Innlent

Hafa lagt að baki 315 þúsund kílómetra á hjóli

Svona lítur bílastæðið á leikskólanum Sólvöllum en þar eru starfsmenn duglegir að hjóla.
Svona lítur bílastæðið á leikskólanum Sólvöllum en þar eru starfsmenn duglegir að hjóla.

Tæplega 6500 manns sem tekið hafa þátt í fyrirtækjaleiknum „Hjólað í vinnuna" hafa nú þegar lagt að baki nærri 315 þúsund kílómetra þær tvær vikur sem átakið hefur staðið yfir.

Í tilkynningu frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands segir jafnframt að hjólagarparnir hafi auk þess sparað 61 tonn af koltvísýringsútblæstri og brennt 10 milljónir kaloría á þessum tíma. Í útreikningum Sigðurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkusetursins, kemur einnig fram að bensínsparnaður miðað að lítrinn kosti 115 krónar sé orðinn tæpar fjórar milljónir króna. Enn er hægt að skrá sig í leikinn en hann stendur til 22. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×