Fleiri fréttir Vill stuðla að notkun vistvænna ökutækja Ríkisstjórnin ræddi í morgun og samþykkti frumvarp sem miðar að því að hvetja fólk til þess að nota vistvæn ökutæki. Í minnisblaði sem forsætisráðherra lagði fram á fundinum er kemur fram að vörugjöld á bifreiðar sem eru með metangas- eða rafnmagsvélar séu 240 þúsund króum lægri en ella og að ökutæki sem nýti rafmagn eða vetni séu undanþegin gjaldskyldu til ársins 2008. 6.3.2007 13:57 Áttundi hver Íraki á flótta Áttundi hver Íraki er orðinn flóttamaður að sögn yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að 40-50 þúsund manns flosni upp af heimilum sínum í hverjum mánuði. Antonio Guterres upplýsti þetta á fundi Arababandalagsins í Kaíró. 6.3.2007 13:54 Forsætisráðherra brýtur umferðarreglur Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur daglega brotið umferðarreglur undanfarna mánuði með því að aka alltof hratt. Berlingske Tidende upplýsti þetta í dag. Það verður að segja ráðherranum til afsökunar að hann vissi ekki að hann væri að brjóta lög. 6.3.2007 13:51 Atorka og Straumborg kaupa 3X Technology Atorka Group og Straumborg hafa keypt meirihluta hlutafjár í félaginu 3X Technology ehf. á Ísafirði sem áður hét 3X Stál. 6.3.2007 13:33 Ykkar öskutunnur 6.3.2007 13:15 Fjölmargir skólar bjóða upp á ókeypis hafragraut Fjöldi grunnskóla er farinn að bjóða nemendum upp á ókeypis hafragraut í morgunmat. Eftir að fréttastofa Stöðvar 2 flutti frétt í gærkvöldi af Brekkuskóla á Akureyri komu ábendingar víða að um fleiri skóla sem hefðu tekið upp þennan sið. 6.3.2007 13:15 Mótmælin breiðast út Niðurrifi á Ungdomshuset á Norðurbrú í Kaupmannahöfn miðar hratt áfram og er búist við að verkinu ljúki síðar í dag. Í gær kom hins vegar til mótmæla fyrir framan danska sendiráðið í Ósló þegar um 150 manns köstuðu grjóti, flöskum og öðru lauslegu í átt að húsinu. Þá hertóku 80 ítalskir róttæklingar dönsku ræðisskrifstofuna í Feneyjum í morgun til að sýna dönskum félögum sínum samstöðu. 6.3.2007 13:00 Krefst betri þjónstu fyrir Byrgis- og Breiðavíkurfólk Geðhjálp krefst þess að stjórnvöld veiti því fólki sem dvaldi í Byrginu og í Breiðuvík aukna þjónustu og gagnrýnir harðlega hvernig staðið hefur verið að því að koma þeim til aðstoðar. 6.3.2007 12:56 Fundu 250 grömm af hassi við húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í gær en í vistaverum hans fundust ætluð fíkniefni. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að talið sé að þetta séu 250 grömm af hassi og neyslumagn af kókaíni. 6.3.2007 12:54 Kringlusvæði eflist og stækkar með stokkum Kringlusvæðið mun stækka og eflast til muna þegar kaflar Kringlumýrar- og Miklubrautar hafa verið lagðar í stokka neðanjarðar, eins og borgaryfirvöld stefna nú að. 6.3.2007 12:45 Lýst eftir tveimur erlendum ríkisborgurum vegna ofbeldisbrota Íslenska lögreglan hefur lýst eftir tveimur erlendum ríkisborgurum hjá Interpol og eru nöfn og myndir af þeim birtar á vef samtakanna. Þeir eru eftirlýstir vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 6.3.2007 12:32 Markaðir að rétta sig við Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu daga. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands steig um fimmtíu stig strax við opnun klukkan tíu í morgun og hefur gengi á bréfum í stærstu fyrirtækjum landsins hækkað í samræmi við það. 6.3.2007 12:30 Hart barist í Mogadishu Harðir bardagar hafa brotist út í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í dag. Um 100 uppreisnarhermenn réðust á hersveitir ríkisstjórnarinnar og eþjópíska bandamenn þeirra í höfuðstöðvum þeirra í borginni. Það er barist með sprengjuvörpum og stórum hríðskotabyssum. Ekki hafa borist áreiðanlegar fregnir af mannfalli. 