Fleiri fréttir

Norskar herþotur í Keflavík

Fjallað er ítarlega um væntanlegt varnar- og öryggissamstarf Íslands og Noregs í norska dagblaðinu Aftenposten í dag. Þar kemur fram að það verði meðal annars í verkahring norska flughersins að sjá um eftirlit í lofthelgi Ísland á friðartímum. Að mati greinarhöfunds eru Norðmenn þannig að koma Íslendingum til hjálpar svo þeir geti viðhaldið sjálfstæði sínu.

Sjoppur hirða til sín skattalækkun á kostnað neytenda

Sjoppur á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki skilað skattalækkunum til neytenda að fullu samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Aðeins 6 af þeim 64 sjoppum sem könnunin náði til höfðu lækkað verð í samræmi við lækkun virðisaukaskatts á matvælum. Í sumum tilvikum hafði verð hækkað á tímabilinu. Fimm sjoppur lækkuð ekki verð og sjö meinuðu samtökunum að kanna verð.

Veðjað á nafn nýfæddrar prinsessu

Það má telja næsta öruggt að nýfædd prinsessa í Danmörku, dóttir Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprinsessu, beri nafnið Margrét ef marka má veðbankann Ladbrokes.

Hillary og Obama njóta jafnmikils stuðnings

Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, sem sækist eftir að verða forsetaefni demókrata í kosningum í Bandaríkjunum á næsta ári, nýtur nú jafnmikilla vinsælda og Hillary Clinton, starfssystir hans, sem einnig sækist eftir útnefningu demókrata.

NASA birtir þrívíddarmyndir af sólinni

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, birti dag fyrstu þrívíddarmyndirnar sem teknar hafa verið af sólinni. Myndirnar voru teknar með tveimur gervitunglum sem eru hvort sínum megin sólarinnar en með því að hafa þá þannig og taka mynd náði Nasa dýptinni í myndunum.

Staðfastur í friði, frelsi og framförum

„Hann hélt um stjórnartaumana á erfiðum tímum en sagan mun bera honum fagurt vitni því hann var hugrakkur og staðfastur í helstu áherslumálum sínum, friði, frelsi og framförum," sagði Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu í dag í kjölfar fráfalls Borísar Jeltsíns, fyrrverandi forseta Rússalands.

Fórnarlambanna í Virgina Tech minnst í skólanum í dag

Nemendur og kennarar við Virgina Tech háskólann minntust í dag þeirra 33 sem létust í skotárás í skólanum fyrir viku. Lítill hópur kom saman um klukkan sjö í morgun við heimavistina þar sem Cho Seung-hui lét fyrst til skarar skríða og drap tvo.

Telja hugsanlegt að Íranar hafi rænt fyrrverandi FBI-manni

Bandaríkjastjórn telur hugsanlegt að fyrrverandi starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sé í haldi Írana. Þetta hefur Reuters-fréttaveitan eftir ónafngreindum heimildarmanni í bandaríska utanríkisráðuneytinu.

Fólk í öllum skápum á Akureyri

Það er allt gistirými uppbókað, ég held að það sé fólk í öllum skápum hjá okkur líka, segir hótelstjóri á Akureyri. Nýliðinn vetur er enda sá besti sem menn muna í ferðaþjónustu norðan heiða.

Matvöruþjófnaður reyndist dýrkeyptur

Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið mat úr verslun Hagkaupa í Kringlunni að verðmæti rúmlega fimm þúsund krónur.

Átti marga aðdáendur og fjendur

Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði.

Þrír létust í flugeldasprengingum í Napólí

Þrír létust þegar sprenging varð í flugeldaverksmiðju í Napólí á Ítalíu í dag. Eftir því sem ANSA-fréttastofan greinir frá flugu líkamshlutar mörg hundð metra í sprengingunum og rúður í nærliggjandi veitingastöðum brotnuðu.

Stuðningur Bayrou gæti ráðið úrslitum

Svo virðist sem miðjumaðurinn Francois Bayrou ráði miklu um hver verði næsti forseti Frakklands þó hann hafi ekki náð í seinni umferð kosninganna. Stuðningur hans gæti ráðið úrslitum að mati stjórnmálaskýrenda. Valið stendur milli hægrimannsins Nicolas Sarkozy og sósíalistans Segolen Royal.

Þrjú þúsund látast í umferðinni á degi hverjum

Á hverjum degi látast þrjú þúsund manns í umferðarslysum í heiminum og gert er ráð fyrir að á hverri mínútu slasist eitt barn alvarlega í umferðinni. Alþjóðleg umferðarvika hófst í dag en sérstök áhersla er á umferðaröryggi í þróunarlöndum.

