Fleiri fréttir Vegagerðinni gert skylt að mæla mengun við Gjábakkaveg Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í maí 2006 varðandi mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar. Telur ráðherra að vegurinn muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Vegagerðinni er þó gert skylt að gera mælingar á ákomu loftaðborinnar köfnunarefnismengunar áður en framkvæmdir hefjast. 11.5.2007 15:22 Rætt um framtíð ratsjárkerfis í dag Íslensk yfirvöld héldu í dag áfram viðræðum við Bandaríkjamenn um framtíð ratsjár- og loftvarnarkerfisins á landinu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fóru viðræðurnar fram í Reykjavík og var áfram var rætt um fyrirkomulag og fjármögnun á kerfinu og miðaði viðræðum vel áfram. 11.5.2007 15:13 Bandaríkjamenn viðurkenna að hafa drepið borgara Hersveitir Bandaríkjamanna í Afganistan hafa viðurkennt að hafa drepið borgara í loftárásum á uppreisnarmenn talibana í suðurhluta landsins fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá sveitunum kemur ekki fram hversu margir hafi látist. 11.5.2007 15:07 Dæmd fyrir að draga sér fé Kona var í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik upp á nærri 300 þúsund krónur. 11.5.2007 14:51 Metþátttaka í utankjörstaða- atkvæðagreiðslu Mjög góð kjörsókn hefur verið í utankjörstaðaatkvæðagreiðslum í Reykjavík og á Akureyri. Nú þegar hafa mun fleiri kosið en á sama tíma í síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. 11.5.2007 14:43 Franskir framámenn kátir við kjötkatlana Franska þjóðin virðist ekkert kippa sér upp við það að nýkjörinn forseti hennar skuli nú lifa í vellystingum pragtuglega á risastórri snekkju á Miðjarðarhafi. Snekkjan er í eigu auðkýfings sem er persónulegur vinur Nikulásar Sarkozys. Forsetinn pakkaði niður og flaug með einkaþotu til Möltu innan við 24 klukkustundum eftir að hann sigraði í forsetakosningunum. 11.5.2007 14:41 Tveggja mánaða fangelsi fyrir að framvísa ógildu ökuskírteini Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa framvísað ógildu ökuskírteini þegar lögregla hafði afskipti af honum. 11.5.2007 14:40 Hafravatnsvegur lokaður við Vesturlandsveg Aðkoman að Hafravatnsvegi verður lokuð við Hringtorgi á Vesturlandsvegi frá og með mánudeginum og til 12. júní. Þetta er vegna framkvæmda við gatnagerð og veitulagnir eftir því sem segir á vef framkvæmdasviðs borgarinnar. 11.5.2007 13:45 Erlendir verkamenn fái upplýsingar um réttindi sín Tryggja verður að erlendir verkamenn á Íslandi fái nægar upplýsingar um réttindi sín og skyldur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu starfshóps á vegum félagsmálaráðherra sem fjallaði um málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í skýrslunni eru lagðar fram fjölmargar tillögur hvernig bæta megi starfskjör útlendinga hér á landi og yfirsýn stjórnvalda yfir málaflokknum. 11.5.2007 13:34 Dæmdur fyrir að vera með dóp í fangaklefa Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa haft í tvígang fíkniefni í klefa sínum. Fangaverðir fundu efnin við leit í klefanum. 11.5.2007 13:15 Hljóðfæri úr drasli vesturlandabúa á Listahátíð Hljómsveitin Konono N°1 heldur tónleika í porti Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Hljómsveitin er frá Kinshasa í Kongo og hlaut verðlaun sem besti nýliðinn í heimstónlist hjá breska ríkisútvarpinu BBC í fyrra. Þeir spila einnig á nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta. 11.5.2007 13:07 Villtist á leið að vændishúsi Lögreglan á Spáni stöðvaði á dögunum fjölfatlaðan mann sem var á leið í hjólastól sínum til vændishúss í næsta nágrenni. Maðurinn var einn á ferð og hafði villst á leiðinni og var kominn út á hraðbraut. 