Fleiri fréttir

Bush harmar fjöldamorðið í Virginíu

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í kvöld að fleiri en 30 hefðu látið lífið í skotárásinni í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Í ávarpi sem hann hélt í kvöld sagðist hann vera harmi sleginn vegna atburðarins. Hann sagði jafnframt að stjórnvöld myndu reyna að aðstoða á alla mögulega vegu.

Slökktu á öryggiskerfi

Slökkt hafði verið á öryggiskerfi, sem átti að koma í veg fyrir að námuverkamenn myndi vinna við hættulegar aðstæður, áður en gassprenging varð í rússneskri námu með þeim afleiðingum að fleiri en 100 verkamenn létu lífið. Vinnueftirlit rússneska ríkisins skýrði frá þessu í dag.

Fimm þúsund kanínur á hraðbrautinni

Umferð um fjölförnustu hraðbraut Ungverjalands stöðvaðist í margar klukkustundir í dag þegar bíll með fimm þúsund kanínur innanborðs lenti í árekstri og valt um koll. Allar kanínurnar sluppu úr búrum sínum og hlupu eins og fætur toguðu út á þjóðveginn.

Hafísinn enn á sömu slóðum

Hafís er nú 27 sjómílur norðaustur af Horni. Hafísinn hefur ekki breyst mikið síðan að Landhelgisgæslan fór síðast í ískönnunarflug en það var 12. apríl síðastliðinn.

Alcan fundaði með iðnaðarráðherra og Landsvirkjun

Wolfgang Stiller, stjórnarformaður Alcan á Íslandi, og Rannveig Rist forstjóri funduðu í dag með iðnaðarráðherra og ráðamönnum Landsvirkjunar um stöðu mála eftir álverskosninguna í Hafnarfirði. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra neitar að ræða um það hvort til greina komi að Alcan fái Keilisnes undir nýtt álver.

Krefjast framsals Beresovskís

Rússnesk yfirvöld hafa óskað eftir því við bresku ríkisstjórnina að þau framselji auðkýfinginn Boris Berezovskí vegna áforma hans um að steypa Vladimír Pútín af stóli.

Heyrnarmælingar nýbura hafnar

Heyrnarmælingar nýbura á Landspítalanum hófust fyrir skömmu og er þetta í fyrsta skipti sem slíkar mælingar fara fram hér á landi. Með þessu er hægt að greina heyrnarskert börn miklu fyrr sem skiptir sköpum fyrir málþroska þeirra. Tuttugu börn að meðaltali mælast heyrnarskert eða heyrnarlaus á hverju ári.

Kveikir í skónum á íslenskri bloggsíðu

Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana.

Krefjast 10 milljóna króna í skaðabætur

Skipuleggjendur klámráðstefnunnar, sem átti að halda hér á landi krefja Hótel Sögu um rúmlega 10 milljónir króna í skaðabætur fyrir að meina þeim um gistingu. Náist ekki samningar milli hótelsins og skipuleggjenda verður málið rekið fyrir dómstólum.

Grænt ljós á samgöngumiðstöð

Samgönguráðherra hefur falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Ráðherra segir niðurstöðu nefndar um flugvöllinn vera þá að þjóðhagslega hagkvæmt kunni að vera að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði eða Lönguskerjum en fyrst þurfi fjögurra ára rannsóknir á flugtæknilegum þáttum.

Gaf út ábyrgð fyrir 13,1 milljarða króna

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna gaf út ábyrgðaryfirlýsingu upp á 13,1 milljarð króna. Eitt af því sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar er hvort einn eða fleiri Íslendingar tengist bandarísku fyrirtæki sem ábyrgðin var gefin út til.

Sex mánaða drengur lenti næstum í aurflóði

Sex mánaða gamall drengur var hársbreidd frá því að lenda í aurflóði á Sauðárkóki í gær. Sum hús eru illa farin eða ónýt eftir hamfarirnar en hreinsunarstarf gengur vel.

Kolviði hleypt af stokkunum í dag

Umhverfisverkefninu Kolviði var formlega hleypt af stokkunum í Þjóðminjasafninu í dag. Það á að gera Íslendingum kleyft að jafna útblástur samgöngutækja sinna með skógrækt. Að verkefninu standa íslenska ríkið, Kaupþing og Orkuveita Reykjavíkur.

N4 ætlar að leita réttar síns vegna N1

N4, norðlenskt fjölmiðlafyrirtæki, kannar nú réttarstöðu sína vegna nafns og firmamerkis N1. Í fréttatilkynningu frá N4 segir að nafn og firmamerki N1 sé sláandi líkt merki og nafni N4 og að líkindin geti ruglað neytendur. Þar að auki muni N4 brátt hefja dreifingar á N4 sjónvarpi á landsvísu og því sé ljóst að firmamerkin verði afar áberandi um allt land.