6.3.2007 12:22 Sjötíu látnir í skjálftanum Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi týnt lífi þegar tveir jarðskjálftar riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Hús hrundu víða til grunna en engra flóðbylgna hefur þó orðið vart. 6.3.2007 12:00 Geir útilokar ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. 6.3.2007 11:34 Birting á Múhameðsmynd veldur fjaðrafoki Nemandi við Cambridge-háskólann í Englandi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki en hann birti í vikublaði í skólanum eina af skopmyndunum af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum haustið 2005 og ollu mikilli reiði meðal múslíma víða um heim. 6.3.2007 11:27 Örorkumati breytt Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þó þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði nái tillögur nefndar forsætisráðherra fram að ganga. Tillögurnar eru unnar með góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. Geir Haarde forsætisráðherra kynnti tillögurnar nú fyrir hádegi á fundi ríkisstjórnar. Öryrkjabandalag Íslands, Alþýðusambandið, BSRB, Samtök atvinnulífsins og Landsamband lífeyrissjóða áttu fulltrúa í nefndinni. Lagt er til að núgildandi örorkumat verði fellt niður og í stað þess komi sveigjanlegra mat sem tekur mið af starfsgetu frekar en örorku. Þá geta öryrkjar stundað vinnu án þess að eiga á hættu að missa allar bætur. 6.3.2007 11:18 Hótaði að birta myndir af framhjáhaldi eiginkonunnar á Netinu Lögreglan í Grenlandi í Þelamörk í Noregi fékk heldur óvenjulegt mál inn á borð hjá sér á dögunum. Var þar um að ræða konu sem óttaðist að eiginmaður hennar myndi setja myndbandsupptöku af framhjáhaldi hennar á Netið. 6.3.2007 11:08 Leikskólagjöld lækkuð á Seltjarnarnesi Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að lækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bænum felast breytingarnar í 10 prósenta lækkun á grunngjaldi, helmingshækkun systkinaafslátta auk um 30-60 prósenta hækkunar á framlögum til einkarekinna leikskóla. 6.3.2007 10:56 Þingið í Ekvador gegn forsetanum Þingið í Ekvador lagði fram tillögu hjá stjórnarskrárdómstólum landsins til þess að reyna að koma í veg fyrir að Rafael Correa, hinn vinstri sinnaði forseti landsins, geti haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hann megi halda stjórnarskrárþing og breyta stjórnarskrá landsins. Talið er líklegt að þetta eigi eftir að auka á spennu í landinu en stuðningsmenn Correa hafa verið duglegir við að mótmæla tilburðum þingsins til þess að setja sig upp á móti Correa. 5.3.2007 23:34 Bandaríkin og Norður-Kórea í sögulegum viðræðum Viðræður eru hafnar á milli erindreka Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um að koma á eðlilegum diplómatískum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Fyrsti fundurinn var í dag og er hann sá fyrsti í 50 ár á milli landanna tveggja. 5.3.2007 23:19 Enn ekki samkomulag um refsiaðgerðir Sendiherrar hjá Sameinuðu þjóðunum funduðu í dag um væntanlegar refsiaðgerðir gegn Íran en samkomulag hefur enn ekki náðst. „Málið hefur verið fært til öryggisráðsins“ sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, eftir fund með Ban Ki-Moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. 