Fleiri fréttir

Verðlaunafé boðið

Breskur auðjöfur hefur heitið jafnvirði tæplega hundrað og þrjátíu milljóna króna fyrir upplýsingar sem gætu leitt lögreglu í Portúgal að þriggja ára breskri stúlku sem hvarf þar fyrir rúmri viku. Leitin að Madelein McCann hefur ekki borið árangur og portúgalska lögreglan hefur dregið úr umfangi hennar.

Menn víða sammála Eiríki á Vesturlöndum

Víða á Vesturlöndum eru menn sammála Eiríki Haukssyni söngvara um að austurblokkin svonefnda hafi með sér óeðlilegt samstarf við atkvæðagreiðlu í Júróvision keppninni. Eiríkur lýsti því við mafíu og sagði að að lög frá Mið- og Vestur-Evrópu ættu ekki lengur möguleika í keppninni.

Mikil hreyfing á kjósendum samkvæmt könnunum

Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir.

Eldar geysa undan ströndum Kaliforníu

Mikill eldur varð þó nokkrum heimilum að bráð á Santa Catalina eyju í Kyrrahafi rétt utan við Los Angeles í nótt. Íbúum 12 hundruð heimila var fyrirskipað að yfirgefa þau og hundruðir manna bíða nú eftir ferju til meginlandsins. Herinn sendi tólf slökkviliðsbíla með svifnökkvum rúmlega fjörtíu km sjóleiðina frá ströndum Kaliforníu.

Grænlenskur bær settur í þurrkví

Grænlenska landstjórnin hefur lokað fyrir allar vínveitingar og áfengissölu í bænum Quaanaaq. Það erdönsk kennslukona sem stendur á bakvið þessá ákvörðun. Karen Littauer hefur nýlokið við að halda þriggja mánaða námskeið fyrir börn og unglinga í Quaanaaq. Henni var brugðið við áfengisneyslu íbúanna, og fór með málið í fjölmiðla.

Gaman hjá Sir Alex

Fótboltastjórinn Sir Alex Ferguson hefur í samvinnu við nokkra aðra auðmenn keypt 279 breska pöbba. Kaupverðið er um níu milljarðar íslenskra króna. Meðal annarra kaupenda er Idol dómarinn Simon Cowell. Seljandi er Marstons brugghúsið.

Karlmaður slasast í bílveltu

Karlmaður á tvítugsaldri slasaðist þegar bíll sem hann ók valt við bæinn Vindhæli á Skagastrandarvegi um hálf sjöleytið í morgun. Bíllinn er talinn gjörónýtur.

Fagna umbótaríkisstjórn í Serbíu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnar þreifingum Serba að mynda umbótaríkisstjórn í landinu sem er fylgjandi Evrópu. Framkvæmdastjórnin gaf í skyn möguleika á að taka strax aftur upp viðræður við slíka stjórn. Yfirlýsing þess efnis var gefin út í kjölfar óstaðfestra frétta í serbnesku sjónvarpi.

Risessan lögð af stað

Átta metra dúkkan Risessa fór á flakk um götur borgarinnar um nú í morgun að viðstöddum miklum fjölda áhorfenda. Risessan er hluti af stórsýningu franska götuleikhússins Royal de Luxe sem standa mun í dag og á morgun

Uggvænleg tíðindi fyrir neytendur

Almennar hækkanir á mat- og drykkjavörum í síðasta mánuði eru uggvænleg tíðindi fyrir neytendur að sögn talsmanns neytenda. Hann segir nauðsynlegt að veita verslunum varanlegt aðhald til þess að koma í veg fyrir að þær hirði ávinning neytenda af skattalækkununum.

Ekki fleiri lík takk

Vísindamenn við hollenskt sjúkrahús hafa beðið fólk að hætta að ánafna spítalanum líkamsleifar sínar í þágu vísinda. Ástæðan er plássleysi á Háskólaskjúkrahúsinu sem er í Leiden. Yfirmenn sjúkrahússins segja að þeir muni ekki taka við fleiri líkum þar sem hvergi sé pláss fyrir þau.

Gvuuð hvað við erum feitar

Tvær stúlkur við Framingham háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum, urðu skelfingu lostnar þegar þær sáu bera maga sína á forsíðu skólablaðsins. Þær höfðu þó berað maga sína sjálfviljugar, ásamt fimm vinkonum sínum. Það gerðu þær á íþróttakappleik. Þar hvöttu þær sitt lið, en þó einkum einn leikmanninn. Þær skrifuðu nafn hans á maga sér...einn bókstaf á hvern maga.

Opnað fyrir rafræna kjörskrá í Reykjavík

Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum vegna komandi alþingiskosninga. Í skránni geta kjósendur aflað sér upplýsinga um ýmislegt í tengslum við kosningarnar.