11.5.2007 13:00 Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmynda Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmmynda. Alls fundust rúmlega 6500 ljósmyndir og nærri 180 hreyfimyndir með barnaklámi í tölvum mannsins og hörðum diski við skoðun lögreglu. 11.5.2007 12:45 Hola í veginum Það verður varasamt af aka um hraðbrautina í Harris-sýslu í Indiana í Bandaríkjunum næstu daga en gríðarstór hola hefur opnast þar á miðjum veginum. Yfirvöld segja þetta einsdæmi þar. 11.5.2007 12:45 Krían komin á Nesið Krían er komin vestast á Seltjarnarnesið. Vegfarandi sem var í göngutúr þar í morgun og hafði samband við fréttastofu sagðist hafa orðið var við hana og að hún hefði kallað á sig. 11.5.2007 12:45 Hvað gerir kjörseðil ógildan Kjósendur rita stundum tákn eða skilaboð á kjörseðla þegar þeir kjósa í kosningum. Allt slíkt ógildir kjörseðilinn. Hægt er að strika frambjóðendur út af listum, en einungis af þeim lista sem kjósandi setur X við. Ef fiktað er í öðrum listum verður seðillinn ógildur. 11.5.2007 12:39 NASA kynnir arftaka Hubble geimsjónaukans Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur kynnt James Webb geimsjónaukann sem ætlað er að leysa Hubble af hólmi. 11.5.2007 12:35 Verðlaunafé boðið Breskur auðjöfur hefur heitið jafnvirði tæplega hundrað og þrjátíu milljóna króna fyrir upplýsingar sem gætu leitt lögreglu í Portúgal að þriggja ára breskri stúlku sem hvarf þar fyrir rúmri viku. Leitin að Madelein McCann hefur ekki borið árangur og portúgalska lögreglan hefur dregið úr umfangi hennar. 11.5.2007 12:16 Menn víða sammála Eiríki á Vesturlöndum Víða á Vesturlöndum eru menn sammála Eiríki Haukssyni söngvara um að austurblokkin svonefnda hafi með sér óeðlilegt samstarf við atkvæðagreiðlu í Júróvision keppninni. Eiríkur lýsti því við mafíu og sagði að að lög frá Mið- og Vestur-Evrópu ættu ekki lengur möguleika í keppninni. 11.5.2007 12:15 Mikil hreyfing á kjósendum samkvæmt könnunum Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. 11.5.2007 12:03 Eldar geysa undan ströndum Kaliforníu Mikill eldur varð þó nokkrum heimilum að bráð á Santa Catalina eyju í Kyrrahafi rétt utan við Los Angeles í nótt. Íbúum 12 hundruð heimila var fyrirskipað að yfirgefa þau og hundruðir manna bíða nú eftir ferju til meginlandsins. Herinn sendi tólf slökkviliðsbíla með svifnökkvum rúmlega fjörtíu km sjóleiðina frá ströndum Kaliforníu. 11.5.2007 11:42 Grænlenskur bær settur í þurrkví Grænlenska landstjórnin hefur lokað fyrir allar vínveitingar og áfengissölu í bænum Quaanaaq. Það erdönsk kennslukona sem stendur á bakvið þessá ákvörðun. Karen Littauer hefur nýlokið við að halda þriggja mánaða námskeið fyrir börn og unglinga í Quaanaaq. Henni var brugðið við áfengisneyslu íbúanna, og fór með málið í fjölmiðla. 11.5.2007 11:35 Gaman hjá Sir Alex Fótboltastjórinn Sir Alex Ferguson hefur í samvinnu við nokkra aðra auðmenn keypt 279 breska pöbba. Kaupverðið er um níu milljarðar íslenskra króna. Meðal annarra kaupenda er Idol dómarinn Simon Cowell. Seljandi er Marstons brugghúsið. 