Fleiri fréttir Svifryk hættulegra en brennisteinsdíoxíð Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. 13.3.2007 18:30 Leigubílar fá að nýta biðstöð strætó við Lækjatorg Leigubílum er nú heimilt að nýta sér biðstöð almenningsvagna við Lækjatorg frá klukkan eitt á nóttinni til klukkan sex. Með þessu á að reyna að bæta ástand í miðborginni að næturlagi. 13.3.2007 17:59 Viðbúnaðarstig enn á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu Viðbúnaðarstig er enn á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Einnig er hætta á snjóflóðum í Bolungarvík og stendur sú rýming sem áður hafði verið ákveðin þar. 13.3.2007 17:46 Vitnaleiðslur í Baugsmálinu riðlast Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. 13.3.2007 16:54 Tíu mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot Kalmaður á þrítugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ítrekuð umferðarlagabrot. Maðurinn hefur margoft verið sviptur ökuréttindum og var ökuréttindalaus og í sumum tilfellum undir áhrifum áfengis, þegar umrædd brot áttu sér stað á síðasta ári. Hann hefur áður hlotið níu dóma fyrir ýmis brot gegn umferðarlögum. 13.3.2007 16:47 Dolce & Gabbana hætta að auglýsa á Spáni Tískufyrirtækið Dolce & Gabbana ætlar að hætta öllum auglýsingum í spænskum fjölmiðlum, til þess að verja frelsi sitt til sköpunar, eins og það er orðað. Spænsk yfirvöld höfðu farið fram á að nýjasta auglýsingaherferð fyrirtækisins verði bönnuð, þar sem hún niðurlægi konur. 13.3.2007 16:38 Nefnd mælir með þróun EES samningsins Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi. 13.3.2007 16:13 Svíar stuðla að kynþáttahatri á Finnum Svíar draga upp neikvæða mynd af Finnlandi, Finnum og Svíþjóðarfinnum í kennslubókum og stuðla þannig jafnvel að kynþáttahatri. Þetta segir Raija Vahasalo fulltrúi sendinefndar Finna í Norðurlandaráði. Hann sendi fyrirspurn um málið til Jans Björklunds menntamálaráðherra Svía. 13.3.2007 15:48 Skilur eftir sig látin ungbörn Þýska lögreglan, í Flensborg, leitar nú ákaft að konu sem á tveim árum hefur skilið eftir sig tvö látin ungbörn, við dönsku landamærin. Ekki er vitað hvort konan er dönsk eða þýsk. Í síðustu viku fannst lík af nýfæddu barni á áningarstað við þjóðveginn rétt handan landamæranna. Það var vafið inn í handklæði og hafði verið sett í innkaupapoka úr plasti. 13.3.2007 15:34 Tryggvi ekki matarlaus í yfirheyrslum Mat var ekki haldið frá Tryggva Jónssyni þegar hann var yfirheyrður á skrifstofu efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra að kvöldi húsleitar hjá Baugi árið 2002. Þetta sagði Sveinn Ingiberg Magnússon lögreglufulltrúi hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra þegar settur saksóknari yfirheyrði hann í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt í þessu. 13.3.2007 15:28 Iceland Welcomes 20 to 30 Refugees According to Morgunblaðið, the government decided earlier today that instead of welcoming a group of refugees every second year, Iceland would now welcome approximately 25 to 30 refugees every year. The Ministry of Foreign Affaires and the Ministry of Social Affairs have been working on the proposal in cooperation with the United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR). The Ministries will work in cooperation with the municipalities and the Red Cross in Iceland so to strengthen the country’s refugee policy in the future. For the past ten years, 217 refugees have resettled in Iceland. In 2005 the group consisted of children and mothers from Kosovo and Columbia. 13.3.2007 15:26 Rússar smíða nýjar eldflaugar Yfirmaður rússneska flughersins upplýsti í dag að þeir væru að smíða nýja tegund loftvarnaeldflauga, sem væru bæði öflugri og nákvæmari en þær sem nú eru í vopnabúrinu. Jafnframt gagnrýndi hann Bandaríkjamenn harðlega fyrir að ætla að koma upp loftvarnakerfi í Evrópu. 13.3.2007 14:46 Velja besta ræðumann á Alþingi Junior Chamber International JCI velur besta ræðumann á Alþingi á morgun þegar eldhúsdagsumræður fara fram. Félagar JCI leggja dóm á ræður þingmanna af þingpöllum. Þetta er í fjórða sinn sem valinn er besti ræðumaðurinn á Alþingi. 