Fleiri fréttir Vill ekki í stríð við unga fólkið Skotárás á bíl lögreglumanns á Blönduósi í lok desember er óupplýst en í síðustu viku játuðu hins vegar tveir ungir menn að hafa sprengt heimatilbúna sprengju við heimili annars lögreglumanns sem býr á Skagaströnd. Sýslumaðurinn á Blönduósi vill vinna með unga fólkinu á staðnum en ekki fara í stríð við það. 18.2.2007 12:30 Hvetur banka til að lækka álögur Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hvetur bankana eindregið til að lækka gjöld á almenning og segir þá hafa fjárhagslega burði til þess. Hann segir ekki ástæðu til að rannsaka sérstaklega meint samráð bankanna. Við séum nú stödd þar sem hagsveiflan sé ekki að öllu leyti gengin niður og vextir því háir. 18.2.2007 12:09 Færeysk þjóðhetja teflir til vinnings í Reykjavík Viktor Nitander frá Svíþjóð er efstur í A-flokki á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fer í Reykjavík, með þrjá og hálfan vinning eftir fjórar skákir. Dagur Arngrímsson frá Íslandi og Helgi Dam Ziska frá Færeyjum eru báðir í öðru sæti með þrjá vinninga. 18.2.2007 12:00 Kirkjan harmar fyrirhugaða klámráðstefnu Fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda á Íslandi er harkaleg áminning til þjóðarinnar að halda vöku sinni og taka höndum saman gegn klámi. Þetta segir í yfirlýsingu frá Karli Sigurbjörnssyni biskupi og Ólafi Jóhannessyni formanni Prestafélags Íslands. Þeir harma að hópur klámframleiðenda hyggist halda fund hér á landi í tengslum við vinnu sína. 18.2.2007 11:57 Bretar áhyggjufullir vegna unglingadrykkju Breskir læknar vilja sérstök meðferðarúrræði fyrir börn með áfengissýki. Börn allt niður í 12 ára aldur eru greind sem alkahólistar. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu The Independent. Vaxandi áhyggjur eru í Bretlandi vegna mikillar áfengisdrykkju. Aldrei hafa jafn margir unglingar frá tólf ára aldri þurft læknisaðstoð vegna hliðarverkana áfengisdrykkju. 18.2.2007 11:10 Hálka á heiðum Flughálka er á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Hálka er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Greiðfært er um allt Suður- og Vesturland, þó eru sumstaðar hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum, Norður-og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir. 18.2.2007 10:45 Hóta að sniðganga Palestínustjórn Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa fallist á að sniðganga nýja þjóðstjórn Palestínumanna nema stjórnin viðurkenni Ísraelríki og láti af ofbeldisverkum gegn Ísraelum. Ekkert samstarf verði á milli Ísraela og Palestínumanna ef af þessu verði ekki. Þessu lýsti Ehud Olmert yfir í aðdraganda viðræðna milli hans og utanríkisráðherra Bandaríkjanna Condoleezzu Rice. 18.2.2007 10:30 Skíðasvæði opin á Norðurlandi og Vestfjörðum Skíðasvæði eru opin víða á landinu. Hlíðarfjall er opið frá klukkan níu til fimm. Þriggja stiga frost var í fjallinu klukkan átta í morgun. Flestar skíðalyftur eru opnar og skíðafærið er frekar hart. Skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalandsdal við Ísafjörð eru opin frá klukkan tíu til fimm. Þar er ágætis færi, hiti við frostmark og skýjað en sér í sólarglætu út við Djúpið. 18.2.2007 10:15 Eldur í bíl á Grettisgötu Eldur kviknaði í bifreið í bílageymslu á Grettisgötu laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma, en bifreiðin er líklega ónýt. Svæðinu var lokað á meðan rannsókn fór fram, en grunur er um að kveikt hafi verið í bílnum. 