Fleiri fréttir

List án landamæra hefst á morgun

List án landamæra hefst í Reykjavík á morgun. Á hátíðinni vinna margir ólíkir hópar saman að mismunandi listaverkum. Listahátíðinni er ætlað að gera fólk með fötlun eða þroskaskerðingu meira áberandi í listinni, en eins og aðstandendur hátíðarinnar segja er hæfileikafólk á hverju strái, en skortir oft tækifæri til að koma sér á framfæri.

Fréttamenn hjá Danmarks Radio mótmæla sparnaði

Starfsmenn á fréttastofu danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, lögðu í dag niður vinnu fram til miðnættis til þess að mótmæla þeim mikla sparnaði sem boðaður hefur verið hjá stofnuninni.

Vilja að krónprinsinn sé heima að skipta um bleiur

Kynja- og mannfræðingar í Danmörku hafa lýst vonbrigðum með að Friðrik krónprins skuli ekki taka sér fæðingarorlof. Honum fæddist ný prinsessa á laugardag, en strax í dag er hann kominn til opinberra starfa á nýjan leik. Þegar þau Mary eignuðust fyrsta barn sitt, soninn Kristján, tók Friðrk sér gott frí.

Níu létust í ofsaveðri í Texas/Mexíkó

Níu létust í ofsaveðri við landamæri Texas og Mexíkó í gær. Að minnsta kosti 114 slösuðust. Sex hús úr hjólhýsahverfi á svæðinu hafa enn ekki fundist. Chad Foster bæjarstjóri Eagle Pass í Texas þar sem sex létust sagði CNN fréttastofunni að stormurinn hefði valdið mikilli eyðileggingu í bænum.

Ný ríkisstjórn getur ógilt varnarsamninginn við Noreg án skaða

Ný ríkisstjórn getur fallið frá samningi Íslands og Noregs um samstarf í varnar- og öryggismálum án mikils skaða að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Hann hefur boðað harðorða bókun gegn samninginum í utanríkismálanefnd Alþingis.

Rannsókn á peningafölsunum langt komin

Rannsókn lögreglu á fölsuðu peningaseðlunum sem nú eru í umferð hér á landi er komin vel á veg. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kemst lögregla undantekningarlaust að því hverjir eiga hlut að máli.

Tekist á um málefni samkynhneigðra á prestastefnu

Tekist var á um það á prestastefnu í morgun hversu langt kirkjan eigi að ganga í málefnum samkynhneigðra. Ekki eru allir sammála um hvort kirkjan eigi að halda sig við núverandi form, sem er að blessa sambönd samkynhneigðra, eða hvort ganga eigi skrefinu lengra og leyfa vígslu þeirra.

Samkomulag við NATO um loftferðaeftirlit enn ófrágengið

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að enn sé ófrágengið samkomulag við Atlantshafsbandalagið um loftferðaeftirlit við Ísland. Það sé til viðræðu á vettvangi bandalagsins og ótengt samkomulaginu um öryggis- og varnarmál á friðartímum sem undirritað verður við Dani og Norðmenn í Ósló á morgun.

Maraþonhlauparinn lést vegna ofneyslu vatns

David Rogers sem lést eftir maraþonhlaupið í London er talinn hafa látist vegna þess að hann drakk of mikið vatn. Dánarorsök hefur ekki verið staðfest, en samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar þjáðist hann af vatnseitrun.

Fjöldi þjóðarleiðtoga við útför Jeltsíns

Rússar kvöddu í morgun Borís Jeltsín, fyrrverandi forseta sinn, sem lést á mánudaginn. Hann var jarðsunginn með viðhöfn í Dómirkju Krists í Moskvu í morgun. Fjölmargir þjóðarleiðtogar voru viðstaddir útförina.

Díana strippaði fyrir Karl

Díana prinsessa strippaði fyrir Karl prins, til þess að reyna að bjarga hjónabandi þeirra. Þessu er haldið fram í nýrri bók þar sem prinsessunni er ekki borin vel sagan. Höfundurinn, Tina Brown segir auk þess að hún hafi gifst Karli eingöngu til þess að verða prinsessa.

Vilja afnám tolla og einkarekin orkufyrirtæki

Einfaldara og skilvirkara skattkerfi og afnám allra tolla og viðskiptahindrana myndi skipa íslensku viðskiptaumhverfi í fremstu röð. Þetta kemur fram í ályktun Viðskiptaráðs um hvaða atriði stjórnmálaflokkar ættu að leggja áherslu á í komandi kosningum.

