði ekki. 11.6.2007 12:45
Stórsigur Sarkozys Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. 11.6.2007 12:30
Flóð í Hollandi og Þýskalandi Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga á svæðinu í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. 11.6.2007 12:20
Ætluðu hringinn Kajakræðararnir sem leitað hefur verið að, þau Freyja Hoffmeister og Greg Stamer, ætluðu sér að sigla kajökum sínum hringinn í kring um Ísland. Þau ætluðu sér að ljúka ferðinni á sem stystum tíma og þess vegna ákváðu þau að þvera Faxaflóann í stað þess að fara með ströndinni þrátt fyrir hættuna samfara því. 11.6.2007 12:12
Stjórnin féll Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í morgun eftir að ríkisstjórn frjálslyndra og sósíalista féll í þingkosningum í landinu í gær. Kristilegir demókratar hefja nú stjórnarmyndunarviðræður og búist er við að þær taki allt upp í mánuð. 11.6.2007 12:12
Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna væntanlegur R. Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og náinn samstarfsmaður Condoleezzu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Ísland þann 14. júní í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. 11.6.2007 11:46
Ættleiðingar frá Indlandi stöðvaðar í Danmörku Carina Cristensen, fjölskyldu- og neytendamálaráðherra Danmerkur hefur tímabundið stöðvað allar ættleiðingar frá Indlandi til landsins. Ákvörðunin var tekin í kjölfar umfjöllunar í dönsku sjónvarpi á sunnudagskvöld þar sem kom fram að börn sem koma frá Indlandi til Danmerkur geti verið fórnarlömb mannrána og mannsals. 11.6.2007 11:43
Áformað að byggja tíu hæða háhýsi í Vatnsmýrinni Tíu hæða stórhýsi í Vatnsmýrinni er á teikniborðinu sem hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist ekki óttast að Norræna Húsið falli í skuggann af turninum. Áætlað er að kynna áformin formlega á næstunni. 11.6.2007 11:31
Orrustuþota skaut út flugmanni sínum Sænskur orrustuflugmaður vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar hann hékk allt í einu í fallhlíf sinni og sveif rólega til jarðar. Það síðasta sem hann mundi var að hann var að beygja Gripen orrustuflugvél sinni í átt að flugvellinum þegar hún allt í einu skaut honum út. Mannlaus vélin hrapaði svo til jarðar, en lenti fjarri byggð og olli engu 11.6.2007 11:29
Harry vill hætta í hernum Harry Bretaprins vill hætta í hernum, að sögn breska blaðsins Daily Mail. Prinsinn varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann fékk ekki að fara með herdeild sinni til Íraks. Þar höfðu mörg hryðjuverkasamtök lýst því yfir að hann yrði skotmark þeirra númer eitt. Breska herstjórnin komst að þeirri niðurstöðu að vera hans í Írak myndi ekki aðeins stofna honum í mikla hættu heldur einnig félögum hans. 11.6.2007 11:04
Sóðaskapur og hávaði má ekki rýra gildi miðborgarinnar Tryggja verður að vaxandi sóðaskapur og hávaði í kjölfar reykingabanns rýri ekki gildi miðborgarinnar að mati Júlíusar Vífils Ingvarsson, formanns Miðborgar Reykjavíkur. Hann segir það á ábyrgð veitingamanna að koma í veg fyrir sóðaskap fyrir framan staðina en telur jafnfram nauðsynlegt að gefa mönnum tíma til að finna lausnir. 11.6.2007 10:54
Mun fleiri karlar en konur teknir fyrir ölvunarakstur Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta voru þrettán karlar og ein kona á fertugsaldri sem alloft hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Hún var einnig tekin fyrir ölvunarakstur í síðustu viku. 11.6.2007 10:37
