Innlent

Ríkið styður sjúkraþjálfun á hestbaki

Siv Friðleifsdóttir undirritar reglugerðina.
Siv Friðleifsdóttir undirritar reglugerðina. MYND/Heilbrigðisráðuneytið

Tryggingastofnun ríkisins mun framvegis taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun á hestbaki fyrir fólk sem er með skaða í miðtaugakerfi eftir að heilbrigðisráðherra undirritaði reglugerð þessa efnis.

Fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins að undanfarin misseri hafi verið gerð tilraun með að nota hesta við sjúkraþjálfun fatlaðra barna og hafi það gefið góða raun. Meðferðin hafi hins vegar ekki verið almennt viðurkennd og því hafi Tryggingastofnun ekki tekið þátt í kostnaði vegna slíkrar meðferðar fyrr en nú.

Siv Friðleifsdóttir undirritaði reglugerðina á reiðsvæði hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi en viðstaddir voru sjúkraþjálfarar sem hafa veitt þessa meðferð og nokkur þeirra barna sem hafa notið hennar og foreldrar þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×