13.3.2007 14:40 Lögregla kölluð til vegna nágrannaerja Karlmaður á miðjum aldri kallaði eftir aðstöð lögreglu síðdegis í gær vegna grófra hótana sem honum höfðu borist frá íbúa í húsinu. Mennirnir áttu í illdeilum í stigaganginum vegna þrifa á sameign hússins. Íbúarnir höfðu rifist um hver ætti að ryksuga stigaganginn þessa vikuna. Lögregla ræddi við mennina og er málið talið útkljáð. Ekki er þó vitað hvort sameignin hefur verið þrifin. 13.3.2007 14:22 150 nauðganir á dag Samtök kaupsýslumanna í Suður-Afríku hafa hvatt ríkisstjórn landsins til þess að herða baráttuna gegn glæpum, en tíðni glæpa í landinu er með því hæsta í heiminum. Kaupsýslumennirnir bjóðast til að leggja sjálfir fram umtalsverða fjármuni. 13.3.2007 14:18 Hvalfirðingar ánægðir með Eirík Myndbandið við Eurovisionlagið „Ég les í lófa þínum“ sem Eiríkur Hauksson flytur er allt tekið upp í Hvalfjarðarsveit og nágrenni. Þessu tóku Hvalfirðingar eftir og lýsa yfir ánægju sinni á heimasíðunni hvalfjordur.is. 13.3.2007 14:11 Lokaspretturinn við álverið í Reyðarfirði Nítján hundruð manns taka nú lokasprettinn við byggingu álvers Alcoa í Reyðarfirði og er starfsleyfi félagsins loks í höfn, eftir óvenju langt ferli. Starfsmennirnir hafa aldrei verið fleiri og eru Pólverjar í yfirgnæfandi meirihluta, eða um 70 prósent allra starfsmanna. Íslendingar eru aðeins 16 prósent, eða innan við tvö hundruð. 13.3.2007 13:45 Tsvangirai á sjúkrahús Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, var í dag fluttur á sjúkrahús ásamt 49 félögum sínum, sem voru handteknir á bænasamkomu um síðustu helgi. Margir mannanna voru illa útleiknir eftir barsmíðar lögreglu, ekki síst Tsvangirai sem var með mikla höfuðáverka og átti erfitt með gang, þegar hann kom fyrir dómara, í dag. Mennirnir voru sendir á sjúkrahús beint úr réttarsalnum. 13.3.2007 13:33 Trylltur köttur Kona á sextugsaldri, í Idaho í Bandaríkjunum, var flutt á sjúkrahús með meira en tuttugu bitsár eftir að heimilisköttur hennar trylltist og réðist á hana. Afbrýðisemi virðist hafa ráðið árás kattarins. Nágranni konunnar hafði komið með annan kött að dyrum hennar, því hann hélt að það væri heimiliskötturinn. 13.3.2007 13:30 Kastali Drakúla til sölu Bran-kastali í Rúmeníu, betur þekktur sem heimili Drakúla greifa, er til sölu. Kaupandi þarf að reiða fram jafnvirði tæpra 7 milljarða íslenskra króna fyrir þennan 13. aldar kastala. 13.3.2007 13:30 Ábyrgðarlausar upplýsingar um verð veitinga Þorgils Þorgilsson framkvæmdastjóri veitingastaðarins Carpe Diem er afar ósáttur við fréttaflutning af verðlagi á veitingum staðarins í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Hann segir upplýsingar um verðlag á staðnum í fréttatíma RUV og í Kastljósi hafa verið rangar og ábyrgðarlausar. Þorgils segir að á einu ári hafi einungis tveir réttir hækkað í verði á staðnum. 13.3.2007 13:30 Ísland tekur við formennsku í í norrænni fullorðinsfræðslu Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis–símenntunar, hefur verið kjörin formaður ABF i Norden, Samtaka norrænna verkalýðsfélaga á sviði fullorðins- og alþýðufræðslu. Samtökin standa að viðamikilli fullorðinsfræðslu í þágu alþýðu manna og taka þannig virkan þátt í að auka þekkingu fólks á vinnumarkaði. 13.3.2007 13:20 Norska lögreglan segist hlusta Norska lögreglan hefur, í fyrsta skipti birt yfirlit yfir klögumál á hendur lögregluþjónum og málsmeðferð þeirra. Samkvæmt skýrslunni viðurkennir lögreglan að í fjórum tilfellum af hverjum tíu hafi meðferð lögreglu verið ámælisverð eða óheppileg. 13.3.2007 13:15 Ímynd Íslands vegna hvalveiða verði rannsökuð Utanríkisráðherra telur að rannsaka þurfi áhrif hvalveiða á ímynd Íslands erlendis eftir kosningar. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar slíkri könnun en vill að hún verði gerð fyrir kosningar. Valgerður Sverrisdóttir hefur sagt að kanna þurfi áhrif hvalveiða á ímynd og viðskiptahagsmuni Íslands. Mörður Árnason fagnaði þessu á þingi í gær og vildi vita hvort sú könnun yrði gerð í tíma - áður en næsta veiðitímabil hefst. 