Fleiri fréttir Hreindýr og ófærð á vegum Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru á Fjarðarheiði og á Mörðudalsöræfum. Ófært er yfir Hellisheiði eystri.Á Austurlandi er mikið um að Hreindýr séu við vegi og eru vegfarendur beðnir um að aka þar með gát. 19.5.2007 11:20 Irwing hent út af bókamessu Breski sagnfræðingurinn David Irwing var rekinn út af alþjóðlegri bókamessu í Varsjá, höfuðborg Póllands í dag. Þar ætlaði hann að kynna bækir sínar. Irwing er einkum þekktur fyrir að neita því að helför Gyðinga hafi átt sér stað í síðari heimsstyrjöldinni. Árið 2005 var hann handtekinn fyrir þær sakir í Austurríki og sat eitt ár í fangelsi. 19.5.2007 11:08 Kajak á hvolfi reyndist bauja 19.5.2007 11:05 Missti meðvitund eftir átök við skemmtistað í Reykjanesbæ Flytja þurftir karlmann á slysadeild í Reykjanesbæ í nótt eftir átök við skemmtistað í bænum. Maðurinn fékk skurð á hnakka og missti meðvitund en rankaði fljótt við sér aftur. Hann var fyrst fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en svo á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahús. 19.5.2007 09:57 Blair í Írak Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun í heimsókn til Íraks. Þetta er í síðasta sinn sem Blair heimsækir landið sem forsætisráherra. Blair ætlar að funda með Jalal Talabani, forseta Íraks, og Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins. 19.5.2007 09:52 Tekið á sýndarmennsku á Glerárgötu Á Akureyri hefur borið á því að undanförnu að menn séu að sperra sig á Glerárgötunni og því ákvað lögreglan á staðnum að vakta götuna og sjá hvort hægt væri að stoppa þetta háttarlag. Það bar árangur því níu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur þar í gærkveldi og nótt. Sá ókumaður sem fór hraðast yfir þar í bæ í gærkvöldi mældist á 103 kílómetra hraða en á Glerárgötu er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. 19.5.2007 09:51 Komust ekki á dansleik Lögreglan á Selfossi hefur haft í nógu að snúast undanfarin sólarhring því mikið hefur borið á hraðakstri þar í grenndinni. Á síðasta sólarhring stöðvaði Selfosslögreglan tuttugu og tvo ökumenn sem óku langt yfir leyfilegur hámarkshraða. Sá sem hraðast ók mældist á 147 kílómetra hraða en sá var 18 ára og á leið á dansleik á Rangárvöllum. 19.5.2007 09:49 Veðjað á Afgana Ashraf Ghani verður arftaki Paul Wolfowitz hjá Alþjóðabankanum ef marka má veðbanka í Bretlandi. Reynist þetta raunin, verður Ghani fyrsti forseti bankans sem ekki er bandarískur í 60 ára sögu hans. 18.5.2007 23:48 Eldur í sumarbústað á Skipalæk Eldur kom upp í sumarbústað á Skipalæk rétt fyrir utan Egilsstaði í kvöld. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en talið er að hann hafi blossað upp út frá gasgrilli. 18.5.2007 22:43 Slökkviliðið hefur lokið störfum í Mosfellsbæ Útkallið sem slökkviliðið fór í til Mosfellsbæjar fyrr í kvöld reyndist vera minniháttar. Að sögn slökkviliðsmanns á vakt reyndist vera um að ræða reyk sem myndaðist út frá glóð í sígarettu en enginn eldur mun hafa blossað upp af þeim völdum. 18.5.2007 22:22 Fjórir handteknir fyrir morðið á kúrdísku stúlkunni Yfirvöld í norðurhluta Íraks hafa handtekið fjóra menn í tengslum við morðið á kúrdískri stúlku sem var grýtt til bana fyrir að sjást á almannafæri með manni sem er súnní múslími. 18.5.2007 21:49 Mynd Valdísar Óskarsdóttur fer í alþjóðlega dreifingu Samningar hafa náðst á kvikmyndahátíðinni í Cannes um alþjóðlega dreifingu á íslensku gamanmyndinni Sveitabrúðkaup, eða “Country Wedding”. 18.5.2007 21:04 Með tígrisunga á spena Tígrisungar í dýragarði í Kína sem móðir þeirra vildi ekki sjá þegar þeir komu í heiminn geta þakkað þessari hundstík lífgjöfina en þeir nærast nú á spena hennar. 