Fleiri fréttir Vill vinnuverndarráð í stað stjórnar Vinnueftirlitsins Ríkisendurskoðun vill að stjórn Vinnueftirlits ríkisins verði lögð niður og í stað hennar komi sérstakt vinnuverndarráð sem skipað verði fulltrúum aðila vinnumarkaðarins. Í úttekt Ríkisendurskoðunar á Vinnueftirlitinu segir að stjórn Vinnueftirlitsins hafi ekki náð að laga sig að breyttu hlutverki sínu sem ráðgefandi stjórn og hafi það torveldað samskipti stofnunar og félagsmálaráðuneytis. 22.3.2007 15:21 Herjólfur fer ekki seinni ferðina í dag Herjólfur fer ekki seinni ferð sína í dag vegna veðurs eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Eimskipi sem rekur ferjuna. 22.3.2007 14:59 Óvissuferð með júmbó þotu Í fyrramálið fara 550 starfsmenn Eimskips og dótturfélaga þess í óvissuferð með breiðþotu Atlanta flugfélagsins. Mikil spenna ríkir meðal starfsfólksins um hver áfangastaðurinn verður segir í tilkynningu frá félaginu. Flogið verður á Boeing 747-300 vél Atlanta. En flugfélagið er eitt af dótturfyrirtækjum félagsins. 22.3.2007 14:58 Helstu fljót heimsins í hættu Talið er að um fimm þúsund börn láti lífið daglega vegna skorts á hreinu drykkjarvatni. Margir óttast að þetta eigi enn eftir að versna, bæði vegna loftslagsbreytinga og annarra þátta. Því er til dæmis haldið fram að mörg helstu fljót heimsins séu í hættu vegna aðgerða mannanna. Það er sagt hafa mjög slæm áhrif á fljót og vötn að setja þar stíflur, eða breyta farvegi. 22.3.2007 14:22 Sinfónía Norðurlands gerir tímamótasamning Nýr samningur á milli Akureyrarbæjar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands var undirritaður í dag. Samningurinn tekur til starfsemi hljómsveitarinnar næstu þrjú árin. Með honum er tryggð áframhaldandi starfsemi hljómsveitarinnar. Framlög hækka um samtals 10,5 m.kr. á samningstímanum. 22.3.2007 14:13 Umhverfismál, hagstjórn og nýsköpun hjá Íslandshreyfingunni Umhverfismál, bætt hagstjórn, betri kjör aldraðra og öryrkja og nýsköpun og jöfnuður eru þau mál sem nýr stjórnmálaflokkur, Íslandshreyfingin - lifandi land leggur áherslu á. Flokkurinn kynnti stefnu sína í dag í Þjóðmenningarhúsinu 22.3.2007 14:03 Gore gagnrýndur fyrir eigin orkunotkun. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, skoraði í gær á Bandaríkjaþing að grípa til aðgerða gegn hlýnun jarðar sem allra fyrst. Þingmenn gagnrýndu Gore á móti fyrir eigin orkunotkun. 22.3.2007 13:45 Lögregluhundur fann fíkniefni í bíl Karlmaður um tvítugt var handtekinn í austuhluta Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögregla fann tvö grömm af ætluðu amfetamíni í fórum hans. Í framhaldinu leituðu var leitað í bíl mannsins. Lögregluhundur fann þá um 30 grömm af sama efni sem falið hafði verið í bifreiðinni. Á heimili mannsins fundust einnig tæki og áhöld til neyslu og dreifingar á fíkniefnum. 22.3.2007 13:39 Afmælistónleikar kvennakórs Kópavogs Kvennakór Kópavogs heldur afmælistónleika í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 25. mars. Gestir á tónleikunum eru Regína Ósk og Englakórinn, undir stjórn Natalíu Chow Hewlett. Í byrjun apríl leggst kórinn síðan í víking til Búdapest og tekur þar þátt í kórakeppni sem ber heitið Musica Mundi. Stofnandi kórsins er Natalia Chow Hewlett og undirleikari frá upphafi er Julian Hewlett. 22.3.2007 13:25 Samkeppnin mun að líkindum stóraukast Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um umfangsmikinn loftferðasamning við Bandaríkin sem búist er við að muni stórauka samkeppni á flugleiðum yfir Atlantshafið. 22.3.2007 13:06 Reyna á að koma í veg fyrir að sjór gangi á land Verkfræðistofa vinnur að tillögum um aðgerðir til að koma í veg fyrir að sjór gangi á landi í Ánanaustum í Reykjavík, eins og gerðist í gærkvöldi og hlaust talsvert tjón af. 22.3.2007 12:45 Ógrynni af þorski Ógrynni af þorski eru í Faxaflóanum og verða sjómenn á línubátum að leggja mun færri bjóð í sjó en venjulega, til þess að fá ekki of mikinn afla í einu. Annarsvegar hætta þeir ekki á að ofhlaða bátana og hinsvegar vilja þeir ekki ofbjóða mörkuðunum, því þá lækkar fiskverðið. Þá þykir þorskurinn vænni en verið hefur um árabil. 