Fleiri fréttir Veggjakrotarar staðnir að verki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip þrjá unglingspilta glóðvolga við að krota á veggi í miðborginni eftir hádegi í gær. Drengirnir eru tólf ára og var gert að þrífa krotið af veggjunum. Forráðamönnum þeirra var tilkynnt um málavexti. Tíu ára drengur var tekinn við sömu iðju í Breiðholti skömmu síðar og var ekið heim. Hann iðraðist sáran. 9.5.2007 14:27 Danir skutu á sænskt herskip Ekki hefur þó slegist upp í vinskapinn hjá frændum okkar heldur var 21 fallbyssuskoti hleypt af til þess að fagna opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna til Danmerkur. Svíar nátturlega svöruðu fyrir sig og herskipið sem þau Karl Gústav og Sylvía komu með þrumaði líka út í loftið með kanónum sínum. 9.5.2007 14:19 Nýr dósent viðskiptadeildar á Bifröst Ásta Dís Óladóttir hefur verið ráðin dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Ásta hefur undanfarin ár starfað við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn auk þess að sinna doktorsrannsóknum í alþjóðaviðskiptum. Þær beinast meðal annars að erlendum fjárfestingafyrirtækjum frá smáum hagkerfum. 9.5.2007 14:17 Barist við elda í Hollywood-hæðum Slökkviliðsmenn í Los Angeles berjast nú við elda í frægum garði í Hollywood-hæðum sem kviknuðu í gærdag. Eftir því sem fram kemur á fréttavef CNN hafa um 15 prósent af Griffith-garðinum eyðilagst í eldinum en hann er um 15 kílómetra frá miðborg Los Angeles. 9.5.2007 14:07 Niðurfelling vörugjalda stuðlar að orkusparnaði Samtök verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að fella niður vörugjöld á raftæki. Það myndi örva neytendur til að endurnýja orkufrek raftæki eins og ísskápa og eldavélar. Í Evrópu eru í notkun um 188 milljónir slíkra tækja eldri en 10 ára. Ef þeim væri öllum skipt út minnkaði orkunotkun þeirra um 40 prósent. 9.5.2007 13:59 Te dregur úr líkum á húðkrabbameini Rannsóknir sýna að grænt og svart te minnkar hugsanlega líkur á húðkrabbameini. Tveir bollar af grænu eða svörtu tei gætu dregið úr líkum á krabbameini. Þetta eru niðurstöður breskra og bandarískra rannsókna á greindum húðkrabbameinstilfellum árin 1993 til 1995 og 1997 til 2000. 9.5.2007 13:49 Gagnrýna Sarkozy fyrir frí á lystisnekkju Nicolas Sarkozy, nýkjörinn Frakklandsforseti, er nú í fríi á lystisnekkju úti fyrir ströndum Möltu ásamt fjölskyldu sinni. Verkalýðsleiðtogar gagnrýndu ferðalagið í morgun og sögðu það lýsa óviðeigandi munaði. 9.5.2007 13:49 Vilja aukið fé til að hækka laun hjúkrunarfræðinga Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á fjármálaráðherra að veita aukið fé til heilbrigðisstofnana svo hægt sé að hækka laun hjúkrunarfræðinga. Þá lýsir þingið yfir verulegum áhyggjum af fyrirsjáanlegum skorti á hjúkrunarfræðingum og skorar á stjórnvöld að bregðast við því með því að efla hjúkrunarnám í landinu. 9.5.2007 13:41 Formenn stjórnmálaflokkanna á kosningafundi á Stöð 2 í kvöld Formenn stjórnmálaflokkanna verða á kosningafundi á Stöð 2 í kvöld og við það tækifæri verður birt ný og afar umfangsmikil skoðanakönnun um fylgi flokkanna. 9.5.2007 13:15 Minntust loka síðari heimisstyrjaldarinnar Í dag er þess víða minnst að 62 ár eru liðin frá því að herir nasista gáfust upp fyrir bandamönnum í heimsstyrjöldinni síðari. Að því tilefni lagði sendiherra Rússlands á Íslandi, Viktor Tatarintsev, blómsveig að minnismerkinu Vonin sem stendur í Fossvogskirkjugarði. 9.5.2007 13:00 Enn ein árásin á borgara 21 borgari er sagður hafa látið lífið í árásum Atlantshafsbandalagsins á búðir talibana í Helmand-héraði í Afganistan í morgun. 