18.2.2007 14:00 Fuglaflensa staðfest í Rússlandi Tvö tilfelli fuglaflensu hafa verið staðfest í Rússlandi sem hið banvæna afbrigði H5N1. Tilfellin tvö komu upp á tveimur stöðum vestur og suður af Moskvuborg í gærkvöldi. Frekari sýni verða tekin á morgun. Rannsókn þeirra mun leiða í ljós hversu hættulegur vírusinn er. Ekki hefur verið tilkynnt um fuglaflensusmit í mönnum enn sem komið er í Rússlandi. 17.2.2007 20:15 Þúsundir Ítala mótmæltu í Vicenza Þúsundir Ítala mótmæltu stækkun bækistöðvar Bandaríska hersins í borginni Vicenza á Ítalíu í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja meirihluta bæjarbúa mótfallna áformum bandaríska hersins. Þeir segja Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu hafa hunsað mótbárur þeirra gegn stækkuninni. 17.2.2007 20:00 Öldungadeild hafnar ályktun fulltrúadeildar Öldungadeild Bandaríkjaþings neitaði í dag að samþykkja ályktun sem fordæmir ákvörðun Bush forseta um að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeild bandaríska þingsins með 246 atkvæðum gegn 182. Þetta er í annað skiptið á hálfum mánuði sem demókrötum í öldungadeildinni mistekst að vinna á mótstöðu repúblíkana og ná viðunandi fjölda atkvæða til að koma máli í gegn. 17.2.2007 19:36 Þúsundir á Háskóladegi Háskólanemum á Íslandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á fimm árum. Fjöldi ungmenna mætti til að kynna sér námsframboð á Háskóladeginum sem haldinn var í dag. 17.2.2007 18:43 Stefnir í uppsagnarferli hjá grunnskólakennurum Formaður Félags grunnskólakennara segir margt benda til að það stefni í uppsagnir hjá kennurum, ef ekki semst fljótlega um kjarabætur þeim til handa. Kennarar vilja sex til sjö prósentustiga hækkun launa, en sveitarfélögin bjóða tvö prósent. 17.2.2007 18:42 Bankarnir hunsuðu Samkeppniseftirlitið Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. 17.2.2007 18:30 Blaðamannaverðlaun Íslands afhent Blaðamannaverðlaun Íslands voru veitt í fjórða sinn á Hótel Holti nú rétt í þessu. Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss hlaut verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennsku ársins 2006. Verðlaunin hlýtur hann fyrir afhjúpandi umfjöllun um málefni barnaníðinga og um Byrgið. Auðunn Arnórsson á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um Evrópumál og Davíð Logi Sigurðsson á Morgunblaðinu hlaut verðlaunin í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins. 17.2.2007 17:42 Bæjarstjóri eða áldrottning? Fyrrverandi bæjarstjóri í Garði segir núverandi bæjarstjóra stefna að því að verða áldrottning. Sigurður Jónsson sem nú er sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi sendir meirihluta bæjarstjórnar í Garði tóninn á bloggsíðu sinni og gagnrýnnir umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. 17.2.2007 17:24 Sjö létust í eldsvoða í Pennsylvaníu Sjö manns létust, þar af sex börn, þegar kviknaði í húsi í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum. Börnin voru á aldrinum tveggja til tíu ára, en kona um tvítugt lést einnig í eldsvoðanum. Nokkrir fullorðnir komust úr húsinu þegar eldurinn kviknaði klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Ekki er enn vitað um orsök eldsins, en húsið var timburhús í Franklin rétt við Pittsburg. 