11.5.2007 11:27 Karlmaður slasast í bílveltu Karlmaður á tvítugsaldri slasaðist þegar bíll sem hann ók valt við bæinn Vindhæli á Skagastrandarvegi um hálf sjöleytið í morgun. Bíllinn er talinn gjörónýtur. 11.5.2007 11:27 Fagna umbótaríkisstjórn í Serbíu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnar þreifingum Serba að mynda umbótaríkisstjórn í landinu sem er fylgjandi Evrópu. Framkvæmdastjórnin gaf í skyn möguleika á að taka strax aftur upp viðræður við slíka stjórn. Yfirlýsing þess efnis var gefin út í kjölfar óstaðfestra frétta í serbnesku sjónvarpi. 11.5.2007 11:09 Risessan lögð af stað Átta metra dúkkan Risessa fór á flakk um götur borgarinnar um nú í morgun að viðstöddum miklum fjölda áhorfenda. Risessan er hluti af stórsýningu franska götuleikhússins Royal de Luxe sem standa mun í dag og á morgun 11.5.2007 11:05 Uggvænleg tíðindi fyrir neytendur Almennar hækkanir á mat- og drykkjavörum í síðasta mánuði eru uggvænleg tíðindi fyrir neytendur að sögn talsmanns neytenda. Hann segir nauðsynlegt að veita verslunum varanlegt aðhald til þess að koma í veg fyrir að þær hirði ávinning neytenda af skattalækkununum. 11.5.2007 10:55 Ekki fleiri lík takk Vísindamenn við hollenskt sjúkrahús hafa beðið fólk að hætta að ánafna spítalanum líkamsleifar sínar í þágu vísinda. Ástæðan er plássleysi á Háskólaskjúkrahúsinu sem er í Leiden. Yfirmenn sjúkrahússins segja að þeir muni ekki taka við fleiri líkum þar sem hvergi sé pláss fyrir þau. 11.5.2007 10:42 Gvuuð hvað við erum feitar Tvær stúlkur við Framingham háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum, urðu skelfingu lostnar þegar þær sáu bera maga sína á forsíðu skólablaðsins. Þær höfðu þó berað maga sína sjálfviljugar, ásamt fimm vinkonum sínum. Það gerðu þær á íþróttakappleik. Þar hvöttu þær sitt lið, en þó einkum einn leikmanninn. Þær skrifuðu nafn hans á maga sér...einn bókstaf á hvern maga. 11.5.2007 10:38 Opnað fyrir rafræna kjörskrá í Reykjavík Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum vegna komandi alþingiskosninga. Í skránni geta kjósendur aflað sér upplýsinga um ýmislegt í tengslum við kosningarnar. 11.5.2007 10:16 Fjórir fórust í flugslysi í Taiwan Fjórir fórust þegar gömul herþota hrapaði til jarðar í Taiwan í morgun. Vélin var að æfa viðbrögð við árás frá Kína þegar slysið varð. Flugmennirnir tveir frá Taiwan fórust auk tveggja hermanna frá Singapore sem voru á jörðu niðri. Níu Singaporbúar slösuðust á jörðu niðri, þar af tveir alvarlega, þegar F-5F vélin hrapaði á vörugeymslu herstöðvar í bænum Hukou, um 50 km suður af Taipei. 11.5.2007 10:16 Brown vill innleiða nýja stjórnarhætti Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, lagði áherslu á að hann myndi innleiða nýja stjórnarhætti sem forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins í ræðu sem markaði upphaf baráttu hans fyrir leiðtogahlutverkinu. Sagði hann menntun ástíðu sína en að hann myndi leggja áherslu á heilbrigðiskerfið á næstu mánuðum. 11.5.2007 10:13 Moore rannsakaður vegna Kúbuferðar Bandaríska ríkisstjórnin hefur hafið rannsókn á ferðalagi kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore til Kúbu. Hann fór þangað í mars vegna vinnslu á kvikmynd um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Moore, sem gerði meðal annars myndina „Fahrenheit 9/11“, en í henni réðst hann gegn stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ku hafa brotið lög með ferðalagi sínu. 10.5.2007 23:27 Hvað er erfðamengun? Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. 10.5.2007 23:27 Reykingar geta leitt til hærra aldurstakmarks Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum ætlar sér framvegis að taka tillit til reykinga þegar aldurstakmörk verða ákveðin á bíómyndir. 10.5.2007 22:55 Eiríkur vill tvær keppnir Eiríkur Hauksson sagði í kvöld að hann vildi að Júróvisjón yrði skipt upp í tvær keppnir, eina fyrir þjóðir Vestur-Evrópu og aðra fyrir þjóðir Austur-Evrópu. Hann sagði að úrslitin í kvöld hefðu sýnt fram á að þarna hefði Austur-evrópska mafían verið að verki og aðeins greitt nágrönnum sínum atkvæði. Hann sagðist jafnframt hafa orðið mjög svekktur eftir að úrslitin urðu ljós en hvorki undrandi né tapsár. 10.5.2007 22:35 Vara við hruni úr íshelli í Sólheimajökli Lögreglan á Hvolsvelli og Slysavarnafélagið Landsbjörg vara við hruni úr íshelli sem er í Sólheimajökli. Íshellirinn í Sólheimajökli breytist á hverjum degi, mikið hrun er úr honum og hættulegt að fara um hann. Greinilegar sprungur eru komnar og víða er ísinn all þunnur, að sögn lögreglunnar. 10.5.2007 22:16 Eldur kom upp í bát á Viðeyjarsundi Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í skemmtibát laust fyrir kl. 19 í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar og tveir björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar lögðu af stað en skipverjum á skemmtibátnum tókst að slökkva eldinn áður en þeir komu á vettvang. 10.5.2007 22:11 Fulltrúadeildin hafnar heimkvaðningarfrumvarpi Fulltrúadeild bandaríska þingsins hafnaði í kvöld frumvarpi sem hefði leitt til þess að heimkvaðning bandarískra hermanna frá Írak hefði hafist eftir þrjá mánuði. Atkvæði féllu 255 - 171. Frumvarpið var lagt fram af hópi demókrata sem eru andvígir stríðsrekstrinum í Írak. 10.5.2007 21:50 Hafa áhyggjur af aukinni miðstýringu í Rússlandi Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkin hefðu áhyggjur af aukinni miðstýringu í Rússlandi. Rice fer í opinbera heimsókn til Moskvu í næstu viku. 10.5.2007 21:16 Forseti Tyrklands verður kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu Tyrkneska þingið samþykkti í dag breytingar á stjórnarskrá landsins í þá átt að forsetinn verði kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hingað til hefur þingið kosið forsetann. 10.5.2007 20:57 Fiskistofa rannsakar játningar um svindl Fiskistofustjóri mun rannsaka mál fyrrverandi útgerðarmanns sem játaði í gær á netinu stórfellt kvótasvindl. Maðurinn hélt því fram að sambærilegt svindl hefði verið stundað um allt land. Landssamband útgerðarmanna telur ótækt að stimpla alla útgerðarmenn sem glæpamenn. 10.5.2007 19:41 Fyrrverandi ríkisskattstjóri gefur ríkisstjórn falleinkunn Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni. 10.5.2007 19:34 Fulltrúar Yahoo funduðu með forsætisráðherra Fimm manna sendinefnd á vegum netfyrirtækisins Yahoo er stödd hér á landi til að kanna möguleika á því að fyrirtækið setji upp netþjónabú á Íslandi. Þeir áttu fund með forsætisráðherra í morgun. 10.5.2007 19:32 Slegist á sinfóníutónleikum Gestir á sinfóníuhljómleikum í tónleikahöllinni í Boston í Bandaríkjunum í gær fengu meira fyrir peninginn þegar til handalögmála kom milli tveggja áhorfenda. 10.5.2007 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Vegagerðinni gert skylt að mæla mengun við Gjábakkaveg Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í maí 2006 varðandi mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar. Telur ráðherra að vegurinn muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Vegagerðinni er þó gert skylt að gera mælingar á ákomu loftaðborinnar köfnunarefnismengunar áður en framkvæmdir hefjast. 11.5.2007 15:22
