Innlent

Forsætisráðherra ritaði nafn sitt í minningabók um Jeltsín

Minningabók um Boris Jeltsín er í bústað rússneska sendiherrans að Túngötu 9 í Reykjavík. Fyrstur til að skrifa nafn sitt í bókina var Geir H. Haarde forsætisráðherra sem kom í sendiherrabústaðinn klukkan tíu í morgun.

Minningabókin mun liggja þar frammi í dag og gefst þeim sem vilja votta minningu Borisar Jeltsín fyrrverandi forseta Rússlands virðingu sína með því að skrá nafn sitt í bókin, tæki færi til þess til klukkan korter yfir fimm í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×