5.3.2007 23:02 Ætla að rannsaka möttul jarðarinnar Vísindamenn frá háskólanum í Cardiff í Bretlandi lögðu í dag af stað í leiðangur til þess að kanna hafsbotninn á Atlantshafinu en á staðnum sem þeir ætla að skoða vantar jarðskorpuna. Möttull jarðarinnar er þar óvarður en svæðið, sem er mörg þúsund ferkílómetrar að stærð, uppgötvaðist nýlega. 5.3.2007 22:40 Umferðaróhapp á Sæbraut í kvöld Umferðaróhapp varð á Sæbraut til móts við Aktu Taktu skyndibitastaðinn í kvöld. Slysið var ekki alvarlegt en farþegi í aftursæti í öðrum bílnum slasaðist lítillega. Ökumenn beggja bílanna sluppu ómeiddir. Lögreglan vísar sem stendur umferð af Sæbrautinni inn á Skúlagötuna á meðan hún sinnir störfum sínum. Bílarnir skemmdust eitthvað en ekki er vitað hvort að þeir séu ökufærir. 5.3.2007 22:23 Veður fer versnandi á Holtavörðuheiði Veður og færð fer versnandi á Holtavörðuheiði og eru ökumenn lítilla bíla beðnir að leggja ekki á heiðina fyrir nóttina. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur er lokaður og einnig er varað við snjóflóðahættu á veginum um Óshlíð. Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að aðstoða mann sem hafði fest sig á Steingrímsfjarðarheiði en Vegagerðin hafði varað fólk við að ferðast þar um þar sem þjónustu var hætt klukkan átta í kvöld. 5.3.2007 22:09 Reyndu að eyðileggja sönnunargögn Bandarískir hermenn reyndu að uppræta og eyðileggja allar myndir og myndbönd af skotárásinni sem átti sér stað í gær. Í henni létust að minnsta kosti tíu manns. Þetta kom fram á vefsíðu fréttastöðvarinnar Al Jazeera í dag. 5.3.2007 21:00 Cheney með blóðtappa Læknar í Bandaríkjunum fundu í dag blóðtappa í vinstri fótlegg Dick Cheneys varaforseta Bandaríkjanna. Hann fær lyf til þess að þynna blóðið en verður ekki lagður inn á spítala samkvæmt fregnum frá talsmönnum hans. 5.3.2007 20:45 Ókeypis hafragrautur handa svöngum nemendum Grunnskóli á Akureyri hefur brotið blað í sögu skóla þar í bæ með því að bjóða öllum nemendum sínum upp á ókeypis hafragraut. Börnin taka árbítnum fagnandi og rennur grauturinn ofan í maga nemenda í stríðum straumum. 5.3.2007 20:00 Akureyrarbær boðar kennara á sérfund Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að funda með kennurum vegna kjaradeilunnar. Akureyrarbær hefur einnig boðað sína kennara á sérfund og er fyrsta sveitarfélagið sem tekur það það skref. 5.3.2007 19:45 Aftur í pápískuna Baldur Kristjánsson, sóknarprestur og fyrrverandi biskupsritari vill að Þjóðkirkjan sameinist Kaþólsku kirkjunni undir forsæti páfa. Telur hann sýnt að fækka muni áfram í Þjóðkirkjunni en nú þegar er fimmti hver Íslendingur utan hennar eða yfir fimmtíu þúsund manns. 5.3.2007 19:24 Íslenskur munkur í íslensku klaustri Munkaklaustur reglu kapúsína verður stofnað að Kollaleiru í Reyðarfirði í sumar. Verður þá hafið að nýju klausturlíf munka hér á landi eftir hlé frá siðaskiptum fyrir 450 árum. Íslenskur munkur er við nám á Ítalíu við reglu kapúsína og verður hann fyrsti íslenski munkurinn í íslensku munkaklaustri frá tímum siðaskipta. 5.3.2007 19:19 Gera lítið úr ágreiningi Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna gerðu lítið úr ágreiningi sínum eftir að hafa verið á fundi í forsætisráðuneytinu í morgun. Engin niðurstaða er enn komin í málið. 5.3.2007 19:14 Árni vill sömu ríkisstjórn áfram Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu, haldi þeir meirihluta sínum í komandi kosningum. 5.3.2007 19:07 Stjórnarandstaðan vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá Þingflokkar Samfylkingar, vinstri grænna og frjálslyndra vilja greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum verði tekið upp í stjórnarskrá. Þingflokkarnir samþykkja jafnframt að afgreiðsla frumvarps til nýrra stjórnskipunarlaga, með slíku innihaldi, verði forgangsmál í störfum Alþingis það sem eftir lifir þingtímans. 