Rætt um framtíð ratsjárkerfis í dag Íslensk yfirvöld héldu í dag áfram viðræðum við Bandaríkjamenn um framtíð ratsjár- og loftvarnarkerfisins á landinu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fóru viðræðurnar fram í Reykjavík og var áfram var rætt um fyrirkomulag og fjármögnun á kerfinu og miðaði viðræðum vel áfram. 11.5.2007 15:13
Bandaríkjamenn viðurkenna að hafa drepið borgara Hersveitir Bandaríkjamanna í Afganistan hafa viðurkennt að hafa drepið borgara í loftárásum á uppreisnarmenn talibana í suðurhluta landsins fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá sveitunum kemur ekki fram hversu margir hafi látist. 11.5.2007 15:07
Dæmd fyrir að draga sér fé Kona var í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik upp á nærri 300 þúsund krónur. 11.5.2007 14:51
Metþátttaka í utankjörstaða- atkvæðagreiðslu Mjög góð kjörsókn hefur verið í utankjörstaðaatkvæðagreiðslum í Reykjavík og á Akureyri. Nú þegar hafa mun fleiri kosið en á sama tíma í síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. 11.5.2007 14:43
Franskir framámenn kátir við kjötkatlana Franska þjóðin virðist ekkert kippa sér upp við það að nýkjörinn forseti hennar skuli nú lifa í vellystingum pragtuglega á risastórri snekkju á Miðjarðarhafi. Snekkjan er í eigu auðkýfings sem er persónulegur vinur Nikulásar Sarkozys. Forsetinn pakkaði niður og flaug með einkaþotu til Möltu innan við 24 klukkustundum eftir að hann sigraði í forsetakosningunum. 11.5.2007 14:41
Tveggja mánaða fangelsi fyrir að framvísa ógildu ökuskírteini Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa framvísað ógildu ökuskírteini þegar lögregla hafði afskipti af honum. 11.5.2007 14:40
Hafravatnsvegur lokaður við Vesturlandsveg Aðkoman að Hafravatnsvegi verður lokuð við Hringtorgi á Vesturlandsvegi frá og með mánudeginum og til 12. júní. Þetta er vegna framkvæmda við gatnagerð og veitulagnir eftir því sem segir á vef framkvæmdasviðs borgarinnar. 11.5.2007 13:45
Erlendir verkamenn fái upplýsingar um réttindi sín Tryggja verður að erlendir verkamenn á Íslandi fái nægar upplýsingar um réttindi sín og skyldur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu starfshóps á vegum félagsmálaráðherra sem fjallaði um málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í skýrslunni eru lagðar fram fjölmargar tillögur hvernig bæta megi starfskjör útlendinga hér á landi og yfirsýn stjórnvalda yfir málaflokknum. 11.5.2007 13:34
Dæmdur fyrir að vera með dóp í fangaklefa Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa haft í tvígang fíkniefni í klefa sínum. Fangaverðir fundu efnin við leit í klefanum. 11.5.2007 13:15
Hljóðfæri úr drasli vesturlandabúa á Listahátíð Hljómsveitin Konono N°1 heldur tónleika í porti Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Hljómsveitin er frá Kinshasa í Kongo og hlaut verðlaun sem besti nýliðinn í heimstónlist hjá breska ríkisútvarpinu BBC í fyrra. Þeir spila einnig á nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta. 11.5.2007 13:07