9.5.2007 12:45 Framsókn í sókn Framsóknarflokkurinn er í stórsókn ef marka má nýja könnun Capacent Gallup sem sagt var frá í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Flokkurinn nálgast nú kjörfylgi sitt og mælist með tvöfalt meira fylgi en í Gallup könnun í fyrradag. 9.5.2007 12:34 Rúmenar við betl í borginni í morgun Eitthvað á annan tug Rúmena sem gisti fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, greip tækifærið í morgun og fór að betla á götum borgarinnar, en þeir fara ekki úr landi fyrr en síðdegis. 9.5.2007 12:30 Aðgengi að áfengi yrði auðvelt fyrir ungmenni Ungmenni undir tóbakskaupaaldri eiga auðvelt með að kaupa sér sígarettur samkvæmt könnun. Í ljósi þessa er varhugavert að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum, segir prófessor í félagsfræði. 9.5.2007 12:26 Fjölskyldunefnd í þrettán mánaða fríi Fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar hefur ekki komið saman í þrettán mánuði. Síðasti fundur nefndarinnar var sjötta apríl árið 2006. Björk Vilhelmsdóttir fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur skrifað Birni Inga Hrafnssyni formanni nefndarinnar bréf og óskað eftir því að nefndin verði kölluð saman. 9.5.2007 12:17 Nærri helmingur lögreglumanna hefur orðið fyrir ofbeldi Nærri helmingur lögreglumanna hefur orðið fyrir ofbeldi í starfi samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöður hennar voru kynntar í morgun. 9.5.2007 12:06 Ferskur fiskur farinn að hlaðast upp í Grímsey Ferskur fiskur er farinn að hlaðast upp í Grímsey og hætt er við að hann falli í verði ef hann kemst ekki til kaupenda í tæka tíð. Gamla Grímseyjarferjan er biluð, sú nýja er enn í endurbyggingu og samgöngur við eyjuna þar með í molum. 9.5.2007 12:00 Reynt að finna hentugan fundartíma fyrir kosningar Formaður sjávarútvegsnefndar, Guðjón Hjörleifsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að vinna að því finna tíma fyrir fund í nefndinni. Magnús Þór Hafsteinsson óskaði eftir fundinum í kjölfar umfjöllunar Kompáss á sunnudag þar sem ljóstrað var upp um kvótasvindl. 9.5.2007 12:00 Úrskurður áfrýjunarnefndar í máli sálfræðinga ógiltur Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í morgun ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála í málatilbúnaði Sálfræðingafélags Íslands á hendur Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu vegna greiðsluþátttöku ríkisins í viðtalsmeðferðum. Dómurinn vísaði hins vegar frá kröfu félagsins um að úrskurður Samkeppniseftirlitsins í málinu yrði staðfestur. Hins vegar var kröfu félagsins um að úrskurður Samkeppniseftirlitsins þess efnis að heilbrigðisyfirvöld hefðu brotið samkeppnislög með því að semja ekki við klíníska sálfræðinga líkt og geðlækna vegna viðtalsmeðferða geðsjúkra, vísað frá. 9.5.2007 11:49 Allir bannfærðir Benedikt páfi sextándi segist sammála því að mexíkóskir stjórnmálamenn sem studdu lög sem leyfa fóstureyðingu verði bannfærðir. Slík lög voru sett í Mexíkóborg fyrir skömmu. Páfi lét þessi orð falla um borð í flugvél sem var að flytja hann í sína fyrstu pílagrímsferð til Suður-Ameríku. 9.5.2007 11:36 Elsku Arnold París Hilton hefur lagt blessun sína yfir bréf til Arnolds Schwarzeneggers ríkisstjóra í Kaliforníu þar sem henni er beðið griða. París hefur verið dæmd í 45 daga fangelsi í ríki Tortímandans fyrir að aka fyrst undir áhrifum og síðan próflaus. Í bréfinu er henni lýst sem fyrirmynd sem lífgi upp á gráan hversdagsleika milljóna manna. 