Fleiri fréttir

Birgjar svara fyrir sig

Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana.

Vaknaði og féll svo aftur í dá

Læknar í Bandaríkjunum standa ráðþrota frammi fyrir ráðgátunni um konuna sem vaknaði úr 6 ára dái, vakti í 3 daga og féll síðan aftur í dá. Þeir kunna engar skýringar á því hvað hafi vakið hana og síðan valdið því að hún féll aftur í dá.

Gaskútaþjófar gripnir

Gaskútaþjófum sem stálu þremur gaskútum frá tveimur heimilum í Hafnarfirði varð ekki kápan úr því klæðinu því lögregla greip þá á sunnudagskvöld eftir að þeir höfðu reynt að fá skilagjald fyrir kútana á nokkrum bensínstöðum.

Sjóntæki til hjálpar börnum á leið upp úr kössunum

Foreldrar drengs með alvarlegan augnsjúkdóm vissu ekki að þau gætu leitað eftir aðstoð fyrir hann hjá sjálfstætt starfandi augnlæknum. En tæki sem Sjónstöð Íslands fékk að gjöf fyrir ári til að útbúa sérstakar linsur vegna sjúkdósmins, hafa verið í kössum frá því þau komu til landsins fyrir um sjö mánuðum.

Stöðvaður eftir hraðakstur í Fagradal

Lögreglan á Egilsstöðum hefur haft hendur í hári ökumanns sem hún veitti eftirför í dag en hann virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglu eftir hraðakstur.

Sérfræðingar sjá mikla annmarka á auðlindatillögu

Flestir þeir sérfræðingar, sem komið hafa fyrir stjórnarskrárnefnd í gær og í dag, telja að tillaga stjórnarflokkanna til breytingar á stjórnarskránni auki réttaróvissu um eignarhald á auðlindum. Fulltrúar útgerðarmanna segja tillöguna engu breyta um að handhafar veiðiheimilda eigi heimildirnar og þær verði ekki afturkallaðar án bóta.

Fingurbrotnaði þegar mark féll á hann í grunnskóla

Sjö ára piltur fingurbrotnaði þegar mark féll á hann í grunnskóla í austurborginni í gærmorgun. Eftir því sem segir í frétt frá lögreglunni var pilturinn við nafnakall í íþróttasal skólans þegar óhappið varð.

Eldhúsdagur á Alþingi í beinni á Vísi

Hinn hefðbundni eldhúsdagur eða almennar stjórnmálaumræður verða á Alþingi í kvöld eins og venjan er í lok þings. Sýnt verður beint frá umræðunum á Vísi en þær hefjast klukkann 19.50.

Rauðum sportbíl veitt eftirför

Sjónarvottar á Reyðarfirði hafa orðið varir við það að lögreglan á svæðinu veitir rauðum sportbíl eftirför. Ekki er vitað hvað ökumaður sportbílsins hefur í hyggju en hann ekur á mikilli ferð. Lögreglan getur ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.

Maður slasaðist þegar krani skekktist

Kalmaður á þrítugsaldri slasaðist á höfði við byggingarvinnu í Kópavogi í gær. Hann var að festa þakplötur á nýbyggingu ásamt öðrum þegar óhappið átti sér stað. Mennirnir voru umluktir sérstakri körfu sem krani heldur uppi til öryggis, en karfan er færð til eftir þörfum. Svo óheppilega vildi til að karfan skekktist til og við það fékk annar mannanna skurð á höfuðið, en hinn slapp ómeiddur.

Írak vill afnema dauðarefsingu

Ríkisstjórn Íraks, sem hlaut mikla gagnrýni fyrir hvernig staðið var að aftöku Saddams Hussein, vill afnema dauðarefsingu, að sögn mannréttindaráðherra landsins. Wijdan Michael segir að það verði gert í áföngum. Fyrsta skrefið verði að afnema dauðarefsingar fyrir brot önnur en þau allra verstu, svosem þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu.

