Innlent

Stöðvaður eftir hraðakstur í Fagradal

MYND/Róbert

Lögreglan á Egilsstöðum hefur haft hendur í hári ökumanns sem hún veitti eftirför í dag en hann virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglu eftir hraðakstur.

Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, var tilkynnt um hraðakstur mannsins, sem var á rauðum sportbíl, um fjögurleytið. Maðurinn mun hafa ekið fram og aftur Fagradalinn en hann náðist ekk fyrr en um hálfsexleytið.

Hann er nú í haldi lögreglunnar en Óskar vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu og sagði það í rannsókn. Ekki liggur því fyrir hvort maðurinn var ölvaður eða hversu hratt hann ók.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×