9.5.2007 11:09 Stoðtækjafræðingar fá löggildingu Í dag var undirrituð reglugerð um löggildingu stoðtækjafræðinga þar sem kveðið er á um menntun, réttindi og skyldur þeirra. Fulltrúar Félags stoðtækjafræðinga voru viðstaddir undirskriftina en félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsins um árabil. 9.5.2007 10:55 Heimskasti strokufanginn Norðmenn hafa valið heimskasta strokufanga ársins. Og það þótt það sé aðeins tæplega hálfnað. Norska útvarpið skýrði frá því að fanginn hefði strokið úr Indre Östfold fangelsinu fyrir rúmum þrem mánuðum, ásamt félaga sínum. 9.5.2007 10:46 Cheney í óvæntri heimsókn til Íraks Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Heimsóknin er liður í ferð hans um Miðausturlönd sem ætlað er að stemma stigu við átökum ýmissa þjóðarbrota í Írak. 9.5.2007 10:18 Dönum hent út úr Evróvisjón vegna niðurskurðar? Hugsanlegt er að Danir verði útlokaðir frá Evróvisjón frá og með næsta ári vegna niðurskurðar hjá danska ríkisútvarpinu, Danmarks Radio, á útsendingum frá íþróttaviðburðum. Þetta kemur frá vef Politiken. 9.5.2007 10:04 Ógiltu úrskurð forseta Egypskur dómstóll ógilti í dag úrskurð forseta landsins um að rétta yfir 40 meðlimum Bræðaralags múslima í herrétti. Forsetinn, Hosni Mubarak, hafði vísað máli þeirra til herréttar vegna gruns um að þeir tengdust hryðjuverkastarfsemi. 8.5.2007 22:52 Erótíkin bjargar bókasafninu Borgaryfirvöld í Vín í Austurríki hafa tekið upp á óvenjulegri aðferð til þess að afla fjár fyrir bókasöfnin. Þau réðu stúlku til þess að hvísla. Hún hvíslast á við viðskiptavini kynlífslínu sem borgin stofnaði. 8.5.2007 22:16 Árás bandarískrar herþyrlu veldur dauða íraskra barna Árás bandarískrar herþyrlu á grunaða uppreisnarmenn varð til þess að fjöldi barna lét lífið í dag. Árásin átti sér stað í Diyala héraði norðaustur af Bagdad. Þetta fullyrtu íraskar öryggissveitir. 8.5.2007 22:02 Ætluðu að myrða bandaríska hermenn Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fimm öfgasinnaða múslima fyrir að hafa ætlað að myrða bandaríska hermenn á herstöðinni Fort Dix í New Jersey. Sjötti maðurinn var síðan ákærður fyrir að hafa aðstoðað þrjá þeirra við að verða sér úti um vopn. 8.5.2007 21:40 Kindakappreiðar slá í gegn Viðburðurinn þykir kannski ekki jafn fínn og veðreiðarnar í Kentucky og Drottningin er svo sannarlega ekki á meðal áhorfenda. Engu að síður virðast Sauðfjárkappreiðarnar hafa orðið að stórviðburði í hluta Englands. Í þeim takast hreinræktaðir gæðingar á við girðingarnar og á meðal keppenda eru Vefstóllinn, Skurður Darners og Rýjingarlækur. 8.5.2007 21:01 Framúrstefnuleg myndvinnsla í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö Framúrstefnulegri myndvinnsla verður í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö en áður hefur sést í íslensku sjónvarpi. Sérfræðingur sem unnið hefur fyrir breska ríkissjónvarpið hefur unnið að undirbúningi kosningasjónvarpsins. 8.5.2007 20:30 Íslendingar að huga að sínum vörnum sjálfir Íslendingar þurfa nú í auknum mæli að huga að sínum vörnum sjálfir. Þetta segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra. 8.5.2007 20:13 Fékk kóngulær í eyrað Læknar í Oregon í Bandaríkjunum segja enga furðu að níu ára drengur þar hafi þjáðst af eyrnaverk á dögunum, þar sem tvær köngulær höfðu hreiðrað um sig í eyra hans. 8.5.2007 19:15 Merki ekki fengið að láni Höfundur merkis Íslandshreyfingarinnar segir einskæra tilviljun að það sé sláandi líkt merki bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins ESS. Unnið hafi verið með grunnliti sjálfbærrar þróunar og hringinn sem frumform við gerð þess. Merki ESS hafi ekki verið fengið að láni við hönnunina. 