Fleiri fréttir Ground control to Major Tom Frakkar hafa fyrstir þjóða opnað X-skýrslurnar svokölluðu, þar sem er að finna allar rannsóknir og tilkynningar til stjórnvalda um fljúgandi furðuhluti. Allar skýrslurnar hafa verið settar á sérstaka netsíðu. Talsmaður frönsku geimrannsóknarstofnunarinnar segir að þeir vonist til að með þessu verði hægt að tala um fyrirbærið án blindrar trúar eða fordóma. 23.3.2007 13:40 Skátamót með SMS ívafi Um helgina verður útilífshelgi skátaflokka í Heiðmörk. Mótið er sérstakt að því leiti að það er haldið innan borgarmakanna og er skipulagt af fólki á aldrinum 18-20 ára. SMS dagbók verður haldið úti á heimasíðu mótsins sem hluti af þrautum og verkefnum þátttakendanna. 23.3.2007 13:34 Um 340 hafa kosið um stækkun álversins í Straumsvík Rétt um 340 manns hafa greitt atkvæði um deiliskipulagstillögu vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvers Alcan í Straumsvík nú þegar rúm vika er þar til gengið verður til kosninga. 23.3.2007 13:27 Vorhátíð og sumarskráning KFUM-og K Vorhátíð KFUM og KFUK verður haldin á morgun í höfuðstöðvum félaganna að Holtavegi. Þá hefst líka skráning fyrir sumarbúðir. Í fyrra tóku rúmlega þrjú þúsund börn þátt í sumarstarfinu, en það er 30 prósent á tveimur árum. Vinsælustu flokkarnir fyllast á fyrstu klukkutímunum, segir í tilkynningu frá KFUM og KFUK. Búist er við að met verði slegið í sumarbúnaðaskráningu. 23.3.2007 13:13 Mengun vegna brennisteinsvetnis ekki yfir heilsuverndarmörkum Brennisteinsvetnismengun sem borist hefur frá Hellisheiðarvirkjun til borgarinnar hefur ekki farið yfir heilsuverndarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar frá því að virkjunin var formlega gangsett eftir því mælingar umhverfissviðs borgarinnar og Umhverfisstofnunar sýna. 23.3.2007 13:00 Hátt í 15 börn á leið í heiminn vegna réttarbóta Upp undir fimmtán börn eru á leið í heiminn eftir að samkynhneigð pör öðluðust rétt til að fara í tæknifrjóvgun á Íslandi um mitt síðasta ár. 23.3.2007 12:45 Íranar handtaka breska sjóliða úti fyrir ströndum Íraks Íranski sjóherinn hneppti í morgun 15 breska hermenn í varðhald eftir aðgerðir úti fyrir ströndum Íraks. Eftir því sem breska varnarmálaráðuneytið greinir frá í yfirlýsingu voru hermenn í Konunglega breska sjóhernum að ljúka venjubundnu eftirliti í kaupskipi úti fyrir ströndum Íraks þegar íranski herinn umkringdi báta þeirra og knúði þá til að sigla yfir í landhelgi Írans. 23.3.2007 12:34 Enn barist í Mógadisjú Harðir bardagar héldu áfram í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun, þriðja daginn í röð. Átök herskárra múslima við eþíópískar og sómalskar hersveitir hafa harnað síðustu vikur. Íbúar hafa flúið borgina í stórum hópum í gær og í morgun. 23.3.2007 12:30 Bannaður á bar fyrir losun vinds Karlmanni á fertugsaldri hefur verið bannað að sækja bar í Skotlandi. Ástæðan er sú að maðurinn leysir of oft vind með tilheyrandi látum og umhverfisáhrifum. Eigandi Thirsty Kirsty barsins í Fife segir að lyktin sé viðurstyggileg, og maðurinn öskri og veifi örmum svo allir finni lyktina þegar hann losar um vindganginn. 23.3.2007 12:26 Lausamunir og þakefni á fleygiferð Þakefni fauk í heilu lagi af fjórum raðhúsum á Akureyri upp úr miðnætti. Það hafnaði inni í garði við næsta hús og á bílastæði, þar sem að minnsta kosti einn bíll skemmdist. Björgunarsveitarmönnum tókst með snarræði að koma í veg fyrir að samskonar þakklæðning fyki af fjórum raðhúsum til viðbótar. 23.3.2007 12:13 Halli á SÁÁ Tæplega hundrað milljóna króna halli var á rekstri SÁÁ á síðasta ári. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, treystir því að stjórnvöld bregðist við og hefur enga trú á því að ríkið ætli að setja SÁÁ á hausinn. 