Innlent

Olíuhreinsistöð í Dýrafirði gæti skaðað ferðaþjónustu á Vestfjörðum

MYND/Hari

Ferðaþjónusta á Vestfjörðum gæti borið skaða af tilkomu olíuhreinsistöðvar í Dýrafirði. Þetta kemur fram í grein Stefáns Gíslasonar, umhverfisstjórnunarfræðing, á fréttavefnum strandir.is. Hann telur að sú mengun sem hlýst af starfssemi stöðvarinnar skaði hreina ímynd Vestfjarða.

Í grein sinni Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva segir Stefán einboðið að mengun á svæðinu muni aukast töluvert með tilkomu olíuhreinsistöðvar. Þannig mun svifryksmengun vegna starfssemi hennar nema um 25 til 85 þúsund tonnum á ári. Losun brennisteinsoxíðum út í andrúmsloftið myndi nema um 51 til 255 þúsund tonnum á ári og losun rokgjarnra kolvetna næmi 51 til 425 þúsund tonnum á ári.

Telur hann einnig hætt við efni á borð við olíur, ammoníak og fenól geti borist í yfirborðsvatn í nágrenni stöðvarinnar.

Stefán bendir ennfremur á að hingað til hafi Vestfirðir verið markaðssettir sem hreint svæði. Að hans mati fellur olíuhreinsistöð ekki vel við þá ímynd. Því muni starfssemi hennar skerða aðra möguleika til markaðssetningar og sölu afurða og þjónustu.

Sjá grein Stefáns hér.

Umfjöllun Bæjarins besta hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×