Villtist á leið að vændishúsi Lögreglan á Spáni stöðvaði á dögunum fjölfatlaðan mann sem var á leið í hjólastól sínum til vændishúss í næsta nágrenni. Maðurinn var einn á ferð og hafði villst á leiðinni og var kominn út á hraðbraut. 11.5.2007 13:00
Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmynda Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmmynda. Alls fundust rúmlega 6500 ljósmyndir og nærri 180 hreyfimyndir með barnaklámi í tölvum mannsins og hörðum diski við skoðun lögreglu. 11.5.2007 12:45
Hola í veginum Það verður varasamt af aka um hraðbrautina í Harris-sýslu í Indiana í Bandaríkjunum næstu daga en gríðarstór hola hefur opnast þar á miðjum veginum. Yfirvöld segja þetta einsdæmi þar. 11.5.2007 12:45
Krían komin á Nesið Krían er komin vestast á Seltjarnarnesið. Vegfarandi sem var í göngutúr þar í morgun og hafði samband við fréttastofu sagðist hafa orðið var við hana og að hún hefði kallað á sig. 11.5.2007 12:45
Hvað gerir kjörseðil ógildan Kjósendur rita stundum tákn eða skilaboð á kjörseðla þegar þeir kjósa í kosningum. Allt slíkt ógildir kjörseðilinn. Hægt er að strika frambjóðendur út af listum, en einungis af þeim lista sem kjósandi setur X við. Ef fiktað er í öðrum listum verður seðillinn ógildur. 11.5.2007 12:39
NASA kynnir arftaka Hubble geimsjónaukans Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur kynnt James Webb geimsjónaukann sem ætlað er að leysa Hubble af hólmi. 11.5.2007 12:35
Verðlaunafé boðið Breskur auðjöfur hefur heitið jafnvirði tæplega hundrað og þrjátíu milljóna króna fyrir upplýsingar sem gætu leitt lögreglu í Portúgal að þriggja ára breskri stúlku sem hvarf þar fyrir rúmri viku. Leitin að Madelein McCann hefur ekki borið árangur og portúgalska lögreglan hefur dregið úr umfangi hennar. 11.5.2007 12:16
Menn víða sammála Eiríki á Vesturlöndum Víða á Vesturlöndum eru menn sammála Eiríki Haukssyni söngvara um að austurblokkin svonefnda hafi með sér óeðlilegt samstarf við atkvæðagreiðlu í Júróvision keppninni. Eiríkur lýsti því við mafíu og sagði að að lög frá Mið- og Vestur-Evrópu ættu ekki lengur möguleika í keppninni. 11.5.2007 12:15
Mikil hreyfing á kjósendum samkvæmt könnunum Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. 11.5.2007 12:03
Eldar geysa undan ströndum Kaliforníu Mikill eldur varð þó nokkrum heimilum að bráð á Santa Catalina eyju í Kyrrahafi rétt utan við Los Angeles í nótt. Íbúum 12 hundruð heimila var fyrirskipað að yfirgefa þau og hundruðir manna bíða nú eftir ferju til meginlandsins. Herinn sendi tólf slökkviliðsbíla með svifnökkvum rúmlega fjörtíu km sjóleiðina frá ströndum Kaliforníu. 11.5.2007 11:42
Grænlenskur bær settur í þurrkví Grænlenska landstjórnin hefur lokað fyrir allar vínveitingar og áfengissölu í bænum Quaanaaq. Það erdönsk kennslukona sem stendur á bakvið þessá ákvörðun. Karen Littauer hefur nýlokið við að halda þriggja mánaða námskeið fyrir börn og unglinga í Quaanaaq. Henni var brugðið við áfengisneyslu íbúanna, og fór með málið í fjölmiðla. 11.5.2007 11:35
Gaman hjá Sir Alex Fótboltastjórinn Sir Alex Ferguson hefur í samvinnu við nokkra aðra auðmenn keypt 279 breska pöbba. Kaupverðið er um níu milljarðar íslenskra króna. Meðal annarra kaupenda er Idol dómarinn Simon Cowell. Seljandi er Marstons brugghúsið. 11.5.2007 11:27