22.3.2007 12:30 Tekur vel í að Faxaflóahafnir leggji Sundabraut Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tekur vel í þá hugmynd að Faxaflóahafnir standi að því að leggja Sundabrautina. Segir hann að breyting á lagaumhverfi opni á þann möguleika að einkaaðilar taki að sér einkaframkvæmdir eins og þarna verði þá um að ræða. 22.3.2007 12:21 Flest banaslys á sunnudegi Flest banaslys í umferðinni á árinu 2006 urðu á sunnudegi, eða átta talsins. En alls létust 31 í 28 slysum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umferðarstofu um slys í umferðinni á síðasta ári. Miðað við niðurstöður skýrslunnar er áhættusamast að vera í umferðinni milli klukkan þrjú og sex á föstudegi. Þá voru karlmenn 2/3 þeirra sem létust. 22.3.2007 12:14 Lögregla rannsakar Strawberries Forstjóri Útlendingastofnunar segist enga skýringu hafa á því hvers vegna konur séu fengnar frá Rúmeníu til starfa á kampavínsklúbbnum Strawberries. Auðveldara sé að fá fólk frá ríkjum innan EES-svæðisins en utan. Meti Vinnumálastofnun svo að þær þurfi atvinnuleyfi þurfa þær einnig dvalarleyfi. 22.3.2007 11:46 Ban í óvænta heimsókn til Bagdad Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna kom í morgun í óvænta heimsókn til Bagdad, höfuðborgar Írak. Hann er þangað kominn til að ræða við Nuri al-Maliki, forsætisráðherra á græna svæðinu svokallaða. Í síðustu viku kynnti Ban fimm ára áætlun til friðar og uppbyggingar í Írak. 22.3.2007 11:26 Þjóðminjasafnið safnar upplýsingum um skipasmíðar Þjóðminjasafn Íslands hyggst á næstunni safna upplýsingum um skipasmíðar vegna þess að greinin á nú mjög undir högg að sækja hér á landi. Eftir því sem segir í tilkynningu frá safninu hefur það sent út spurningaskrá um skipasmíðar til tréskipasmiða og járnskipasmiða um allt land. 22.3.2007 11:18 Reikniþraut leyst eftir 120 ár Lið stærðfræðinga í Bandaríkjunum hefur leyst 120 ára gamla stærðfræðiráðgátu. Fjöldi vísindamanna skilur samt sem áður ekki um hvað hún snýst. Lausnin er svo flókin að handskrifuðu niðurstöðurnar myndu þekja alla Manhattan eyju í New York. Það jafngildir plássi á hörðum diski fyrir 45 daga samfellda spilun tónlistar á MP3 formi. 22.3.2007 11:01 Barátta Obama og Clintons hafin Tíu mánuðum áður en forvalskosningar bandarísku stjórnmálaflokkanna fara fram hafa átökin á milli stuðningsmanna Hillary Clinton og Barack Obama hafist. En núna er baráttan háð á internetinu. 21.3.2007 23:30 Ákærður fyrir samstarf með hryðjuverkamönnum Fyrrum sjóliði í bandaríska hernum hefur verið ákærður fyrir að gefa hryðjuverkamönnum leynilegar upplýsingar um staðsetningu herskipa Bandaríkjamanna. Bandarísk yfirvöld skýrðu frá þessu í kvöld. Hassan Abujihaad, 31 árs, var handtekinn í Phoenix í Bandaríkjunum fyrir stuttu. 21.3.2007 23:13 700 manna gifting í Belgíu Um 700 belgar létu gefa sig saman í táknrænni athöfn í flæmska bænum St-Niklaas í norðurhluta Belgíu í kvöld. Í febrúar sem leið höfðu þrjú pör neitað að láta svartan prest sem þar starfar gefa sig saman. 21.3.2007 22:38 Vatnselgur í vesturbænum Töluvert af sjó flæddi yfir varnargarða við Ánanaust um klukkan níu í kvöld. Mikill vatnselgur var á hringtorginu fyrir framan JL-Húsið svokallaða. Menn frá Reykjavíkurborg komu síðan á staðinn og sinntu hreinsunarstörfum. Vegagerðin hafði varað við því að niðurföll myndu hugsanlega ekki anna vatnselgnum þar sem enn gæti verið frosið í þeim. 21.3.2007 22:25 Létu háttsettan uppreisnarmann lausan Bandaríski herinn þurfti að láta lausan einn helsta aðstoðarmann sjía klerksins Moqtada al-Sadr að beiðni forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki. Ahmed Shibani, sem hafði verið í haldi