Ölvaður á bíl með þýfi

Tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tíu voru stöðvaðir á laugardag og jafnmargir á sunnudag og einn í nótt.

Fangelsi og sekt fyrir skatta- og hegningarlagabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi framkvæmdastjóra tveggja félaga í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda og almennum hegningarlögum.

Dæma konur öðruvísi en karlar ?

Konum hefur fjölgað mjög í embættum dómara, í Danmörku. Þær eru rúmlega helmingur dómara landsins. Og menn hafa að sjálfsögðu tekið umræðuna um hvort þær dæmi öðruvísi en karlmenn. Kemur varla á óvart að þar eru ekki allir á einu máli. Kynjafræðingurinn Kenneth Reinicke við háskólann í Hróarskeldu, segir í viðtali við danska blaðið Nyhedsavisen að það sé alls ekki hægt að útiloka það.

Dæmdir fyrir stórfellda líkamsárás og íkveikju

Þrír karlmenn voru dæmdir í 9 til 24 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir meðal annars húsbrot, þjófnað og stórfellda líkamsárás. Einn þeirra skaut úr haglabyssu inn um eldhúsglugga í Hafnarfirði á síðasta ári og særði mann.

32 látnir eftir skotárás í bandarískum háskóla

Byssumaður skaut 31 til bana og lét lífið sjálfur í skotárás í Virgina-tækniháskólanum í Blacksburg í Virginiuríki í Bandaríkjunum í dag. Um 20 manns eru á spítala með skotsár. Talið er að maðurinn hafi verið einn að verki, en hafi gert tvær árásir, eina í kennslustofu og hina á heimavist. Dagmar Kristín Hannesdóttir, sem er í doktorsnámi í sálfræði við háskólann, segir að alger skelfing hafi gripið um sig í skólanum þegar ljóst varð hversu margir voru drepnir.

Metþátttaka í golfsýningu

Vel á annað hundrað sýnendur hafa boðað þátttöku sína á golfsýningu sem fram fer í Fífunni í Kópavogi næstu helgi. Er þetta ein stærsta sýning í tengslum við golf sem haldin hefur verið hér á landi.

Sendinefnd á leið til Kaliforníu

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, heimsækja næstu daga Kaliforníu í boði efri deildar fylkisþings Kaliforníu.

Sæll, þetta er....aaaghhh

Skelfing greip um sig í Afganistan, í dag, þegar þær fregnir fóru sem eldur í sinu að verið væri að breiða út banvænan vírus í gegnum farsíma. Margir hringdu í ættingja sína og vini og vöruðu þá við að svara í símann, ef hringt væri úr ókunnu númeri. Líkur væru góðar á því að það væri dreifari hins voðalega víruss.

Mistök að leyfa sjóliðum að selja sögu sína

Varnarmálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að leyfa sjóliðunum sem Íranar handtóku, að selja fjölmiðlum sögu sína. Des Brown tók fulla á byrgð á þeirri ákvörðun, sem var harðlega gagnrýnd, bæði á þingi meðal almennings. Salan var talin móðgun við breska hermenn sem hafa látið lífið í Írak. Leyfið var dregið til baka daginn eftir að það var gefið.

Menningarsjóður veitir 53 styrki

Alls fengu 53 aðilar styrk úr Menningarsjóði að þessu sinni en úthlutað var úr sjóðnum í síðustu viku. Hæsta styrkinn að upphæð einni milljón króna hlaut Hið íslenska bókmenntafélag fyrir rit eftir Kristínu Bragadóttur um Daníel Willard Fiske.

Þrír háskólar vinni að vottun jafnra launa

Starfshópur á vegum félagsmálaráðherra sem falið var að undirbúa vottun jafnra launa hér á landi leggur til að komið verði á laggirnir samvinnuverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík með það að markmiði að fá fyrirtæki til að afla sér vottunar á því að unnið sé með markvissum hætti að launajafnrétti kynjanna.

Útiloka stuðninssamning til að sigra Sarkozy

Bæði Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í frönsku forsetakosningunum, og Francois Bayrou, frambjóðandi miðjumanna, útiloka á þessum tímapunkti að gera einhvers konar samning sín á milli um gagnkvæman stuðning til að sigra Nicolas Sarkozy, forsetaframbjóðanda hægri manna.