Karlmaður slasast í bílveltu Karlmaður á tvítugsaldri slasaðist þegar bíll sem hann ók valt við bæinn Vindhæli á Skagastrandarvegi um hálf sjöleytið í morgun. Bíllinn er talinn gjörónýtur. 11.5.2007 11:27
Fagna umbótaríkisstjórn í Serbíu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnar þreifingum Serba að mynda umbótaríkisstjórn í landinu sem er fylgjandi Evrópu. Framkvæmdastjórnin gaf í skyn möguleika á að taka strax aftur upp viðræður við slíka stjórn. Yfirlýsing þess efnis var gefin út í kjölfar óstaðfestra frétta í serbnesku sjónvarpi. 11.5.2007 11:09
Risessan lögð af stað Átta metra dúkkan Risessa fór á flakk um götur borgarinnar um nú í morgun að viðstöddum miklum fjölda áhorfenda. Risessan er hluti af stórsýningu franska götuleikhússins Royal de Luxe sem standa mun í dag og á morgun 11.5.2007 11:05
Uggvænleg tíðindi fyrir neytendur Almennar hækkanir á mat- og drykkjavörum í síðasta mánuði eru uggvænleg tíðindi fyrir neytendur að sögn talsmanns neytenda. Hann segir nauðsynlegt að veita verslunum varanlegt aðhald til þess að koma í veg fyrir að þær hirði ávinning neytenda af skattalækkununum. 11.5.2007 10:55
Ekki fleiri lík takk Vísindamenn við hollenskt sjúkrahús hafa beðið fólk að hætta að ánafna spítalanum líkamsleifar sínar í þágu vísinda. Ástæðan er plássleysi á Háskólaskjúkrahúsinu sem er í Leiden. Yfirmenn sjúkrahússins segja að þeir muni ekki taka við fleiri líkum þar sem hvergi sé pláss fyrir þau. 11.5.2007 10:42
Gvuuð hvað við erum feitar Tvær stúlkur við Framingham háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum, urðu skelfingu lostnar þegar þær sáu bera maga sína á forsíðu skólablaðsins. Þær höfðu þó berað maga sína sjálfviljugar, ásamt fimm vinkonum sínum. Það gerðu þær á íþróttakappleik. Þar hvöttu þær sitt lið, en þó einkum einn leikmanninn. Þær skrifuðu nafn hans á maga sér...einn bókstaf á hvern maga. 11.5.2007 10:38
Opnað fyrir rafræna kjörskrá í Reykjavík Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum vegna komandi alþingiskosninga. Í skránni geta kjósendur aflað sér upplýsinga um ýmislegt í tengslum við kosningarnar. 11.5.2007 10:16
Fjórir fórust í flugslysi í Taiwan Fjórir fórust þegar gömul herþota hrapaði til jarðar í Taiwan í morgun. Vélin var að æfa viðbrögð við árás frá Kína þegar slysið varð. Flugmennirnir tveir frá Taiwan fórust auk tveggja hermanna frá Singapore sem voru á jörðu niðri. Níu Singaporbúar slösuðust á jörðu niðri, þar af tveir alvarlega, þegar F-5F vélin hrapaði á vörugeymslu herstöðvar í bænum Hukou, um 50 km suður af Taipei. 11.5.2007 10:16
Brown vill innleiða nýja stjórnarhætti Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, lagði áherslu á að hann myndi innleiða nýja stjórnarhætti sem forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins í ræðu sem markaði upphaf baráttu hans fyrir leiðtogahlutverkinu. Sagði hann menntun ástíðu sína en að hann myndi leggja áherslu á heilbrigðiskerfið á næstu mánuðum. 11.5.2007 10:13
Moore rannsakaður vegna Kúbuferðar Bandaríska ríkisstjórnin hefur hafið rannsókn á ferðalagi kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore til Kúbu. Hann fór þangað í mars vegna vinnslu á kvikmynd um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Moore, sem gerði meðal annars myndina „Fahrenheit 9/11“, en í henni réðst hann gegn stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ku hafa brotið lög með ferðalagi sínu. 10.5.2007 23:27