8.5.2007 19:05 Ómar vísar alfarið á bug að hafa valdið umhverfisspjöllum Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar vísar því alfarið á bug að hafa valdið umhverfisspjöllum með gerð flugvallar í grennd við Kárahnjúka. Hann segist vera með öll tilskilin leyfi sem til þurfi vegna vallarins. Sveitastjórn Fljótsdalshéraðs kannar nú málið vegna kvartana sem bárust henni fyrir skömmu. 8.5.2007 18:58 Seinagangur samgönguráðherra kostar okkur 5 milljarða Seinagangur samgönguráðherra við að láta hefja veðurfarsathuganir á Hólmsheiði hefur kostað samfélagið fimm milljarða króna, segir stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð. 8.5.2007 18:55 Hálfsextugar konur geta orðið ófrískar Konur á sextugsaldri geta orðið ófrískar upp á hefðbundin máta en konur eldri en 46 ára fá ekki frjósemismeðferð á Íslandi. Hálfsextug íslensk kona á von á sér eftir tæpa tvo mánuði. 8.5.2007 18:55 Von á Norður-Írlandi Ný heimastjórn tók við völdum á Norður-Írlandi í dag þegar svarnir andstæðingar sóru embættiseiða. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórn í héraðinu var leyst upp vegna njósnahneykslis. Sambandssinnar og mótmælendur eru vongóðir um að stjórnin haldi í þetta sinn. 8.5.2007 18:54 Furðar sig á lóðaúthlutun Forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands furðar sig á að borgin hafi úthlutað Listaháskóla Íslands lóð í Vatnsmýri sem hefur í átta ár verið merkt Náttúrufræðistofnun á deiliskipulagi. 8.5.2007 18:50 Freistingar til misnotkunar innbyggðar í kvótakerfið Einar K Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir ákveðnar freistingar til misnotkunar byggðar inn kvótakerfið og taka beri allar ábendingar um svindl í kerfinu alvarlega. Magnús Þór Hafsteinsson fulltrúi Frjálslyndaflokksins í sjávarútvegsnefnd Alþingis vill að nefndin komi saman fyrir kosningar, vegna ásakana um stórfellt svindl í kvótakerfinu sem greint var frá í Kompási s.l. sunnudag. 8.5.2007 18:30 Rúmenum gert að yfirgefa landið Níu rúmenskum karlmönnum sem haldið hafa til á Akureyri síðustu daga verður gert að yfirgefa landið. Þeir eru frá sama svæði og hópurinn sem þegar hefur verið vísað úr landi. 8.5.2007 18:30 Finnar hrifnir af framlagi Íslendinga Finnar virðast mjög hrifnir af lagi Íslendinga í Evróvisjón, segir Karen Kjartansdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sem stödd er í Helsinki og fylgist með undirbúningi og þátttöku íslenska hópsins í keppninni þetta árið. 8.5.2007 17:03 Helgi Torfason safnstjóri Náttúruminjasafns Menntamálaráðherra hefur skipað dr. Helga Torfason í embætti safnstjóra Náttúruminjasafns Íslands til fimm ára frá og með deginum í dag. 8.5.2007 16:47 Ágóði ævisögu Hannesar Hólmsteins til Mæðrastyrksnefndar Útgáguforlagið Nýhil mun afhenda mæðrastyrksnefnd allan ágóða af sölu metsölubókarinnar Hannes - Nóttin er blá, mamma. Bókin er fyrsta bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og kom út fyrir síðustu jól. Höfundur hennar er Óttar M. Norðfjörð. Ágóðinn af sölunni reyndist 300 þúsund krónur og verður afhentur við athöfn á fimmtudag. 8.5.2007 16:40 Katrín Hall áfram listdansstjóri Íd Menntamálaráðherra hefur skipað Katrínu Hall í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins til næstu fimm ára frá 1. ágúst 2007 næstkomandi en hún hefur gegnt starfinu frá árinu 1996. 8.5.2007 16:35 Sjá næstu 50 fréttir