5.3.2007 19:00 Átta fórust í flugslysi í Austurríki Átta manns létu lífið þegar lítil eins hreyfils flugvél lenti í árekstri við þyrlu yfir skíðasvæðinu í Zell am See í Austurríki í dag. Sjö voru um borð í þyrlunni en einn í flugvélinni og komst enginn lífs af. 5.3.2007 18:45 Ungdómshúsið rifið Ungdómshúsið, á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, var rifið í morgun af grímuklæddum verkamönnum sem óttuðust hefndaraðgerðir mótmælenda. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í borginni á næstu dögum. 5.3.2007 18:30 Íslendingar kosta skólamáltíðir í Úganda Íslensk stjórnvöld ætla að kosta skólamáltíðir 65.000 barna á átakasvæðum Norður-Úganda næstu tvö árin. Með ákvörðuninni kemst Ísland í hóp þeirra ríkja sem verja mestu fé til Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Úganda, sé miðað við höfðatölu. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heimsótti á dögunum flóttamannabúðir á svæðinu. 5.3.2007 18:30 Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða og ekki verður mokað vegna snjóflóðahættu fyrr en í fyrramálið. Vegna slæms veður mun færð á Steingrímsfjarðarheiði þyngjast mjög fljótlega eftir að þjónustu lýkur kl. 20.00 í kvöld. 5.3.2007 18:22 NATO banar níu almennum borgurum í Afganistan Níu almennir borgarar í norðurhluta Afganistan létu lífið í loftárásum NATO í dag. NATO gerði þá árásir fyrir mistök á íbúðarhúsnæði en þeir töldu að þar hefðu verið hryðjuverkamenn á ferð. 5.3.2007 17:46 Vilja ræða um hvort stytta eigi leyfistíma nagladekkja Viðræður um styttingu á leyfistíma nagladekkja við Umferðarstofu og athugun á kostum og göllum þess að taka upp einhvers konar takmarkanir eins og gjaldtöku á notkun nagladekkja í samvinnu við ríki og önnur sveitarfélög eru meðal aðgerða sem umhverfisráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag. 5.3.2007 16:53 Flestum meintum hryðjuverkamönnum sleppt Meirihluti þeirra sem hafa verið handteknir samkvæmt hryðjuverkalögum, í Bretlandi, síðan árásin var gerð á bandaríkin 11. september 2001, hefur verið látinn laus án ákæru. Samkvæmt tölum frá innanríkisráðuneytinu, sem birtar voru í dag, voru 1.126 handteknir frá árásinni til loka síðasta árs. Fjörutíu til viðbótar sátu í varðhaldi vegna aðgerða lögreglu gegn hryðjuverkum. Af þessum var 652 sleppt án ákæru. 5.3.2007 16:41 Megrunarpilla gefin frjáls Megrunarlyfið Alli hefur verið leyst undan lyfseðilsskyldu í Bandaríkjunum, og verður í sumar hægt að fá það í hvaða verslun sem er. Það var Bandaríska lyfjastofnunin sem ákvað að gefa lyfið frjálst. Lyfið nýtur mikilla vinsælda þar vestra. 5.3.2007 16:35 Lést í umferðarslysi í Hörgárdal Maðurinn sem lést í umferðarslysinu í Hörgárdal aðfaranótt sunnudagsins síðastliðinn hét Marcello Bruno La Fata, fæddur 9. júní 1968, til heimilis að Grettisgötu 43 í Reykjavík. Hann var ítalskur ríksborgari en hefur verið búsettur hér á landi í nokkur ár. 5.3.2007 16:30 Lækka gjaldskrá í félagsmiðstöðvum Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun að lækka gjaldskrá fyrir veitingar í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. 5.3.2007 16:21 Fyrsti fundur nýs hlutafélags um Ríkisútvarpið Stofnfundur Ríkisútvarpsins ohf. fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag en eins og kunnugt er var samþykkt á Alþingi snemma á árinu að breyta stofnuninni í opinbert hlutafélag. 5.3.2007 16:09 Sjá næstu 50 fréttir