23.3.2007 12:10 Tekur út þjónustugjöld hér og annars staðar á Norðurlöndum Alþýðusamband Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja hafa ákveðið að efna til samstarfs um samanburðarúttekt á þjónustugjöldum banka og sparisjóða annars staðar á Norðurlöndum. Eftir því sem segir á vef ASÍ hafa samtökin fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til þess að sjá um verkefnið. 23.3.2007 12:09 Stofna starfshóp til að fara yfir fjármögnun Sundabrautar Í morgun var ákveðið að setja á fót starfshóp með fulltrúum fjármála- og samgönguráðuneytis og Faxaflóahafna til að fara yfir hugmyndir Faxaflóahafna um fjármögnun Sundabrautar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að hægt verði að flýta lagningu brautarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna telur að Sundabraut geti verið tilbúin innan þriggja til fimm ára. 23.3.2007 12:03 Íbúar fá að snúa til síns heima í Bolungarvík Hættuástandi við Traðarland og Dísarland í Bolungarvík vegna hugsanlegra snjóflóða hefur verið aflétt en húsin voru rýmd í gær vegna þess. Eftir því sem segir í frétt á Bæjarins besta hefur umferðartakmörkunum á norðanverðum Vestfjörðum einnig verið aflétt og umferð við hesthúsin í Hnífsdal og Bolungarvík er heimil án takmarkana. 23.3.2007 11:53 Fangaverðir segja stjórnvöld halda sér föngnum í störfum sínum Fangavarðafélag Íslands sakar stjórnvöld um að halda fangavörðum nauðugum í illa launuðu starf með því að nýta sér ákvæði laga og framlengja uppsagnarfrest fagnavarða um þrjá mánuði. 23.3.2007 11:46 Fagna aukaframlagi ríkisins til sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar tímabundnu aukaframlagi ríkisstjórnarinnar í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær af aðilunum. Hún kveður á um tvöföldun á framlagi ríkissjóðs í sjóðinn næstu tvö ár. Framlagið var 700 milljónir en verður 1400 milljónir. Markmiðið er að jafna aðstöðumun sveitarfélaganna. 23.3.2007 11:37 Víða vatnavextir vegna hlýinda Víða eru talsverðir vatnavextir vegna hlýinda og rigningar en vatnsflaumur hefur þó ekki valdið tjóni, svo vitað sé. Spáð er allt að níu stiga hita í dag og að hiti verði um sex stig um helgina þannig að ár og lækir gætu bólgnað. 23.3.2007 11:11 Hætta við að lögsækja Dani Evrópusambandið hefur ákveðið að hætta við lögsókn gegn stjórnvöldum í Danmörku vegna löggjafar sem takmarkar transfitusýrur í mat. Samkvæmt lögunum mega matvæli seld í Danmörku ekki innihalda meira en 2g af transfitusýrum í hverjum 100g. Það er tæplega helmingur þess magns sem Íslendingar borða af fitusýrum á dag samkvæmt könnun Manneldisráðs. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna. 23.3.2007 10:56 Erkibiskup hvetur til mótmæla Erkibiskup rómversk kaþólsku kirkjunnar í Bulawayo í Zimbabwe, Pius Ncube, hefur skorað á almenning að mótmæla þangað til Robert Mugabe, forseti landsins, segir af sér. Ncube sagðist jafnvel tilbúinn að mótmæla þó svo skothríð lögreglumanna myndi dynja á honum. 22.3.2007 23:13 Bemba leitar hælis í sendiráði Suður-Afríku Jean-Pierre Bemba, fyrrum uppreisnarleiðtogi og núverandi stjórnarandstöðuleiðtogi í Kongó, hefur leitað hælis í sendiráði Suður-Afríku eftir að fylgismönnum hans sló í brýnu við stjórnarher landsins í höfuðborginni Kinshasa í dag. Suður-afríska utanríkisráðuneytið skýrði frá þessu í kvöld. Í tilkynningunni frá utanríkisráðuneytinu var einnig tekið fram að aðeins væri um tímabundna ráðstöfun að ræða. 22.3.2007 22:58 Handtóku þrjá í tengslum við hryðjuverk Breska lögreglan handtók í dag þrjá menn sem taldir eru tengjast sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum þann 7. júlí árið 2005. Tveir menn voru handteknir á flugvellinum í Manchester rétt áður en þeir fóru um borð í flugvél á leið til Pakistan. Þriðji maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Leeds. 22.3.2007 22:32 Varað við óveðri á norðanverðu Snæfellsnesi Það er mjög hvasst víða um land og tæplega ferðaveður. Sérstaklega er varað við óveðri á Fróðárheiði og norðanverðu Snæfellsnesi en einnig á Vopnafjarðarheiði. Þá er viðbúið að það séu slæmar hviður norðan í Hafnarfjallinu en þar er ekki vindmælir. 