Innlent

Þurfum að passa upp á sama heimilið, jörðina

Orri Vigfússon ávarpar gesti á verðlaunaafhendingunni í gær.
Orri Vigfússon ávarpar gesti á verðlaunaafhendingunni í gær. MYND/Stöð 2

Það er sama hvar við staðsetjum okkur á pólitíska litrófinu, á endanum þurfum við að passa upp á sama heimilið, jörðina. Þetta segir Orri Vigfússon sem í gærkvöldi tók við hinum virtu Goldman-verðlaunum fyrir baráttu sína til verndar villtum laxi í Atlantshafinu.

Þessum virtu verðlaunum fylgir mikil fjölmiðlaumfjöllun í Bandaríkjunum og víðar. Það er eitt það besta, segir Orri, enda náist þannig að afla málstaðnum fylgis.

Orri segir verðlaunin ekki bara fyrir hann heldur allt hið góða fólk sem starfað hafi með honum að málefninu. Þetta sé í fyrsta sinn sem maður úr viðskiptalífinu fái verðlaunin en í verkefninu hafi verið stundaður svokallaður grænn kapítalismi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×