17.2.2007 16:56 Kennarar langt á eftir launaþróun annara stétta Verðbólga og launaþróun hefur verið langt umfram það sem búast mátti við þegar kennarar voru "þvingaðir" til að samþykkja núverandi kjarasamning árið 2004. Þeir eru nú lægst launaðir allra uppeldis- og menntastétta. Þetta segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara í yfirlýsingu vegna frétta um að kennurum hafi verið boðin hækkun umfram samninga. 17.2.2007 16:03 Grunur um fuglaflensutilvik í grennd við Moskvu Fuglaflensu hefur orðið vart í dauðum fuglum nálægt Moskvu og kanna nú rússnesk yfirvöld hvort um sé að ræða hina banvænu veiru H5N1. 17.2.2007 16:00 Fékk rúðu í höfuðið Níu ára stúlka fékk stykki úr rúðu á höfuðið þegar hún gekk niður Laugaveg í dag. Lögreglan fékk tilkynningu um heimilisófrið í húsi við Laugaveg sem endaði með því að tösku var kastað í rúðu með einföldu gleri. Stórt stykki féll úr rúðunni og lenti flatt á höfði stúlkunnar. Hún var með húfu og í góðri úlpu. Hana sakaði því ekki. 17.2.2007 15:30 Hundur glefsaði í andlit stúlku Sjö ára gömul stúlka varð fyrir minniháttar meiðslum í andliti í dag þegar hundur glefsaði í hana í Vogahverfi í Reykjavík. Stúlkan var flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar. Hundurinn var ekki í ól og vill vakthafandi læknir á slysadeild brýna fyrir fólki að hafa hunda ekki lausa. 17.2.2007 14:55 Átta yfirheyrðir vegna umferðarlagabrota Alls hafa átta manns verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík í vegna umferðarlagabrota frá því seint í gærkvöldi til morguns. Öllum hefur verið sleppt og teljast málin upplýst. Að sögn lögreglu er þetta óvenju mikill fjöldi yfirheyrslna vegna umferðarlagabrota á einum degi. 17.2.2007 14:42 Japanir hafna hjálp frá Greenpeace Japanir hafa neitað að þiggja hjálp frá einu skipi náttúruverndarsamtakanna Greenpeace fyrir japanskt hvalveiðiskip sem er laskað á sjó eftir eld. Yfirvöld á Nýjasjálandi óskuðu eftir að skip Greenpeace fengi að aðstoða hvalveiðiskipið Nisshin Maru í Suðurskautshafi. Þeir óttast að olía geti lekið frá skipinu og spillt stærstu heimkynnum Adelie mörgæsa rétt hjá. 17.2.2007 14:06 Skotinn til bana í London Rúmlega tvítugur maður var skotinn til bana í austurhluta London í morgun. Hann er síðasta fórnarlamb vaxandi byssumenningar í borginni. Tilkynning barst undir morgun um að byssuskot hefðu heyrst í Hackney hverfinu og fann lögregla lík mannsins í kjölfarið. Hann hafði verið skotinn til bana í bíl. 17.2.2007 13:51 F-16 flugmenn uppfylla ekki NATO kröfur Danskir flugmenn F-16 orustuþota uppfylla ekki kröfur NATO um að fljúga 180 flugtíma á ári. Ástæðan er skortur á flugvirkjum danska flughersins. Frá áramótum hafa 12 flugvirkjar annað hvort sagt upp störfum eða óskað eftir launalausu leyfi. Þetta kemur fram í danska blaðinu Berlingske Tidende. Flugvirkjarnir eru ósáttir við lífeyris mál. 17.2.2007 13:09 Tólf létust í sjálfsmorðsárás í miðju réttarhaldi Tólf létust, þar á meðal dómarar og lögfræðingar, í sjálfsmorðsáras í réttarsal í borginni Quetta í Suðvestur-Pakistan í morgun. Hrina sjálfsmorðssprenginga hefur átt sér stað í héraðinu undanfarnar vikur og er lögregla og her í landinu í viðbragðsstöðu. 17.2.2007 12:45 Tveir ökufantar teknir Tveir lögreglubílar skemmdust í gærkvöldi og nótt við að elta uppi ökufanta sem keyrðu á ofsahraða til að sleppa undan lögreglu. Báðir stefndu þeir samborgurum sínum í stórhættu. 17.2.2007 12:21 Háskóladagurinn er í dag Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt í Háskólabíói, Borgarleikhúsinu og húsnæði Kennaraháskólans milli klukkan ellefu og fjögur en Háskóladagurinn er í dag. Boðið er upp á fimmhundruð námsleiðir í íslenskum háskólum sem eru átta talsins. Háskólanemum hefur fjölgað um fjörutíu prósent á fimm árum og síðustu árin hafa þrjú til fjögur þúsund manns kynnt sér námið á háskóladeginum. 17.2.2007 12:08 Bankarnir geta boðið miklu betri kjör Gjaldtaka í íslenska bankakerfinu er með því hæsta sem gerist, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann segir hlálegt að heyra bankamenn vísa í meingallaða könnun sem sýni að hér séu heimsins lægstu þjónustugjöld. Jóhannes krefst þess að bankarnir bjóði fólki betri kjör. 17.2.2007 12:07 Sveitarfélögin bjóða kennurum 2 % umframhækkun Launanefnd sveitarfélaganna hefur boðið grunnskólakennurum tveggja prósenta launahækkun umfram það sem gildandi samningar þeirra við sveitarfélögin kveða á um. Kjarasamningur kennara er í gildi til áramóta en á móti tveggja prósenta viðbótarhækkuninni vilja sveitarfélögin að samningurinn framlengist til vors 2008 17.2.2007 12:06 Klámstarfsfólk á Gullfoss og Geysi Borgarstjórinn í Reykjavík telur að fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda til borgarinnar, geti grafið undan öflugu markaðsstarfi undanfarinna ára, og ímynd landsins sem miðstöðvar heilbrigðs lífernis, lýðræðis og jafnréttis. Meðal þess sem hópur hyggst gera hér á landi er að fara á skíði og skoða Gullfoss og Geysi. 17.2.2007 11:54 Íbúðaverð á hækkaði um rúm 2 prósent Verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um tvö komma þrjú prósent í janúar, miðað við desember, þar af hækkaði sérbýli um tvö komma tvö prósent og fjölbýli um tvö komma fjögur. Verð á íbúðum hefur sveiflast nokkuð milli mánaða undanfarið til hækkunar eða lækkunar. 17.2.2007 11:00 Stakk lögreglu í Keflavík af Sextán ára ökumaður var stöðvaður, grunaður um ölvunarakstur, við reglubundið eftirlit lögreglu í Keflavík um ellefuleytið í gærkvöldi. Drengurinn kom út úr bílnum en þegar hann gekk með lögreglumanni í átt að bíl lögreglunnar tók pilturinn á rás. Lögregla náði ekki að elta hann uppi en fann hann skömmu síðar. 17.2.2007 10:42 Áhrif stefnumörkunar í loftslagsmálum á efnahag Ný stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum getur haft mikil áhrif á efnahag landsins, að mati Samtaka atvinnulífsins. Kröfur ríkisstjórnarinnar beinast þó fyrst og fremst að atvinnulífinu en lítið er hugað að því hvað aðrir aðilar geti gert til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda til að mynda, sveitarfélög, ríki og almenningur. 17.2.2007 10:26 Bjóða kennurum launahækkun umfram samninga Launanefnd sveitarfélaganna hefur boðið grunnskólakennurum tveggja prósenta launahækkun umfram það sem gildandi samningar þeirra við sveitarfélögin kveða á um. Kjarasamningur kennara er í gildi til maí 2008, en í samningnum var gert ráð fyrir endurskoðun á honum síðast liðið haust. Þar skyldi meðal annars tekið tillit til þróunar efnahagsmála. 17.2.2007 10:07 Sprengja í stúlknaskóla í Íran Sprengja sprakk í stúlknaskóla í Zahedan í Íran klukkan tíu í kvöld að staðartíma. Byssumenn skutu á fólk á svæðinu eftir að sprengjan sprakk. Þetta er önnur sprengjan í bænum á þremur dögum. Ekki er vitað hvort einhver lést eða slasaðist í tilræðinu. Öryggisverðir lokuðu götum og umkringdu hús sem þeir töldu byssumennina vera í. 16.2.2007 22:14 Ákvarðanir Bush fordæmdar Ályktun gegn fjölgun bandaríska heraflans í Írak var samþykkt í fulltrúadeild bandaríska þingsins í dag. Ályktunin fordæmir ákvarðanir forsetans um fjölgun í heraflanum í Írak. 246 þingmenn greiddu atkvæði með ályktuninni en 182 gegn. Samþykktin neyðir Bush ekki til aðgerða, en sendir skýr skilaboð um að byrja að senda bandaríska hermenn heim frá Írak. 16.2.2007 21:14 Nasistavín undir hamarinn Flaska af Nasistavíni með mynd af Hitler verður boðin upp í Plymouth í Bretlandi á næstunni. Rauðvínsflaskan “Fuhrerwein” er frá árinu 1943 og markaði 54 ára afmæli Hitlers. Á miðanum á flöskunni er mynd af Hitler í hátísku jakkafötum með bindi. Annar miði á hálsinum skartar mynd af erni sem situr ofan á hakakrossinum. 16.2.2007 20:56 Slapp úr snjóflóði á Hrafnseyrarheiði Maður slapp úr snjóflóði á Hrafnseyrarheiði í dag. Hann var að vinna við að opna veg, sem var ófær vegna snjóþyngsla, þegar snjóflóðið féll. Manninum tókst að handmoka sig út úr tækinu og komast þannig úr flóðinu. Mikil mildi eru að snjóflóðið hreif moksturstækið ekki með sér, því snarbrött hlíð er hinum megin við veginn. 16.2.2007 20:30 Skutu sprengjuvörpum að hersveitum í Sómalíu Árásarmenn í Sómalíu skutu sprengjuvörpum að hersveitum stjórnarinnar og eþíópískum hermönnum í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í dag. Engan sakaði í tilræðinu. Fjórir óbreyttir borgarar létust í röð sprenginga í borginni í gær. Árásin í dag er sú síðasta í röð árása öfgasinna í borginni. 16.2.2007 20:15 Hefur hikstað í þrjár vikur Bandarísk unglingsstúlka virðist hafa orðið fyrir sérlega illu umtali því undanfarnar þrjár vikur hefur hún hikstað án afláts. Stúlkan hikstar um það bil fimmtíu sinnum á mínútu og eru læknar sem hafa rannsakað hana gersamlega ráðþrota yfir þessum hamagangi. 16.2.2007 20:15 73 prósent Reykvíkinga á einkabíl til vinnu 73 prósent Reykvíkinga aka sjálfir til vinnu eða í skóla. Aðeins fjögur prósent eru farþegar í bíl á leið til vinnu. Af sjö stórum borgum á Norðurlöndunum er langmest bílaeign íbúa í Reykjavík. Þá er fjöldi ferða í einkabíl mestur og fjöldi ekinna kílómetra. Þetta kemur fram í símakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar. 16.2.2007 20:03 Enn logar í japanska hvalskipinu Óttast er að umhverfisslys geti verið í uppsiglingu í Suður-Íshafinu eftir að eldur kom upp í japönsku hvalveiðiskipi þar í gær. Hafsvæðið er eitt hið tærasta í heiminum og þar eru einnig varpstöðvar mörgæsa. Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að koma böndum á eldinn hafa skipverjar ekki viljað þiggja hjálp frá umhverfisverndarsinnum á svæðinu. 16.2.2007 19:45 Fiskur á meðgöngu meinhollur Fiskneysla á meðgöngu gerir börnin bæði gáfaðri og betri í samskiptum þegar þau vaxa úr grasi. Þetta er niðurstaða könnunar sem birtist í breska læknatímaritinu Lancet í dag. 16.2.2007 19:15 Sjá næstu 50 fréttir