Bandaríkjamanna í meira en tvö ár, var háttsettur aðstoðarmaður al-Sadr. Al-Sadr er óvinveittur Bandaríkjunum og er leiðtogi Mehdi hersins sem Bandaríkjamenn hafa sagt helstu ógnina við öryggi í Írak. 21.3.2007 22:16 Fékk ekki skilnað þrátt fyrir barsmíðar Þýskur dómari neitaði nýverið að veita konu ættaðri frá Marokkó skilnað, þrátt fyrir að eiginmaður hennar hefði lamið hana ítrekað. Ástæðuna sagði dómarinn vera að Kóraninn leyfði barsmíðar á heimilinu. Í úrskurði sínum sagði dómarinn, sem er kvenkyns, að þar sem parið kæmi frá menningarheimi þar sem ofbeldi innan heimilisins viðgengist og væri viðurkennt, fengi konan ekki skilnað frá eiginmanni sínum. 21.3.2007 21:57 Starbucks og McCartney: Gott kaffi Bandaríska kaffifyrirtækið Starbucks hefur sagt frá því að fyrsti tónlistamaðurinn sem skrifar undir hjá nýju plötufyrirtæki þeirra sé Sir Paul McCartney. Fyrirtækið lýsti því yfir í síðustu viku að það myndi brátt leita samninga við listamenn en það hefur áður aðeins gefið út tónlist sem hefur áður komið út. 21.3.2007 21:38 Írakar ræða við uppreisnarhópa Stjórnvöld í Írak hafa undanfarna daga átt í viðræðum við forvígismenn uppreisnarhópa sem ekki tengjast al-Kaída. Háttsettur starfsmaður stjórnvalda skýrði frá þessu í dag. 21.3.2007 21:13 Þingið skipar rágjöfum Bush að bera vitni Nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur samþykkt tilskipun sem neyðir ráðgjafa George W. Bush, Bandaríkjaforseta, til þess að bera vitni á meðan þeir eru eiðsvarnir. Hvíta húsið hafði áður sagt að það myndi ekki leyfa ráðgjöfunum að ræða við nefndina ef þeir væru eiðsvarnir. 21.3.2007 20:57 Háskólinn á Akureyri opnar nýja heimasíðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði nýja heimasíðu Háskólans á Akureyri miðvikudaginn 21. mars. Heimasíðan er forrituð af hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri í vefumsjónarkerfið Moya. Útlitshönnuður síðunnar er Þormóður Aðalbjarnarson hjá auglýsingastofunni Stíl á Akureyri. 21.3.2007 20:13 Kona lést í árekstri Kona á fimmtugsaldri lést þegar jeppi og vörubíll skullu saman rétt austan við Hveragerði um hádegisbil í dag. Þetta er annað banaslysið í umferðinni í ár. 21.3.2007 20:00 Sláandi að flytja konur inn til að spjalla Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur Kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í 30 konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. 21.3.2007 19:34 83 flugferðum frestað Flug skandinavíska flugfélagsins SAS, til og frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn, lá niðri í morgun þegar flugþjónar og flugfreyjur fóru í nokkurra klukkustunda skyndiverkfall. 21.3.2007 19:15 Jón Steinar segist engar siðareglur hafa brotið Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir af og frá að hann hafi brotið siðareglur Lögmannafélags Íslands. Jón Steinar vann lögmannsstörf fyrir Ingibjörgu Pálmadóttur, sambýliskonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og tók svo að sér málarekstur fyrir Jón Gerald Sullenberger gegn Baugi. 21.3.2007 19:00 Brasilíufangi fær 3 ára dóm Tuttugu og þriggja ára Íslendingur, Hlynur Smári Sigurðsson, var í fyrradag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Brasilíu fyrir tilraun til kókaínsmygls. Hann hefur setið í haldi og beðið dóms í tíu mánuði. Dómurinn þykir vægur en fyrirfram átti hann sjálfur von á allt að tuttugu ára fangelsi. 