SAS aflýsir öllu flugi frá Kastrup

SAS flugfélagið hefur aflýst öllu flugi frá Kastrup vegna flugfreyjuverkfalls. Hundruð manna gistu í flughöfninni í nótt og upp undir 20.000 farþegar verða að breyta ferðaáætlunum sínum af þessum sökum. Farþegar eru hvattir til þess að sleppa því alveg að koma út á flugvöllinn.

Borgarstjóri fagnar með KR-ingum í Höfða

Borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hefur ákveðið að bjóða Íslandsmeisturum KR og bikarmeisturum ÍR í körfubolta til móttöku í Höfða á morgun. Tilefnið er góður árangur liðanna í körfuboltanum í vetur.

Ný eyja fannst við strendur Grænlands

Ný eyja er fundin við austurströnd Grænlands. Hún er margra kílómetra löng og er í laginu eins og hönd með þrjá fingur. Eyjan er um 640 kílómetra norðan við heimskautsbaug. Hún er komin í ljós vegna bráðnunar grænlensku íshellunnar.

Ríkið styður sjúkraþjálfun á hestbaki

Tryggingastofnun ríkisins mun framvegis taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun á hestbaki fyrir fólk sem er með skaða í miðtaugakerfi eftir að heilbrigðisráðherra undirritaði reglugerð þessa efnis.

Nunnur myrtar fyrir fjársjóð

Lögregla í suðurhluta Grikklands leitar nú morðingja tveggja eldri nunna sem voru myrtar í klaustri sínu. Rán á munum úr klaustrinu virðist liggja að baki morðunum. Meðal þess sem hvarf var viðarbútur sem talinn er vera úr krossinum sem Jesú var krossfestur á.

Krefjast þess að Johnston verði sleppt

Tugir erlendra og palestínskra blaðamanna söfnuðust í dag saman á landmærum Ísraels og Gasasvæðisins til þess að krefjast þess að Alan Johnston, blaðmanni BBC, yrði sleppt.

Samið við Norðmenn án samráðs við þjóðina

Samningar við erlend ríki um varnaraðstoð er ekkert smámál sem ber að afgreiða á nokkrum dögum að mati formanns Samtaka herstöðvaandstæðinga. Hann segir nauðsynlegt að þjóðinni sé gefinn kostur að ræða innihald og efni varnarsamningsins við Noreg áður en hann er undirritaður.

Kirkjan ekki golfvöllur heldur íslenskur úthagi

Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði í yfirlitsræðu sinni á Prestastefnu á Húsavík að kirkjan væri ekki golfvöllur heldur eins og íslenskur úthagi þar sem rými væri fyrir fjölbreyttar skoðanir. Lét hann þau orð falla í tengslum við umfjöllun um staðfesta samvist fyrir samkynhneigða.

Konum að kenna ef þeim er nauðgað

Annar hver norskur karlmaður er þeirrar skoðurnar að ef léttklædd kona daðrar opinskátt við mann, sé það henni sjálfri að kenna ef henni er nauðgað. Þetta kemur fram í könnun sem Amnesty International gerði í landinu. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, er sleginn yfir þessum tölum.

Borís Jeltsín borinn til grafar

Útför Borísar Jeltsíns, fyrrverandi forseta Rússlands, fór fram í Moskvu í morgun að viðstöddum fjölmörgum þjóðarleiðtogum fyrr og nú.

Ný súper-stjarna finnst í geimnum

Stjörnufræðingar hafa fundið plánetu utan við sólkerfi okkar sem líkist jörðinni mest annarra hnatta. Talið er að vatn geti verið á yfirborði hennar. Plánetan er á sporbraut við stjörnuna Gliese 581, sem er 20,5 ljósár í burtu í stjörnumerki Vogarinnar. Vísindamenn áætla að hitastig á plánetunni sé á milli 0-40 stig á celsíus.

Olíuhreinsistöð í Dýrafirði gæti skaðað ferðaþjónustu á Vestfjörðum

Ferðaþjónusta á Vestfjörðum gæti borið skaða af tilkomu olíuhreinsistöðvar í Dýrafirði. Þetta kemur fram í grein Stefáns Gíslasonar, umhverfisstjórnunarfræðings, á fréttavefnum strandir.is. Hann telur að sú mengun sem hlýst af starfssemi stöðvarinnar muni skaði hreina ímynd Vestfjarða.

Menntaðir leikskólakennarar aldrei fleiri

Menntaðir leikskólakennarar eru hlutfallslega fleiri nú en nokkru sinni áður síðan Hagstofan hóf að safna slíkum upplýsingum saman árið 1998. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þriðjungur allra starfsmanna sem sinna uppeldi og menntun barna í leikskólum með leikskólakennarapróf.

