Innlent

Vilja afnám tolla og einkarekin orkufyrirtæki

Vilja að hið opinbera dragi sig út úr orkugeiranum. Hús Orkuveitu Reykjavíkur.
Vilja að hið opinbera dragi sig út úr orkugeiranum. Hús Orkuveitu Reykjavíkur. MYND/RR

Einfaldara og skilvirkara skattkerfi og afnám allra tolla og viðskiptahindrana myndi skipa íslensku viðskiptaumhverfi í fremstu röð. Þetta kemur fram í ályktun Viðskiptaráðs um hvaða atriði stjórnmálaflokkar ættu að leggja áherslu á í komandi kosningum.

Í ályktuninni kemur fram að hægt sé að lyfta grettistaki í hagkvæmni og skilvirkni í ríkisrekstri með fækkun ráðuneyta og stofnana auk endurskilgreiningar á starfsmannastefnu ríkisins. Þá telur ráðið að ríkið ætti að draga sig út úr allri beinni atvinnustarfsemi þar með töldum orkugeiranum.

Ráðið telur líka mikla möguleika felast í aukinni einkaframkvæmd í mennta- og samgöngumálum.

Sjá nánar ályktun Viðskiptaráðs hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×