Fleiri fréttir Vill ekki að klámiðnaður nái fótfestu hér á landi Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að hann vildi ekki að klámiðnaðurinn næði fótfestu hér á landi. Með því tók hann undir orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem gerði fund fólks úr klámiðnaði hér á landi í byrjun marsmánaðar að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi. 19.2.2007 15:17 ‘Liberals’ Reveal Link Between Terrorism, Drug Trafficking The Icelandic Parliament saw some action last week, as representatives of the Progressive and Liberal parties argued heavily over the nature of terrorism. Spurred by MP (and recent liberal addition) Valdimar Leó Friðriksson’s claims that infamous terrorists had at times been apprehended at the Keflavík International Airport, Keflavík police authorities stated that no known terrorists had thus far been captured at the airport. In response to the statement, Progressive MP Guðjón Ólafur Jónsson called for Liberal MPs to enlighten the parliament of exactly which terrorists had been apprehended to their knowledge. 19.2.2007 15:16 Sat sinn fyrsta fund í þingflokknum í dag Forseti Alþingis las við upphaf þingfundar nú klukkan 15:00 tilkynningu um inngöngu Kristins H. Gunnarssonar í þingflokk Frjálslynda flokksins. Kristinn hefur skráð sig sem félaga í Frjálslynda flokknum og sat hann í dag sinn fyrsta formlega fund með þingflokknum. 19.2.2007 15:10 ESB vill stjórna hvalveiðum Dana 19.2.2007 14:45 Múhameð mógðaður aftur Sádi-Arabía hefur krafist þess að hollenski stjórnmálamaðurinn Geert Wilders dragi til baka og biðjist biðjist afsökunar á ummælum sínum um kóraninn í síðustu viku. Þess er einnig krafist að hollenska ríkisstjórnin stöðvi frekari yfirlýsingar af þessu tagi. Menn velta því fyrir sér hvort nýtt teiknimyndamál sé í uppsiglingu. 19.2.2007 14:41 Virða þarf ferða- og fundafrelsi Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun vegna einhliða fréttaflutnings af væntanlegum fundi fólks úr klámiðnaðnum hérlendis. Þar kemur fram að virða þurfi frelsi fólks til að ferðast og eiga fundi. 19.2.2007 14:37 Höfnuðu beiðni Greenpeace um sýnatöku Greenpeace-samtökin vilja rannsaka magn eiturefna í hvalaafurðum. Beiðni þeirra til Sorpurðunar Vesturlands um sýnatöku á urðunarsvæði fyrirtækisins í Fíflholtum á Mýrum var hafnað í síðustu viku. Sorpurðun Vesturlands er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi. 19.2.2007 13:59 Dæmd fyrir vörslu á hálfu kílói af amfetamíni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm skilorðsbundna, fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir hálft kíló af amfetamíni og um fimm grömm af hassi. Konan játaði brot sitt en bar fyrir dómi að hún hefði einungis haft amfetamínið í sinni vörslu í innan við sólarhring. 19.2.2007 13:52 Nýjar myndir af yfirborði Mars Allt lítur út fyrir að vatn hafi eitt sinn runnið á yfirborði Mars á nýjum myndum frá könnunarfari NASA sem sveimar nú á sporbaug um reikistjörnuna rauðu. Myndirnar sýna að yfirborð Mars líkist nokkuð eyðimörkum suðvesturríkja Bandaríkjanna og á því eru rákir sem líkjast uppþornuðum árfarvegum. 19.2.2007 13:37 Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. 19.2.2007 13:35 Forseti Djíbútís kemur til landsins Forseti Djíbútís, Ismail Omar Guelleh, er væntanlegur hingað til lands nú eftir hádegið í svokallaða vinnuferð sem stendur fram á eftirmiðdag á morgun. Með honum í för eru utanríkisráðherra Djíbútís og sendinefnd skipuð embættismönnum og sérfræðingum á sviði jarðhitanýtingar. 19.2.2007 13:22 105 teknir fyrir hraðakstur í borginni um helgina Hundrað og fimm ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá henni. Allmargir þeirra óku á tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. 