22.3.2007 22:07 Ómar Ragnarsson Becomes Party Chairman 22.3.2007 22:04 Níu létust vegna sprenginga í hergagnageymslu Há hitastig í höfuðborg Mósambík, Maputo, settu af stað miklar sprengingar í hergagnageymslu í dag. Níu manns létu lífið vegna sprenginganna og 99 slösuðust í þeim. Sprengingarnar urðu í hergagnageymslu sem geymdi gamlar sprengjur og eldflaugar. Þær fóru síðan í nærliggjandi hús með fyrrgreindum afleiðingum. 22.3.2007 22:00 Unglingar verða sektaðir fyrir að mæta ekki í skólann Bresk stjórnvöld ætla sér að refsa unglingum á aldrinum 16 til 18 ára sem neita að vera í námi. Samkvæmt nýrri tillögu sem brátt verður lögð fram eiga unglingarnir yfir höfði sér 50 punda sekt eða nokkurra daga samfélagsþjónustu ef þeir mæta ekki í skólann. 22.3.2007 21:27 Stálu nærfötum fyrir 785 þúsund krónur Þrír djarfir ræningjar stálu nærbuxum og brjóstahöldurum úr verslun Victoria's Secret í New Jersey í Bandaríkjunum á þriðjudaginn var fyrir andvirði um 785.000 krónur. Þeir voru með sérstakar töskur til þess að koma í veg fyrir að öryggiskerfi verslunarinnar myndi gera starfsmönnum viðvart. 22.3.2007 21:14 Eiginkona Edwards með krabbamein Elizabeth Edwards, eiginkona John Edwards sem er að vonast til þess að hljóta útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi þeirra, hefur greinst með krabbamein. Um er að ræða brjóstakrabbamein sem er að taka sig upp á ný. Nú er það komið í beinin. Upp komst þegar að hún rifbeinsbrotnaði og þurfti að fara í röntgenmyndatöku. 22.3.2007 20:40 Lögregla rannsakar dauðsfall Woolmers Lögreglan á Jamaíka rannsakar nú sviplegt fráfall þjálfara pakistanska landsliðsins í krikket sem grunsamlegt dauðsfall. Hún hefur lokið við að yfirheyra alla liðsmenn pakistanska krikketlandsliðsins og eru þeir nú frjálsir ferða sinna. Enginn er grunaður í málinu enn sem komið er. 22.3.2007 20:28 Demókratar ögra Bush Fjármálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins samþykkti í dag tillögu sem að kveður á um að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna verði að kalla nær alla bardagabúna hermenn frá Írak fyrir 31. mars árið 2008. Ákvæðið var hluti af aukafjárveitingu til stríðsrekstursins í Írak og Afganistan. 22.3.2007 20:22 Átök í Kongó Vígamenn hliðhollir Jean-Pierre Bemba og hermenn stjórnvalda í Kongó tókust á í höfuðborginni Kinshasa í dag eftir að Bemba hunsaði tilskipun forseta landsins um að fækka í persónulegu verndarliði sínu. Bemba hefur nú nokkur þúsund menn í verndarliði sínu en má einungis hafa tólf. 22.3.2007 20:17 Varað við stormi víða um land Veðurstofa Íslands varar við stormi víða um land í kvöld og fram á nótt. Sunnanlands og vestantil verður suðlæg átt, 10-18 m/s og súld, annars þurrt að kalla. Hiti verður 2 til 8 stig. Suðaustan 18-25 í kvöld með mikilli rigningu um landið vestanvert, og síðar einnig suðaustantil. Úrkomulítið verður norðaustan- og austanlands. Suðvestan 8-15 á morgun með skúrum eða éljum um landið vestanvert, rigningu suðaustanlands, en þurrt á Norðausturlandi. Kólnar heldur. 22.3.2007 19:54 Öruggt vatn er jafnréttismál Tæpur fimmtungur jarðarbúa hefur ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni og fjórir af hverjum tíu hafa ekki aðgang að viðunandi frárennslisaðstöðu. Hreint vatn er brýnasta jafnréttismál þróunarlandanna að mati fræðslufulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar. 22.3.2007 19:30 Ölvun og hraðakstur helsti valdur alvarlegra slysa Ölvun og hraðakstur skýra meirihluta banaslysa á síðasta ári, en slík slys hafa ekki verið fleiri síðan 1977. Þetta kom fram við kynningu á skýrslu Umferðarstofu í morgun. Flest slys og óhöpp í umferðinni verða síðdegis á föstudögum. Sem fyrr eru yngstu ökumennirnir valdir að flestum slysum. 