Fjórir fórust í flugslysi í Taiwan

Fjórir fórust þegar gömul herþota hrapaði til jarðar í Taiwan í morgun. Vélin var að æfa viðbrögð við árás frá Kína þegar slysið varð. Flugmennirnir tveir frá Taiwan fórust auk tveggja hermanna frá Singapore sem voru á jörðu niðri. Níu Singaporbúar slösuðust á jörðu niðri, þar af tveir alvarlega, þegar F-5F vélin hrapaði á vörugeymslu herstöðvar í bænum Hukou, um 50 km suður af Taipei.

Brown vill innleiða nýja stjórnarhætti

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, lagði áherslu á að hann myndi innleiða nýja stjórnarhætti sem forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins í ræðu sem markaði upphaf baráttu hans fyrir leiðtogahlutverkinu. Sagði hann menntun ástíðu sína en að hann myndi leggja áherslu á heilbrigðiskerfið á næstu mánuðum.

Moore rannsakaður vegna Kúbuferðar

Bandaríska ríkisstjórnin hefur hafið rannsókn á ferðalagi kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore til Kúbu. Hann fór þangað í mars vegna vinnslu á kvikmynd um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Moore, sem gerði meðal annars myndina „Fahrenheit 9/11“, en í henni réðst hann gegn stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ku hafa brotið lög með ferðalagi sínu.

Hvað er erfðamengun?

Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali.

Eiríkur vill tvær keppnir

Eiríkur Hauksson sagði í kvöld að hann vildi að Júróvisjón yrði skipt upp í tvær keppnir, eina fyrir þjóðir Vestur-Evrópu og aðra fyrir þjóðir Austur-Evrópu. Hann sagði að úrslitin í kvöld hefðu sýnt fram á að þarna hefði Austur-evrópska mafían verið að verki og aðeins greitt nágrönnum sínum atkvæði. Hann sagðist jafnframt hafa orðið mjög svekktur eftir að úrslitin urðu ljós en hvorki undrandi né tapsár.

Vara við hruni úr íshelli í Sólheimajökli

Lögreglan á Hvolsvelli og Slysavarnafélagið Landsbjörg vara við hruni úr íshelli sem er í Sólheimajökli. Íshellirinn í Sólheimajökli breytist á hverjum degi, mikið hrun er úr honum og hættulegt að fara um hann. Greinilegar sprungur eru komnar og víða er ísinn all þunnur, að sögn lögreglunnar.

Eldur kom upp í bát á Viðeyjarsundi

Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í skemmtibát laust fyrir kl. 19 í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar og tveir björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar lögðu af stað en skipverjum á skemmtibátnum tókst að slökkva eldinn áður en þeir komu á vettvang.

Fulltrúadeildin hafnar heimkvaðningarfrumvarpi

Fulltrúadeild bandaríska þingsins hafnaði í kvöld frumvarpi sem hefði leitt til þess að heimkvaðning bandarískra hermanna frá Írak hefði hafist eftir þrjá mánuði. Atkvæði féllu 255 - 171. Frumvarpið var lagt fram af hópi demókrata sem eru andvígir stríðsrekstrinum í Írak.

Hafa áhyggjur af aukinni miðstýringu í Rússlandi

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkin hefðu áhyggjur af aukinni miðstýringu í Rússlandi. Rice fer í opinbera heimsókn til Moskvu í næstu viku.

Fiskistofa rannsakar játningar um svindl

Fiskistofustjóri mun rannsaka mál fyrrverandi útgerðarmanns sem játaði í gær á netinu stórfellt kvótasvindl. Maðurinn hélt því fram að sambærilegt svindl hefði verið stundað um allt land. Landssamband útgerðarmanna telur ótækt að stimpla alla útgerðarmenn sem glæpamenn.

Fyrrverandi ríkisskattstjóri gefur ríkisstjórn falleinkunn

Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni.

Fulltrúar Yahoo funduðu með forsætisráðherra

Fimm manna sendinefnd á vegum netfyrirtækisins Yahoo er stödd hér á landi til að kanna möguleika á því að fyrirtækið setji upp netþjónabú á Íslandi. Þeir áttu fund með forsætisráðherra í morgun.

Slegist á sinfóníutónleikum

Gestir á sinfóníuhljómleikum í tónleikahöllinni í Boston í Bandaríkjunum í gær fengu meira fyrir peninginn þegar til handalögmála kom milli tveggja áhorfenda.

Eiríkur rokkaði í Helsinki

Eiríkur Hauksson og föruneyti luku rétt í þessu við flutning á framlagi Íslendinga til Eurovision þetta árið, „Valentine Lost“ við góðar undirtektir. Norskir áhorfendur tóku vel undir með Eiríki enda hefur hann búið í Noregi í fjölda ára. Atkvæðagreiðsla verður síðar í kvöld. Eiríkur hefur sjálfur sagt að hann telji að það séu helmingslíkur á því að við komumst í lokakeppnina. Keppnin er haldin í Helsinki í Finnlandi þetta árið.