21.3.2007 18:59 Aldrei fór ég suður Aldrei fór ég suður - rokkhátíð alþýðunnar - verður haldin í fjórða sinn á Ísafirði um páskahelgina. Helstu breytingar frá hátíðarhöldunum í fyrra eru að þær að atriðum hefur fjölgað um nær helming og munu nú spanna tvo daga. 21.3.2007 18:57 Enginn munur á tá og tönn Ríkið þyrfti að rúmlega fjórfalda fjárframlög til tannheilsu barna til að verja sama hlutfalli til málaflokksins og fyrir hálfum öðrum áratug. Þetta myndi þýða útgjaldaaukningu uppá meira en einn og hálfan milljarð á ári. Dósent í barnatannlækningum segir að engin rök séu fyrir því, í velferðarsamfélagi, að gera greinarmun á tá og tönn. 21.3.2007 18:55 Boðnar 20 milljónir króna í flýtibónus fyrir Ísafjarðarleið Uppbygging nýs vegar um Tröllatunguheiði, á næstu tveimur árum, styttir leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fjörutíu kílómetra. Takist að opna veginn ári fyrr, eða fyrir 1. september á næsta ári, fær verktakinn tuttugu milljónir króna í flýtibónus. 21.3.2007 18:54 Barnabætur hækka um fjórðung Barnabætur greiðast nú í fyrsta sinn með 16 og 17 ára gömlum börnum. Áður féllu bæturnar niður þegar barnið náði 16 ára aldri. Á þessu ári verður einnig dregið úr tekjuskerðingu barnabóta og er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til barnafólks hækki af þessum sökum um 1,7 milljarða króna. 21.3.2007 18:52 Lík hermanna vanvirt Fimmtán manns hafa látið í lífið í átökum uppreisnarmanna og sómalska stjórnarhersins í dag, þeim hörðustu frá því íslamistar voru hraktir frá völdum í lok síðasta árs. Kveikt var í líkum hermanna og þau dregin eftir götum höfuðborgarinnar, Mogadishu. 21.3.2007 18:45 Chirac styður Sarkozy Jacques Chirac, Frakklandsforseti, lýsti í dag yfir stuðningi við Nicolas Sarkozy fyrir forsetakosningar sem fram fara í landinu í vor. Yfirlýsingin hefur mikla þýðingu fyrir Sarkozy því grunnt hefur verið á því góða með þeim Chirac undanfarin ár. 21.3.2007 18:30 Enn barist í Pakistan Að minnsta kosti 50 manns létu lífið í átökum ættbálkahöfðingja og al-Kaída liða í norðvesturhluta Pakistan í dag. Þar með hafa nálægt 100 manns látið lífið í átökum á svæðinu undanfarna þrjá daga. Svæðið er nálægt landamærum Pakistan og Afganistan. Báðir aðilar stefna að því að koma NATO frá Afganistan en innbyrðis deilur á milli hópanna leiddu til átakanna. 21.3.2007 18:14 Varar við árásum á Íran Æðsti trúarleiðtogi Írana, Ali Khamenei, varaði í dag við því að Íranar myndu hefna allra árása sem á þá yrðu gerðar. Khamenei hefur áður hótað því að Íranar muni ráðast gegn Bandaríkjamönnum ef þeir ráðast gegn kjarnorkuáætlunum landsins. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt í tilefni af nýársfagnaði Írana. 21.3.2007 18:04 Slys um borð í breskum kjarnorkukafbát Tveir meðlimir breska sjóhersins létu lífið í slysi um borð í kjarnorkukafbáti rétt í þessu. Ekki er vitað hvernig slysið varð. Bresk stjórnvöld hafa þó fullyrt að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á starfsemi kjarnaofnsins um borð í bátnum og að engin hætta stafi því af honum. Ef að kjarnaofninn hefði orðið fyrir tjóni hefðu verið miklar líkur á umhverfisslysi í kjölfarið. 21.3.2007 17:55 Gore varar við loftslagsbreytingum Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, varaði í dag við því að neyðarástand gæti skapast um allan heim ef bandaríska þingið gripi ekki til aðgerða í loftslagsmálum. Þetta sagði hann á fundi með nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins í dag. Hann tók fram að enn væri ekki of seint að koma í veg fyrir hamfarir. 21.3.2007 17:35 Garðabær er draumasveitarfélag Íslands Garðabær er besta sveitarfélag Íslands samkvæmt könnun tímaritsins Vísbendingar. Fast á hæla þess kemur Seltjarnarnes, en Reykjavík er í 15. sæti, með fimm stig. Efstu sveitarfélögin tvö skera sig nokkuð úr í stigagjöf og eru þau einu sem hljóta fyrstu einkunn. Garðabær með 8,3 stig og Seltjarnarnes með 7,9 stig. 21.3.2007 17:10 Útafakstur á Álftanesvegi Rétt fyrir klukkan þrjú keyrði fólksbíll út af Álftanesvegi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var bifreiðin að koma af Garðarholtsafleggjaranum sem er um 300 metra frá Bessastöðum. Orsakir þess að ökumaðurinn keyrði beint yfir veginn og út af hinum megin eru ókunnar. Hann var einn í bílnum og var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild. 21.3.2007 16:46 Sjá næstu 50 fréttir