22.3.2007 19:15 Ráðherrar funda um Sundabraut á vegum Faxaflóahafna Stjórn Faxaflóahafna fundar á morgun með forsætisráðherra, viðskiptaráðherra og samgönguráðherra um áhuga hafnaryfirvalda á því að taka að sér framkvæmd Sundabrautar. Kostnaðurinn getur verið á bilinu tuttugu til tuttugu og tveir milljarðar króna og yrði þetta langstærsta samgöngumannvirkið í einkaframkvæmd til þessa. Bæði forsætis- og samgönguráðherra fagna frumkvæðinu og líst vel á þessi áform. 22.3.2007 19:11 Samfylkingin vill fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill ganga skrefi lengra til að lækka matarverð hér á landi með því að fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur. Allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur, eru hins vegar á móti sölu léttvíns í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir eru um málið innan Samfylkingar. 22.3.2007 19:01 Ný tækifæri felast í samningnum Samgönguráðherrar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um umfangsmikinn loftferðasamning við Bandaríkin, sem búist er við að muni stórauka samkeppni á flugleiðum yfir Atlantshafið. Forstjóri Icelandair fagnar samningnum og sér í honum margvísleg tækifæri. 22.3.2007 19:00 Féll niður í lest í Grindavík Nítján ára piltur slapp ótrúlega vel þegar hann féll niður í lest um borð í fiskiskipi í Grindavíkurhöfn í dag. Hjálmur sem hann hafði á höfði er talinn hafa bjargað miklu. Pilturinn var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild Borgarspítalans og reyndist handleggsbrotinn. 22.3.2007 18:52 Óvenju góð aflabrögð um land allt Mikil og góð aflabrögð eru nú nánast allt í kringum landið. Skipstjórar á Suðurnesjum segjast aldrei hafa lent í öðru eins fiskeríi og þorskurinn sé vænni en sést hafi í manna minnum. Þeir segja skilyrði í hafinu gefa tilefni til miklu meiri veiða og hvetja fiskifræðinga til að koma út á sjó og sjá þetta með eigin augum. 22.3.2007 18:48 Akureyrarsjónvarp um land allt Sjónvarpsstöðin N4, sem sent hefur út frá Akureyri undanfarin ár, hyggst hefja útsendingar á landsvísu á næstu vikum. Stjórnarformaður N4 segir sjónvarpsstöðina þá einu utan höfuðborgarsvæðisins sem haldi úti reglulegum fréttum á virkum dögum. 22.3.2007 18:45 Eldur í bensínstöð Rétt fyrir sex í kvöld kviknaði í þaki söluskála Olís á Reyðarfirði. Slökkvilið Fjarðarbyggðar kom fljótt á staðinn og slökkti eldinn. Iðnaðarmenn voru að klæða þak hússins þegar eldurinn blossaði upp. Litlar skemmdir urðu vegna eldsins en viðbúið er að einhverjar skemmdir hafi orðið vegna reyks og vatns. 22.3.2007 18:30 Sýknaður af ákæru um utanvegaakstur í gullleit Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Austurlands og sýknaði mann af ákæru um að hafa ekið utan vegar á Skeiðarársandi og valdið skemmdum. Í málinu var deilt um hvort sú leið sem maðurinn ók umrætt sinn teldist vegur í skilningi laga. 22.3.2007 17:29 Stakk sér undir borð Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, stakk sér undir borð þegar sprengja sprakk meðan hann hélt blaðamannafund í Írak í dag ásamt Nouiri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. 22.3.2007 17:20 Sýknaði mann af þjófnaði vegna vankanta á skýrslutöku Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hafa brotist inn í Skíðaskálann í Hveradölum í félagi við konu og haft þaðan á brott peninga, hitakönnu og matvæli. Maðurinn neitaði sakargiftum fyrir dómi og bar við minnisleysi. 22.3.2007 17:17 Eins árs fangelsi fyrir árás með stálkylfu Rúmlega fertugur karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með stálkylfu. Manninum hafði orðið sundurorða við fórnarlambið. 22.3.2007 17:14 Lést í bílslysi við Kotströnd í gær Konan sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi við Kotströnd í gær hét Lísa Skaftadóttir til heimilis að Engjavegi 32 á Selfossi. Lísa var 43 ára, fædd 17. janúar 1964. Hún lætur eftir sig eiginmann, fimm börn og eitt barnabarn. 22.3.2007 17:08 Sjá næstu 50 fréttir