18.5.2007 20:15 Gremja og tortryggni í vegi fyrir samstarfi Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins segir Baugsstjórn réttnefni á ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem er í burðarliðnum. Hann segir að forysta stjórnarandstöðuflokkanna hafi sjálf eyðilagt möguleikann á vinstri stjórn með gremju og tortryggni. 18.5.2007 19:43 Hverjir verða ráðherrar? Fólk er þegar farið að velta fyrir sér nýjum ráðherrum. Sennilegt þykir að jöfn skipti verði milli kynja hjá Samfylkingunni og þá má búast við breytingum hjá Sjálfstæðisflokknum. 18.5.2007 19:34 Steingrímur kom í veg fyrir vinstristjórn Össur Skarphéðinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að ef einhver hafi sargað í sundur brúna milli Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, sé það Steingrímur J. Sigfússon formaður VG. 18.5.2007 19:28 Geir fær stjórnarmyndunarumboð Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands veitti Geir H Haarde formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til stjórnarmyndunar með Samfylkingunni á Bessastöðum í morgun. Forsetinn setti engan tímafrest á viðræðurnar, en telur æskilegt að þeim ljúki á viku til tíu dögum. 18.5.2007 19:24 Svandís og ungarnir sluppu með naumindum Álftin Svandís uggði ekki að sér með ungana sína fimm þegar vargahópur gerði harða hríð að fjölskyldunni á Seltjarnarnesi í dag. Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður varð vitni að árásinni. 18.5.2007 19:16 Landsbjörg og Landhelgisgæslan undirrita samkomulag Skrifað var undir samkomulag milli slysavarnafélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar í dag um nánara samstarf Landsbjargar og þyrlusveita Gæslunnar. 18.5.2007 19:02 Fíkniefnahljóð á netinu Íslensk ungmenni hafa sótt sér hljóðskrár á netið sem sögð eru hafa viðlíka áhrif á vitundina og eiturefni á borð við kókaín, marijúana og fleiri vímuefni. Lífeðlisfræðingur við Háskóla Íslands hefur ekki áhyggjur af skaðsemi hljóðanna, en telur æskunni betur varið í skemmtilegri afþreyingu. 18.5.2007 18:56 Frestaði því að ráða í starf ríkissaksóknara Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur frestað því að ráða í starf ríkissaksóknara til næstu áramóta. Fyrirhugað var að nýr maður tæki við starfinu 1. júlí og eru umsækjendur um stöðuna missáttir. 18.5.2007 18:42 70 prósent af veltu Samherja í útlöndum Samherji hf. hefur keypt erlenda starfsemi Sjólaskipa hf. og tengdra félaga. Með kaupunum nemur velta Samherja í útlöndum 70 prósentum af heildarveltu félagsins. 18.5.2007 18:26 Þrír Litháar dæmdir fyrir hylmingu, þjófnaði og vopnaburð Þrír ungir menn frá Litháen, á aldrinum 19 til 25 ára, voru í dag dæmdir fangelsisvistar fyrir að reyna að koma stolnum úrum í verð, fyrir vopnaburð og fyrir þjófnaði. 18.5.2007 17:33 Óttast að skolp leki út í Varmá Til greina kemur að endurskipuleggja lagnaframkvæmdir í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ að hluta. Þetta var niðurstaða fundar skipulagsyfirvalda í Mosfellsbæ með fulltrúum verktaka og eins íbúa á svæðinu. Hafa menn áhyggjur af því að verið sé að leggja skolplagnir of nálægt bökkum Varmá. 18.5.2007 17:09 Eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart barni Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tíu ára stúlku á heimili sínu. Þá var hann dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í miskabætur fyrir athæfið. 