Vill vinnuverndarráð í stað stjórnar Vinnueftirlitsins Ríkisendurskoðun vill að stjórn Vinnueftirlits ríkisins verði lögð niður og í stað hennar komi sérstakt vinnuverndarráð sem skipað verði fulltrúum aðila vinnumarkaðarins. Í úttekt Ríkisendurskoðunar á Vinnueftirlitinu segir að stjórn Vinnueftirlitsins hafi ekki náð að laga sig að breyttu hlutverki sínu sem ráðgefandi stjórn og hafi það torveldað samskipti stofnunar og félagsmálaráðuneytis. 22.3.2007 15:21
Herjólfur fer ekki seinni ferðina í dag Herjólfur fer ekki seinni ferð sína í dag vegna veðurs eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Eimskipi sem rekur ferjuna. 22.3.2007 14:59
Óvissuferð með júmbó þotu Í fyrramálið fara 550 starfsmenn Eimskips og dótturfélaga þess í óvissuferð með breiðþotu Atlanta flugfélagsins. Mikil spenna ríkir meðal starfsfólksins um hver áfangastaðurinn verður segir í tilkynningu frá félaginu. Flogið verður á Boeing 747-300 vél Atlanta. En flugfélagið er eitt af dótturfyrirtækjum félagsins. 22.3.2007 14:58
Helstu fljót heimsins í hættu Talið er að um fimm þúsund börn láti lífið daglega vegna skorts á hreinu drykkjarvatni. Margir óttast að þetta eigi enn eftir að versna, bæði vegna loftslagsbreytinga og annarra þátta. Því er til dæmis haldið fram að mörg helstu fljót heimsins séu í hættu vegna aðgerða mannanna. Það er sagt hafa mjög slæm áhrif á fljót og vötn að setja þar stíflur, eða breyta farvegi. 22.3.2007 14:22
Sinfónía Norðurlands gerir tímamótasamning Nýr samningur á milli Akureyrarbæjar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands var undirritaður í dag. Samningurinn tekur til starfsemi hljómsveitarinnar næstu þrjú árin. Með honum er tryggð áframhaldandi starfsemi hljómsveitarinnar. Framlög hækka um samtals 10,5 m.kr. á samningstímanum. 22.3.2007 14:13
Umhverfismál, hagstjórn og nýsköpun hjá Íslandshreyfingunni Umhverfismál, bætt hagstjórn, betri kjör aldraðra og öryrkja og nýsköpun og jöfnuður eru þau mál sem nýr stjórnmálaflokkur, Íslandshreyfingin - lifandi land leggur áherslu á. Flokkurinn kynnti stefnu sína í dag í Þjóðmenningarhúsinu 22.3.2007 14:03
Gore gagnrýndur fyrir eigin orkunotkun. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, skoraði í gær á Bandaríkjaþing að grípa til aðgerða gegn hlýnun jarðar sem allra fyrst. Þingmenn gagnrýndu Gore á móti fyrir eigin orkunotkun. 22.3.2007 13:45
Lögregluhundur fann fíkniefni í bíl Karlmaður um tvítugt var handtekinn í austuhluta Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögregla fann tvö grömm af ætluðu amfetamíni í fórum hans. Í framhaldinu leituðu var leitað í bíl mannsins. Lögregluhundur fann þá um 30 grömm af sama efni sem falið hafði verið í bifreiðinni. Á heimili mannsins fundust einnig tæki og áhöld til neyslu og dreifingar á fíkniefnum. 22.3.2007 13:39
Afmælistónleikar kvennakórs Kópavogs Kvennakór Kópavogs heldur afmælistónleika í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 25. mars. Gestir á tónleikunum eru Regína Ósk og Englakórinn, undir stjórn Natalíu Chow Hewlett. Í byrjun apríl leggst kórinn síðan í víking til Búdapest og tekur þar þátt í kórakeppni sem ber heitið Musica Mundi. Stofnandi kórsins er Natalia Chow Hewlett og undirleikari frá upphafi er Julian Hewlett. 22.3.2007 13:25
Samkeppnin mun að líkindum stóraukast Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um umfangsmikinn loftferðasamning við Bandaríkin sem búist er við að muni stórauka samkeppni á flugleiðum yfir Atlantshafið. 22.3.2007 13:06
Reyna á að koma í veg fyrir að sjór gangi á land Verkfræðistofa vinnur að tillögum um aðgerðir til að koma í veg fyrir að sjór gangi á landi í Ánanaustum í Reykjavík, eins og gerðist í gærkvöldi og hlaust talsvert tjón af. 22.3.2007 12:45