Vill stuðla að notkun vistvænna ökutækja Ríkisstjórnin ræddi í morgun og samþykkti frumvarp sem miðar að því að hvetja fólk til þess að nota vistvæn ökutæki. Í minnisblaði sem forsætisráðherra lagði fram á fundinum er kemur fram að vörugjöld á bifreiðar sem eru með metangas- eða rafnmagsvélar séu 240 þúsund króum lægri en ella og að ökutæki sem nýti rafmagn eða vetni séu undanþegin gjaldskyldu til ársins 2008. 6.3.2007 13:57
Áttundi hver Íraki á flótta Áttundi hver Íraki er orðinn flóttamaður að sögn yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að 40-50 þúsund manns flosni upp af heimilum sínum í hverjum mánuði. Antonio Guterres upplýsti þetta á fundi Arababandalagsins í Kaíró. 6.3.2007 13:54
Forsætisráðherra brýtur umferðarreglur Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur daglega brotið umferðarreglur undanfarna mánuði með því að aka alltof hratt. Berlingske Tidende upplýsti þetta í dag. Það verður að segja ráðherranum til afsökunar að hann vissi ekki að hann væri að brjóta lög. 6.3.2007 13:51
Atorka og Straumborg kaupa 3X Technology Atorka Group og Straumborg hafa keypt meirihluta hlutafjár í félaginu 3X Technology ehf. á Ísafirði sem áður hét 3X Stál. 6.3.2007 13:33
Fjölmargir skólar bjóða upp á ókeypis hafragraut Fjöldi grunnskóla er farinn að bjóða nemendum upp á ókeypis hafragraut í morgunmat. Eftir að fréttastofa Stöðvar 2 flutti frétt í gærkvöldi af Brekkuskóla á Akureyri komu ábendingar víða að um fleiri skóla sem hefðu tekið upp þennan sið. 6.3.2007 13:15
Mótmælin breiðast út Niðurrifi á Ungdomshuset á Norðurbrú í Kaupmannahöfn miðar hratt áfram og er búist við að verkinu ljúki síðar í dag. Í gær kom hins vegar til mótmæla fyrir framan danska sendiráðið í Ósló þegar um 150 manns köstuðu grjóti, flöskum og öðru lauslegu í átt að húsinu. Þá hertóku 80 ítalskir róttæklingar dönsku ræðisskrifstofuna í Feneyjum í morgun til að sýna dönskum félögum sínum samstöðu. 6.3.2007 13:00
Krefst betri þjónstu fyrir Byrgis- og Breiðavíkurfólk Geðhjálp krefst þess að stjórnvöld veiti því fólki sem dvaldi í Byrginu og í Breiðuvík aukna þjónustu og gagnrýnir harðlega hvernig staðið hefur verið að því að koma þeim til aðstoðar. 6.3.2007 12:56
Fundu 250 grömm af hassi við húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í gær en í vistaverum hans fundust ætluð fíkniefni. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að talið sé að þetta séu 250 grömm af hassi og neyslumagn af kókaíni. 6.3.2007 12:54
Kringlusvæði eflist og stækkar með stokkum Kringlusvæðið mun stækka og eflast til muna þegar kaflar Kringlumýrar- og Miklubrautar hafa verið lagðar í stokka neðanjarðar, eins og borgaryfirvöld stefna nú að. 6.3.2007 12:45
Lýst eftir tveimur erlendum ríkisborgurum vegna ofbeldisbrota Íslenska lögreglan hefur lýst eftir tveimur erlendum ríkisborgurum hjá Interpol og eru nöfn og myndir af þeim birtar á vef samtakanna. Þeir eru eftirlýstir vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 6.3.2007 12:32
Markaðir að rétta sig við Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu daga. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands steig um fimmtíu stig strax við opnun klukkan tíu í morgun og hefur gengi á bréfum í stærstu fyrirtækjum landsins hækkað í samræmi við það. 6.3.2007 12:30
Hart barist í Mogadishu Harðir bardagar hafa brotist út í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í dag. Um 100 uppreisnarhermenn réðust á hersveitir ríkisstjórnarinnar og eþjópíska bandamenn þeirra í höfuðstöðvum þeirra í borginni. Það er barist með sprengjuvörpum og stórum hríðskotabyssum. Ekki hafa borist áreiðanlegar fregnir af mannfalli. 6.3.2007 12:22