18.5.2007 17:07 Segja góðan gang og anda í viðræðunum Bæði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sögðu góðan gang í viðræðum flokkanna um myndun nýrrrar ríkisstjórnar eftir fund sinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Auk þeirra komu Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, að viðræðunum í dag. 18.5.2007 16:43 Ál á bílinn? Bandarískir vísindamenn hafa fundið nýja leið til þess að framleiða vetni. Smákúlur búnar til úr áli og gallium framleiða hreint vetni þegar vatni er hellt á þær. Litið er á vetni sem einn besta kostinn af hreinum eldsneytum, sérstaklega fyrir bíla, vegna þess að vatnsgufa er það eina sem myndast við bruna á því. 18.5.2007 16:37 Fundur rússa og ESB endar í þykkju Leiðtogar Evrópusambandsins og Rússlands skiptust á harðri gagnrýni vegna mannerttindarmála á ráðstefnu í Rússlandi í dag. Fundur leiðtoganna sýndi að aðilarnir skiptast í tvo andstæða hópa. 18.5.2007 16:24 Mikill áhugi á þróunarstarfi Tæplega tvö hundruð umsóknir frá ungu háskólafólki bárust um starfsþjálfun á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Umsóknarfrestur um fimm mánaða starfsþjálfun rann út um síðustu mánaðamót en boðið er upp á þjálfun fyrir fimm einstaklinga. 18.5.2007 16:23 Kambur hættir útgerð og fiskvinnslu á Flateyri Eigendur Fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri tilkynntu starfsmönnum sínum í dag þá ákvörðun að hætta útgerð og fiskvinnslu og selja allar eignir félagsins á staðnum. Þetta þýðir að um 120 manns missa vinnuna, þar af 65 manns í landvinnslu. 18.5.2007 16:09 Kínverskur háskóli skyldar nýnema í þungunarpróf Skólastjórn tækniháskóla í vestur hluta Xinjiang héraðs í Kína segir þungunarpróf sem nemendur eru látnir taka sem hluta af inntökuprófi sýni samfélagslega ábyrgð. Tæplega 80 prósent nýnema heimavistarskólans eru stúlkur á aldrinum 17 til 18 ára. Prófið hefur verið framkvæmt í nokkur ár og þær sem reynast barnshafandi eru beðnar að hætta. 18.5.2007 15:56 Fyrsta fundi Ingibjargar og Geirs lokið Fyrsta fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingiarinnar, og Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, um myndun nýrrar ríkisstjórnar er lokið. Fundurinn fór fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og hófst klukkan 14. Stóð hann því í um tvær klukkustundir. 18.5.2007 15:56 Framkvæmdir stöðvaðar í Álafosskvos Lagnaframkvæmdir í Álafosskvos í Mosfellsbæ hafa verið stöðvaðar. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Íbúar á svæðinu kölluðu tvisvar á lögreglu eftir að framkvæmdir hófust síðastliðinn mánudag. Deilt er um hvort framkvæmdirnar séu löglegar en samtök íbúa á svæðinu telja þær tengjast umdeildri vegalagninu. 18.5.2007 15:51 Hafa lagt að baki 315 þúsund kílómetra á hjóli Tæplega 6500 manns sem tekið hafa þátt í fyrirtækjaleiknum „Hjólað í vinnuna" hafa nú þegar lagt að baki nærri 315 þúsund kílómetra þær tvær vikur sem átakið hefur staðið yfir. 18.5.2007 15:24 Ölvaðir jeppaþjófar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karl og konu fyrir að hafa tekið jeppa ófrjálsri hendi. Þau voru bæði nokkuð ölvuð þegar þau voru handtekin. 18.5.2007 15:21 Fundu sautján tonn af gull- og silfurpeningum Djúpsjávarkönnunarfyrirtæki er nýkomið úr leiðangri með það sem talið er mesti fjársóðsfundur sögunnar. Eftir því sem fram kemur á fréttavef CNN kom hópurinn með um 17 tonn af gull- og silfurpeningum sem talinn er frá nýlendutíma Bandaríkjanna. 18.5.2007 15:14 Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. 18.5.2007 15:07 Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur og fyrir að stefna lífi lögregluþjóna og annarra í hættu. Þá var maðurinn sviptur ökuréttindum í átján mánuði og gert að greiða 150 þúsund krónur í sekt. 18.5.2007 14:44 Tíu fíkniefnamál hjá lögreglunni aðfaranótt uppstigningardags Tíu karlmenn komu við sögu í jafnmörgum fíkniefnamálum sem komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt uppstigningardags. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að í fórum mannanna hafi fundist ætluð fíkniefni, aðallega amfetamín en einnig kókaín og LSD. 18.5.2007 14:31 Embætti ríkissaksóknara auglýst að nýju Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur frestað því að ráða nýjan ríkissaksóknara til næstu áramóta og mun Bogi Nilsson sinna starfinu þangað til. Fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins að samkomulag þessa efnis hafi orðið á milli Björns og Boga en til stóð að Bogi léti af embætti 1. júlí næstkomandi. 