Innlent

Barnabókaverðlaun menntasviðs afhent í dag

Frá verðlaunaafhendingunni í fyrra.
Frá verðlaunaafhendingunni í fyrra.

Barnabókaverðlaun menntasviðs Reykjavíkurborgar verða afhent formlega klukkan 16 í dag. Afhending fer fram í Höfða og er þetta í 35. skiptið sem verðlaunin eru afhent.

Að venju verða verðlaun veitt fyrir annars vegar frumsamda barnabók á íslensku og hins vegar fyrir þýðingu. Markmiðið er að vekja athygli á því sem vel er gert í útgáfu bóka fyrir börn og unglinga og gildi góðra bókmennta í uppeldisstarfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×