19.2.2007 13:15 Mótmæla stækkun bandarískrar herstöðvar Tugþúsundir manna á Ítalíu taka þátt í að mótmæla fyrirhugaðri stækkun bandarískrar herstöðvar við borgina Vicensa. Ríkisstjórn Ítalíu er klofin í málinu og mótmælendur hóta að koma í veg fyrir stækkunina með því að leggjast fyrir framan jarðýturnar. 19.2.2007 13:15 Fjölmenni á Þjóðahátíð Austurlands Austfirðingur héldu í gær sína árlegu Þjóðahátíð, í þetta sinn í Félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin eyrsta en þar kynna erlendir Austfirðingar menningu heimalands síns. 19.2.2007 13:15 Gengið frá kæru vegna rasks í Heiðmörk í kvöld Skógræktarfélag Reykjavíkur gengur formlega frá kæru á hendur Kópavogsbæ vegna jarðrasks í Heiðmörk, á aukastjórnarfundi félagsins í kvöld. Verktakafélagið Klæðning verður líka kært en það hefur annast framkvæmdir fyrir bæinn án framkvæmdaleyfis og valdið talsverðu jarðraski og gróðurskemmdum. 19.2.2007 13:00 Gæslan skoðar svæði þar sem olíublautir fuglar hafa fundist Í undirbúningi er að Landhelgisgæslan skoði í dag úr lofti hafsvæðið úti af Garðsskaga á Reykjanesi eftir að olíublautir sjófuglar fundust þar í hundraðatali um helgina. Umhverfisstofnun er að gera ráðstafanir til að fanga fugl til rannsóknar en ljóst er að olía hefur ekki borist upp í fjörur. 19.2.2007 12:45 Bolla, bolla, bolla Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að bolludagurinn er í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 fór á stúfana og leitaði að bollum. 19.2.2007 12:30 Handtekinn vegna bréfsprengjuárása Breska lögreglan handtók í morgun karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um aðild að bréfasprengjuárásum víða á Bretlandseyjum fyrr í mánuðinum. Að sögn breskra miðla var maðurinn handtekinn í Cambridgeshire. 19.2.2007 12:30 Pólverjar og Tékkar segja já við loftvarnarkerfi Pólland og Tékkland samþykkja líklega beiðni Bandaríkjamanna um að fá að setja upp loftvarnarkerfi á landsvæðum ríkjanna. Forsætisráðherrar landanna skýrðu frá þessu á sameiginlegum fréttamannafundi í dag. 19.2.2007 12:15 Engin áþreifanleg niðurstaða Engin áþreifanleg niðurstaða fékkst eftir fund leiðtoga Ísraels og Palestínumanna með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Jerúsalem í morgun. Rice segir viðræðum verða haldið áfram. Markmið fundarins var að koma friðarviðræðunum fyrir botni Miðjarðarhafs aftur af stað. 19.2.2007 12:15 Sætir geðrannsókn vegna íkveikju Kona er grunuð um að hafa kveikt í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gærkvöldi og með því stofnað lífi og limum samborgara sinna í hættu. Konan hafði komið sér út og yfir í aðra íbúð en lét ekki vita af eldinum. Hún var í annarlegu ástandi þegar hún fannst og verður gert að gangast undir geðrannsókn. 19.2.2007 12:05 Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnaklámsmynda Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnarklámsmynda. Myndirnar fundust í tveimur tölvum í eigu mannsins eftir að lögregla hafði gert húsleit hjá honum í september í fyrra. 19.2.2007 12:01 Átök innan Sjúkraliðafélags Íslands Átök eru innan Sjúkraliðafélags Íslands og hefur félagið klofnað í tvær fylkingar vegna afstöðu til nýrrar námsleiðar, sem gefur færi á styttra námi til sjúkraliða. Vegna málsins stefnir hópur óánægðra sjúkraliða að því að fella Kristínu Á. Guðmundsdóttur, sem stýrt hefur félaginu í rúma tvo áratugi, úr formannsembættinu. 19.2.2007 11:59 Rússar fresta byggingu kjarnorkuvers í Íran Rússar ætla sér að fresta byggingu á kjarnorkuveri fyrir Írana. Ákveðið var að fresta henni þar sem Íranar hafa ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna versins. Þetta sagði starfsmaður innan rússnesku kjarnorkumálastofnunarinnar í dag. 19.2.2007 11:50 Osama bin Laden snýr aftur Æðstu leiðtogar Al Kæda eru búnir að endurheimta að mestu leyti stjórn sína yfir hryðjuverkasamtökunum, að sögn bandaríska blaðsins New York Times. Blaðið hefur þetta eftir bandarískum leyniþjónustumönnum, sem segja að bæði Osama bin Laden og næstráðandi hans Ayman al-Zawahri komi nú beint að stjórn samtakanna. 