Sjötíu látnir í skjálftanum Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi týnt lífi þegar tveir jarðskjálftar riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Hús hrundu víða til grunna en engra flóðbylgna hefur þó orðið vart. 6.3.2007 12:00
Geir útilokar ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. 6.3.2007 11:34
Birting á Múhameðsmynd veldur fjaðrafoki Nemandi við Cambridge-háskólann í Englandi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki en hann birti í vikublaði í skólanum eina af skopmyndunum af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum haustið 2005 og ollu mikilli reiði meðal múslíma víða um heim. 6.3.2007 11:27
Örorkumati breytt Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þó þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði nái tillögur nefndar forsætisráðherra fram að ganga. Tillögurnar eru unnar með góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. Geir Haarde forsætisráðherra kynnti tillögurnar nú fyrir hádegi á fundi ríkisstjórnar. Öryrkjabandalag Íslands, Alþýðusambandið, BSRB, Samtök atvinnulífsins og Landsamband lífeyrissjóða áttu fulltrúa í nefndinni. Lagt er til að núgildandi örorkumat verði fellt niður og í stað þess komi sveigjanlegra mat sem tekur mið af starfsgetu frekar en örorku. Þá geta öryrkjar stundað vinnu án þess að eiga á hættu að missa allar bætur. 6.3.2007 11:18
Hótaði að birta myndir af framhjáhaldi eiginkonunnar á Netinu Lögreglan í Grenlandi í Þelamörk í Noregi fékk heldur óvenjulegt mál inn á borð hjá sér á dögunum. Var þar um að ræða konu sem óttaðist að eiginmaður hennar myndi setja myndbandsupptöku af framhjáhaldi hennar á Netið. 6.3.2007 11:08
Leikskólagjöld lækkuð á Seltjarnarnesi Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að lækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bænum felast breytingarnar í 10 prósenta lækkun á grunngjaldi, helmingshækkun systkinaafslátta auk um 30-60 prósenta hækkunar á framlögum til einkarekinna leikskóla. 6.3.2007 10:56
Þingið í Ekvador gegn forsetanum Þingið í Ekvador lagði fram tillögu hjá stjórnarskrárdómstólum landsins til þess að reyna að koma í veg fyrir að Rafael Correa, hinn vinstri sinnaði forseti landsins, geti haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hann megi halda stjórnarskrárþing og breyta stjórnarskrá landsins. Talið er líklegt að þetta eigi eftir að auka á spennu í landinu en stuðningsmenn Correa hafa verið duglegir við að mótmæla tilburðum þingsins til þess að setja sig upp á móti Correa. 5.3.2007 23:34
Bandaríkin og Norður-Kórea í sögulegum viðræðum Viðræður eru hafnar á milli erindreka Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um að koma á eðlilegum diplómatískum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Fyrsti fundurinn var í dag og er hann sá fyrsti í 50 ár á milli landanna tveggja. 5.3.2007 23:19
Enn ekki samkomulag um refsiaðgerðir Sendiherrar hjá Sameinuðu þjóðunum funduðu í dag um væntanlegar refsiaðgerðir gegn Íran en samkomulag hefur enn ekki náðst. „Málið hefur verið fært til öryggisráðsins“ sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, eftir fund með Ban Ki-Moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. 5.3.2007 23:02