18.5.2007 14:19 Vonbrigði að ekki var hægt að mynda vinstristjórn Samfylkingin virðist vera tilbúin að fórna mörgum stefnumálum til að ná að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Hann segir það vera vonbrigði að ekki náðist að mynda vinstristjórn og óttast að sú stjórn sem er í myndun verði of hægrisinnuð. 18.5.2007 14:16 Morgunblaðið fer rangt með hugtök, segir Modernus Vefmælingarfyrirtækið Modernus, í samráði við Viðskiptaráð Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Morgunblaðið hafi farið rangt með hugtök sem notuð séu hjá Modernus í auglýsingu frá mbl.is. 18.5.2007 14:05 Meinuðu Kasparov og fréttamönnum að komast á fundarstað Rússneska lögreglan hindraði í morgun mótmælendur og fréttamenn í því að fljúga á fundarstað Evrópusambandsins og Rússa í Samaraborg. Meðal þeirra sem voru stöðvaðir var Garry Kasparov stórmeistari í skák. Vélinni seinkaði um klukkutíma og fór í loftið með einn þriðja fyrirhugaðra farþega, en hvorki mótmælendur né fréttamenn. 18.5.2007 13:55 Geir og Ingibjörg funda í Ráðherrabústaðnum Fyrsti fundur Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um myndun ríkisstjórnar hófst í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan tvö. Ingibjörg segist ekki gera mikið með tilboð Vinstri grænna og Framsóknarflokksins um forsætisráðherrastól. 18.5.2007 13:53 50 milljónir hafa heimsótt vefsíðu Madeleine Vefsíða sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina á Madeleine McCann hefur fengið meira en 50 milljónir heimsókna. Fjölþjóðleg fyrirtæki á borð við BP, McDonalds og alþjóðlega matvöruverslunarkeðjan Carrefour styðja leitina með því að dreyfa myndum í Evrópu af stúlkunni. Maddie var rænt í Portúgal 3. Maí síðastliðinn og varð fjögurra ára í síðustu viku. 18.5.2007 13:18 Sjá næstu 50 fréttir
Hreindýr og ófærð á vegum Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru á Fjarðarheiði og á Mörðudalsöræfum. Ófært er yfir Hellisheiði eystri.Á Austurlandi er mikið um að Hreindýr séu við vegi og eru vegfarendur beðnir um að aka þar með gát. 19.5.2007 11:20
Irwing hent út af bókamessu Breski sagnfræðingurinn David Irwing var rekinn út af alþjóðlegri bókamessu í Varsjá, höfuðborg Póllands í dag. Þar ætlaði hann að kynna bækir sínar. Irwing er einkum þekktur fyrir að neita því að helför Gyðinga hafi átt sér stað í síðari heimsstyrjöldinni. Árið 2005 var hann handtekinn fyrir þær sakir í Austurríki og sat eitt ár í fangelsi. 19.5.2007 11:08
Missti meðvitund eftir átök við skemmtistað í Reykjanesbæ Flytja þurftir karlmann á slysadeild í Reykjanesbæ í nótt eftir átök við skemmtistað í bænum. Maðurinn fékk skurð á hnakka og missti meðvitund en rankaði fljótt við sér aftur. Hann var fyrst fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en svo á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahús. 19.5.2007 09:57
Blair í Írak Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun í heimsókn til Íraks. Þetta er í síðasta sinn sem Blair heimsækir landið sem forsætisráherra. Blair ætlar að funda með Jalal Talabani, forseta Íraks, og Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins. 19.5.2007 09:52
Tekið á sýndarmennsku á Glerárgötu Á Akureyri hefur borið á því að undanförnu að menn séu að sperra sig á Glerárgötunni og því ákvað lögreglan á staðnum að vakta götuna og sjá hvort hægt væri að stoppa þetta háttarlag. Það bar árangur því níu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur þar í gærkveldi og nótt. Sá ókumaður sem fór hraðast yfir þar í bæ í gærkvöldi mældist á 103 kílómetra hraða en á Glerárgötu er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. 19.5.2007 09:51