Dómur yfir Jónasi sá þyngsti sinnar tegundar

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag Jónas Garðarsson, fyrrverandi formann Sjómannafélags Reykjavíkur, í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Dómurinn er sá þyngsti sinnar tegundar.

410 ökumenn teknir á Hringbraut á einum sólarhring

410 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 km leyfilegan hámarkshraða á Hringbraut í Reykjavík í gær og í dag eða á einum sólarhring. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél en hinir brotlegu óku að jafnaði á tæplega 75 km hraða.

Heimild til hönnunar verknámshúss fengin

Á fundi skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands sem haldinn var 9. maí var lögð fram heimild Menntamálaráðuneytisins um að hafist verði handa við hönnun viðbyggingar við verknámshúsið Hamar. Viðbygging við verknámshúsið hefur verið lengi í undirbúningi enda ljóst að með henni verður hægt að efla og bæta enn frekar verk- og starfsnám við Fjölbrautaskólann.

Tony Blair hættir í júní

Tony Blair, forsætsiráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Hann mun afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra í lok næsta mánaðar. Afsögnin kemur ekki á óvart því fyrir síðustu kosningar tilkynni Blair að þær yrðu hans síðustu og í september á síðasta ári kvaðst hann svo myndu segja af sér innan árs eftir mikinn þrýsting frá samflokksmönnum sínum. Slæm útkoma Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í síðustu viku hafði sitt að segja um að Blair ákvað að taka af skarið nú. Það var viðeigandi hjá forsætisráðherranum að greina frá ákvörðuninni á fundi með fylgismönnum í kjördæmi sínu Sedgefield í morgun. Þar tilkynnti Blair að hann ætlaði að víkja sem formaður og þá yrði Verkamannaflokkurinn að verlja nýjan leiðtoga. Hann ætlaði svo að afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra 27. júní næstkomandi. Blair sagði að sér þætti það nægilega langur tími að vera forsætisráðherra í 10 ár og þjóðinni þætti það án efa líka. Blair sagði það stundum eina leið til að forðast höfga valdsins að láta það frá sér. Blair sagði að nú yrði margt rætt og ritað um valdatíð sína en það væri almennings að meta árangurinn. Hann ræddi ýmsar umdeildar ákvarðanir í stjórnartíð sinni, meðal annars stuðning við innrásina í Írak. Þegar tekið sé við stjórnartaumum sagði hann oft þörf á að taka erfiðar ákvarðanir. Hann sagðist þó sverja að hann hefði gert það sem hann taldi rétt. Það gæti reynst rangt, það sé þjóðarinnar að meta. En eitt yrðu kjósendur að trúa umfram annað, hann hafi gert það sem hann taldi rétt fyrir þjóðina. Blair fæddist Edinborg í Skotlandi 6. maí 1953 og varð því 54 ára á sunnudaginn. Hann lauk lögfræðiprófi frá St. John´s í Oxford. Hann var kosinn á þing árið 1983 og eftir það varð frami hans innan flokksins skjótur og varð hann fljótt áberandi talsmaður í ýmsum málum. Í kosningunum 1992, þegar Neil Kinnock var formaður, var Blair þegar byrjaður að skipuleggja andlistbreytingu Verkamannaflokksins sem síðar varð. Árið 1994 féll þáverandi leiðtogi flokksins, John Smith, skyndilega frá, og stóð valið um næsta leiðtoga milli Blairs og Gordons Brown. Sagan segir að Blair og Brown hafi samið um að Blair tæki við embættinu en Brown yrði síðan leiðtogi einhverju síðar. Þeir hafa þó báðir þráfadlega neitað þessum orðrómi. Saman leiddu þeir síðan flokkinn til stórsigurs í þingkosningum fyrir tíu árum. Ekki var það síst að þakka að þeim Blair og Brown tókst að sannfæra breska kjósendur um að Verkamannflokkinum væri treystandi í efnahagsmálum, en það hafi þótt vafamál að mati margra kjósenda í fyrri kosningum. Tony Blair eru þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins og eini leiðtogi hans sem hefur leitt flokkinn til sigurs í þrennum kosningum. Blair hefur bæðið verið gagnrýndur og honum þakkað fyrir að færa Verkamannaflokkinn að miðju breskra stjórnmála. Í ræðu sinni í dag hvatti Blair kjósendur til að líta um öxl aftur til annars maí 1997 og bera saman hag sinn þá og nú. Hann sagði aðeins einni ríkisstjórn frá árinu 1945 hafa tekist að skapa fleiri störf, fækka atvinnulausum jafn markvisst, auka heilbrigðisþjónustu og bæta menntun jafn mikið og draga úr glæpum. Auk þess hafi verið hagvöxtur á hverjum ársfjórðungi. Þessu geti ríkisstjórnin sem sitji nú státað sér af. Stjórnmálaskýrendur segja arfleifð Blairs þá að hann hafi gert Verkamannaflokkinn trúverðugan í augum kjósenda og leitt hann til sigurs í þrennum kosningum. Nær samfellt hagvaxtarskeið hafi verið í Bretlandi síðan 1997, talsvert meiri en í hinum gömlu ESB-ríkjunum. Einnig verði samkomlag á Norður-Írlandi hluti arfleifðar hans og innránsin í Írak og afleiðingar hennar. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra tilkynnti líka um afsögn sína. Nú fer í gang leitin af arftaka Blairs. Einsýnt þykir að Gordon Brown, fjármálaráðherra, verði valinn. Hann á þó við ramman reip að draga því kannanir benda til að David Cameron, nýr leiðtogi Íhaldsmanna, sé mun vinsælli.

