Innlent

Tíu fíkniefnamál hjá lögreglunni aðfaranótt uppstigningardags

Tíu karlmenn komu við sögu í jafnmörgum fíkniefnamálum sem komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt uppstigningardags. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að í fórum mannanna hafi fundist ætluð fíkniefni, aðallega amfetamín en einnig kókaín og LSD.

Þá var þrennt, karlmaður og tværi konur, handtekið í fyrrakvöld eftir að lögregla fann hass og amfetamín við húsleit í miðborginni. Á sama stað fundust fjármunir sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×