Komust ekki á dansleik Lögreglan á Selfossi hefur haft í nógu að snúast undanfarin sólarhring því mikið hefur borið á hraðakstri þar í grenndinni. Á síðasta sólarhring stöðvaði Selfosslögreglan tuttugu og tvo ökumenn sem óku langt yfir leyfilegur hámarkshraða. Sá sem hraðast ók mældist á 147 kílómetra hraða en sá var 18 ára og á leið á dansleik á Rangárvöllum. 19.5.2007 09:49
Veðjað á Afgana Ashraf Ghani verður arftaki Paul Wolfowitz hjá Alþjóðabankanum ef marka má veðbanka í Bretlandi. Reynist þetta raunin, verður Ghani fyrsti forseti bankans sem ekki er bandarískur í 60 ára sögu hans. 18.5.2007 23:48
Eldur í sumarbústað á Skipalæk Eldur kom upp í sumarbústað á Skipalæk rétt fyrir utan Egilsstaði í kvöld. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en talið er að hann hafi blossað upp út frá gasgrilli. 18.5.2007 22:43
Slökkviliðið hefur lokið störfum í Mosfellsbæ Útkallið sem slökkviliðið fór í til Mosfellsbæjar fyrr í kvöld reyndist vera minniháttar. Að sögn slökkviliðsmanns á vakt reyndist vera um að ræða reyk sem myndaðist út frá glóð í sígarettu en enginn eldur mun hafa blossað upp af þeim völdum. 18.5.2007 22:22
Fjórir handteknir fyrir morðið á kúrdísku stúlkunni Yfirvöld í norðurhluta Íraks hafa handtekið fjóra menn í tengslum við morðið á kúrdískri stúlku sem var grýtt til bana fyrir að sjást á almannafæri með manni sem er súnní múslími. 18.5.2007 21:49
Mynd Valdísar Óskarsdóttur fer í alþjóðlega dreifingu Samningar hafa náðst á kvikmyndahátíðinni í Cannes um alþjóðlega dreifingu á íslensku gamanmyndinni Sveitabrúðkaup, eða “Country Wedding”. 18.5.2007 21:04
Með tígrisunga á spena Tígrisungar í dýragarði í Kína sem móðir þeirra vildi ekki sjá þegar þeir komu í heiminn geta þakkað þessari hundstík lífgjöfina en þeir nærast nú á spena hennar. 18.5.2007 20:15
Gremja og tortryggni í vegi fyrir samstarfi Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins segir Baugsstjórn réttnefni á ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem er í burðarliðnum. Hann segir að forysta stjórnarandstöðuflokkanna hafi sjálf eyðilagt möguleikann á vinstri stjórn með gremju og tortryggni. 18.5.2007 19:43
Hverjir verða ráðherrar? Fólk er þegar farið að velta fyrir sér nýjum ráðherrum. Sennilegt þykir að jöfn skipti verði milli kynja hjá Samfylkingunni og þá má búast við breytingum hjá Sjálfstæðisflokknum. 18.5.2007 19:34
Steingrímur kom í veg fyrir vinstristjórn Össur Skarphéðinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að ef einhver hafi sargað í sundur brúna milli Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, sé það Steingrímur J. Sigfússon formaður VG. 18.5.2007 19:28
Geir fær stjórnarmyndunarumboð Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands veitti Geir H Haarde formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til stjórnarmyndunar með Samfylkingunni á Bessastöðum í morgun. Forsetinn setti engan tímafrest á viðræðurnar, en telur æskilegt að þeim ljúki á viku til tíu dögum. 18.5.2007 19:24
Svandís og ungarnir sluppu með naumindum Álftin Svandís uggði ekki að sér með ungana sína fimm þegar vargahópur gerði harða hríð að fjölskyldunni á Seltjarnarnesi í dag. Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður varð vitni að árásinni. 18.5.2007 19:16
Landsbjörg og Landhelgisgæslan undirrita samkomulag Skrifað var undir samkomulag milli slysavarnafélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar í dag um nánara samstarf Landsbjargar og þyrlusveita Gæslunnar. 18.5.2007 19:02
Fíkniefnahljóð á netinu Íslensk ungmenni hafa sótt sér hljóðskrár á netið sem sögð eru hafa viðlíka áhrif á vitundina og eiturefni á borð við kókaín, marijúana og fleiri vímuefni. Lífeðlisfræðingur við Háskóla Íslands hefur ekki áhyggjur af skaðsemi hljóðanna, en telur æskunni betur varið í skemmtilegri afþreyingu. 18.5.2007 18:56