Ógrynni af þorski Ógrynni af þorski eru í Faxaflóanum og verða sjómenn á línubátum að leggja mun færri bjóð í sjó en venjulega, til þess að fá ekki of mikinn afla í einu. Annarsvegar hætta þeir ekki á að ofhlaða bátana og hinsvegar vilja þeir ekki ofbjóða mörkuðunum, því þá lækkar fiskverðið. Þá þykir þorskurinn vænni en verið hefur um árabil. 22.3.2007 12:30
Tekur vel í að Faxaflóahafnir leggji Sundabraut Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tekur vel í þá hugmynd að Faxaflóahafnir standi að því að leggja Sundabrautina. Segir hann að breyting á lagaumhverfi opni á þann möguleika að einkaaðilar taki að sér einkaframkvæmdir eins og þarna verði þá um að ræða. 22.3.2007 12:21
Flest banaslys á sunnudegi Flest banaslys í umferðinni á árinu 2006 urðu á sunnudegi, eða átta talsins. En alls létust 31 í 28 slysum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umferðarstofu um slys í umferðinni á síðasta ári. Miðað við niðurstöður skýrslunnar er áhættusamast að vera í umferðinni milli klukkan þrjú og sex á föstudegi. Þá voru karlmenn 2/3 þeirra sem létust. 22.3.2007 12:14
Lögregla rannsakar Strawberries Forstjóri Útlendingastofnunar segist enga skýringu hafa á því hvers vegna konur séu fengnar frá Rúmeníu til starfa á kampavínsklúbbnum Strawberries. Auðveldara sé að fá fólk frá ríkjum innan EES-svæðisins en utan. Meti Vinnumálastofnun svo að þær þurfi atvinnuleyfi þurfa þær einnig dvalarleyfi. 22.3.2007 11:46
Ban í óvænta heimsókn til Bagdad Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna kom í morgun í óvænta heimsókn til Bagdad, höfuðborgar Írak. Hann er þangað kominn til að ræða við Nuri al-Maliki, forsætisráðherra á græna svæðinu svokallaða. Í síðustu viku kynnti Ban fimm ára áætlun til friðar og uppbyggingar í Írak. 22.3.2007 11:26
Þjóðminjasafnið safnar upplýsingum um skipasmíðar Þjóðminjasafn Íslands hyggst á næstunni safna upplýsingum um skipasmíðar vegna þess að greinin á nú mjög undir högg að sækja hér á landi. Eftir því sem segir í tilkynningu frá safninu hefur það sent út spurningaskrá um skipasmíðar til tréskipasmiða og járnskipasmiða um allt land. 22.3.2007 11:18
Reikniþraut leyst eftir 120 ár Lið stærðfræðinga í Bandaríkjunum hefur leyst 120 ára gamla stærðfræðiráðgátu. Fjöldi vísindamanna skilur samt sem áður ekki um hvað hún snýst. Lausnin er svo flókin að handskrifuðu niðurstöðurnar myndu þekja alla Manhattan eyju í New York. Það jafngildir plássi á hörðum diski fyrir 45 daga samfellda spilun tónlistar á MP3 formi. 22.3.2007 11:01
Barátta Obama og Clintons hafin Tíu mánuðum áður en forvalskosningar bandarísku stjórnmálaflokkanna fara fram hafa átökin á milli stuðningsmanna Hillary Clinton og Barack Obama hafist. En núna er baráttan háð á internetinu. 21.3.2007 23:30
Ákærður fyrir samstarf með hryðjuverkamönnum Fyrrum sjóliði í bandaríska hernum hefur verið ákærður fyrir að gefa hryðjuverkamönnum leynilegar upplýsingar um staðsetningu herskipa Bandaríkjamanna. Bandarísk yfirvöld skýrðu frá þessu í kvöld. Hassan Abujihaad, 31 árs, var handtekinn í Phoenix í Bandaríkjunum fyrir stuttu. 21.3.2007 23:13
700 manna gifting í Belgíu Um 700 belgar létu gefa sig saman í táknrænni athöfn í flæmska bænum St-Niklaas í norðurhluta Belgíu í kvöld. Í febrúar sem leið höfðu þrjú pör neitað að láta svartan prest sem þar starfar gefa sig saman. 21.3.2007 22:38
Vatnselgur í vesturbænum Töluvert af sjó flæddi yfir varnargarða við Ánanaust um klukkan níu í kvöld. Mikill vatnselgur var á hringtorginu fyrir framan JL-Húsið svokallaða. Menn frá Reykjavíkurborg komu síðan á staðinn og sinntu hreinsunarstörfum. Vegagerðin hafði varað við því að niðurföll myndu hugsanlega ekki anna vatnselgnum þar sem enn gæti verið frosið í þeim. 21.3.2007 22:25
Létu háttsettan uppreisnarmann lausan Bandaríski herinn þurfti að láta lausan einn helsta aðstoðarmann sjía klerksins Moqtada al-Sadr að beiðni forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki. Ahmed Shibani, sem hafði verið í haldi Bandaríkjamanna í meira en tvö ár, var háttsettur aðstoðarmaður al-Sadr. Al-Sadr er óvinveittur Bandaríkjunum og er leiðtogi Mehdi hersins sem Bandaríkjamenn hafa sagt helstu ógnina við öryggi í Írak. 21.3.2007 22:16