Veggjakrotarar staðnir að verki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip þrjá unglingspilta glóðvolga við að krota á veggi í miðborginni eftir hádegi í gær. Drengirnir eru tólf ára og var gert að þrífa krotið af veggjunum. Forráðamönnum þeirra var tilkynnt um málavexti. Tíu ára drengur var tekinn við sömu iðju í Breiðholti skömmu síðar og var ekið heim. Hann iðraðist sáran. 9.5.2007 14:27
Danir skutu á sænskt herskip Ekki hefur þó slegist upp í vinskapinn hjá frændum okkar heldur var 21 fallbyssuskoti hleypt af til þess að fagna opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna til Danmerkur. Svíar nátturlega svöruðu fyrir sig og herskipið sem þau Karl Gústav og Sylvía komu með þrumaði líka út í loftið með kanónum sínum. 9.5.2007 14:19
Nýr dósent viðskiptadeildar á Bifröst Ásta Dís Óladóttir hefur verið ráðin dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Ásta hefur undanfarin ár starfað við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn auk þess að sinna doktorsrannsóknum í alþjóðaviðskiptum. Þær beinast meðal annars að erlendum fjárfestingafyrirtækjum frá smáum hagkerfum. 9.5.2007 14:17
Barist við elda í Hollywood-hæðum Slökkviliðsmenn í Los Angeles berjast nú við elda í frægum garði í Hollywood-hæðum sem kviknuðu í gærdag. Eftir því sem fram kemur á fréttavef CNN hafa um 15 prósent af Griffith-garðinum eyðilagst í eldinum en hann er um 15 kílómetra frá miðborg Los Angeles. 9.5.2007 14:07
Niðurfelling vörugjalda stuðlar að orkusparnaði Samtök verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að fella niður vörugjöld á raftæki. Það myndi örva neytendur til að endurnýja orkufrek raftæki eins og ísskápa og eldavélar. Í Evrópu eru í notkun um 188 milljónir slíkra tækja eldri en 10 ára. Ef þeim væri öllum skipt út minnkaði orkunotkun þeirra um 40 prósent. 9.5.2007 13:59
Te dregur úr líkum á húðkrabbameini Rannsóknir sýna að grænt og svart te minnkar hugsanlega líkur á húðkrabbameini. Tveir bollar af grænu eða svörtu tei gætu dregið úr líkum á krabbameini. Þetta eru niðurstöður breskra og bandarískra rannsókna á greindum húðkrabbameinstilfellum árin 1993 til 1995 og 1997 til 2000. 9.5.2007 13:49
Gagnrýna Sarkozy fyrir frí á lystisnekkju Nicolas Sarkozy, nýkjörinn Frakklandsforseti, er nú í fríi á lystisnekkju úti fyrir ströndum Möltu ásamt fjölskyldu sinni. Verkalýðsleiðtogar gagnrýndu ferðalagið í morgun og sögðu það lýsa óviðeigandi munaði. 9.5.2007 13:49
Vilja aukið fé til að hækka laun hjúkrunarfræðinga Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á fjármálaráðherra að veita aukið fé til heilbrigðisstofnana svo hægt sé að hækka laun hjúkrunarfræðinga. Þá lýsir þingið yfir verulegum áhyggjum af fyrirsjáanlegum skorti á hjúkrunarfræðingum og skorar á stjórnvöld að bregðast við því með því að efla hjúkrunarnám í landinu. 9.5.2007 13:41
Formenn stjórnmálaflokkanna á kosningafundi á Stöð 2 í kvöld Formenn stjórnmálaflokkanna verða á kosningafundi á Stöð 2 í kvöld og við það tækifæri verður birt ný og afar umfangsmikil skoðanakönnun um fylgi flokkanna. 9.5.2007 13:15
Minntust loka síðari heimisstyrjaldarinnar Í dag er þess víða minnst að 62 ár eru liðin frá því að herir nasista gáfust upp fyrir bandamönnum í heimsstyrjöldinni síðari. Að því tilefni lagði sendiherra Rússlands á Íslandi, Viktor Tatarintsev, blómsveig að minnismerkinu Vonin sem stendur í Fossvogskirkjugarði. 9.5.2007 13:00