Dularfullt dufl reyndist vera fendari

Duflið dularfulla sem rak á land við Garða í Mýrdal síðastliðinn laugardag reyndist vera svokallaður fendari af rússneskum uppruna. Í fyrstu var óttast að hér væri um tundurdufl að ræða og voru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kallaðir út.

Slasaðist í bílveltu við Hraunsá

Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir að hann velti bíl sínum til móts við Hraunsá við Stokkseyri um eittleytið í dag.

SAS fær skammir fyrir öryggismál

Sænsk flugmálayfirvöld hafa gagnrýnt SAS flugfélagið harðlega fyrir ónógt öryggiseftirlit. Flugmálayfirvöld nefna dæmi. Í einu tilfelli var vél flogið í níu daga með bilun sem gerði flugið ólöglegt. Í öðru tilfelli var viðhaldi á mótorum flugvélar ábótavant.

Páfinn fékk bangsa

Benedikt 16 páfi fékk margar góðar afmælisgjafir á áttræðis afmæli sínu. Mest fékk hann af kortum, blómum og hljómdiskum. En einn óþekktur Ítali sendi honum risastóran bangsa. Ritari páfa sagði að bangsinn hefði verið afskaplega fallegur. Aðrir hefðu þó meiri þörf fyrir að knúsa bangsa og því hefði páfi sent hann á barnasjúkrahús í Róm.

Lækkun matvælaverðs skilar sér ekki að fullu til neytenda

Lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum á matvælum hefur ekki skilað sér að fullu til neytenda samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Verslanir 10-11 standa sig áberandi verst. Mest lækkuðu hvers konar gosdrykkir í verði í þeim fimm verslunum sem úttektin náði til.

Íranar náða tvo Svía

Yfirvöld í Íran hafa náðað tvo Svía sem voru handteknir í fyrra fyrir að taka myndir á hernaðarsvæði. Þeir hafa síðan setið í fangelsi. Sænska utanríkisráðuneytið vill ekkert um málið segja fyrr en mennirnir tveir eru komir heim. Sænska blaðið Dagens Nyherer lætur að því liggja að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íraks, hafi átt þátt í að mönnunum verður sleppt.

Þóttist vera skyld skipverja af Borubon Dolphin

Kona í Noregi reyndi að svíkja út fé í með því að ljúga því að hún væri ættingi eins mannanna sem saknað er eftir að norska dráttarbátnum Bourbon Dolphin hvolfdi úti fyrir Hjatlandseyjum í síðustu viku.

Hæsti turn Danmerkur í Árósum

Borgarstjórn Árósa hefur ákveðið að reisa stærsta skýjakljúf Danmerkur á hafnarsvæðí sínu. Það verður 142 metrar að hæð, fjórum sinnum hærra en Sívali turninn í Kaupmannahöfn. Fyrstu íbúarnir eiga að flytja inn eftir þrjú ár. Á efstu hæð hússins verður veitingahús og bar, en þar fyrir neðan verða íbúðir í dýrari kantinum.

Búið að slökkva skógarelda í Þýskalandi

Slökkviliðsmönnum í Þýskalandi hefur tekist að slökkva skógarelda sem geysað hafa þar í landi frá því á föstudaginn. Aðeins sviðin jörð er nú þar sem áður voru þéttvaxnir skógar. Eldsupptökin eru rakin til loftlagsbreytinga.

Ritstjórar Berlingske gengu út

Tveir aðalritstjórar danska blaðsins Berlingske Tidende hafa gengið út vegna áforma um sparnað sem mun kosta 350 starfsmenn vinnuna. Sparnaðaráætlanirna voru kynntar í desember síðastliðnum, eftir að bretinn David Montgomery keypti útgáfuna.

Framtíð Wolfowitz enn óráðin

Framtíð Pauls Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans, er enn óráðin þrátt fyrir yfirlýsingar hans um að ætla að sitja sem fastast áfram. Wolfowitz hefur viðurkennt að hafa veitt ástkonu sinni sem einnig starfar við bankann ríflegar launa- og stöðuhækkanir.

Frekari refsiaðgerðir hvetja einungis Írana áfram

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti lýsti því yfir í morgun að frekari refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna myndu einungis hvetja Írana enn frekar áfram í viðleitni sinni til kjarnorkuþróunar.

Hrossahlátur

Strákurinn á þessari mynd er ekkert sérlega hræddur við dýr, en það verður að fyrirgefa honum þótt honum brygði við þessa heimsókn. Vinir okkar á Nyhedsavisen, í Danmörku, völdu þetta mynd dagsins, af auljósum orsökum.

Sjá næstu 50 fréttir