Fækka þarf apótekum um þriðjung

Fækka þarf apótekum á Íslandi um þriðjung til að lækka lyfjaverð, segir formaður Lyfjagreiðslunefndar. Lyf á Íslandi eru sextíu prósentum dýrari en lyf að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram í nýútkominni könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Varnarsamkomulag mögulega í höfn

Líklegt má telja að samkomulag um varnarsamstarf Íslands og Noregs á Norður-Atlantshafi takist á fundi Atlantshafsbandalagsþjóða sem haldinn verður í Ósló í Noregi í lok vikunnar. Þá munu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, eiga tvíhliða fund.

Enginn útlendingahatursflokkur

Við erum enginn útlendingahatursflokkur sagði frambjóðandi Frjálslynda flokksins á vinnustaðafundi í dag. Innflytjenda- og sjávarútvegsmál voru frambjóðendum flokksins ofarlega í huga á fundinum en fundarmenn höfðu meiri áhuga á að ræða hvort svonefnt kaffibandlag stjórnarandstöðuflokkanna haldi.

Á þriðja þúsund manns hafa sótt um vinnu

Undirbúningur að umhverfismati fyrir álver Alcoa á Húsavík er að hefjast eftir að fyrirtækið ákvað að hefja þriðja áfanga að undirbúningi að byggingu álvers þar. Hátt á þriðja þúsund manns hafa sótt um starf hjá Alcoa Fjarðaráli á Reyðarfirði.

Ný hús tilbúin innan tveggja ára

Borgarstjórinn í Reykjavík vonar að ný og endurbyggð hús verði risin á horni Lækjargötu og Austurstrætis innan tveggja ára. Hann hefur falið embættismönnum að hefja viðræður við eigendur húsanna um kaup borgarinnar á þeim og reiknar með niðurstöðu öðru hvoru megin við mánaðamótin.

Samið um orkusölu vegna álvers í Helguvík

Norðurál og Hitaveita Suðurnesja undirrituðu í dag samning um orkusölu til fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Samkvæmt samningnum mun HS útvega Norðuráli raforku fyrir álverið í Helguvík, þar á meðal allt að 150 megavött fyrir fyrsta áfanga álversins sem miðast við 150.000 tonna ársframleiðslu.

Lá við vinslitum Ingibjargar Sólrúnar og Össurar

Gróið hefur um heilt eftir að átök urðu um formennsku í Samfylkingunni milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Össur segir þó að litlu hafi mátt muna að uppúr vináttu þeirra slitnaði alveg.

Geir og Guðni væntanlega verið teknir til bæna

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, gerði karlrembu og viðhorf til kvenna í pólitík að umræðuefni sínu í óvenju beinskeyttri ræðu við Háskólann á Akureyri í dag. Hún nafngreindi meðal annars nokkra karlkyns stjórnmálamenn sem að hennar mati hafa sýnt kollegum sínum af gagnstæða kyninu óvirðingu.

Segja kvótasölu ríkisins hækka matarverð

Samtök verslunar og þjónustu, SVÞ, mótmæla því að frítollakvótar vegna innflutnings kjöts og osta skuli hafa verið boðnir upp og seldir fyrir rúmar 430 milljónir króna á dögunum. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að kvótauppboðin séu andstæð yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um lækkun matvöruverðs og hugmyndum um frítollakvóta. Samtökin segja að ríkið geti hagnast um 600 milljónir á ári.

Koffín-kikk í sturtunni

Nú hefur verið sett á markað koffínsápa fyrir þá sem hafa ekki tíma til að fara bæði í sturtu á morgnana og að fá sér kaffi. Framleiðendur sápunnar Shower Shock segja að koffeinið fari inn í líkama notandans þegar hann þvær sér. Einn þvottur samsvarar koffíni úr tveimur bollum af kaffi.

Vilja stýrimannanám til Vestmannaeyja

Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vill hefja stýrimannanám í Vestmannaeyjum. Þannig yrði samstarf milli Fjöltækniskólans í Reykjavík og Framhaldsskóla Vestmannaeyja, en námið yrði hluti af stúdentsprófi. Nú er einungis hægt að sækja skipstjórnarnám í Fjöltækniskólanum í Reykjavík. Elliði segir að það hafi orðið til þess að stöðugt hafi dregið úr aðsókn í námið.

Silja verðlaunuð fyrir Wuthering Heights

Silja Aðalsteinsdóttir hlaut í dag, á degi bókarinnar, Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á verkinu Wuthering Heights eftir Emily Brontë sem Bjartur gaf út á síðasta ári. Silja tók við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við athöfn að Gljúfrasteini fyrr í dag.