Enn ein árásin á borgara 21 borgari er sagður hafa látið lífið í árásum Atlantshafsbandalagsins á búðir talibana í Helmand-héraði í Afganistan í morgun. 9.5.2007 12:45
Framsókn í sókn Framsóknarflokkurinn er í stórsókn ef marka má nýja könnun Capacent Gallup sem sagt var frá í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Flokkurinn nálgast nú kjörfylgi sitt og mælist með tvöfalt meira fylgi en í Gallup könnun í fyrradag. 9.5.2007 12:34
Rúmenar við betl í borginni í morgun Eitthvað á annan tug Rúmena sem gisti fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, greip tækifærið í morgun og fór að betla á götum borgarinnar, en þeir fara ekki úr landi fyrr en síðdegis. 9.5.2007 12:30
Aðgengi að áfengi yrði auðvelt fyrir ungmenni Ungmenni undir tóbakskaupaaldri eiga auðvelt með að kaupa sér sígarettur samkvæmt könnun. Í ljósi þessa er varhugavert að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum, segir prófessor í félagsfræði. 9.5.2007 12:26
Fjölskyldunefnd í þrettán mánaða fríi Fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar hefur ekki komið saman í þrettán mánuði. Síðasti fundur nefndarinnar var sjötta apríl árið 2006. Björk Vilhelmsdóttir fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur skrifað Birni Inga Hrafnssyni formanni nefndarinnar bréf og óskað eftir því að nefndin verði kölluð saman. 9.5.2007 12:17
Nærri helmingur lögreglumanna hefur orðið fyrir ofbeldi Nærri helmingur lögreglumanna hefur orðið fyrir ofbeldi í starfi samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöður hennar voru kynntar í morgun. 9.5.2007 12:06
Ferskur fiskur farinn að hlaðast upp í Grímsey Ferskur fiskur er farinn að hlaðast upp í Grímsey og hætt er við að hann falli í verði ef hann kemst ekki til kaupenda í tæka tíð. Gamla Grímseyjarferjan er biluð, sú nýja er enn í endurbyggingu og samgöngur við eyjuna þar með í molum. 9.5.2007 12:00
Reynt að finna hentugan fundartíma fyrir kosningar Formaður sjávarútvegsnefndar, Guðjón Hjörleifsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að vinna að því finna tíma fyrir fund í nefndinni. Magnús Þór Hafsteinsson óskaði eftir fundinum í kjölfar umfjöllunar Kompáss á sunnudag þar sem ljóstrað var upp um kvótasvindl. 9.5.2007 12:00
Úrskurður áfrýjunarnefndar í máli sálfræðinga ógiltur Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í morgun ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála í málatilbúnaði Sálfræðingafélags Íslands á hendur Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu vegna greiðsluþátttöku ríkisins í viðtalsmeðferðum. Dómurinn vísaði hins vegar frá kröfu félagsins um að úrskurður Samkeppniseftirlitsins í málinu yrði staðfestur. Hins vegar var kröfu félagsins um að úrskurður Samkeppniseftirlitsins þess efnis að heilbrigðisyfirvöld hefðu brotið samkeppnislög með því að semja ekki við klíníska sálfræðinga líkt og geðlækna vegna viðtalsmeðferða geðsjúkra, vísað frá. 9.5.2007 11:49
Allir bannfærðir Benedikt páfi sextándi segist sammála því að mexíkóskir stjórnmálamenn sem studdu lög sem leyfa fóstureyðingu verði bannfærðir. Slík lög voru sett í Mexíkóborg fyrir skömmu. Páfi lét þessi orð falla um borð í flugvél sem var að flytja hann í sína fyrstu pílagrímsferð til Suður-Ameríku. 9.5.2007 11:36
Elsku Arnold París Hilton hefur lagt blessun sína yfir bréf til Arnolds Schwarzeneggers ríkisstjóra í Kaliforníu þar sem henni er beðið griða. París hefur verið dæmd í 45 daga fangelsi í ríki Tortímandans fyrir að aka fyrst undir áhrifum og síðan próflaus. Í bréfinu er henni lýst sem fyrirmynd sem lífgi upp á gráan hversdagsleika milljóna manna. 9.5.2007 11:09