Hvað er erfðamengun? Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. 10.5.2007 23:27
Reykingar geta leitt til hærra aldurstakmarks Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum ætlar sér framvegis að taka tillit til reykinga þegar aldurstakmörk verða ákveðin á bíómyndir. 10.5.2007 22:55
Eiríkur vill tvær keppnir Eiríkur Hauksson sagði í kvöld að hann vildi að Júróvisjón yrði skipt upp í tvær keppnir, eina fyrir þjóðir Vestur-Evrópu og aðra fyrir þjóðir Austur-Evrópu. Hann sagði að úrslitin í kvöld hefðu sýnt fram á að þarna hefði Austur-evrópska mafían verið að verki og aðeins greitt nágrönnum sínum atkvæði. Hann sagðist jafnframt hafa orðið mjög svekktur eftir að úrslitin urðu ljós en hvorki undrandi né tapsár. 10.5.2007 22:35
Vara við hruni úr íshelli í Sólheimajökli Lögreglan á Hvolsvelli og Slysavarnafélagið Landsbjörg vara við hruni úr íshelli sem er í Sólheimajökli. Íshellirinn í Sólheimajökli breytist á hverjum degi, mikið hrun er úr honum og hættulegt að fara um hann. Greinilegar sprungur eru komnar og víða er ísinn all þunnur, að sögn lögreglunnar. 10.5.2007 22:16
Eldur kom upp í bát á Viðeyjarsundi Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í skemmtibát laust fyrir kl. 19 í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar og tveir björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar lögðu af stað en skipverjum á skemmtibátnum tókst að slökkva eldinn áður en þeir komu á vettvang. 10.5.2007 22:11
Fulltrúadeildin hafnar heimkvaðningarfrumvarpi Fulltrúadeild bandaríska þingsins hafnaði í kvöld frumvarpi sem hefði leitt til þess að heimkvaðning bandarískra hermanna frá Írak hefði hafist eftir þrjá mánuði. Atkvæði féllu 255 - 171. Frumvarpið var lagt fram af hópi demókrata sem eru andvígir stríðsrekstrinum í Írak. 10.5.2007 21:50
Hafa áhyggjur af aukinni miðstýringu í Rússlandi Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkin hefðu áhyggjur af aukinni miðstýringu í Rússlandi. Rice fer í opinbera heimsókn til Moskvu í næstu viku. 10.5.2007 21:16
Forseti Tyrklands verður kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu Tyrkneska þingið samþykkti í dag breytingar á stjórnarskrá landsins í þá átt að forsetinn verði kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hingað til hefur þingið kosið forsetann. 10.5.2007 20:57
Fiskistofa rannsakar játningar um svindl Fiskistofustjóri mun rannsaka mál fyrrverandi útgerðarmanns sem játaði í gær á netinu stórfellt kvótasvindl. Maðurinn hélt því fram að sambærilegt svindl hefði verið stundað um allt land. Landssamband útgerðarmanna telur ótækt að stimpla alla útgerðarmenn sem glæpamenn. 10.5.2007 19:41
Fyrrverandi ríkisskattstjóri gefur ríkisstjórn falleinkunn Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni. 10.5.2007 19:34
Fulltrúar Yahoo funduðu með forsætisráðherra Fimm manna sendinefnd á vegum netfyrirtækisins Yahoo er stödd hér á landi til að kanna möguleika á því að fyrirtækið setji upp netþjónabú á Íslandi. Þeir áttu fund með forsætisráðherra í morgun. 10.5.2007 19:32
Slegist á sinfóníutónleikum Gestir á sinfóníuhljómleikum í tónleikahöllinni í Boston í Bandaríkjunum í gær fengu meira fyrir peninginn þegar til handalögmála kom milli tveggja áhorfenda. 10.5.2007 19:30