Ground control to Major Tom Frakkar hafa fyrstir þjóða opnað X-skýrslurnar svokölluðu, þar sem er að finna allar rannsóknir og tilkynningar til stjórnvalda um fljúgandi furðuhluti. Allar skýrslurnar hafa verið settar á sérstaka netsíðu. Talsmaður frönsku geimrannsóknarstofnunarinnar segir að þeir vonist til að með þessu verði hægt að tala um fyrirbærið án blindrar trúar eða fordóma. 23.3.2007 13:40
Skátamót með SMS ívafi Um helgina verður útilífshelgi skátaflokka í Heiðmörk. Mótið er sérstakt að því leiti að það er haldið innan borgarmakanna og er skipulagt af fólki á aldrinum 18-20 ára. SMS dagbók verður haldið úti á heimasíðu mótsins sem hluti af þrautum og verkefnum þátttakendanna. 23.3.2007 13:34
Um 340 hafa kosið um stækkun álversins í Straumsvík Rétt um 340 manns hafa greitt atkvæði um deiliskipulagstillögu vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvers Alcan í Straumsvík nú þegar rúm vika er þar til gengið verður til kosninga. 23.3.2007 13:27
Vorhátíð og sumarskráning KFUM-og K Vorhátíð KFUM og KFUK verður haldin á morgun í höfuðstöðvum félaganna að Holtavegi. Þá hefst líka skráning fyrir sumarbúðir. Í fyrra tóku rúmlega þrjú þúsund börn þátt í sumarstarfinu, en það er 30 prósent á tveimur árum. Vinsælustu flokkarnir fyllast á fyrstu klukkutímunum, segir í tilkynningu frá KFUM og KFUK. Búist er við að met verði slegið í sumarbúnaðaskráningu. 23.3.2007 13:13
Mengun vegna brennisteinsvetnis ekki yfir heilsuverndarmörkum Brennisteinsvetnismengun sem borist hefur frá Hellisheiðarvirkjun til borgarinnar hefur ekki farið yfir heilsuverndarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar frá því að virkjunin var formlega gangsett eftir því mælingar umhverfissviðs borgarinnar og Umhverfisstofnunar sýna. 23.3.2007 13:00
Hátt í 15 börn á leið í heiminn vegna réttarbóta Upp undir fimmtán börn eru á leið í heiminn eftir að samkynhneigð pör öðluðust rétt til að fara í tæknifrjóvgun á Íslandi um mitt síðasta ár. 23.3.2007 12:45
Íranar handtaka breska sjóliða úti fyrir ströndum Íraks Íranski sjóherinn hneppti í morgun 15 breska hermenn í varðhald eftir aðgerðir úti fyrir ströndum Íraks. Eftir því sem breska varnarmálaráðuneytið greinir frá í yfirlýsingu voru hermenn í Konunglega breska sjóhernum að ljúka venjubundnu eftirliti í kaupskipi úti fyrir ströndum Íraks þegar íranski herinn umkringdi báta þeirra og knúði þá til að sigla yfir í landhelgi Írans. 23.3.2007 12:34
Enn barist í Mógadisjú Harðir bardagar héldu áfram í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun, þriðja daginn í röð. Átök herskárra múslima við eþíópískar og sómalskar hersveitir hafa harnað síðustu vikur. Íbúar hafa flúið borgina í stórum hópum í gær og í morgun. 23.3.2007 12:30
Bannaður á bar fyrir losun vinds Karlmanni á fertugsaldri hefur verið bannað að sækja bar í Skotlandi. Ástæðan er sú að maðurinn leysir of oft vind með tilheyrandi látum og umhverfisáhrifum. Eigandi Thirsty Kirsty barsins í Fife segir að lyktin sé viðurstyggileg, og maðurinn öskri og veifi örmum svo allir finni lyktina þegar hann losar um vindganginn. 23.3.2007 12:26
Lausamunir og þakefni á fleygiferð Þakefni fauk í heilu lagi af fjórum raðhúsum á Akureyri upp úr miðnætti. Það hafnaði inni í garði við næsta hús og á bílastæði, þar sem að minnsta kosti einn bíll skemmdist. Björgunarsveitarmönnum tókst með snarræði að koma í veg fyrir að samskonar þakklæðning fyki af fjórum raðhúsum til viðbótar. 23.3.2007 12:13
Halli á SÁÁ Tæplega hundrað milljóna króna halli var á rekstri SÁÁ á síðasta ári. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, treystir því að stjórnvöld bregðist við og hefur enga trú á því að ríkið ætli að setja SÁÁ á hausinn. 23.3.2007 12:10