Stoðtækjafræðingar fá löggildingu Í dag var undirrituð reglugerð um löggildingu stoðtækjafræðinga þar sem kveðið er á um menntun, réttindi og skyldur þeirra. Fulltrúar Félags stoðtækjafræðinga voru viðstaddir undirskriftina en félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsins um árabil. 9.5.2007 10:55
Heimskasti strokufanginn Norðmenn hafa valið heimskasta strokufanga ársins. Og það þótt það sé aðeins tæplega hálfnað. Norska útvarpið skýrði frá því að fanginn hefði strokið úr Indre Östfold fangelsinu fyrir rúmum þrem mánuðum, ásamt félaga sínum. 9.5.2007 10:46
Cheney í óvæntri heimsókn til Íraks Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Heimsóknin er liður í ferð hans um Miðausturlönd sem ætlað er að stemma stigu við átökum ýmissa þjóðarbrota í Írak. 9.5.2007 10:18
Dönum hent út úr Evróvisjón vegna niðurskurðar? Hugsanlegt er að Danir verði útlokaðir frá Evróvisjón frá og með næsta ári vegna niðurskurðar hjá danska ríkisútvarpinu, Danmarks Radio, á útsendingum frá íþróttaviðburðum. Þetta kemur frá vef Politiken. 9.5.2007 10:04
Ógiltu úrskurð forseta Egypskur dómstóll ógilti í dag úrskurð forseta landsins um að rétta yfir 40 meðlimum Bræðaralags múslima í herrétti. Forsetinn, Hosni Mubarak, hafði vísað máli þeirra til herréttar vegna gruns um að þeir tengdust hryðjuverkastarfsemi. 8.5.2007 22:52
Erótíkin bjargar bókasafninu Borgaryfirvöld í Vín í Austurríki hafa tekið upp á óvenjulegri aðferð til þess að afla fjár fyrir bókasöfnin. Þau réðu stúlku til þess að hvísla. Hún hvíslast á við viðskiptavini kynlífslínu sem borgin stofnaði. 8.5.2007 22:16
Árás bandarískrar herþyrlu veldur dauða íraskra barna Árás bandarískrar herþyrlu á grunaða uppreisnarmenn varð til þess að fjöldi barna lét lífið í dag. Árásin átti sér stað í Diyala héraði norðaustur af Bagdad. Þetta fullyrtu íraskar öryggissveitir. 8.5.2007 22:02
Ætluðu að myrða bandaríska hermenn Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fimm öfgasinnaða múslima fyrir að hafa ætlað að myrða bandaríska hermenn á herstöðinni Fort Dix í New Jersey. Sjötti maðurinn var síðan ákærður fyrir að hafa aðstoðað þrjá þeirra við að verða sér úti um vopn. 8.5.2007 21:40
Kindakappreiðar slá í gegn Viðburðurinn þykir kannski ekki jafn fínn og veðreiðarnar í Kentucky og Drottningin er svo sannarlega ekki á meðal áhorfenda. Engu að síður virðast Sauðfjárkappreiðarnar hafa orðið að stórviðburði í hluta Englands. Í þeim takast hreinræktaðir gæðingar á við girðingarnar og á meðal keppenda eru Vefstóllinn, Skurður Darners og Rýjingarlækur. 8.5.2007 21:01
Framúrstefnuleg myndvinnsla í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö Framúrstefnulegri myndvinnsla verður í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö en áður hefur sést í íslensku sjónvarpi. Sérfræðingur sem unnið hefur fyrir breska ríkissjónvarpið hefur unnið að undirbúningi kosningasjónvarpsins. 8.5.2007 20:30
Íslendingar að huga að sínum vörnum sjálfir Íslendingar þurfa nú í auknum mæli að huga að sínum vörnum sjálfir. Þetta segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra. 8.5.2007 20:13
Fékk kóngulær í eyrað Læknar í Oregon í Bandaríkjunum segja enga furðu að níu ára drengur þar hafi þjáðst af eyrnaverk á dögunum, þar sem tvær köngulær höfðu hreiðrað um sig í eyra hans. 8.5.2007 19:15