Frestaði því að ráða í starf ríkissaksóknara Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur frestað því að ráða í starf ríkissaksóknara til næstu áramóta. Fyrirhugað var að nýr maður tæki við starfinu 1. júlí og eru umsækjendur um stöðuna missáttir. 18.5.2007 18:42
70 prósent af veltu Samherja í útlöndum Samherji hf. hefur keypt erlenda starfsemi Sjólaskipa hf. og tengdra félaga. Með kaupunum nemur velta Samherja í útlöndum 70 prósentum af heildarveltu félagsins. 18.5.2007 18:26
Þrír Litháar dæmdir fyrir hylmingu, þjófnaði og vopnaburð Þrír ungir menn frá Litháen, á aldrinum 19 til 25 ára, voru í dag dæmdir fangelsisvistar fyrir að reyna að koma stolnum úrum í verð, fyrir vopnaburð og fyrir þjófnaði. 18.5.2007 17:33
Óttast að skolp leki út í Varmá Til greina kemur að endurskipuleggja lagnaframkvæmdir í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ að hluta. Þetta var niðurstaða fundar skipulagsyfirvalda í Mosfellsbæ með fulltrúum verktaka og eins íbúa á svæðinu. Hafa menn áhyggjur af því að verið sé að leggja skolplagnir of nálægt bökkum Varmá. 18.5.2007 17:09
Eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart barni Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tíu ára stúlku á heimili sínu. Þá var hann dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í miskabætur fyrir athæfið. 18.5.2007 17:07
Segja góðan gang og anda í viðræðunum Bæði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sögðu góðan gang í viðræðum flokkanna um myndun nýrrrar ríkisstjórnar eftir fund sinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Auk þeirra komu Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, að viðræðunum í dag. 18.5.2007 16:43
Ál á bílinn? Bandarískir vísindamenn hafa fundið nýja leið til þess að framleiða vetni. Smákúlur búnar til úr áli og gallium framleiða hreint vetni þegar vatni er hellt á þær. Litið er á vetni sem einn besta kostinn af hreinum eldsneytum, sérstaklega fyrir bíla, vegna þess að vatnsgufa er það eina sem myndast við bruna á því. 18.5.2007 16:37
Fundur rússa og ESB endar í þykkju Leiðtogar Evrópusambandsins og Rússlands skiptust á harðri gagnrýni vegna mannerttindarmála á ráðstefnu í Rússlandi í dag. Fundur leiðtoganna sýndi að aðilarnir skiptast í tvo andstæða hópa. 18.5.2007 16:24
Mikill áhugi á þróunarstarfi Tæplega tvö hundruð umsóknir frá ungu háskólafólki bárust um starfsþjálfun á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Umsóknarfrestur um fimm mánaða starfsþjálfun rann út um síðustu mánaðamót en boðið er upp á þjálfun fyrir fimm einstaklinga. 18.5.2007 16:23
Kambur hættir útgerð og fiskvinnslu á Flateyri Eigendur Fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri tilkynntu starfsmönnum sínum í dag þá ákvörðun að hætta útgerð og fiskvinnslu og selja allar eignir félagsins á staðnum. Þetta þýðir að um 120 manns missa vinnuna, þar af 65 manns í landvinnslu. 18.5.2007 16:09
Kínverskur háskóli skyldar nýnema í þungunarpróf Skólastjórn tækniháskóla í vestur hluta Xinjiang héraðs í Kína segir þungunarpróf sem nemendur eru látnir taka sem hluta af inntökuprófi sýni samfélagslega ábyrgð. Tæplega 80 prósent nýnema heimavistarskólans eru stúlkur á aldrinum 17 til 18 ára. Prófið hefur verið framkvæmt í nokkur ár og þær sem reynast barnshafandi eru beðnar að hætta. 18.5.2007 15:56
Fyrsta fundi Ingibjargar og Geirs lokið Fyrsta fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingiarinnar, og Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, um myndun nýrrar ríkisstjórnar er lokið. Fundurinn fór fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og hófst klukkan 14. Stóð hann því í um tvær klukkustundir. 18.5.2007 15:56