Alþingi vinnur gegn lækkun matvöruverðs

Samtök verslunar og þjónustu undrast afgreiðslu Alþingis á tillögum samtakanna og Samtaka Atvinnulífsins um að úthluta tollkvótum vegna innflutnings án kvótasölu þegar umsóknir um kvóta eru meiri en framboð. Í ljósi þjóðarátaks um lækkun matvöruverðs sé það afar óábyrgt af hálfu þingsins og telja samtökin ákvarðanir Alþingis vinna gegn átakinu.

Farið á bakvið hreyfihamlaða

Með setningu nýrrar reglugerðar er farið á bakvið hagsmunasamtök hreyfihamlaðra með afar ósmekklegum hætti. Þetta segir fulltrúi í Farartækjanefnd Sjálfsbjargar. Nýja reglugerðin gerir ráð fyrir að taka upp mat á því hvort bifreiðakaup hreyihamlaðra henti viðkomandi.

Bretar vilja ekki opna Heathrow

Bretar vilja fresta gildistöku samnings um frjálst flug milli Evrópu og Bandaríkjanna, um eitt ár. Samningurinn á að taka gildi í október á þessu ári, og kemur í staðin fyrir gamlan samning sem rekja má allt aftur til síðari heimsstyrjaldarinnar. Bretar veigra sér við því að létta hömlum af Heathrow flugvelli sem er stærsta flugmiðstöð í Evrópu.

Erindi um kvennamorð í Mexíkó

Marisela Ortiz Rivera heldur erindi um morð 400 kvenna í Ciudad Juárez borg í Mexíkó í Háskóla Íslands á morgun. Marisela er hér á landi í boði Amnesty International og Cervantes setursins. Hún hefur síðustu sex ár barist ötullega gegn refisleysi vegna morðanna, en konurnar voru myrtar á hrottalegan hátt á síðustu árum.

Alvarlegar athugasemdir við frumvarp um skipaskráningu

Alþýðusamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskráningu. Frumvarpið verður afgreitt fyrir þinglok á Alþingi á morgun. ASÍ telur 11. grein þess brjóta gegn stjórnarskrá. Þar er gerð kjarasamninga um störf á farskipum sem sigla undir íslenskum fána útilokuð öðrum en íslenskum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi.

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut

Rétt upp úr klukkan tvö varð harður árekstur tveggja fólksbíla á Kringlumýrabraut við Hamrahlíð. Bílarnir eru mikið skemmdir. Tveir menn voru fluttir á slysadeild og samkvæmt vakthafandi lækni eru þeir til skoðunar, en meiðsl þeirra líta ekki út fyrir að vera alvarleg.

Tsvangirai á gjörgæslu

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi vegna gruns um höfuðkúpubrot. Á myndum má sjá að hann er með svöðusár á höfði, sem hann hlaut meðan hann var í vörslu lögreglunnar. Talsmaður hans segir að Tsvangirai muni fara í heilaskönnun og einnig þurfi hann að fá blóðgjöf vegna mikils blóðmissis af sárum sínum.

Afleiðingar þjóðareignar á auðlindum sjávar

Áhrif þjóðareignar á auðlindum sjávar og eignarréttarleg staða auðlindanna er tekin fyrir í nýju riti sem gefið hefur verið út. Í ritinu „ Þjóðareign. Þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar" er meðal annars farið yfir hvaða áhrif þjóðareign hefði á réttarstöðu þeirra sem keypt hafa heimildir til veiða á Íslandsmiðum og hvort slíkt ákvæði hefði einhverjar efnahagslegar afleiðingar í för með sér.

Kosið um þjóðstjórn á laugardag

Kosið verður um hvort þjóðstjórn Palestínumanna nýtur trausts í þinginu nú á laugardag. Þetta samþykktu þeir Mahmoud Abbas forseti og Ismail Haniyeh forsætisráðherra í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildamönnum sínum. Fatah- og Hamas hreyfingarnar samþykktu á fundi í Mekka fyrir um mánuði síðan að mynda þjóðstjórn Palestínumanna til að binda endi á skærur á milli stuðningsmanna fylkinganna.