Ætla að rannsaka möttul jarðarinnar Vísindamenn frá háskólanum í Cardiff í Bretlandi lögðu í dag af stað í leiðangur til þess að kanna hafsbotninn á Atlantshafinu en á staðnum sem þeir ætla að skoða vantar jarðskorpuna. Möttull jarðarinnar er þar óvarður en svæðið, sem er mörg þúsund ferkílómetrar að stærð, uppgötvaðist nýlega. 5.3.2007 22:40
Umferðaróhapp á Sæbraut í kvöld Umferðaróhapp varð á Sæbraut til móts við Aktu Taktu skyndibitastaðinn í kvöld. Slysið var ekki alvarlegt en farþegi í aftursæti í öðrum bílnum slasaðist lítillega. Ökumenn beggja bílanna sluppu ómeiddir. Lögreglan vísar sem stendur umferð af Sæbrautinni inn á Skúlagötuna á meðan hún sinnir störfum sínum. Bílarnir skemmdust eitthvað en ekki er vitað hvort að þeir séu ökufærir. 5.3.2007 22:23
Veður fer versnandi á Holtavörðuheiði Veður og færð fer versnandi á Holtavörðuheiði og eru ökumenn lítilla bíla beðnir að leggja ekki á heiðina fyrir nóttina. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur er lokaður og einnig er varað við snjóflóðahættu á veginum um Óshlíð. Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að aðstoða mann sem hafði fest sig á Steingrímsfjarðarheiði en Vegagerðin hafði varað fólk við að ferðast þar um þar sem þjónustu var hætt klukkan átta í kvöld. 5.3.2007 22:09
Reyndu að eyðileggja sönnunargögn Bandarískir hermenn reyndu að uppræta og eyðileggja allar myndir og myndbönd af skotárásinni sem átti sér stað í gær. Í henni létust að minnsta kosti tíu manns. Þetta kom fram á vefsíðu fréttastöðvarinnar Al Jazeera í dag. 5.3.2007 21:00
Cheney með blóðtappa Læknar í Bandaríkjunum fundu í dag blóðtappa í vinstri fótlegg Dick Cheneys varaforseta Bandaríkjanna. Hann fær lyf til þess að þynna blóðið en verður ekki lagður inn á spítala samkvæmt fregnum frá talsmönnum hans. 5.3.2007 20:45
Ókeypis hafragrautur handa svöngum nemendum Grunnskóli á Akureyri hefur brotið blað í sögu skóla þar í bæ með því að bjóða öllum nemendum sínum upp á ókeypis hafragraut. Börnin taka árbítnum fagnandi og rennur grauturinn ofan í maga nemenda í stríðum straumum. 5.3.2007 20:00
Akureyrarbær boðar kennara á sérfund Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að funda með kennurum vegna kjaradeilunnar. Akureyrarbær hefur einnig boðað sína kennara á sérfund og er fyrsta sveitarfélagið sem tekur það það skref. 5.3.2007 19:45
Aftur í pápískuna Baldur Kristjánsson, sóknarprestur og fyrrverandi biskupsritari vill að Þjóðkirkjan sameinist Kaþólsku kirkjunni undir forsæti páfa. Telur hann sýnt að fækka muni áfram í Þjóðkirkjunni en nú þegar er fimmti hver Íslendingur utan hennar eða yfir fimmtíu þúsund manns. 5.3.2007 19:24
Íslenskur munkur í íslensku klaustri Munkaklaustur reglu kapúsína verður stofnað að Kollaleiru í Reyðarfirði í sumar. Verður þá hafið að nýju klausturlíf munka hér á landi eftir hlé frá siðaskiptum fyrir 450 árum. Íslenskur munkur er við nám á Ítalíu við reglu kapúsína og verður hann fyrsti íslenski munkurinn í íslensku munkaklaustri frá tímum siðaskipta. 5.3.2007 19:19
Gera lítið úr ágreiningi Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna gerðu lítið úr ágreiningi sínum eftir að hafa verið á fundi í forsætisráðuneytinu í morgun. Engin niðurstaða er enn komin í málið. 5.3.2007 19:14
Árni vill sömu ríkisstjórn áfram Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu, haldi þeir meirihluta sínum í komandi kosningum. 5.3.2007 19:07
Stjórnarandstaðan vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá Þingflokkar Samfylkingar, vinstri grænna og frjálslyndra vilja greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum verði tekið upp í stjórnarskrá. Þingflokkarnir samþykkja jafnframt að afgreiðsla frumvarps til nýrra stjórnskipunarlaga, með slíku innihaldi, verði forgangsmál í störfum Alþingis það sem eftir lifir þingtímans. 5.3.2007 19:00
