Innlent

Gróðurhúsalömpum stolið í Hveragerði

MYND/EÓ

Fimm gróðurhúsalömpum var stolið úr gróðurhúsi í Gróðurmörk í Hveragerði í gærmorgun. Lamparnir komu þó fljótlega aftur í leitirnar. Líklegt þykir að þjófnaðurinn tengist ræktun kannabisefna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var það vegfarandi sem gekk fram á lampana inni í Gufudal síðdegis í gær. Þar voru þeir pakkaðir inn í plastpoka.

Málið er enn í rannsókn en að sögn lögreglunnar á Selfossi tengist þjófnaður á gróðurhúsalömpum oftast ræktun kannabisefna. Þá þekkist líka að slíkir lampar gangi kaupum á sölum milli kannabisræktenda og sé litið á þá sem hálfgerðan gjaldmiðil í þeim heimi.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×