Fékk ekki skilnað þrátt fyrir barsmíðar Þýskur dómari neitaði nýverið að veita konu ættaðri frá Marokkó skilnað, þrátt fyrir að eiginmaður hennar hefði lamið hana ítrekað. Ástæðuna sagði dómarinn vera að Kóraninn leyfði barsmíðar á heimilinu. Í úrskurði sínum sagði dómarinn, sem er kvenkyns, að þar sem parið kæmi frá menningarheimi þar sem ofbeldi innan heimilisins viðgengist og væri viðurkennt, fengi konan ekki skilnað frá eiginmanni sínum. 21.3.2007 21:57
Starbucks og McCartney: Gott kaffi Bandaríska kaffifyrirtækið Starbucks hefur sagt frá því að fyrsti tónlistamaðurinn sem skrifar undir hjá nýju plötufyrirtæki þeirra sé Sir Paul McCartney. Fyrirtækið lýsti því yfir í síðustu viku að það myndi brátt leita samninga við listamenn en það hefur áður aðeins gefið út tónlist sem hefur áður komið út. 21.3.2007 21:38
Írakar ræða við uppreisnarhópa Stjórnvöld í Írak hafa undanfarna daga átt í viðræðum við forvígismenn uppreisnarhópa sem ekki tengjast al-Kaída. Háttsettur starfsmaður stjórnvalda skýrði frá þessu í dag. 21.3.2007 21:13
Þingið skipar rágjöfum Bush að bera vitni Nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur samþykkt tilskipun sem neyðir ráðgjafa George W. Bush, Bandaríkjaforseta, til þess að bera vitni á meðan þeir eru eiðsvarnir. Hvíta húsið hafði áður sagt að það myndi ekki leyfa ráðgjöfunum að ræða við nefndina ef þeir væru eiðsvarnir. 21.3.2007 20:57
Háskólinn á Akureyri opnar nýja heimasíðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði nýja heimasíðu Háskólans á Akureyri miðvikudaginn 21. mars. Heimasíðan er forrituð af hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri í vefumsjónarkerfið Moya. Útlitshönnuður síðunnar er Þormóður Aðalbjarnarson hjá auglýsingastofunni Stíl á Akureyri. 21.3.2007 20:13
Kona lést í árekstri Kona á fimmtugsaldri lést þegar jeppi og vörubíll skullu saman rétt austan við Hveragerði um hádegisbil í dag. Þetta er annað banaslysið í umferðinni í ár. 21.3.2007 20:00
Sláandi að flytja konur inn til að spjalla Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur Kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í 30 konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. 21.3.2007 19:34
83 flugferðum frestað Flug skandinavíska flugfélagsins SAS, til og frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn, lá niðri í morgun þegar flugþjónar og flugfreyjur fóru í nokkurra klukkustunda skyndiverkfall. 21.3.2007 19:15
Jón Steinar segist engar siðareglur hafa brotið Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir af og frá að hann hafi brotið siðareglur Lögmannafélags Íslands. Jón Steinar vann lögmannsstörf fyrir Ingibjörgu Pálmadóttur, sambýliskonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og tók svo að sér málarekstur fyrir Jón Gerald Sullenberger gegn Baugi. 21.3.2007 19:00
Brasilíufangi fær 3 ára dóm Tuttugu og þriggja ára Íslendingur, Hlynur Smári Sigurðsson, var í fyrradag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Brasilíu fyrir tilraun til kókaínsmygls. Hann hefur setið í haldi og beðið dóms í tíu mánuði. Dómurinn þykir vægur en fyrirfram átti hann sjálfur von á allt að tuttugu ára fangelsi. 21.3.2007 18:59
Aldrei fór ég suður Aldrei fór ég suður - rokkhátíð alþýðunnar - verður haldin í fjórða sinn á Ísafirði um páskahelgina. Helstu breytingar frá hátíðarhöldunum í fyrra eru að þær að atriðum hefur fjölgað um nær helming og munu nú spanna tvo daga. 21.3.2007 18:57
Enginn munur á tá og tönn Ríkið þyrfti að rúmlega fjórfalda fjárframlög til tannheilsu barna til að verja sama hlutfalli til málaflokksins og fyrir hálfum öðrum áratug. Þetta myndi þýða útgjaldaaukningu uppá meira en einn og hálfan milljarð á ári. Dósent í barnatannlækningum segir að engin rök séu fyrir því, í velferðarsamfélagi, að gera greinarmun á tá og tönn. 21.3.2007 18:55