Framkvæmdir stöðvaðar í Álafosskvos Lagnaframkvæmdir í Álafosskvos í Mosfellsbæ hafa verið stöðvaðar. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Íbúar á svæðinu kölluðu tvisvar á lögreglu eftir að framkvæmdir hófust síðastliðinn mánudag. Deilt er um hvort framkvæmdirnar séu löglegar en samtök íbúa á svæðinu telja þær tengjast umdeildri vegalagninu. 18.5.2007 15:51
Hafa lagt að baki 315 þúsund kílómetra á hjóli Tæplega 6500 manns sem tekið hafa þátt í fyrirtækjaleiknum „Hjólað í vinnuna" hafa nú þegar lagt að baki nærri 315 þúsund kílómetra þær tvær vikur sem átakið hefur staðið yfir. 18.5.2007 15:24
Ölvaðir jeppaþjófar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karl og konu fyrir að hafa tekið jeppa ófrjálsri hendi. Þau voru bæði nokkuð ölvuð þegar þau voru handtekin. 18.5.2007 15:21
Fundu sautján tonn af gull- og silfurpeningum Djúpsjávarkönnunarfyrirtæki er nýkomið úr leiðangri með það sem talið er mesti fjársóðsfundur sögunnar. Eftir því sem fram kemur á fréttavef CNN kom hópurinn með um 17 tonn af gull- og silfurpeningum sem talinn er frá nýlendutíma Bandaríkjanna. 18.5.2007 15:14
Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. 18.5.2007 15:07
Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur og fyrir að stefna lífi lögregluþjóna og annarra í hættu. Þá var maðurinn sviptur ökuréttindum í átján mánuði og gert að greiða 150 þúsund krónur í sekt. 18.5.2007 14:44
Tíu fíkniefnamál hjá lögreglunni aðfaranótt uppstigningardags Tíu karlmenn komu við sögu í jafnmörgum fíkniefnamálum sem komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt uppstigningardags. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að í fórum mannanna hafi fundist ætluð fíkniefni, aðallega amfetamín en einnig kókaín og LSD. 18.5.2007 14:31
Embætti ríkissaksóknara auglýst að nýju Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur frestað því að ráða nýjan ríkissaksóknara til næstu áramóta og mun Bogi Nilsson sinna starfinu þangað til. Fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins að samkomulag þessa efnis hafi orðið á milli Björns og Boga en til stóð að Bogi léti af embætti 1. júlí næstkomandi. 18.5.2007 14:19
Vonbrigði að ekki var hægt að mynda vinstristjórn Samfylkingin virðist vera tilbúin að fórna mörgum stefnumálum til að ná að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Hann segir það vera vonbrigði að ekki náðist að mynda vinstristjórn og óttast að sú stjórn sem er í myndun verði of hægrisinnuð. 18.5.2007 14:16
Morgunblaðið fer rangt með hugtök, segir Modernus Vefmælingarfyrirtækið Modernus, í samráði við Viðskiptaráð Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Morgunblaðið hafi farið rangt með hugtök sem notuð séu hjá Modernus í auglýsingu frá mbl.is. 18.5.2007 14:05
Meinuðu Kasparov og fréttamönnum að komast á fundarstað Rússneska lögreglan hindraði í morgun mótmælendur og fréttamenn í því að fljúga á fundarstað Evrópusambandsins og Rússa í Samaraborg. Meðal þeirra sem voru stöðvaðir var Garry Kasparov stórmeistari í skák. Vélinni seinkaði um klukkutíma og fór í loftið með einn þriðja fyrirhugaðra farþega, en hvorki mótmælendur né fréttamenn. 18.5.2007 13:55
Geir og Ingibjörg funda í Ráðherrabústaðnum Fyrsti fundur Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um myndun ríkisstjórnar hófst í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan tvö. Ingibjörg segist ekki gera mikið með tilboð Vinstri grænna og Framsóknarflokksins um forsætisráðherrastól. 18.5.2007 13:53
50 milljónir hafa heimsótt vefsíðu Madeleine Vefsíða sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina á Madeleine McCann hefur fengið meira en 50 milljónir heimsókna. Fjölþjóðleg fyrirtæki á borð við BP, McDonalds og alþjóðlega matvöruverslunarkeðjan Carrefour styðja leitina með því að dreyfa myndum í Evrópu af stúlkunni. Maddie var rænt í Portúgal 3. Maí síðastliðinn og varð fjögurra ára í síðustu viku. 18.5.2007 13:18