13.3.2007 13:04 Stal demöntum fyrir 2 milljarða Belgíska lögreglan hefur boðið jafnvirði rúmlega 175 milljóna króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku manns sem stal demöntum úr banka í Antwerpen í síðustu viku. Demantarnir eru metnir á jafnvirði tæplega tveggja milljarða íslenskra króna. 13.3.2007 13:00 Nauðlending með bilað framhjól Farþegaflugvél japanska All Nippon flugfélagsins var nauðlent í suð-vestur Japan snemma í morgun án þess að nokkurn sakaði. 56 farþegar og 4 manna áhöfn voru um borð. Flugvélin hringsólaði yfir flugvellinum í Kochi í tvær klukkustundir með bilaðan lendingarbúnað að framan. Þegar fullvíst var að hjól kæmi ekki niður var ákveðið að lenda á aftari hjólum. Nef vélarinnar seig svo niður í lendingunni. 13.3.2007 12:45 Áfram snjóflóðahætta við Bolungarvík Áfram er talin hætta á snjóflóðum úr Traðarhyrnu, ofan við Bolungarvík, en þar fyrir neðan voru fimm hús rýmd í gærmorgun vegna snjóflóðahættu. Fyrr um morguninn höfðu flóð fallið utan byggðar og voru snjóalög ótrygg. 13.3.2007 12:29 Lagði fram gögn af bloggsíðu Jónínu Benediktsdóttur Nú er ljóst að fjórir lögreglumenn sem unnu að rannsókn Baugsmálsins koma í vitnastúku í málinu í dag en upphaflegar áætlanir gerður ráð fyrir ellefu vitnum. Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar lagði í morgun fram gögn af bloggsíðu Jónínu Benediktsdóttur, sem átti að koma fyrir dóminn í dag. Vitnisburður hennar frestast þar til á morgun. 13.3.2007 12:20 Siv skipar nefnd um heildarendurskoðun laga um málefni aldraðra Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd til að annast heildarendurskoðun á lögum um málefni aldraðra.. Skipun nefndarinnar er í samræmi við stefnumótun ráðherra um uppbyggingu öldrunarþjónustunnarog í samræmi við ábendingar hagsmunaaðila, svo sem Landssambands eldri borgara um að eðlilegt sé að fram fari heildarendurskoðun á lögunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðherra. 13.3.2007 12:18 NÍ kæra framkvæmdaleyfi Náttúruverndarsamtök Íslands hafa kært veitingu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu vatnslagnar um Heiðmörk. Þá fara samtökin fram á það að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála ógildi veitingu framkvæmdaleyfis og að nenfdin láti stöðva allar frekar framkvæmdir þar til endanlegur úrskurður hefur verið kveðinn upp. 13.3.2007 12:00 Yfirheyrslum yfir Jónínu frestað Jónína Benediktsdóttir mætti til yfirheyrslu í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir hádegið. Hún þurfti frá að hverfa vegna þess að yfirheyrslur yfir Arnari Jenssyni, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóni efnahagsdeildar Ríkislögreglustjóra, drógust á langinn. Von er á fleiri lögreglumönnum í vitnastúku í dag, en yfirheyrslum yfir Jónínu var frestað til föstudags. 13.3.2007 12:00 Tsvangirai leiddur fyrir rétt blár og marinn Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, var leiddur fyrir dómara í morgun ásamt fimmtíu bandamönnum sínum. Allir voru þeir handteknir á sunnudaginn. Töluvert sá á Tsvangirai að sögn vitna sem rennir stoðum undir ásakanir um harðræði lögreglu. 13.3.2007 11:56 Ríkisstjórnin skipar Vestfjarðanefnd Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa nefnd til að vinna með Ísfirðingum að hugmyndum þeirra til minnka samdrátt í atvinnumálum vestra. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir vanda Vestfirðinga m.a. felast í því að Vestfirðingar hafi misst af uppganginum sem tengist stóriðjunni og að aflaheimildir hafi horfið frá svæðinu. 13.3.2007 11:30 Ólöglegar veiðar í lögsögu Noregs Áhöfn rússneska togarans Nemanskiy er grunuð um ólöglegar veiðar í Barentshafi. Þetta kemur fram á vef Skipafrétta. Á myndum sem strandæslan í Noregi tók úr eftirlitsflugvél má einnig sjá að togarinn hefur siglt undir fölsku nafni og númeri. 13.3.2007 11:16 Rannsókn Baugsmálsins ekki frábrugðin öðrum rannsóknum Yfirheyrslur í Baugsmálinu hafa staðið yfir Arnari Jenssyni fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóni efnahagsdeildar Ríkislögreglustjóra í morgun. Hann hafnaði því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið ólík rannsóknum annarra mála. Tekið hafi verið jafnt tillit til bæði gagna og atriða, sem vörðuðu sekt og sýknu sakborninga. 