Boðnar 20 milljónir króna í flýtibónus fyrir Ísafjarðarleið Uppbygging nýs vegar um Tröllatunguheiði, á næstu tveimur árum, styttir leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fjörutíu kílómetra. Takist að opna veginn ári fyrr, eða fyrir 1. september á næsta ári, fær verktakinn tuttugu milljónir króna í flýtibónus. 21.3.2007 18:54
Barnabætur hækka um fjórðung Barnabætur greiðast nú í fyrsta sinn með 16 og 17 ára gömlum börnum. Áður féllu bæturnar niður þegar barnið náði 16 ára aldri. Á þessu ári verður einnig dregið úr tekjuskerðingu barnabóta og er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til barnafólks hækki af þessum sökum um 1,7 milljarða króna. 21.3.2007 18:52
Lík hermanna vanvirt Fimmtán manns hafa látið í lífið í átökum uppreisnarmanna og sómalska stjórnarhersins í dag, þeim hörðustu frá því íslamistar voru hraktir frá völdum í lok síðasta árs. Kveikt var í líkum hermanna og þau dregin eftir götum höfuðborgarinnar, Mogadishu. 21.3.2007 18:45
Chirac styður Sarkozy Jacques Chirac, Frakklandsforseti, lýsti í dag yfir stuðningi við Nicolas Sarkozy fyrir forsetakosningar sem fram fara í landinu í vor. Yfirlýsingin hefur mikla þýðingu fyrir Sarkozy því grunnt hefur verið á því góða með þeim Chirac undanfarin ár. 21.3.2007 18:30
Enn barist í Pakistan Að minnsta kosti 50 manns létu lífið í átökum ættbálkahöfðingja og al-Kaída liða í norðvesturhluta Pakistan í dag. Þar með hafa nálægt 100 manns látið lífið í átökum á svæðinu undanfarna þrjá daga. Svæðið er nálægt landamærum Pakistan og Afganistan. Báðir aðilar stefna að því að koma NATO frá Afganistan en innbyrðis deilur á milli hópanna leiddu til átakanna. 21.3.2007 18:14
Varar við árásum á Íran Æðsti trúarleiðtogi Írana, Ali Khamenei, varaði í dag við því að Íranar myndu hefna allra árása sem á þá yrðu gerðar. Khamenei hefur áður hótað því að Íranar muni ráðast gegn Bandaríkjamönnum ef þeir ráðast gegn kjarnorkuáætlunum landsins. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt í tilefni af nýársfagnaði Írana. 21.3.2007 18:04
Slys um borð í breskum kjarnorkukafbát Tveir meðlimir breska sjóhersins létu lífið í slysi um borð í kjarnorkukafbáti rétt í þessu. Ekki er vitað hvernig slysið varð. Bresk stjórnvöld hafa þó fullyrt að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á starfsemi kjarnaofnsins um borð í bátnum og að engin hætta stafi því af honum. Ef að kjarnaofninn hefði orðið fyrir tjóni hefðu verið miklar líkur á umhverfisslysi í kjölfarið. 21.3.2007 17:55
Gore varar við loftslagsbreytingum Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, varaði í dag við því að neyðarástand gæti skapast um allan heim ef bandaríska þingið gripi ekki til aðgerða í loftslagsmálum. Þetta sagði hann á fundi með nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins í dag. Hann tók fram að enn væri ekki of seint að koma í veg fyrir hamfarir. 21.3.2007 17:35
Garðabær er draumasveitarfélag Íslands Garðabær er besta sveitarfélag Íslands samkvæmt könnun tímaritsins Vísbendingar. Fast á hæla þess kemur Seltjarnarnes, en Reykjavík er í 15. sæti, með fimm stig. Efstu sveitarfélögin tvö skera sig nokkuð úr í stigagjöf og eru þau einu sem hljóta fyrstu einkunn. Garðabær með 8,3 stig og Seltjarnarnes með 7,9 stig. 21.3.2007 17:10
Útafakstur á Álftanesvegi Rétt fyrir klukkan þrjú keyrði fólksbíll út af Álftanesvegi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var bifreiðin að koma af Garðarholtsafleggjaranum sem er um 300 metra frá Bessastöðum. Orsakir þess að ökumaðurinn keyrði beint yfir veginn og út af hinum megin eru ókunnar. Hann var einn í bílnum og var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild. 21.3.2007 16:46