19.2.2007 11:21 Jón Ásgeir spurður út í Thee Viking á fimmtudag Ákveðið hefur verið að ljúka skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu á fimmtudaginn kemur en þá staldrar hann stutt við hér á landi. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19.2.2007 11:19 Fær bætur frá ríkinu vegna líkamsárásar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni rúmar 2,6 milljónir króna í skaðabætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir á veitingastað í höfuðborginni í febrúar fyrir fjórum árum. Lögregla var kölluð á vettvang en þá var árásarmaðurinn á bak og burt og fannst hann aldrei. 19.2.2007 10:57 Engin eiturefni í París 19.2.2007 10:51 Fjórir hálshöggnir í Sádi-Arabíu Fjórir menn frá Sri Lanka voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu, í dag, fyrir ofbeldisfull rán. Þá hafa sextán manns verið teknir af lífi í landinu það sem af er þessu ári. Mennirnir höfðu engan myrt, en hinsvegar sært nokkra með byssuskotum, í ránum sínum. Aftökur í Saudi-Arabíu fara venjulega þannig fram að menn eru 19.2.2007 10:30 Eltu ölvaða bílþjófa inn í Vestfjarðagöng Lögreglan á Ísafirði veitti í gær tveimur mönnum eftirför eftir að þeir höfðu stolið bíl við verslun í bænum. Atvikið varð laust eftir klukkan fimm í gær en þá kom maður til lögreglu og sagði bíl sínum hafa verið stolið. Gat hann bent á bílinn frá lögreglustöðinni þar sem honum var ekið inn Skutulsfjarðarbraut. 19.2.2007 10:11 Eiturefnaárás í París? Franska lögreglan hefur umkringt sendiráð Kanada í París, eftir að starfsmaður þar veiktist eftir að hafa opnað póst. Lögreglumenn í eiturefnabúningum eru þessa stundina að rýma sendiráðið. 19.2.2007 10:07 Ríkislögmaðurinn hélt framhjá Peter Goldsmith ríkislögmaður Breta og bandamaður Tony Blairs forsætisráðherra hefur viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með lögfræðingi. Sambandi hans við ástkonuna, Kim Hollis lauk fyrir nokkrum árum. Hún var fyrsta konan af asískum uppruna sem var skipuð lögmaður í þágu bresku krúnunnar. Goldsmith lávarður hefur neitað því að hann hafi misnotað aðstöðu sína til að ýta undir frama Hollis. 18.2.2007 20:16 Samfylkinguna hungrar í sigur í vor Núverandi stjórnarflokkar hafa eyðilagt velferðarkerfið, sem jafnaðarmenn voru í forystu um að byggja upp, og það þarf jafnaðarmenn til að endurreisa það, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fjölmennum fundi flokksins um málefni aldraðra í dag. Hún sagði öll lið í keppni hungra í sigur og Samfylkinguna hungraði í sigur í kosningunum í vor. 18.2.2007 18:58 Klámsíðueigandi fyllist hryllingi Vestur-Íslendingur, sem hefur skráð sig á samkomu vefstjóra klámheimasíðna á Íslandi í næsta mánuði, segist fyllast hryllingi vegna þess fréttaflutnings sem verið hefur um samkomuna í íslenskum fjölmiðlum. Hann er hneykslaður á ummælum talskonu Stígamóta, borgarstjórans í Reykjavík og viðskiptaráðherra og minnir á að þau kunni að þurfa að standa við ásakanir um barnaklám og þrælahald fyrir dómstólum. 18.2.2007 18:51 Skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð Suðurstrandarsvegur er skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð, segir útgerðarmaður á Suðurlandi. Bæjarstjóri Ölfuss segir ekki hægt að búa við slík svik. 18.2.2007 18:44 Vonir dvína um viðræður Palestínu, Ísraels og Bandaríkjanna Condoleeza Rice fundaði með forsætisráðherra Ísrael og forseta Palestínu í dag en sameiginlegur fundur með þeim þremur verður á morgun. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, varði þjóðstjórn landsins og bað um biðlund en Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hélt fast við yfirlýsingar sínar frá því í gær um að bæði Bandaríkin og Ísrael myndu hvorki viðurkenna þjóðstjórnina né vinna með henni. 18.2.2007 18:30 Upp í kok af álkjaftæði Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. 18.2.2007 18:17 Internet-fíkill kærir IBM fyrir að reka sig James Pacenza var rekinn frá IBM tölvufyrirtækinu í Bandaríkjunum fyrir að fara á spjallvef klámsíðu í vinnutölvu. Fyrirtækið segir stefnu félagsins alveg skýra og að Pacensa hafi verið varaður við. James fer fram á fimm milljónir bandaríkjadala frá fyrirtækinu undir þeim formerkjum að hann sé háður internetinu og verðskuldi meðferð og samúð, frekar en að vera rekinn. 18.2.2007 17:50 Tekur sjálfstæðar ákvarðanir Forseti íslands þarf ekki að bera neinar ákvarðanir undir Forsætisráðuneytið eða Utanríkisráðuneytið. Hann tekur sjálfstæðar ákvarðanir og sækir umboð sitt til þjóðarinnar en ekki stjórnvalda. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson í þættinum Silfri Egils í dag um gagnrýni Halldórs Blöndals þingmanns Sjálfstæðisflokksins á setu hans í þróunarráði Indlands. 18.2.2007 17:26 Ungabarnabeinagrindur í plastpoka Lögreglan á Indlandi fann plastpoka með leifum beinagrinda að minnsta kosti sex ungabarna nýverið. Pokinn fannst við leit á lóð sjúkrahúss í bænum Ratlam á mið-Indlandi. Óttast er að beinin geti verið vísbending um ólöglegar fóstureyðingar foreldra, sem vilja velja hvort kynið þau eignast. Pokinn fannst eftir ábendingu frá heimamanni. 18.2.2007 17:00 Segulljós rannsökuð í geimferð Delta II geimflaug Nasa geimferðastofnunnarinnar tók á loft í gærkvöldi frá Canaveral höfða í Florida. Seinkun varð á geimskotinu vegna vinds. Geimferðin ber heitið "Themis" og er ætlað að fá frekari innsýn inn í hvað orsakar segulljós og þá ljósadýrð sem getur skapast í himingeimnum. Vísindamenn eru á höttunum eftir upplýsingum um hvað hrindir af stað skyndilegri birtingu ljósa. 18.2.2007 16:45 Þjóðhátíð Austurlands haldin í dag Í dag er Þjóðahátíð Austurlands haldin í fjórða skiptið í Félagsheimilinu Skrúði í Fáskrúðsfirði. Á þjóðhátíðinni kynna erlendir Austfirðingar menningu heimalands síns. Markmið hátíðarinnar er að styrkja samskipti og samgang, skilning og vináttu milli allra íbúa Austurlands. 18.2.2007 15:53 Embætti umboðsmanns aldraðra verði stofnað Velferð eldri borgara verði í öndvegi næsta kjörtímabil og stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra. Þetta eru áhersluatriði Samfylkingarinnar og samtakanna 60+ í málefnum eldri borgara. Í yfirlýsingu segir að lögð sé áhersla á mannsæmandi lífeyri, svigrúm til að auka tekjur án skerðingar tryggingabóta og sanngjarna skattlagningu aldraðra. 18.2.2007 15:31 Synjunarvald forsetans er vilji þjóðarinnar Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segist vera sannfærður um það að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vilji halda í synjunarvald forsetans. Eðli stjórnmálanna sé þannig að völd fari oft í taugarnar á þeim sem vilji hafa þau sjálfir. Menn megi hinsvegar ekki gleyma því að grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar sé að valdið sé hjá þjóðinni - ekki þinginu eins og til að mynda í Bretlandi. 18.2.2007 14:52 62 létust í sprengingum í Baghdad Tala látinna í tveimur bílasprengingum í Baghdad í Írak í dag heldur áfram að hækka. Nú er staðfest að 62 létust og í það minnsta 120 slösuðust. Önnur sprengjan sprakk á markaði síja í nýjum hluta höfuðborgarinnar og hin í Sadr hverfinu. Um er að ræða mannskæðustu árásir síðan á miðvikudag þegar herir Bandaríkjamanna og Íraka tóku höndum saman um að skera upp herör gegn uppreisnarmönnum í landinu. 18.2.2007 13:58 Sjá næstu 50 fréttir
Vill ekki að klámiðnaður nái fótfestu hér á landi Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að hann vildi ekki að klámiðnaðurinn næði fótfestu hér á landi. Með því tók hann undir orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem gerði fund fólks úr klámiðnaði hér á landi í byrjun marsmánaðar að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi. 19.2.2007 15:17
‘Liberals’ Reveal Link Between Terrorism, Drug Trafficking The Icelandic Parliament saw some action last week, as representatives of the Progressive and Liberal parties argued heavily over the nature of terrorism. Spurred by MP (and recent liberal addition) Valdimar Leó Friðriksson’s claims that infamous terrorists had at times been apprehended at the Keflavík International Airport, Keflavík police authorities stated that no known terrorists had thus far been captured at the airport. In response to the statement, Progressive MP Guðjón Ólafur Jónsson called for Liberal MPs to enlighten the parliament of exactly which terrorists had been apprehended to their knowledge. 19.2.2007 15:16
Sat sinn fyrsta fund í þingflokknum í dag Forseti Alþingis las við upphaf þingfundar nú klukkan 15:00 tilkynningu um inngöngu Kristins H. Gunnarssonar í þingflokk Frjálslynda flokksins. Kristinn hefur skráð sig sem félaga í Frjálslynda flokknum og sat hann í dag sinn fyrsta formlega fund með þingflokknum. 19.2.2007 15:10
Múhameð mógðaður aftur Sádi-Arabía hefur krafist þess að hollenski stjórnmálamaðurinn Geert Wilders dragi til baka og biðjist biðjist afsökunar á ummælum sínum um kóraninn í síðustu viku. Þess er einnig krafist að hollenska ríkisstjórnin stöðvi frekari yfirlýsingar af þessu tagi. Menn velta því fyrir sér hvort nýtt teiknimyndamál sé í uppsiglingu. 19.2.2007 14:41
Virða þarf ferða- og fundafrelsi Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun vegna einhliða fréttaflutnings af væntanlegum fundi fólks úr klámiðnaðnum hérlendis. Þar kemur fram að virða þurfi frelsi fólks til að ferðast og eiga fundi. 19.2.2007 14:37
Höfnuðu beiðni Greenpeace um sýnatöku Greenpeace-samtökin vilja rannsaka magn eiturefna í hvalaafurðum. Beiðni þeirra til Sorpurðunar Vesturlands um sýnatöku á urðunarsvæði fyrirtækisins í Fíflholtum á Mýrum var hafnað í síðustu viku. Sorpurðun Vesturlands er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi. 19.2.2007 13:59
Dæmd fyrir vörslu á hálfu kílói af amfetamíni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm skilorðsbundna, fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir hálft kíló af amfetamíni og um fimm grömm af hassi. Konan játaði brot sitt en bar fyrir dómi að hún hefði einungis haft amfetamínið í sinni vörslu í innan við sólarhring. 19.2.2007 13:52
Nýjar myndir af yfirborði Mars Allt lítur út fyrir að vatn hafi eitt sinn runnið á yfirborði Mars á nýjum myndum frá könnunarfari NASA sem sveimar nú á sporbaug um reikistjörnuna rauðu. Myndirnar sýna að yfirborð Mars líkist nokkuð eyðimörkum suðvesturríkja Bandaríkjanna og á því eru rákir sem líkjast uppþornuðum árfarvegum. 19.2.2007 13:37
Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. 19.2.2007 13:35
Forseti Djíbútís kemur til landsins Forseti Djíbútís, Ismail Omar Guelleh, er væntanlegur hingað til lands nú eftir hádegið í svokallaða vinnuferð sem stendur fram á eftirmiðdag á morgun. Með honum í för eru utanríkisráðherra Djíbútís og sendinefnd skipuð embættismönnum og sérfræðingum á sviði jarðhitanýtingar. 19.2.2007 13:22
105 teknir fyrir hraðakstur í borginni um helgina Hundrað og fimm ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá henni. Allmargir þeirra óku á tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. 19.2.2007 13:15