Stöðvaður með smygl á leið frá Grundartanga

Lögreglan á Akranesi rannsakar nú smyglmál en hún stöðvaði um hádegisbilið í dag bifreið sem var að koma frá Grundartangahöfn. Eftir því sem segir á vef Skessuhorns reyndust sex kassar af bjór í bílnum, 21 karton af sígarettum og 5 lítrar af sterku áfengi sem lögregla lagði hald á.

Landspítala óheimilt að segja Salmann upp

Hæstiréttur sneri í dag dómi Héraðsdómur Reykjavíkur í máli Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Ísland, á hendur Landspítalanum vegna uppsagnar í starfi á upplýsingatæknisviði spítalans. Komst dómurinn að því að spítalanum hefði verið óheimilt að segja honum upp á þeim grundvelli sem gert var.

Portúgal: Meiriháttar upplýsingar í rannsókn tilkynntar

Sýnt verður beint frá blaðamannafundi Lögreglunnar í Portúgal klukkan 17.30 að íslenskum tíma á visir.is. Búist er við að upplýst verði um meiriháttar umskipti í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann. Stúlkan var numin á brott af hótelherbergi sínu fyrir viku og hefur leit staðið yfir síðan. Fundurinn fer fyrst fram á portúgölsku og síðan ensku.

Vilja stofna Flugminjasafn Íslands

Full ástæða er til að halda utan um flugsögu Íslands meðal annars með því að koma á fót Flugminjasafni Íslands að mati Flugminjanefndar menntamálaráðherra. Nefndin skilaði frá sér tillögum í dag.

Sögurlegur fundur Ísraela og Araba

Ísraelskur utanríkisráðherra átti í dag fund með arabiskum ráðherrum sem hafa umboð frá Arababandalaginu. Það er í fyrsta skipti síðan slíkt gerist frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Utanríkisráðherrar Egyptalands og Jórdaníu funduðu í Kaíró í dag með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels.

Munnmök gætu verið krabbameinsvaldandi

Bandarískir vísindamenn staðhæfa að vírus sem smitast getur með munnmökum geti orsakað ákveðna tegund krabbameins í hálsi. Rannsakendur við John Hopkins Háskólann segja að HPV vírusinn sé jafnvel stærri áhættuþáttur en neysla tóbaks og áfengis.

Spurningamerki við Gordon Brown

Þrátt fyrir að Gordon Brown hafi verið fjármálaráðherra í tíu ár, er hann óskrifað blað sem forsætisráðherra segir í leiðara Sunday Times í London. Fjölmiðlar ytra eru flestir á sömu skoðun og telja að næstu vikur muni leiða í ljós hvaða stefnu Gordon muni taka í málefnum Bretlands, sérstaklega vegna tengsla við Bandaríkin, en afstaða hans hefur verið afar óljós í gegnum fjármálaráðherra tíð hans.

Vinna gegn vaxandi manneklu meðal sjúkraliða

Endurskoða þarf starfs- og ábyrgðarsvið sjúkraliða og menntun eigi að vera mögulegt að vinna gegn vaxandi manneklu í stéttinni. Þetta var niðurstaða fyrsta fundar starfsnefndar sem leita á leiða til að fjölga sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu segir einnig nauðsynlegt að endurskoða launamál þessara stétta.

Fangi vinnur virt fréttamannaverðlaun

Alan Johnston fréttaritari BBC sem rænt var á Gasaströnd í marsmánuði hefur unnið fréttamannaverðlaun á hinni virtu London Press Club hátíð. Verðlaunin fær hann fyrir fréttaflutning af Gasa svæðinu en hann þykir hafa varpað ljósi á hvernig ástandið hefur áhrif á venjulega Palestínumenn. Ekki hefur spurst til Alans síðan honum var rænt 12. mars síðastliðinn.

Sjá næstu 50 fréttir