13.3.2007 11:04 Pútín heimsækir páfa Vladímír Pútín Rússlandsforseti kom í dag í opinbera heimsókn til Vatíkansins og verður þetta í fyrsa sinn sem forsetinn hittir Benedikt sextánda páfa. Þá áætlar Pútín einnig að hitta Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu í heimsókn sinni. Pútín og páfi munu ræða bætt samskipti á milli Vatíkansins og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar en saga deilna á milli þessara kirkna er aldalöng. Foveri Benedikts í páfastóli Jóhannes Páll páfi annar ætlaði sér að heimsækja Rússland eftir fall Sovíetríkjanna í þeim tilgangi að græða samskipti Vatíkans og rétttrúnaðarkirkjunnar en honum entist ekki aldur og heilsa til. Þá mun Pútín ræða orkumál við Prodi forsætisráðherra. 13.3.2007 10:59 Víða hálka úti á vegum Greiðfært er um alla helstu vegi á Suður- og Suðausturland. Hálkublettir eru víða á Vesturlandi, hálka er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka og skafrenningur á fjallvegum. Á Norðurlandi vestra er hálka, hálkublettir og éljagangur. Á Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir. 12.3.2007 22:59 Mikil samúð við útför barna í New York Mikill mannfjöldi safnaðist saman í New York í dag til þess að fylgja til grafar níu börnum og einum fullorðnum, sem fórust í eldsvoða í Bronx hverfi í síðustu viku. Fólkið var allt innflytjendur frá Mali sem létu lífið í mannskæðasta bruna í borginni í sautján ár. Það var borið til grafar í einföldum krossviðarkistum og viðstaddir grétu þegar litlar kistur barnanna voru bornar inn í bænahús múslima. 12.3.2007 22:51 Nígerískir hermenn frelsa Evrópubúa Nígerískir hermenn hafa frelsað þrjá evrópska starfsmenn olíufélags, sem var rænt í Port Harvourt, fyrir nokkrum dögum. Talsmaður hersins segir að árásin á búðir mannræningjanna hefði gengið að óskum og enginn gíslanna hefði meiðst. Breskur olíustarfsmaður og þrír aðrir létu lífið í samskonar björgunaraðgerð í nóvember síðastliðnum. 12.3.2007 22:11 Stjórnarandstæðingur illa leikinn Hæstiréttur í Zimbabwe hefur skipað lögreglunni að leyfa lögfræðingum að heimsækja stjórnarandstöðuleiðtogann Morgan Tswangirai, sem er sagður illa haldinn af höfuðáverka sem hann hlaut í vörslu lögreglunnar, en hann var handtekinn ásamt tugum stuðningsmanna sinna, á bænasamkomu í gær. 12.3.2007 21:52 qaSvI´ngoch chedrwI´ Áttuð þið í smá erfiðleikum með þessa fyrirsögn ? Það er kannski ekki nema von, því þetta er klingonska. Klingonskan er töluð af hinum herskáu Klingonum sem eru aðal andstæðingar mannanna í geimvísindaþáttunum Star Trek. Ástæðan fyrir þessari fyrirsögn hér er að flytja ykkur fréttir af frændum vorum Finnum. 12.3.2007 21:33 Vilja svipta Adolf ríkisborgararétti Flokksdeild þýskra jafnaðarmanna í Brunswick vill svipta nazistaleiðtogann Hitler ríkisborgararétti, en það var einmitt í þeirri borg sem Austurríkismaðurinn Adolf Hitler fékk þýskan ríkisborgararétt fyrir 75 árum. Hitler afsalaði sér austurrískum ríkisborgararétti árið 1925, en fékk ekki borgararétt í Austurríki fyrr en árið 1932, þegar nazistar þar í bæ útveguðu honum vinnu sem opinber starfsmaður. Það var seint í febrúar. 12.3.2007 21:08 Saka Rússa um þyrluárás Forseti Georgíu boðaði öryggisráð landsins til neyðarfundar, í dag, eftir að ríkisstjórnin hafði sakað Rússa um að gera þyrluárás á umdeilt landsvæð á landamærum Georgíu og Abkasíu. Mikhail Saakashvili, forseti, sagði að þrjár rússneskar herþyrlur hefðu látið sprengjum 12.3.2007 20:43 Rifist um smokka Ríkisstjórn Brasilíu gefur tugmilljónir smokka á hverju ári til þess að draga úr útbreiðslu alnæmis og þykir hafa tekist vel til í þessu landi frjálsra ásta. Að auki reka stjórnvöld öflugan áróður fyrir notkun smokka. Brasilía er fjölmennasta ríki kaþólikka í heiminum, með 185 milljónir íbúa. 12.3.2007 20:06 Brown líst ekki á græna skatta Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í dag að þjóðir heims yrðu að taka höndum saman vegna hlýnunar jarðar, en sagði svokallaða græna skatta ekki vera vera góða lausn. Miklu betra væri að uppfræða fólk og gefa því hvata til þess að taka þátt í verndun umhverfisins. Brown tekur væntanlega við embætti forsætisráðherra af Tony Blair, í sumar. 12.3.2007 20:01 Sjá næstu 50 fréttir