Tekur út þjónustugjöld hér og annars staðar á Norðurlöndum Alþýðusamband Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja hafa ákveðið að efna til samstarfs um samanburðarúttekt á þjónustugjöldum banka og sparisjóða annars staðar á Norðurlöndum. Eftir því sem segir á vef ASÍ hafa samtökin fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til þess að sjá um verkefnið. 23.3.2007 12:09
Stofna starfshóp til að fara yfir fjármögnun Sundabrautar Í morgun var ákveðið að setja á fót starfshóp með fulltrúum fjármála- og samgönguráðuneytis og Faxaflóahafna til að fara yfir hugmyndir Faxaflóahafna um fjármögnun Sundabrautar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að hægt verði að flýta lagningu brautarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna telur að Sundabraut geti verið tilbúin innan þriggja til fimm ára. 23.3.2007 12:03
Íbúar fá að snúa til síns heima í Bolungarvík Hættuástandi við Traðarland og Dísarland í Bolungarvík vegna hugsanlegra snjóflóða hefur verið aflétt en húsin voru rýmd í gær vegna þess. Eftir því sem segir í frétt á Bæjarins besta hefur umferðartakmörkunum á norðanverðum Vestfjörðum einnig verið aflétt og umferð við hesthúsin í Hnífsdal og Bolungarvík er heimil án takmarkana. 23.3.2007 11:53
Fangaverðir segja stjórnvöld halda sér föngnum í störfum sínum Fangavarðafélag Íslands sakar stjórnvöld um að halda fangavörðum nauðugum í illa launuðu starf með því að nýta sér ákvæði laga og framlengja uppsagnarfrest fagnavarða um þrjá mánuði. 23.3.2007 11:46
Fagna aukaframlagi ríkisins til sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar tímabundnu aukaframlagi ríkisstjórnarinnar í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær af aðilunum. Hún kveður á um tvöföldun á framlagi ríkissjóðs í sjóðinn næstu tvö ár. Framlagið var 700 milljónir en verður 1400 milljónir. Markmiðið er að jafna aðstöðumun sveitarfélaganna. 23.3.2007 11:37
Víða vatnavextir vegna hlýinda Víða eru talsverðir vatnavextir vegna hlýinda og rigningar en vatnsflaumur hefur þó ekki valdið tjóni, svo vitað sé. Spáð er allt að níu stiga hita í dag og að hiti verði um sex stig um helgina þannig að ár og lækir gætu bólgnað. 23.3.2007 11:11
Hætta við að lögsækja Dani Evrópusambandið hefur ákveðið að hætta við lögsókn gegn stjórnvöldum í Danmörku vegna löggjafar sem takmarkar transfitusýrur í mat. Samkvæmt lögunum mega matvæli seld í Danmörku ekki innihalda meira en 2g af transfitusýrum í hverjum 100g. Það er tæplega helmingur þess magns sem Íslendingar borða af fitusýrum á dag samkvæmt könnun Manneldisráðs. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna. 23.3.2007 10:56
Erkibiskup hvetur til mótmæla Erkibiskup rómversk kaþólsku kirkjunnar í Bulawayo í Zimbabwe, Pius Ncube, hefur skorað á almenning að mótmæla þangað til Robert Mugabe, forseti landsins, segir af sér. Ncube sagðist jafnvel tilbúinn að mótmæla þó svo skothríð lögreglumanna myndi dynja á honum. 22.3.2007 23:13
Bemba leitar hælis í sendiráði Suður-Afríku Jean-Pierre Bemba, fyrrum uppreisnarleiðtogi og núverandi stjórnarandstöðuleiðtogi í Kongó, hefur leitað hælis í sendiráði Suður-Afríku eftir að fylgismönnum hans sló í brýnu við stjórnarher landsins í höfuðborginni Kinshasa í dag. Suður-afríska utanríkisráðuneytið skýrði frá þessu í kvöld. Í tilkynningunni frá utanríkisráðuneytinu var einnig tekið fram að aðeins væri um tímabundna ráðstöfun að ræða. 22.3.2007 22:58
Handtóku þrjá í tengslum við hryðjuverk Breska lögreglan handtók í dag þrjá menn sem taldir eru tengjast sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum þann 7. júlí árið 2005. Tveir menn voru handteknir á flugvellinum í Manchester rétt áður en þeir fóru um borð í flugvél á leið til Pakistan. Þriðji maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Leeds. 22.3.2007 22:32
Varað við óveðri á norðanverðu Snæfellsnesi Það er mjög hvasst víða um land og tæplega ferðaveður. Sérstaklega er varað við óveðri á Fróðárheiði og norðanverðu Snæfellsnesi en einnig á Vopnafjarðarheiði. Þá er viðbúið að það séu slæmar hviður norðan í Hafnarfjallinu en þar er ekki vindmælir. 22.3.2007 22:07