Merki ekki fengið að láni Höfundur merkis Íslandshreyfingarinnar segir einskæra tilviljun að það sé sláandi líkt merki bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins ESS. Unnið hafi verið með grunnliti sjálfbærrar þróunar og hringinn sem frumform við gerð þess. Merki ESS hafi ekki verið fengið að láni við hönnunina. 8.5.2007 19:05
Ómar vísar alfarið á bug að hafa valdið umhverfisspjöllum Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar vísar því alfarið á bug að hafa valdið umhverfisspjöllum með gerð flugvallar í grennd við Kárahnjúka. Hann segist vera með öll tilskilin leyfi sem til þurfi vegna vallarins. Sveitastjórn Fljótsdalshéraðs kannar nú málið vegna kvartana sem bárust henni fyrir skömmu. 8.5.2007 18:58
Seinagangur samgönguráðherra kostar okkur 5 milljarða Seinagangur samgönguráðherra við að láta hefja veðurfarsathuganir á Hólmsheiði hefur kostað samfélagið fimm milljarða króna, segir stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð. 8.5.2007 18:55
Hálfsextugar konur geta orðið ófrískar Konur á sextugsaldri geta orðið ófrískar upp á hefðbundin máta en konur eldri en 46 ára fá ekki frjósemismeðferð á Íslandi. Hálfsextug íslensk kona á von á sér eftir tæpa tvo mánuði. 8.5.2007 18:55
Von á Norður-Írlandi Ný heimastjórn tók við völdum á Norður-Írlandi í dag þegar svarnir andstæðingar sóru embættiseiða. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórn í héraðinu var leyst upp vegna njósnahneykslis. Sambandssinnar og mótmælendur eru vongóðir um að stjórnin haldi í þetta sinn. 8.5.2007 18:54
Furðar sig á lóðaúthlutun Forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands furðar sig á að borgin hafi úthlutað Listaháskóla Íslands lóð í Vatnsmýri sem hefur í átta ár verið merkt Náttúrufræðistofnun á deiliskipulagi. 8.5.2007 18:50
Freistingar til misnotkunar innbyggðar í kvótakerfið Einar K Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir ákveðnar freistingar til misnotkunar byggðar inn kvótakerfið og taka beri allar ábendingar um svindl í kerfinu alvarlega. Magnús Þór Hafsteinsson fulltrúi Frjálslyndaflokksins í sjávarútvegsnefnd Alþingis vill að nefndin komi saman fyrir kosningar, vegna ásakana um stórfellt svindl í kvótakerfinu sem greint var frá í Kompási s.l. sunnudag. 8.5.2007 18:30
Rúmenum gert að yfirgefa landið Níu rúmenskum karlmönnum sem haldið hafa til á Akureyri síðustu daga verður gert að yfirgefa landið. Þeir eru frá sama svæði og hópurinn sem þegar hefur verið vísað úr landi. 8.5.2007 18:30
Finnar hrifnir af framlagi Íslendinga Finnar virðast mjög hrifnir af lagi Íslendinga í Evróvisjón, segir Karen Kjartansdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sem stödd er í Helsinki og fylgist með undirbúningi og þátttöku íslenska hópsins í keppninni þetta árið. 8.5.2007 17:03
Helgi Torfason safnstjóri Náttúruminjasafns Menntamálaráðherra hefur skipað dr. Helga Torfason í embætti safnstjóra Náttúruminjasafns Íslands til fimm ára frá og með deginum í dag. 8.5.2007 16:47
Ágóði ævisögu Hannesar Hólmsteins til Mæðrastyrksnefndar Útgáguforlagið Nýhil mun afhenda mæðrastyrksnefnd allan ágóða af sölu metsölubókarinnar Hannes - Nóttin er blá, mamma. Bókin er fyrsta bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og kom út fyrir síðustu jól. Höfundur hennar er Óttar M. Norðfjörð. Ágóðinn af sölunni reyndist 300 þúsund krónur og verður afhentur við athöfn á fimmtudag. 8.5.2007 16:40
Katrín Hall áfram listdansstjóri Íd Menntamálaráðherra hefur skipað Katrínu Hall í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins til næstu fimm ára frá 1. ágúst 2007 næstkomandi en hún hefur gegnt starfinu frá árinu 1996. 8.5.2007 16:35