Svifryk hættulegra en brennisteinsdíoxíð Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. 13.3.2007 18:30
Leigubílar fá að nýta biðstöð strætó við Lækjatorg Leigubílum er nú heimilt að nýta sér biðstöð almenningsvagna við Lækjatorg frá klukkan eitt á nóttinni til klukkan sex. Með þessu á að reyna að bæta ástand í miðborginni að næturlagi. 13.3.2007 17:59
Viðbúnaðarstig enn á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu Viðbúnaðarstig er enn á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Einnig er hætta á snjóflóðum í Bolungarvík og stendur sú rýming sem áður hafði verið ákveðin þar. 13.3.2007 17:46
Vitnaleiðslur í Baugsmálinu riðlast Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. 13.3.2007 16:54
Tíu mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot Kalmaður á þrítugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ítrekuð umferðarlagabrot. Maðurinn hefur margoft verið sviptur ökuréttindum og var ökuréttindalaus og í sumum tilfellum undir áhrifum áfengis, þegar umrædd brot áttu sér stað á síðasta ári. Hann hefur áður hlotið níu dóma fyrir ýmis brot gegn umferðarlögum. 13.3.2007 16:47
Dolce & Gabbana hætta að auglýsa á Spáni Tískufyrirtækið Dolce & Gabbana ætlar að hætta öllum auglýsingum í spænskum fjölmiðlum, til þess að verja frelsi sitt til sköpunar, eins og það er orðað. Spænsk yfirvöld höfðu farið fram á að nýjasta auglýsingaherferð fyrirtækisins verði bönnuð, þar sem hún niðurlægi konur. 13.3.2007 16:38
Nefnd mælir með þróun EES samningsins Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi. 13.3.2007 16:13
Svíar stuðla að kynþáttahatri á Finnum Svíar draga upp neikvæða mynd af Finnlandi, Finnum og Svíþjóðarfinnum í kennslubókum og stuðla þannig jafnvel að kynþáttahatri. Þetta segir Raija Vahasalo fulltrúi sendinefndar Finna í Norðurlandaráði. Hann sendi fyrirspurn um málið til Jans Björklunds menntamálaráðherra Svía. 13.3.2007 15:48
Skilur eftir sig látin ungbörn Þýska lögreglan, í Flensborg, leitar nú ákaft að konu sem á tveim árum hefur skilið eftir sig tvö látin ungbörn, við dönsku landamærin. Ekki er vitað hvort konan er dönsk eða þýsk. Í síðustu viku fannst lík af nýfæddu barni á áningarstað við þjóðveginn rétt handan landamæranna. Það var vafið inn í handklæði og hafði verið sett í innkaupapoka úr plasti. 13.3.2007 15:34
Tryggvi ekki matarlaus í yfirheyrslum Mat var ekki haldið frá Tryggva Jónssyni þegar hann var yfirheyrður á skrifstofu efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra að kvöldi húsleitar hjá Baugi árið 2002. Þetta sagði Sveinn Ingiberg Magnússon lögreglufulltrúi hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra þegar settur saksóknari yfirheyrði hann í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt í þessu. 13.3.2007 15:28
Iceland Welcomes 20 to 30 Refugees According to Morgunblaðið, the government decided earlier today that instead of welcoming a group of refugees every second year, Iceland would now welcome approximately 25 to 30 refugees every year. The Ministry of Foreign Affaires and the Ministry of Social Affairs have been working on the proposal in cooperation with the United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR). The Ministries will work in cooperation with the municipalities and the Red Cross in Iceland so to strengthen the country’s refugee policy in the future. For the past ten years, 217 refugees have resettled in Iceland. In 2005 the group consisted of children and mothers from Kosovo and Columbia. 13.3.2007 15:26
Rússar smíða nýjar eldflaugar Yfirmaður rússneska flughersins upplýsti í dag að þeir væru að smíða nýja tegund loftvarnaeldflauga, sem væru bæði öflugri og nákvæmari en þær sem nú eru í vopnabúrinu. Jafnframt gagnrýndi hann Bandaríkjamenn harðlega fyrir að ætla að koma upp loftvarnakerfi í Evrópu. 13.3.2007 14:46
Velja besta ræðumann á Alþingi Junior Chamber International JCI velur besta ræðumann á Alþingi á morgun þegar eldhúsdagsumræður fara fram. Félagar JCI leggja dóm á ræður þingmanna af þingpöllum. Þetta er í fjórða sinn sem valinn er besti ræðumaðurinn á Alþingi. 13.3.2007 14:40