Kajakræðararnir eru fundnir heilir á húfi Erlendu kajakræðararnir, sem leitað hefur verið frá því síðdegis í gær, bæði á Faxaflóa og Breiðafirði, fundust heilir á húfi við Sjöundá á Rauðasandi við norðanverðan Breiðafjörð fyrir stundu. Fólkið hafði slegið upp tjöldum og amaði ekkert að því. Það voru björgunarsveitarmenn frá Tálknafirði sem fundu fólkið en ekki ferðamaður eins og fyrst var greint frá. 11.6.2007 10:28
Njósna um Íran ofanfrá Ísraelar skutu í dag á loft nýjum njósnagervihnetti sem þeir segja að muni auðvelda þeim mjög að fylgjast með óvinaríkjum eins og Íran og Sýrlandi. Hnötturinn ber nafnið Ofek 7 en Ofek er sjóndeildarhringur á hebresku. Talsmaður ísraelsku geimferðastofnunarinnar segir að hnötturinn geti tekið skýrar myndir af hlutum sem séu aðeins nokkrir sentimetrar að stærð. 11.6.2007 10:23
Milljónir misstu drykkjarvatn í Kína Kínversk yfirvöld hafa rekið fimm embættismenn sem teljast ábyrgir fyrir því að milljónir manna í Jiangsu héraði misstu drykkjarvatn sitt. Illa lyktandi grænir þörungar þökktu yfirborð þriðja stærsta stöðuvatns landsins. Það var rakið til þess að efnaverksmiðjur sem standa við vatnið dæla í það öllum sínum úrgangi án þess að hreinsa hann. 11.6.2007 09:54
Björn Ingi kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi úr Reykjavík, var kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins. Kjörið fór fram á fundi ráðsins sem haldinn var í tengslum við miðstjórnarfund Framsóknarflokksins í gær. 11.6.2007 09:49
KR-ingar í erfiðri stöðu KR-ingar sitja einir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið steinlá 3-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Bjarni Guðjónsson kom ÍA yfir eftir um 20 mínútna leik og Helgi Pétur Magnússon skoraði annað mark heimamanna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. 10.6.2007 22:50
Umferð aftur hleypt á Hvalfjarðargöng eftir bílveltu Opnað var fyrir Hvalfjarðargöngin nú um klukkan níu eftir að þeim hafði verið lokað á áttunda tímanum vegna bílveltu í göngunum. Mikið umferðaröngþveiti skapaðist norðan ganganna að sögn lögreglunnar á Akranesi þar sem mikil umferð var að norðan. 10.6.2007 21:00
Gat á hitahlíf Atlantis Bandaríska geimferjan Atlantis lagðist upp að alþjóðlegu geimsstöðinni nú undir kvöld heilu og höldnu. Á leiðinni að stöðinni kom í ljós lífið gat sem hafði komið á hitahlíf geimferjunnar. 10.6.2007 20:30
Sverð Napóleons selt á 400 milljónir Gullbryddað sverð sem áður var í eigu Napóleons Frakkakeisara var selt á litlar 4,8 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 400 milljóna íslenskra króna á uppboði í Frakklandi í dag. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir mun sem áður var í eigu keisarans. 10.6.2007 20:05
Hvalfjarðargöngum lokað vegna bílvetu Bílvelta varð í Hvalfjarðargöngunum fyrir stundu og hefur göngunum verið lokað af þeim sökum. Einn maður var í bílnum sem valt en hann var kominn út úr honum þegar lögreglu bar að og er því ekki mikið slasaðaur. 10.6.2007 19:43
Uppreisnarmenn sprengja upp brú nærri Bagdad Uppreisnarmenn í Írak sprengdu í dag upp brú nærri Bagdad sem Bandaríkjaher notar en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi særst eða látist í tilræðinu. Svo virðist sem um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. 10.6.2007 19:36
Síðustu árgangar af þorski lélegir Mikið af þorski sem sjómenn verða varir við um allan sjó eru góðir árgangar frá því fyrir aldamót, segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Árgangarnir sem eftir koma eru allir lélegir, segir hann. 10.6.2007 19:09
Ferðamenn flykkjast út í Vigur Ferðamannastraumur í Vigur í Ísafjarðardjúpi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og á góðum sumardegi heimsækja hátt í 300 manns eyjuna. Þar er líka eitt stærsta æðarvarp landsins og stundum má sjá þar æðarkóng á vappi. 10.6.2007 19:07