Hverjir verða ráðherrar? 18. maí 2007 19:34 Fólk er þegar farið að velta fyrir sér nýjum ráðherrum. Sennilegt þykir að jöfn skipti verði milli kynja hjá Samfylkingunni og þá má búast við breytingum hjá Sjálfstæðisflokknum. Tólf ráðherrar sitja í þeirri ríkisstjórn sem fer frá innan viku til tíu daga, sex hjá hvorum flokki, fjórar konur og átta karlar. Ef miðað er við sama ráðherrafjölda má velta fyrir sér einhvernvegin svona ríkisstjórn, með litlum breytingum hjá Sjálfstæðisflokki, en t.d. Sturla Böðvarsson léti af ráðherraembætti og yrði jafnvel forseti Alþingis, en slík skipti hafa áður átt sér stað hjá flokknum. Þá yrði Bjarni Benediktsson ráðherra, en flokkurinn vann mikinn sigur í kjördæmi hans og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Öruggt er að Ingibjörg Sólrún yrði ráðherra og þá að öllum líkindum utanríkisráðherra, Össur þykir öruggur um ráðherraembætti, þá yrði Kristján Möller traustur fulltrúi úr landsbyggðarkjördæmi og Jóhanna Sigurðardóttir hefur mikla reynslu. Þórunn Sveinbjarnardóttir er talin líklegur ráðherra, enda telja margir að hún eigi stóran þátt í því að flokkarnir reyna nú stjórnarmyndun, með góðum samböndum sínum, m.a. við varaformann Sjálfstæðisflokksins. Þá er ekki líklegt að gengið verði framhjá varaformanni flokksins Ólafi Ágústi, nema þá hann yrði gerður að þingflokksformanni. Það má velta fyrir sér fleiri möguleikum. Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins þykir traustur stuðningsmaður formannsins og hefur mikla reynslu af málamiðlunum á Alþingi, en Björn Bjarnason færi úr stjórn og Bjarni Benediktsson tæki hans sæti. Samfylkingarmegin gæti Steinunn Valdís Óskarsdóttir notið reynslu sinnar sem borgarstjóri. Þá yrði Jóhanna Sigurðardóttir væntanlega einn af forsetum Alþingis eða þingflokksformaður. Guðlaugur Þór Þórðarson þykir ráðherraefni hjá Sjálfstæðismönnum. Þá gætu Sjálfstæðismenn viljað nýta reynslu Guðfinnu Bjarnadóttur fyrrverandi rektors Háskólans í Reykjavík. Allt eru þetta vangaveltur og fleiri koma auðvitað til greina sem ráðherrar, en ljóst að hlutföll hafa breyst mikið á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru stærstu flokkarnir eins og áður, en sameiginlega mynda þeir stærsta meirihluta sem myndaður hefur verið á Alþingi um áratugaskeið, með 43 þingmenn. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Fólk er þegar farið að velta fyrir sér nýjum ráðherrum. Sennilegt þykir að jöfn skipti verði milli kynja hjá Samfylkingunni og þá má búast við breytingum hjá Sjálfstæðisflokknum. Tólf ráðherrar sitja í þeirri ríkisstjórn sem fer frá innan viku til tíu daga, sex hjá hvorum flokki, fjórar konur og átta karlar. Ef miðað er við sama ráðherrafjölda má velta fyrir sér einhvernvegin svona ríkisstjórn, með litlum breytingum hjá Sjálfstæðisflokki, en t.d. Sturla Böðvarsson léti af ráðherraembætti og yrði jafnvel forseti Alþingis, en slík skipti hafa áður átt sér stað hjá flokknum. Þá yrði Bjarni Benediktsson ráðherra, en flokkurinn vann mikinn sigur í kjördæmi hans og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Öruggt er að Ingibjörg Sólrún yrði ráðherra og þá að öllum líkindum utanríkisráðherra, Össur þykir öruggur um ráðherraembætti, þá yrði Kristján Möller traustur fulltrúi úr landsbyggðarkjördæmi og Jóhanna Sigurðardóttir hefur mikla reynslu. Þórunn Sveinbjarnardóttir er talin líklegur ráðherra, enda telja margir að hún eigi stóran þátt í því að flokkarnir reyna nú stjórnarmyndun, með góðum samböndum sínum, m.a. við varaformann Sjálfstæðisflokksins. Þá er ekki líklegt að gengið verði framhjá varaformanni flokksins Ólafi Ágústi, nema þá hann yrði gerður að þingflokksformanni. Það má velta fyrir sér fleiri möguleikum. Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins þykir traustur stuðningsmaður formannsins og hefur mikla reynslu af málamiðlunum á Alþingi, en Björn Bjarnason færi úr stjórn og Bjarni Benediktsson tæki hans sæti. Samfylkingarmegin gæti Steinunn Valdís Óskarsdóttir notið reynslu sinnar sem borgarstjóri. Þá yrði Jóhanna Sigurðardóttir væntanlega einn af forsetum Alþingis eða þingflokksformaður. Guðlaugur Þór Þórðarson þykir ráðherraefni hjá Sjálfstæðismönnum. Þá gætu Sjálfstæðismenn viljað nýta reynslu Guðfinnu Bjarnadóttur fyrrverandi rektors Háskólans í Reykjavík. Allt eru þetta vangaveltur og fleiri koma auðvitað til greina sem ráðherrar, en ljóst að hlutföll hafa breyst mikið á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru stærstu flokkarnir eins og áður, en sameiginlega mynda þeir stærsta meirihluta sem myndaður hefur verið á Alþingi um áratugaskeið, með 43 þingmenn.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira