Innlent

Ölvun og hraðakstur helsti valdur alvarlegra slysa

Ölvun og hraðakstur skýra meirihluta banaslysa á síðasta ári, en slík slys hafa ekki verið fleiri síðan 1977. Þetta kom fram við kynningu á skýrslu Umferðarstofu í morgun. Flest slys og óhöpp í umferðinni verða síðdegis á föstudögum. Sem fyrr eru yngstu ökumennirnir valdir að flestum slysum.

Á síðasta ári lést þrjátíu og einn í umferðinni - árið á undan létust nítján. Í samanburði við önnur norræn ríki voru því banaslys mun fleiri hér á þessu eina ári - en talsmenn umferðastofu benda á að hvert banaslys er sé einu of mikið.

Í ársyfirliti Umferðarstofu sem kynnt var í morgun kemur fram að hraðakstur og/eða ölvun skýra meirihluta banaslysanna. Það er sammerkt með alvarlegustu slysunum að mannlegi þátturinn skýrir þau - of mikið er horft til samgöngumannvirkjanna segir Sturla Böðvasrsson, samgönguráðherra. Hann bendir á að mannlegi þátturinn skýri þorra slysanna.

Sem fyrr er unga fólkið ábyrgt fyrir flestum slysum og tjónum. Athuglisvert að 17 og 18 ára ökumenn valda fjórtán prósent slysanna. Þriðjungur allra slysa er á ábyrgð ökumanna 17-24 ára. Í skýrslu Umferðarstofu kemur einnig fram að flest slysin verða milli klukkan fögur og fimm í eftirmiðdaginn. Slysin eru mun færri á morgnanna þó að þá sé ekki síðri álagstími. Af einstökum dögum er föstudagurinn verstur.

Sigurður Helgason, verkefnastjóri Umferðarstofu bendir á að tvíþættra aðgera sé þörf til að fækka slysum. Það þurfi áframhaldandi fræðslu og áróður. Einnig þurfi eflingu löggæslunnar, sem þegar hafi verið boðuð. Auk þess þyngri refsingar fyrir alvarlegustu brotin, ölvunarakstur og ofsaakstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×