Innlent

Gremja og tortryggni í vegi fyrir samstarfi

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins segir Baugsstjórn réttnefni á ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem er í burðarliðnum. Hann segir að forysta stjórnarandstöðuflokkanna hafi sjálf eyðilagt möguleikann á vinstri stjórn með gremju og tortryggni. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist undrandi á yfirlýsingum Jóns Sigurðssonar um trúnaðarbrest milli Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna.

Jón skrifaði á vefritið Framsókn punktur is í morgun að trúnaðarbrestur hafi orðið milli Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna Ekki tvöfeldni, heldur frekar margfeldni einkenni vinnulag Sjálfstæðismanna síðustu daga.

Þá segir Jón Sigurðsson að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sé óskabarn eigenda eins stærsta auðfélags landsins, svo sem berlega hafi komið fram í sérblaði DV sem gefið var út í kosningavikunni Framsóknarflokknum til ófrægingar. Ef þessi nýja ríkisstjórn komist á koppinn verði hún trúlega kennd við foreldri sitt og nefnd Baugsstjórnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×