Innlent

70 prósent af veltu Samherja í útlöndum

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. MYND/GVA

Samherji hf. hefur keypt erlenda starfsemi Sjólaskipa hf. og tengdra félaga. Með kaupunum eru 70 prósent af veltu Samherja í útlöndum. Félögin sem Samherji hefur keypt hafa gert út sex verksmiðjuskip og tvö þjónustuskip í Máritaníu og Marokkó. Sjólaskip eru með höfuðstöðvar sínar hér á landi en bækistöðvar á Kanaríeyjum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja segir að kaupin séu stærsta fjárfefstingaverkefni sem félagið hefur tekist á hendur. Erlend starfsemi fyrirtækisins hafi vaxið stöðugt frá árinu 1994og nú sé svo komið að 70 prósent af veltu fyrirtækisins sé í útlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×