Sjö létust í sprengjuárás í Afghanistan

Sjö afganskir hermenn létust í vegasprengju í Afganistan í morgun. Árásin átti sér stað við landamæri Pakistan. Þetta er síðasta tilfellið í hrinu sprengjuárása á afganskar öryggissveitir í landinu. Hermennirnir voru á moldarvegi í Paktika héraði í suðurausturhluta landsins þegar sprengjan sprakk.

Viðvera leikskólabarna stöðugt að lengjast

Viðvera barna í leikskólum er stöðugt að lengjast samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hlutfall þeirra barna sem eru átta tíma eða lengur á leikskólum hefur aukist úr 40 prósentum árið 1998 í 75 prósent í fyrra.

Fóstureyðingar heimilaðar í Mexíkóborg

Löggjafaryfirvöld í Mexíkóborg samþykktu í dag að heimila fóstureyðingar í borginni og nær það til fyrstu tólf vikna meðgöngu hjá konum. 46 þingmenn studdu frumvarp þessa efnis en 19 voru andsnúnir því.

Prestastefna sett á Húsavík í kvöld

Prestastefna var sett með formlegum hætti á Húsavík í kvöld. Gengu prestar hempuklæddir frá Fosshótelinu á Húsavík að Húsavíkurkirkju þar sem dr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikaði.

Kanadískt ungmenni ákært fyrir hryðjuverk

Bandaríkjaher hefur ákært tvítugan Kanadamann, Omar Khadr, fyrir meðal annars morð og hryðjuverkastarfsemi og verður hann dreginn fyrir sérstakan stríðsglæpadómstól sem Bandaríkjastjórn kom á í Guantánamo-búðunum við Kúbu í fyrra.

Fimmtán látnir eftir sjálfsmorðsárás í Ramadi

Fimmtán hið minnsta eru sagðir látnir og 25 særðir eftir sjálfsmorðsárás manns í útjaðri Ramadi í Írak í dag. Maður á stórum flutningabíl sprengdi sig í loft upp þegar lögregla í eftirlitsferð átti leið hjá markaði í norðurhluta borgarinnar.

Rooney hetja Manchester United gegn Milan

Wayne Rooney var hetja Manchester United sem lagði AC Milan 3-2 í fyrri leik undanúrslita í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í kvöld. Rooney tryggði United sigur með marki þegar hálf mínúta var komin fram yfir venjlegan leiktíma.

Myrtu yfir 70 manns á olíuvinnslusvæði í Eþíópíu

Uppreisnarmenn í Eþíópíu myrtu í dag að minnsta kosti 74 menn í árás á olíuvinnslusvæði nærri landamærum Sómalíu. 65 þeirra voru Eþíópíumenn en níu kínverskir verkamenn. Þá voru sjö Kínverjar teknir í gíslingu í árásinni.

Hundruð manna votta Jeltsín virðingu sína

Hundruð manna hafa lagt leið sína Frelsarakirkjuna í Moskvu í dag þar sem lík Borisar Jeltsín, fyrrverandi Rússlandsforseta, hefur staðið uppi á viðhafnarbörum.

Eltu uppi bílþjóf í Ölfusi

Lögreglan á Selfossi veitti í morgun manni eftirför sem stolið hafði sendibíl í Keflavík í nótt. Eftir því sem segir í tilkynningu frá lögreglu var hún að svipast um eftir bílnum í sínu umdæmi og mættu lögreglumenn honum á Krísuvíkuvegir í Selvogi.

Þurfum að passa upp á sama heimilið, jörðina

Það er sama hvar við staðsetjum okkur á pólitíska litrófinu, á endanum þurfum við að passa upp á sama heimilið, jörðina. Þetta segir Orri Vigfússon sem í gærkvöldi tók við hinum virtu Goldman-verðlaunum fyrir baráttu sína til verndar villtum laxi í Atlantshafinu.

Kosningafundur um velferðarmál

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna sátu fyrir svörum á opnum fundi um velferðarmál sem hófst klukkan 20 á Grand-hóteli. Bein útsending var frá fundinum á Vísi.

Segir fátt koma í veg fyrir álver í Helguvík

Fátt kemur í veg fyrir byggingu álvers í Helguvík eftir undirritun orkusamnings í gær segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ. En álversandstæðingar Sólar á Suðurnesjum eru á öðru máli.

Stóru flokkarnir einhuga í skólamálum

Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum.

ABC berast milljónir eftir umfjöllun Kompáss

ABC bjarnahjálpinni hafa borist milljónir í fjárstuðning og aðstoð eftir að fréttaskýringaþátturinn Kompás á Stöð 2 fjallaði um starf samtakanna í Kenýa á sunnudagskvöld.

Sjá næstu 50 fréttir