Tilbreyting í kynlífinu

Lestarstjórar í Þrándheimi, í Noregi, horfa nokkuð áhyggjufullir til sumarsins sem brátt fer í hönd. Þá þurfa þeir að takast á við nýja hættu í starfi sínu. Nýjasta sportið hjá ungum spennufíklum í Norður-Noregi er nefnilega að stunda ástaleiki á járnbrautarteinum. Vandamálið er orðið það alvarlegt að þegar lestarstjórar í Þrándheimi mæta á vakt um helgar, fá þeir aðvörun, ef vitað er til þess að verið sé að halda partí í almenningsgarðinum í Verdal.

El Baradei segir viðræður hafa tekist vel

Mohammad El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir Norður-Kóreumenn staðfasta í áætlunum sínum um að láta af allri notkun kjarnorku. El Baradei er nýkominn til Peking í Kína þar sem hann vitnar um árangur af fundum sínum með yfirvöldum í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Hann sagðist vonast til þess að brátt gætu kjarnorkueftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna snúið aftur til Norður-Kóreu en það er talið lykilinn að árangri. Fyrir rétt um mánuði síðan samþykktu Norður-Kóreumenn að láta af allri notkun kjarnorku í skiptum fyrir efnahagsaðstoð í viðræðum sex ríkja, Norður- og Suður-Kóreu, Kína, Japan, Rússlands og Bandaríkjanna.

Veiðiheimildir ekki afturkallaðar án bóta

Forysta Landssambands íslenskra útvegsmanna segir tillögu stjórnarflokkanna um auðlindarákvæði í stjórnarskrá engu breyta um að handhafar veiðiheimilda eigi heimildirnar og þær verði ekki afturkallaðar án bóta. Fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd segir að allir þeir sérfræðingar sem komið hafa fyrir nefndina, hafi skotið tillöguna í tætlur.

Tsvangirai höfuðkúpubrotinn

Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve er höfuðkúpubrotinn eftir ofbeldi lögreglu og er á gjörgæslu á spítala. Þetta sagði talsmaður hans í morgun. „Hann hefur þurft að fá lítra af blóði vegna þess að læknar segja að hann hafi misst mikið blóð. Þá var höfuð hans sneiðmyndað vegna þess að höfuðkúpan er brotin", sagði William Bango talsmaður Tsvangirai. Tsvangirai, sem er 55 ára þarf að líkindum að liggja um nokkra hríð á spítala að segir talsmaðurinn við Reuters-fréttastofuna.

Deilur um ESB aðild gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn

Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál.

Táningar sem fara í megrun líklegri til að þyngjast til lengri tíma

Táningar sem fara í megrun til að missa nokkur kíló eru líklegri en aðrir að sleppa morgunverði og til að borða á milli mála. Það gæti verið hluti skýringar þess að þessir táningar eru líklegri til þess að þyngjast til lengri tíma en þeir jafnaldrar þeirra sem ekki fara í megrun.

Guðmundur í Byrginu vill stofna Bjarg og Klett

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur sótt um leyfi til að breyta sex sumarhúsalóðum sínum í tvö lögbýli. Lögbýlin hafa hlotið nöfnin Bjarg og Klettur. Mikils óróa gætir vegna þessa meðal sumarhúsaeigenda á svæðinu.

Fréttamenn Danska útvarpsins í verkfalli

Fréttamenn Danska ríkisútvarpsins eru í verkfalli til að mótmæla uppsögnum meira en 300 starfsmanna útvarpsins. Þeir segja leið stofnunarinnar liggja beint niður ef ekkert verði að gert og biðla til stjórnmálamanna að veita meiri fjármunum til hennar. Sparnaðaraðgerðirnar sem stjórn útvarpsins hefur kynnt munu hafa áhrif um komandi ár en segja fréttamennirnir það algjörlega óverjandi. „DR hættir nú á að hlustendur, áhorfendur og starfsmenn fari að flýja frá borði ef ríkisstjórn og þing standa ekki undir ábyrgð sinni“, segir í yfirlýsingu fréttamanna. Það sem hefur reynst útvarpinu fjötur um fót eru gríðarlega kostnaðarsamar framkvæmdir við byggingu á útvarpsþorpi á Amager, „DR-byen“ í útjaðri Kaupmannahafnar.