Sektaður fyrir að valda hættu og hneykslan

17 ára drengur frá Mosfellsbæ var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands til að greiða 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir brot á áfengis- og umferðarlögum. Hann var ákærður fyrir að valda „hættu og hneykslan á almannafæri”, eins og segir í ákæru, með því að sitja uppi í afturrúðu bifreiðar sem ók eftir Austurvegi á Selfossi í desember 2006.

Litríkur forseti látinn

Boris Jeltsín , fyrrverandi forseti Rússlands, er látinn. Þessi umdeildi leiðtogi Rússlands varð 76 ára gamall. Hann var fyrsti þjóðkjörni forseti landsins og sat tvö kjörtímabil sem einkenndust af miklum átökum, bæði innan lands og utan.

12 ára gamall böðull

Talibanar í Afganistan notuðu tólf ára gamlan dreng sem böðul, þegar þeir tóku af lífi mann sem var sakaður um að hafa aðstoðað bandaríska hermenn. Drengurinn hjó höfuðið af manninum, og var það tekið upp á myndband.

Sarkozy með forskot á Royal

Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, berjast um franska forsetaembættið í seinni umferð kosninga þar í landi eftir hálfan mánuð. Kosningabarátta þeirra er þegar hafin. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum hefur Sarkozy allt að sex prósentustiga forskot á Royal.

Söguleg bankaviðskipti

Samið var um ein stærstu kaup í sögu bankaviðskipta í morgun þegar tilboð breska Barclays bankans í hollenska bankann ABN AMRO var samþykkt. Kaupverðið nemur jafnvirði sex þúsund milljarða íslenskra króna. Royal Bank of Scotland gæti þó boðið betur og bolað Barclays frá samningaborðinu

Gróðurhúsalömpum stolið í Hveragerði

Fimm gróðurhúsalömpum var stolið úr gróðurhúsi í Gróðurmörk í Hveragerði í gærmorgun. Lamparnir komu þó fljótlega aftur í leitirnar. Líklegt þykir að þjófnaðurinn tengist ræktun kannabisefna.

Fer gaumgæfilega yfir húsnæðismál ríkisins

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir skýrslu Viðskiptaráðs Íslands um hagkvæmni af sölu á fasteignum ríkisins afar athyglisverða. Hann segir að farið verið gaumgæfilega yfir niðurstöður skýrslunnar. Breytingar verði þó ekki gerðar á skömmum tíma eða umhugsunarlaust. Auk þess myndu þær kalla á breytingar á fjárlögum.

Margir sektaðir fyrir hraðakstur

Alls voru 44 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í síðustu viku. Þá voru fjórir sektaðir fyrir að tala í síma í akstri án þess að nota handfrjálsan búnað.

Veitingahúsalisti ekki verið birtur

Samtök ferðaþjónustunnar hafa ekki ákveðið hvort þau ætli að bregðast við könnun Neytendastofu sem sýndi að meirihluti veitingahúsa hafa ekki lækkað hjá sér verð eftir fyrsta mars. Neytendastofa hefur ekki birt lista yfir þau veitingahús sem lækkuðu.

Íslenskt þjóðfélag undir smásjánni

Íslensk þjóðfélagsfræði verður viðfangsefni ráðstefnugesta á Akureyri 27. til 28. apríl næstkomandi. Á ráðstefnunni verða kynntar margvíslegar rannsóknir á íslensku þjóðfélagi frá sjónarhóli félagsfræði, mannfræði, stjórnmálafræði og skyldra greina.

Danskar löggur skotglaðar

Danskir lögregluþjónar skjóta umtalsvert fleira fólk en lögregluþjónar í þeim löndum sem Danir bera sig helst saman við. Síðan árið 2001 hafa danskir lögregluþjónar skotið 11 manns til bana. Í Noregi hafa á sama tíma tveir fallið fyrir byssum lögreglumanna og í Svíþjóð eru þeir sex.

Lyfjaverð í Evrópu næst hæst á Íslandi

Lyfjaverð á Íslandi er það næst hæsta á evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt nýútkominni könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Af þeim 33 löndum sem könnunin náði til var lyfjaverð aðeins hærra í Sviss.

Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson fluttur til Þýskalands

Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson, skip Samherja, verður fluttur út til Þýskalands í sumar og mun framvegis gera út frá Cuxhaven. Um 26 menn eru í áhöfn skipsins og hefur flestum þeirra nú þegar verið boðin önnur vinna hjá fyrirtækinu.

Sjá næstu 50 fréttir