Lögregla kölluð til vegna nágrannaerja Karlmaður á miðjum aldri kallaði eftir aðstöð lögreglu síðdegis í gær vegna grófra hótana sem honum höfðu borist frá íbúa í húsinu. Mennirnir áttu í illdeilum í stigaganginum vegna þrifa á sameign hússins. Íbúarnir höfðu rifist um hver ætti að ryksuga stigaganginn þessa vikuna. Lögregla ræddi við mennina og er málið talið útkljáð. Ekki er þó vitað hvort sameignin hefur verið þrifin. 13.3.2007 14:22
150 nauðganir á dag Samtök kaupsýslumanna í Suður-Afríku hafa hvatt ríkisstjórn landsins til þess að herða baráttuna gegn glæpum, en tíðni glæpa í landinu er með því hæsta í heiminum. Kaupsýslumennirnir bjóðast til að leggja sjálfir fram umtalsverða fjármuni. 13.3.2007 14:18
Hvalfirðingar ánægðir með Eirík Myndbandið við Eurovisionlagið „Ég les í lófa þínum“ sem Eiríkur Hauksson flytur er allt tekið upp í Hvalfjarðarsveit og nágrenni. Þessu tóku Hvalfirðingar eftir og lýsa yfir ánægju sinni á heimasíðunni hvalfjordur.is. 13.3.2007 14:11
Lokaspretturinn við álverið í Reyðarfirði Nítján hundruð manns taka nú lokasprettinn við byggingu álvers Alcoa í Reyðarfirði og er starfsleyfi félagsins loks í höfn, eftir óvenju langt ferli. Starfsmennirnir hafa aldrei verið fleiri og eru Pólverjar í yfirgnæfandi meirihluta, eða um 70 prósent allra starfsmanna. Íslendingar eru aðeins 16 prósent, eða innan við tvö hundruð. 13.3.2007 13:45
Tsvangirai á sjúkrahús Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, var í dag fluttur á sjúkrahús ásamt 49 félögum sínum, sem voru handteknir á bænasamkomu um síðustu helgi. Margir mannanna voru illa útleiknir eftir barsmíðar lögreglu, ekki síst Tsvangirai sem var með mikla höfuðáverka og átti erfitt með gang, þegar hann kom fyrir dómara, í dag. Mennirnir voru sendir á sjúkrahús beint úr réttarsalnum. 13.3.2007 13:33
Trylltur köttur Kona á sextugsaldri, í Idaho í Bandaríkjunum, var flutt á sjúkrahús með meira en tuttugu bitsár eftir að heimilisköttur hennar trylltist og réðist á hana. Afbrýðisemi virðist hafa ráðið árás kattarins. Nágranni konunnar hafði komið með annan kött að dyrum hennar, því hann hélt að það væri heimiliskötturinn. 13.3.2007 13:30
Kastali Drakúla til sölu Bran-kastali í Rúmeníu, betur þekktur sem heimili Drakúla greifa, er til sölu. Kaupandi þarf að reiða fram jafnvirði tæpra 7 milljarða íslenskra króna fyrir þennan 13. aldar kastala. 13.3.2007 13:30
Ábyrgðarlausar upplýsingar um verð veitinga Þorgils Þorgilsson framkvæmdastjóri veitingastaðarins Carpe Diem er afar ósáttur við fréttaflutning af verðlagi á veitingum staðarins í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Hann segir upplýsingar um verðlag á staðnum í fréttatíma RUV og í Kastljósi hafa verið rangar og ábyrgðarlausar. Þorgils segir að á einu ári hafi einungis tveir réttir hækkað í verði á staðnum. 13.3.2007 13:30
Ísland tekur við formennsku í í norrænni fullorðinsfræðslu Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis–símenntunar, hefur verið kjörin formaður ABF i Norden, Samtaka norrænna verkalýðsfélaga á sviði fullorðins- og alþýðufræðslu. Samtökin standa að viðamikilli fullorðinsfræðslu í þágu alþýðu manna og taka þannig virkan þátt í að auka þekkingu fólks á vinnumarkaði. 13.3.2007 13:20
Norska lögreglan segist hlusta Norska lögreglan hefur, í fyrsta skipti birt yfirlit yfir klögumál á hendur lögregluþjónum og málsmeðferð þeirra. Samkvæmt skýrslunni viðurkennir lögreglan að í fjórum tilfellum af hverjum tíu hafi meðferð lögreglu verið ámælisverð eða óheppileg. 13.3.2007 13:15
Ímynd Íslands vegna hvalveiða verði rannsökuð Utanríkisráðherra telur að rannsaka þurfi áhrif hvalveiða á ímynd Íslands erlendis eftir kosningar. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar slíkri könnun en vill að hún verði gerð fyrir kosningar. Valgerður Sverrisdóttir hefur sagt að kanna þurfi áhrif hvalveiða á ímynd og viðskiptahagsmuni Íslands. Mörður Árnason fagnaði þessu á þingi í gær og vildi vita hvort sú könnun yrði gerð í tíma - áður en næsta veiðitímabil hefst. 13.3.2007 13:04