Níu létust vegna sprenginga í hergagnageymslu Há hitastig í höfuðborg Mósambík, Maputo, settu af stað miklar sprengingar í hergagnageymslu í dag. Níu manns létu lífið vegna sprenginganna og 99 slösuðust í þeim. Sprengingarnar urðu í hergagnageymslu sem geymdi gamlar sprengjur og eldflaugar. Þær fóru síðan í nærliggjandi hús með fyrrgreindum afleiðingum. 22.3.2007 22:00
Unglingar verða sektaðir fyrir að mæta ekki í skólann Bresk stjórnvöld ætla sér að refsa unglingum á aldrinum 16 til 18 ára sem neita að vera í námi. Samkvæmt nýrri tillögu sem brátt verður lögð fram eiga unglingarnir yfir höfði sér 50 punda sekt eða nokkurra daga samfélagsþjónustu ef þeir mæta ekki í skólann. 22.3.2007 21:27
Stálu nærfötum fyrir 785 þúsund krónur Þrír djarfir ræningjar stálu nærbuxum og brjóstahöldurum úr verslun Victoria's Secret í New Jersey í Bandaríkjunum á þriðjudaginn var fyrir andvirði um 785.000 krónur. Þeir voru með sérstakar töskur til þess að koma í veg fyrir að öryggiskerfi verslunarinnar myndi gera starfsmönnum viðvart. 22.3.2007 21:14
Eiginkona Edwards með krabbamein Elizabeth Edwards, eiginkona John Edwards sem er að vonast til þess að hljóta útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi þeirra, hefur greinst með krabbamein. Um er að ræða brjóstakrabbamein sem er að taka sig upp á ný. Nú er það komið í beinin. Upp komst þegar að hún rifbeinsbrotnaði og þurfti að fara í röntgenmyndatöku. 22.3.2007 20:40
Lögregla rannsakar dauðsfall Woolmers Lögreglan á Jamaíka rannsakar nú sviplegt fráfall þjálfara pakistanska landsliðsins í krikket sem grunsamlegt dauðsfall. Hún hefur lokið við að yfirheyra alla liðsmenn pakistanska krikketlandsliðsins og eru þeir nú frjálsir ferða sinna. Enginn er grunaður í málinu enn sem komið er. 22.3.2007 20:28
Demókratar ögra Bush Fjármálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins samþykkti í dag tillögu sem að kveður á um að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna verði að kalla nær alla bardagabúna hermenn frá Írak fyrir 31. mars árið 2008. Ákvæðið var hluti af aukafjárveitingu til stríðsrekstursins í Írak og Afganistan. 22.3.2007 20:22
Átök í Kongó Vígamenn hliðhollir Jean-Pierre Bemba og hermenn stjórnvalda í Kongó tókust á í höfuðborginni Kinshasa í dag eftir að Bemba hunsaði tilskipun forseta landsins um að fækka í persónulegu verndarliði sínu. Bemba hefur nú nokkur þúsund menn í verndarliði sínu en má einungis hafa tólf. 22.3.2007 20:17
Varað við stormi víða um land Veðurstofa Íslands varar við stormi víða um land í kvöld og fram á nótt. Sunnanlands og vestantil verður suðlæg átt, 10-18 m/s og súld, annars þurrt að kalla. Hiti verður 2 til 8 stig. Suðaustan 18-25 í kvöld með mikilli rigningu um landið vestanvert, og síðar einnig suðaustantil. Úrkomulítið verður norðaustan- og austanlands. Suðvestan 8-15 á morgun með skúrum eða éljum um landið vestanvert, rigningu suðaustanlands, en þurrt á Norðausturlandi. Kólnar heldur. 22.3.2007 19:54
Öruggt vatn er jafnréttismál Tæpur fimmtungur jarðarbúa hefur ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni og fjórir af hverjum tíu hafa ekki aðgang að viðunandi frárennslisaðstöðu. Hreint vatn er brýnasta jafnréttismál þróunarlandanna að mati fræðslufulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar. 22.3.2007 19:30
Ölvun og hraðakstur helsti valdur alvarlegra slysa Ölvun og hraðakstur skýra meirihluta banaslysa á síðasta ári, en slík slys hafa ekki verið fleiri síðan 1977. Þetta kom fram við kynningu á skýrslu Umferðarstofu í morgun. Flest slys og óhöpp í umferðinni verða síðdegis á föstudögum. Sem fyrr eru yngstu ökumennirnir valdir að flestum slysum. 22.3.2007 19:15
