Innlent

Steingrímur kom í veg fyrir vinstristjórn

Össur Skarphéðinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að ef einhver hafi sargað í sundur brúna milli Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, sé það Steingrímur J. Sigfússon formaður VG. Þá finnst honum hlægilegt að sumir Framsóknarmenn kalli væntanlega ríkisstjórn "Baugsstjórnina".

Össur mætti í Ráðherrabústaðinn um klukkan hálf þrjú ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Hann er sannfærður um að stjórnarmyndun muni ekki taka langan tíma. Össur segir að Steingrímur J. hafi gefið skýrt til kynna að hann hefði engan áhuga á stjórn með Framsóknarflokknum. Össur segist hafa starfað með Sjálfstæðisflokknum og það hafi gengið vel. Engir tveir flokkari eins skýrt umboð frá kjósendum nú og Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×