Stal demöntum fyrir 2 milljarða Belgíska lögreglan hefur boðið jafnvirði rúmlega 175 milljóna króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku manns sem stal demöntum úr banka í Antwerpen í síðustu viku. Demantarnir eru metnir á jafnvirði tæplega tveggja milljarða íslenskra króna. 13.3.2007 13:00
Nauðlending með bilað framhjól Farþegaflugvél japanska All Nippon flugfélagsins var nauðlent í suð-vestur Japan snemma í morgun án þess að nokkurn sakaði. 56 farþegar og 4 manna áhöfn voru um borð. Flugvélin hringsólaði yfir flugvellinum í Kochi í tvær klukkustundir með bilaðan lendingarbúnað að framan. Þegar fullvíst var að hjól kæmi ekki niður var ákveðið að lenda á aftari hjólum. Nef vélarinnar seig svo niður í lendingunni. 13.3.2007 12:45
Áfram snjóflóðahætta við Bolungarvík Áfram er talin hætta á snjóflóðum úr Traðarhyrnu, ofan við Bolungarvík, en þar fyrir neðan voru fimm hús rýmd í gærmorgun vegna snjóflóðahættu. Fyrr um morguninn höfðu flóð fallið utan byggðar og voru snjóalög ótrygg. 13.3.2007 12:29
Lagði fram gögn af bloggsíðu Jónínu Benediktsdóttur Nú er ljóst að fjórir lögreglumenn sem unnu að rannsókn Baugsmálsins koma í vitnastúku í málinu í dag en upphaflegar áætlanir gerður ráð fyrir ellefu vitnum. Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar lagði í morgun fram gögn af bloggsíðu Jónínu Benediktsdóttur, sem átti að koma fyrir dóminn í dag. Vitnisburður hennar frestast þar til á morgun. 13.3.2007 12:20
Siv skipar nefnd um heildarendurskoðun laga um málefni aldraðra Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd til að annast heildarendurskoðun á lögum um málefni aldraðra.. Skipun nefndarinnar er í samræmi við stefnumótun ráðherra um uppbyggingu öldrunarþjónustunnarog í samræmi við ábendingar hagsmunaaðila, svo sem Landssambands eldri borgara um að eðlilegt sé að fram fari heildarendurskoðun á lögunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðherra. 13.3.2007 12:18
NÍ kæra framkvæmdaleyfi Náttúruverndarsamtök Íslands hafa kært veitingu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu vatnslagnar um Heiðmörk. Þá fara samtökin fram á það að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála ógildi veitingu framkvæmdaleyfis og að nenfdin láti stöðva allar frekar framkvæmdir þar til endanlegur úrskurður hefur verið kveðinn upp. 13.3.2007 12:00
Yfirheyrslum yfir Jónínu frestað Jónína Benediktsdóttir mætti til yfirheyrslu í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir hádegið. Hún þurfti frá að hverfa vegna þess að yfirheyrslur yfir Arnari Jenssyni, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóni efnahagsdeildar Ríkislögreglustjóra, drógust á langinn. Von er á fleiri lögreglumönnum í vitnastúku í dag, en yfirheyrslum yfir Jónínu var frestað til föstudags. 13.3.2007 12:00
Tsvangirai leiddur fyrir rétt blár og marinn Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, var leiddur fyrir dómara í morgun ásamt fimmtíu bandamönnum sínum. Allir voru þeir handteknir á sunnudaginn. Töluvert sá á Tsvangirai að sögn vitna sem rennir stoðum undir ásakanir um harðræði lögreglu. 13.3.2007 11:56
Ríkisstjórnin skipar Vestfjarðanefnd Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa nefnd til að vinna með Ísfirðingum að hugmyndum þeirra til minnka samdrátt í atvinnumálum vestra. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir vanda Vestfirðinga m.a. felast í því að Vestfirðingar hafi misst af uppganginum sem tengist stóriðjunni og að aflaheimildir hafi horfið frá svæðinu. 13.3.2007 11:30
Ólöglegar veiðar í lögsögu Noregs Áhöfn rússneska togarans Nemanskiy er grunuð um ólöglegar veiðar í Barentshafi. Þetta kemur fram á vef Skipafrétta. Á myndum sem strandæslan í Noregi tók úr eftirlitsflugvél má einnig sjá að togarinn hefur siglt undir fölsku nafni og númeri. 13.3.2007 11:16
Rannsókn Baugsmálsins ekki frábrugðin öðrum rannsóknum Yfirheyrslur í Baugsmálinu hafa staðið yfir Arnari Jenssyni fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóni efnahagsdeildar Ríkislögreglustjóra í morgun. Hann hafnaði því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið ólík rannsóknum annarra mála. Tekið hafi verið jafnt tillit til bæði gagna og atriða, sem vörðuðu sekt og sýknu sakborninga. 13.3.2007 11:04