Ráðherrar funda um Sundabraut á vegum Faxaflóahafna Stjórn Faxaflóahafna fundar á morgun með forsætisráðherra, viðskiptaráðherra og samgönguráðherra um áhuga hafnaryfirvalda á því að taka að sér framkvæmd Sundabrautar. Kostnaðurinn getur verið á bilinu tuttugu til tuttugu og tveir milljarðar króna og yrði þetta langstærsta samgöngumannvirkið í einkaframkvæmd til þessa. Bæði forsætis- og samgönguráðherra fagna frumkvæðinu og líst vel á þessi áform. 22.3.2007 19:11
Samfylkingin vill fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill ganga skrefi lengra til að lækka matarverð hér á landi með því að fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur. Allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur, eru hins vegar á móti sölu léttvíns í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir eru um málið innan Samfylkingar. 22.3.2007 19:01
Ný tækifæri felast í samningnum Samgönguráðherrar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um umfangsmikinn loftferðasamning við Bandaríkin, sem búist er við að muni stórauka samkeppni á flugleiðum yfir Atlantshafið. Forstjóri Icelandair fagnar samningnum og sér í honum margvísleg tækifæri. 22.3.2007 19:00
Féll niður í lest í Grindavík Nítján ára piltur slapp ótrúlega vel þegar hann féll niður í lest um borð í fiskiskipi í Grindavíkurhöfn í dag. Hjálmur sem hann hafði á höfði er talinn hafa bjargað miklu. Pilturinn var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild Borgarspítalans og reyndist handleggsbrotinn. 22.3.2007 18:52
Óvenju góð aflabrögð um land allt Mikil og góð aflabrögð eru nú nánast allt í kringum landið. Skipstjórar á Suðurnesjum segjast aldrei hafa lent í öðru eins fiskeríi og þorskurinn sé vænni en sést hafi í manna minnum. Þeir segja skilyrði í hafinu gefa tilefni til miklu meiri veiða og hvetja fiskifræðinga til að koma út á sjó og sjá þetta með eigin augum. 22.3.2007 18:48
Akureyrarsjónvarp um land allt Sjónvarpsstöðin N4, sem sent hefur út frá Akureyri undanfarin ár, hyggst hefja útsendingar á landsvísu á næstu vikum. Stjórnarformaður N4 segir sjónvarpsstöðina þá einu utan höfuðborgarsvæðisins sem haldi úti reglulegum fréttum á virkum dögum. 22.3.2007 18:45
Eldur í bensínstöð Rétt fyrir sex í kvöld kviknaði í þaki söluskála Olís á Reyðarfirði. Slökkvilið Fjarðarbyggðar kom fljótt á staðinn og slökkti eldinn. Iðnaðarmenn voru að klæða þak hússins þegar eldurinn blossaði upp. Litlar skemmdir urðu vegna eldsins en viðbúið er að einhverjar skemmdir hafi orðið vegna reyks og vatns. 22.3.2007 18:30
Sýknaður af ákæru um utanvegaakstur í gullleit Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Austurlands og sýknaði mann af ákæru um að hafa ekið utan vegar á Skeiðarársandi og valdið skemmdum. Í málinu var deilt um hvort sú leið sem maðurinn ók umrætt sinn teldist vegur í skilningi laga. 22.3.2007 17:29
Stakk sér undir borð Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, stakk sér undir borð þegar sprengja sprakk meðan hann hélt blaðamannafund í Írak í dag ásamt Nouiri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. 22.3.2007 17:20
Sýknaði mann af þjófnaði vegna vankanta á skýrslutöku Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hafa brotist inn í Skíðaskálann í Hveradölum í félagi við konu og haft þaðan á brott peninga, hitakönnu og matvæli. Maðurinn neitaði sakargiftum fyrir dómi og bar við minnisleysi. 22.3.2007 17:17
Eins árs fangelsi fyrir árás með stálkylfu Rúmlega fertugur karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með stálkylfu. Manninum hafði orðið sundurorða við fórnarlambið. 22.3.2007 17:14
Lést í bílslysi við Kotströnd í gær Konan sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi við Kotströnd í gær hét Lísa Skaftadóttir til heimilis að Engjavegi 32 á Selfossi. Lísa var 43 ára, fædd 17. janúar 1964. Hún lætur eftir sig eiginmann, fimm börn og eitt barnabarn. 22.3.2007 17:08