Mótmæla stækkun bandarískrar herstöðvar Tugþúsundir manna á Ítalíu taka þátt í að mótmæla fyrirhugaðri stækkun bandarískrar herstöðvar við borgina Vicensa. Ríkisstjórn Ítalíu er klofin í málinu og mótmælendur hóta að koma í veg fyrir stækkunina með því að leggjast fyrir framan jarðýturnar. 19.2.2007 13:15
Fjölmenni á Þjóðahátíð Austurlands Austfirðingur héldu í gær sína árlegu Þjóðahátíð, í þetta sinn í Félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin eyrsta en þar kynna erlendir Austfirðingar menningu heimalands síns. 19.2.2007 13:15
Gengið frá kæru vegna rasks í Heiðmörk í kvöld Skógræktarfélag Reykjavíkur gengur formlega frá kæru á hendur Kópavogsbæ vegna jarðrasks í Heiðmörk, á aukastjórnarfundi félagsins í kvöld. Verktakafélagið Klæðning verður líka kært en það hefur annast framkvæmdir fyrir bæinn án framkvæmdaleyfis og valdið talsverðu jarðraski og gróðurskemmdum. 19.2.2007 13:00
Gæslan skoðar svæði þar sem olíublautir fuglar hafa fundist Í undirbúningi er að Landhelgisgæslan skoði í dag úr lofti hafsvæðið úti af Garðsskaga á Reykjanesi eftir að olíublautir sjófuglar fundust þar í hundraðatali um helgina. Umhverfisstofnun er að gera ráðstafanir til að fanga fugl til rannsóknar en ljóst er að olía hefur ekki borist upp í fjörur. 19.2.2007 12:45
Bolla, bolla, bolla Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að bolludagurinn er í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 fór á stúfana og leitaði að bollum. 19.2.2007 12:30
Handtekinn vegna bréfsprengjuárása Breska lögreglan handtók í morgun karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um aðild að bréfasprengjuárásum víða á Bretlandseyjum fyrr í mánuðinum. Að sögn breskra miðla var maðurinn handtekinn í Cambridgeshire. 19.2.2007 12:30
Pólverjar og Tékkar segja já við loftvarnarkerfi Pólland og Tékkland samþykkja líklega beiðni Bandaríkjamanna um að fá að setja upp loftvarnarkerfi á landsvæðum ríkjanna. Forsætisráðherrar landanna skýrðu frá þessu á sameiginlegum fréttamannafundi í dag. 19.2.2007 12:15
Engin áþreifanleg niðurstaða Engin áþreifanleg niðurstaða fékkst eftir fund leiðtoga Ísraels og Palestínumanna með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Jerúsalem í morgun. Rice segir viðræðum verða haldið áfram. Markmið fundarins var að koma friðarviðræðunum fyrir botni Miðjarðarhafs aftur af stað. 19.2.2007 12:15
Sætir geðrannsókn vegna íkveikju Kona er grunuð um að hafa kveikt í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gærkvöldi og með því stofnað lífi og limum samborgara sinna í hættu. Konan hafði komið sér út og yfir í aðra íbúð en lét ekki vita af eldinum. Hún var í annarlegu ástandi þegar hún fannst og verður gert að gangast undir geðrannsókn. 19.2.2007 12:05
Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnaklámsmynda Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnarklámsmynda. Myndirnar fundust í tveimur tölvum í eigu mannsins eftir að lögregla hafði gert húsleit hjá honum í september í fyrra. 19.2.2007 12:01
Átök innan Sjúkraliðafélags Íslands Átök eru innan Sjúkraliðafélags Íslands og hefur félagið klofnað í tvær fylkingar vegna afstöðu til nýrrar námsleiðar, sem gefur færi á styttra námi til sjúkraliða. Vegna málsins stefnir hópur óánægðra sjúkraliða að því að fella Kristínu Á. Guðmundsdóttur, sem stýrt hefur félaginu í rúma tvo áratugi, úr formannsembættinu. 19.2.2007 11:59
Rússar fresta byggingu kjarnorkuvers í Íran Rússar ætla sér að fresta byggingu á kjarnorkuveri fyrir Írana. Ákveðið var að fresta henni þar sem Íranar hafa ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna versins. Þetta sagði starfsmaður innan rússnesku kjarnorkumálastofnunarinnar í dag. 19.2.2007 11:50