Átta fórust í flugslysi í Austurríki Átta manns létu lífið þegar lítil eins hreyfils flugvél lenti í árekstri við þyrlu yfir skíðasvæðinu í Zell am See í Austurríki í dag. Sjö voru um borð í þyrlunni en einn í flugvélinni og komst enginn lífs af. 5.3.2007 18:45
Ungdómshúsið rifið Ungdómshúsið, á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, var rifið í morgun af grímuklæddum verkamönnum sem óttuðust hefndaraðgerðir mótmælenda. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í borginni á næstu dögum. 5.3.2007 18:30
Íslendingar kosta skólamáltíðir í Úganda Íslensk stjórnvöld ætla að kosta skólamáltíðir 65.000 barna á átakasvæðum Norður-Úganda næstu tvö árin. Með ákvörðuninni kemst Ísland í hóp þeirra ríkja sem verja mestu fé til Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Úganda, sé miðað við höfðatölu. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heimsótti á dögunum flóttamannabúðir á svæðinu. 5.3.2007 18:30
Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er Ísafjarðardjúp ófært vegna snjóflóða og ekki verður mokað vegna snjóflóðahættu fyrr en í fyrramálið. Vegna slæms veður mun færð á Steingrímsfjarðarheiði þyngjast mjög fljótlega eftir að þjónustu lýkur kl. 20.00 í kvöld. 5.3.2007 18:22
NATO banar níu almennum borgurum í Afganistan Níu almennir borgarar í norðurhluta Afganistan létu lífið í loftárásum NATO í dag. NATO gerði þá árásir fyrir mistök á íbúðarhúsnæði en þeir töldu að þar hefðu verið hryðjuverkamenn á ferð. 5.3.2007 17:46
Vilja ræða um hvort stytta eigi leyfistíma nagladekkja Viðræður um styttingu á leyfistíma nagladekkja við Umferðarstofu og athugun á kostum og göllum þess að taka upp einhvers konar takmarkanir eins og gjaldtöku á notkun nagladekkja í samvinnu við ríki og önnur sveitarfélög eru meðal aðgerða sem umhverfisráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag. 5.3.2007 16:53
Flestum meintum hryðjuverkamönnum sleppt Meirihluti þeirra sem hafa verið handteknir samkvæmt hryðjuverkalögum, í Bretlandi, síðan árásin var gerð á bandaríkin 11. september 2001, hefur verið látinn laus án ákæru. Samkvæmt tölum frá innanríkisráðuneytinu, sem birtar voru í dag, voru 1.126 handteknir frá árásinni til loka síðasta árs. Fjörutíu til viðbótar sátu í varðhaldi vegna aðgerða lögreglu gegn hryðjuverkum. Af þessum var 652 sleppt án ákæru. 5.3.2007 16:41
Megrunarpilla gefin frjáls Megrunarlyfið Alli hefur verið leyst undan lyfseðilsskyldu í Bandaríkjunum, og verður í sumar hægt að fá það í hvaða verslun sem er. Það var Bandaríska lyfjastofnunin sem ákvað að gefa lyfið frjálst. Lyfið nýtur mikilla vinsælda þar vestra. 5.3.2007 16:35
Lést í umferðarslysi í Hörgárdal Maðurinn sem lést í umferðarslysinu í Hörgárdal aðfaranótt sunnudagsins síðastliðinn hét Marcello Bruno La Fata, fæddur 9. júní 1968, til heimilis að Grettisgötu 43 í Reykjavík. Hann var ítalskur ríksborgari en hefur verið búsettur hér á landi í nokkur ár. 5.3.2007 16:30
Lækka gjaldskrá í félagsmiðstöðvum Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun að lækka gjaldskrá fyrir veitingar í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. 5.3.2007 16:21
Fyrsti fundur nýs hlutafélags um Ríkisútvarpið Stofnfundur Ríkisútvarpsins ohf. fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag en eins og kunnugt er var samþykkt á Alþingi snemma á árinu að breyta stofnuninni í opinbert hlutafélag. 5.3.2007 16:09