Íranir mundu láta hart mæta hörðu

Íranir mundu láta hart mæta hörðu ef Bandaríkjamenn mundu ráðast inn í landið til að trufla kjarnorkuáætlanir. Þetta segir Ali Larijani yfirsamningamaður Íransstjórnar í kjarnorkumálum. Hann sagði slík viðbrögð eðlileg. Stjórnvöld í Washington halda því enn fram að leita eigi friðsamlegra leiða til að leysa deiluna en Bandaríkjastjórn er viss í sinni sök um að Íranir ætli að þróa kjarnavopn en þeim sökum hafa Íranir hins vegar staðfastlega neitað.

El Baradei farinn frá Pyongyang

Mohammed El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofunarinnar er farinn frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu eftir tveggja daga viðræður við stjórnvöld þar um kjarnorkumál og áætlanir um að slökkva á eina kjarnaofni landsins. El Baradei gat ekki hitt aðal kjarnorkusamningamann landsins, sem sagðist of önnum kafinn til að hitta hann.

Surtseyjarsýning undirbúin

Hafin er undirbúningur sérstakrar Surtseyjarsýningar í Þjóðmenningarhúsinu og opnun gestastofu í Vestmannaeyjum þar sem veittar verða upplýsingar um sögu og þróun eyjunnar. Sýningin er í tilefni af tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO en gert er ráð fyrir að sýningin í Þjóðmenningarhúsinu opni í maí.

Snjóflóð féll á veginn um Breiðadal

Þó nokkuð mikið snjóflóð féll á veginn um Breiðadal í Önundarfirði á Vestfjörðum á níunda tímanum í kvöld. Vegagerðin hefur hreinsað veginn.

Aukið koffín í drykkjum Íslendinga

Koffínmagn í drykkjum á íslenskum markaði hefur aukist samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar. Mældir voru hátt í tuttugu drykkir í lok ársins 2005 og kom þá í ljós að þrír orkudrykkir innihéldu koffín yfir leyfilegum mörkum.

Magnús Þór og Jón leiða

Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður leiðir lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jón Magnússon leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Keyrt yfir Arnarhól

Grasflötin á Arnarhóli í Reykjavík er töluvert eyðilögð vegna djúpra hjólfara sem ná þvert yfir hana.

Græn stefna í Bretlandi

Bresk stjórnvöld ætla að draga úr losun koltvísýrings um 60% fyrir árið 2050. Frumvarpsdrög sem miða að því voru kynnt á breska þinginu í dag. Málið er þverpólitískt enda umhverfismál ofarlega á dagskrá hjá öllum stjórnmálaflokkum í Bretlandi.

Búrhvalur drekkti sjómanni

Japanskur sjómaður týndi lífi þegar hann og tveir félagar hans reyndu að bjarga búrhval sem hafði villst af leið undan vesturströnd Japans í dag. Mennirnir þrír skullu í sjóinn þegar hvalurinn sló sér í bátana sem þeir voru á.

Á þriðja hundrað ábendinga til Neytendastofu

Neytendastofu hefur borist á þriðja hundrað ábendinga frá almenningi vegna veitingastaða og mötuneyta í Reykjavík, sem ekki hafa lækkað verð eftir skattalagabreytingar 1.mars. Veitingamenn sem hyggjast ekki lækka verð á sínum stöðum bera því við að birgjar hafi hækkað verð um áramótin.

Hart deilt á Vinstri græna á Alþingi

Þingmenn stjórnarflokkanna sóttu að Vinstri grænum á Alþingi í morgun og sökuðu þá um tvískinnung í umhverfismálum. Varaformaður Framsóknarflokksins sagði að kæmust Vinstri grænir til valda kallaði það á stöðnun á öllum sviðum sem tæki Ísland tuttugu ár aftur í tímann.

Útlendingum sem taka húsnæðislán fjölgar

Á þriðja hundrað útlendinga tóku húsnæðislán hjá Íbúðalánasjóði í fyrra. Þetta eru tæplega helmingi fleiri útlendingar en árið 2005. Íbúðalánasjóður reiknar með að þeim fjölgi enn meira á næstu árum.

Sjá næstu 50 fréttir