Osama bin Laden snýr aftur Æðstu leiðtogar Al Kæda eru búnir að endurheimta að mestu leyti stjórn sína yfir hryðjuverkasamtökunum, að sögn bandaríska blaðsins New York Times. Blaðið hefur þetta eftir bandarískum leyniþjónustumönnum, sem segja að bæði Osama bin Laden og næstráðandi hans Ayman al-Zawahri komi nú beint að stjórn samtakanna. 19.2.2007 11:21
Jón Ásgeir spurður út í Thee Viking á fimmtudag Ákveðið hefur verið að ljúka skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu á fimmtudaginn kemur en þá staldrar hann stutt við hér á landi. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19.2.2007 11:19
Fær bætur frá ríkinu vegna líkamsárásar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni rúmar 2,6 milljónir króna í skaðabætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir á veitingastað í höfuðborginni í febrúar fyrir fjórum árum. Lögregla var kölluð á vettvang en þá var árásarmaðurinn á bak og burt og fannst hann aldrei. 19.2.2007 10:57
Fjórir hálshöggnir í Sádi-Arabíu Fjórir menn frá Sri Lanka voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu, í dag, fyrir ofbeldisfull rán. Þá hafa sextán manns verið teknir af lífi í landinu það sem af er þessu ári. Mennirnir höfðu engan myrt, en hinsvegar sært nokkra með byssuskotum, í ránum sínum. Aftökur í Saudi-Arabíu fara venjulega þannig fram að menn eru 19.2.2007 10:30
Eltu ölvaða bílþjófa inn í Vestfjarðagöng Lögreglan á Ísafirði veitti í gær tveimur mönnum eftirför eftir að þeir höfðu stolið bíl við verslun í bænum. Atvikið varð laust eftir klukkan fimm í gær en þá kom maður til lögreglu og sagði bíl sínum hafa verið stolið. Gat hann bent á bílinn frá lögreglustöðinni þar sem honum var ekið inn Skutulsfjarðarbraut. 19.2.2007 10:11
Eiturefnaárás í París? Franska lögreglan hefur umkringt sendiráð Kanada í París, eftir að starfsmaður þar veiktist eftir að hafa opnað póst. Lögreglumenn í eiturefnabúningum eru þessa stundina að rýma sendiráðið. 19.2.2007 10:07
Ríkislögmaðurinn hélt framhjá Peter Goldsmith ríkislögmaður Breta og bandamaður Tony Blairs forsætisráðherra hefur viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með lögfræðingi. Sambandi hans við ástkonuna, Kim Hollis lauk fyrir nokkrum árum. Hún var fyrsta konan af asískum uppruna sem var skipuð lögmaður í þágu bresku krúnunnar. Goldsmith lávarður hefur neitað því að hann hafi misnotað aðstöðu sína til að ýta undir frama Hollis. 18.2.2007 20:16
Samfylkinguna hungrar í sigur í vor Núverandi stjórnarflokkar hafa eyðilagt velferðarkerfið, sem jafnaðarmenn voru í forystu um að byggja upp, og það þarf jafnaðarmenn til að endurreisa það, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fjölmennum fundi flokksins um málefni aldraðra í dag. Hún sagði öll lið í keppni hungra í sigur og Samfylkinguna hungraði í sigur í kosningunum í vor. 18.2.2007 18:58
Klámsíðueigandi fyllist hryllingi Vestur-Íslendingur, sem hefur skráð sig á samkomu vefstjóra klámheimasíðna á Íslandi í næsta mánuði, segist fyllast hryllingi vegna þess fréttaflutnings sem verið hefur um samkomuna í íslenskum fjölmiðlum. Hann er hneykslaður á ummælum talskonu Stígamóta, borgarstjórans í Reykjavík og viðskiptaráðherra og minnir á að þau kunni að þurfa að standa við ásakanir um barnaklám og þrælahald fyrir dómstólum. 18.2.2007 18:51
Skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð Suðurstrandarsvegur er skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð, segir útgerðarmaður á Suðurlandi. Bæjarstjóri Ölfuss segir ekki hægt að búa við slík svik. 18.2.2007 18:44