Pútín heimsækir páfa Vladímír Pútín Rússlandsforseti kom í dag í opinbera heimsókn til Vatíkansins og verður þetta í fyrsa sinn sem forsetinn hittir Benedikt sextánda páfa. Þá áætlar Pútín einnig að hitta Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu í heimsókn sinni. Pútín og páfi munu ræða bætt samskipti á milli Vatíkansins og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar en saga deilna á milli þessara kirkna er aldalöng. Foveri Benedikts í páfastóli Jóhannes Páll páfi annar ætlaði sér að heimsækja Rússland eftir fall Sovíetríkjanna í þeim tilgangi að græða samskipti Vatíkans og rétttrúnaðarkirkjunnar en honum entist ekki aldur og heilsa til. Þá mun Pútín ræða orkumál við Prodi forsætisráðherra. 13.3.2007 10:59
Víða hálka úti á vegum Greiðfært er um alla helstu vegi á Suður- og Suðausturland. Hálkublettir eru víða á Vesturlandi, hálka er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka og skafrenningur á fjallvegum. Á Norðurlandi vestra er hálka, hálkublettir og éljagangur. Á Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir. 12.3.2007 22:59
Mikil samúð við útför barna í New York Mikill mannfjöldi safnaðist saman í New York í dag til þess að fylgja til grafar níu börnum og einum fullorðnum, sem fórust í eldsvoða í Bronx hverfi í síðustu viku. Fólkið var allt innflytjendur frá Mali sem létu lífið í mannskæðasta bruna í borginni í sautján ár. Það var borið til grafar í einföldum krossviðarkistum og viðstaddir grétu þegar litlar kistur barnanna voru bornar inn í bænahús múslima. 12.3.2007 22:51
Nígerískir hermenn frelsa Evrópubúa Nígerískir hermenn hafa frelsað þrjá evrópska starfsmenn olíufélags, sem var rænt í Port Harvourt, fyrir nokkrum dögum. Talsmaður hersins segir að árásin á búðir mannræningjanna hefði gengið að óskum og enginn gíslanna hefði meiðst. Breskur olíustarfsmaður og þrír aðrir létu lífið í samskonar björgunaraðgerð í nóvember síðastliðnum. 12.3.2007 22:11
Stjórnarandstæðingur illa leikinn Hæstiréttur í Zimbabwe hefur skipað lögreglunni að leyfa lögfræðingum að heimsækja stjórnarandstöðuleiðtogann Morgan Tswangirai, sem er sagður illa haldinn af höfuðáverka sem hann hlaut í vörslu lögreglunnar, en hann var handtekinn ásamt tugum stuðningsmanna sinna, á bænasamkomu í gær. 12.3.2007 21:52
qaSvI´ngoch chedrwI´ Áttuð þið í smá erfiðleikum með þessa fyrirsögn ? Það er kannski ekki nema von, því þetta er klingonska. Klingonskan er töluð af hinum herskáu Klingonum sem eru aðal andstæðingar mannanna í geimvísindaþáttunum Star Trek. Ástæðan fyrir þessari fyrirsögn hér er að flytja ykkur fréttir af frændum vorum Finnum. 12.3.2007 21:33
Vilja svipta Adolf ríkisborgararétti Flokksdeild þýskra jafnaðarmanna í Brunswick vill svipta nazistaleiðtogann Hitler ríkisborgararétti, en það var einmitt í þeirri borg sem Austurríkismaðurinn Adolf Hitler fékk þýskan ríkisborgararétt fyrir 75 árum. Hitler afsalaði sér austurrískum ríkisborgararétti árið 1925, en fékk ekki borgararétt í Austurríki fyrr en árið 1932, þegar nazistar þar í bæ útveguðu honum vinnu sem opinber starfsmaður. Það var seint í febrúar. 12.3.2007 21:08
Saka Rússa um þyrluárás Forseti Georgíu boðaði öryggisráð landsins til neyðarfundar, í dag, eftir að ríkisstjórnin hafði sakað Rússa um að gera þyrluárás á umdeilt landsvæð á landamærum Georgíu og Abkasíu. Mikhail Saakashvili, forseti, sagði að þrjár rússneskar herþyrlur hefðu látið sprengjum 12.3.2007 20:43
Rifist um smokka Ríkisstjórn Brasilíu gefur tugmilljónir smokka á hverju ári til þess að draga úr útbreiðslu alnæmis og þykir hafa tekist vel til í þessu landi frjálsra ásta. Að auki reka stjórnvöld öflugan áróður fyrir notkun smokka. Brasilía er fjölmennasta ríki kaþólikka í heiminum, með 185 milljónir íbúa. 12.3.2007 20:06
Brown líst ekki á græna skatta Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í dag að þjóðir heims yrðu að taka höndum saman vegna hlýnunar jarðar, en sagði svokallaða græna skatta ekki vera vera góða lausn. Miklu betra væri að uppfræða fólk og gefa því hvata til þess að taka þátt í verndun umhverfisins. Brown tekur væntanlega við embætti forsætisráðherra af Tony Blair, í sumar. 12.3.2007 20:01