Vonir dvína um viðræður Palestínu, Ísraels og Bandaríkjanna Condoleeza Rice fundaði með forsætisráðherra Ísrael og forseta Palestínu í dag en sameiginlegur fundur með þeim þremur verður á morgun. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, varði þjóðstjórn landsins og bað um biðlund en Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hélt fast við yfirlýsingar sínar frá því í gær um að bæði Bandaríkin og Ísrael myndu hvorki viðurkenna þjóðstjórnina né vinna með henni. 18.2.2007 18:30
Upp í kok af álkjaftæði Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. 18.2.2007 18:17
Internet-fíkill kærir IBM fyrir að reka sig James Pacenza var rekinn frá IBM tölvufyrirtækinu í Bandaríkjunum fyrir að fara á spjallvef klámsíðu í vinnutölvu. Fyrirtækið segir stefnu félagsins alveg skýra og að Pacensa hafi verið varaður við. James fer fram á fimm milljónir bandaríkjadala frá fyrirtækinu undir þeim formerkjum að hann sé háður internetinu og verðskuldi meðferð og samúð, frekar en að vera rekinn. 18.2.2007 17:50
Tekur sjálfstæðar ákvarðanir Forseti íslands þarf ekki að bera neinar ákvarðanir undir Forsætisráðuneytið eða Utanríkisráðuneytið. Hann tekur sjálfstæðar ákvarðanir og sækir umboð sitt til þjóðarinnar en ekki stjórnvalda. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson í þættinum Silfri Egils í dag um gagnrýni Halldórs Blöndals þingmanns Sjálfstæðisflokksins á setu hans í þróunarráði Indlands. 18.2.2007 17:26
Ungabarnabeinagrindur í plastpoka Lögreglan á Indlandi fann plastpoka með leifum beinagrinda að minnsta kosti sex ungabarna nýverið. Pokinn fannst við leit á lóð sjúkrahúss í bænum Ratlam á mið-Indlandi. Óttast er að beinin geti verið vísbending um ólöglegar fóstureyðingar foreldra, sem vilja velja hvort kynið þau eignast. Pokinn fannst eftir ábendingu frá heimamanni. 18.2.2007 17:00
Segulljós rannsökuð í geimferð Delta II geimflaug Nasa geimferðastofnunnarinnar tók á loft í gærkvöldi frá Canaveral höfða í Florida. Seinkun varð á geimskotinu vegna vinds. Geimferðin ber heitið "Themis" og er ætlað að fá frekari innsýn inn í hvað orsakar segulljós og þá ljósadýrð sem getur skapast í himingeimnum. Vísindamenn eru á höttunum eftir upplýsingum um hvað hrindir af stað skyndilegri birtingu ljósa. 18.2.2007 16:45
Þjóðhátíð Austurlands haldin í dag Í dag er Þjóðahátíð Austurlands haldin í fjórða skiptið í Félagsheimilinu Skrúði í Fáskrúðsfirði. Á þjóðhátíðinni kynna erlendir Austfirðingar menningu heimalands síns. Markmið hátíðarinnar er að styrkja samskipti og samgang, skilning og vináttu milli allra íbúa Austurlands. 18.2.2007 15:53
Embætti umboðsmanns aldraðra verði stofnað Velferð eldri borgara verði í öndvegi næsta kjörtímabil og stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra. Þetta eru áhersluatriði Samfylkingarinnar og samtakanna 60+ í málefnum eldri borgara. Í yfirlýsingu segir að lögð sé áhersla á mannsæmandi lífeyri, svigrúm til að auka tekjur án skerðingar tryggingabóta og sanngjarna skattlagningu aldraðra. 18.2.2007 15:31
Synjunarvald forsetans er vilji þjóðarinnar Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segist vera sannfærður um það að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vilji halda í synjunarvald forsetans. Eðli stjórnmálanna sé þannig að völd fari oft í taugarnar á þeim sem vilji hafa þau sjálfir. Menn megi hinsvegar ekki gleyma því að grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar sé að valdið sé hjá þjóðinni - ekki þinginu eins og til að mynda í Bretlandi. 18.2.2007 14:52
62 létust í sprengingum í Baghdad Tala látinna í tveimur bílasprengingum í Baghdad í Írak í dag heldur áfram að hækka. Nú er staðfest að 62 létust og í það minnsta 120 slösuðust. Önnur sprengjan sprakk á markaði síja í nýjum hluta höfuðborgarinnar og hin í Sadr hverfinu. Um er að ræða mannskæðustu árásir síðan á miðvikudag þegar herir Bandaríkjamanna og Íraka tóku höndum saman um að skera upp herör gegn uppreisnarmönnum í landinu. 18.2.2007 13:58