Vill ekki í stríð við unga fólkið Skotárás á bíl lögreglumanns á Blönduósi í lok desember er óupplýst en í síðustu viku játuðu hins vegar tveir ungir menn að hafa sprengt heimatilbúna sprengju við heimili annars lögreglumanns sem býr á Skagaströnd. Sýslumaðurinn á Blönduósi vill vinna með unga fólkinu á staðnum en ekki fara í stríð við það. 18.2.2007 12:30
Hvetur banka til að lækka álögur Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hvetur bankana eindregið til að lækka gjöld á almenning og segir þá hafa fjárhagslega burði til þess. Hann segir ekki ástæðu til að rannsaka sérstaklega meint samráð bankanna. Við séum nú stödd þar sem hagsveiflan sé ekki að öllu leyti gengin niður og vextir því háir. 18.2.2007 12:09
Færeysk þjóðhetja teflir til vinnings í Reykjavík Viktor Nitander frá Svíþjóð er efstur í A-flokki á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fer í Reykjavík, með þrjá og hálfan vinning eftir fjórar skákir. Dagur Arngrímsson frá Íslandi og Helgi Dam Ziska frá Færeyjum eru báðir í öðru sæti með þrjá vinninga. 18.2.2007 12:00
Kirkjan harmar fyrirhugaða klámráðstefnu Fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda á Íslandi er harkaleg áminning til þjóðarinnar að halda vöku sinni og taka höndum saman gegn klámi. Þetta segir í yfirlýsingu frá Karli Sigurbjörnssyni biskupi og Ólafi Jóhannessyni formanni Prestafélags Íslands. Þeir harma að hópur klámframleiðenda hyggist halda fund hér á landi í tengslum við vinnu sína. 18.2.2007 11:57
Bretar áhyggjufullir vegna unglingadrykkju Breskir læknar vilja sérstök meðferðarúrræði fyrir börn með áfengissýki. Börn allt niður í 12 ára aldur eru greind sem alkahólistar. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu The Independent. Vaxandi áhyggjur eru í Bretlandi vegna mikillar áfengisdrykkju. Aldrei hafa jafn margir unglingar frá tólf ára aldri þurft læknisaðstoð vegna hliðarverkana áfengisdrykkju. 18.2.2007 11:10
Hálka á heiðum Flughálka er á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Hálka er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Greiðfært er um allt Suður- og Vesturland, þó eru sumstaðar hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum, Norður-og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir. 18.2.2007 10:45
Hóta að sniðganga Palestínustjórn Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa fallist á að sniðganga nýja þjóðstjórn Palestínumanna nema stjórnin viðurkenni Ísraelríki og láti af ofbeldisverkum gegn Ísraelum. Ekkert samstarf verði á milli Ísraela og Palestínumanna ef af þessu verði ekki. Þessu lýsti Ehud Olmert yfir í aðdraganda viðræðna milli hans og utanríkisráðherra Bandaríkjanna Condoleezzu Rice. 18.2.2007 10:30
Skíðasvæði opin á Norðurlandi og Vestfjörðum Skíðasvæði eru opin víða á landinu. Hlíðarfjall er opið frá klukkan níu til fimm. Þriggja stiga frost var í fjallinu klukkan átta í morgun. Flestar skíðalyftur eru opnar og skíðafærið er frekar hart. Skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalandsdal við Ísafjörð eru opin frá klukkan tíu til fimm. Þar er ágætis færi, hiti við frostmark og skýjað en sér í sólarglætu út við Djúpið. 18.2.2007 10:15
Eldur í bíl á Grettisgötu Eldur kviknaði í bifreið í bílageymslu á Grettisgötu laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma, en bifreiðin er líklega ónýt. Svæðinu var lokað á meðan rannsókn fór fram, en grunur er um að kveikt hafi verið í bílnum. 18.2.2007 14:00
Fuglaflensa staðfest í Rússlandi Tvö tilfelli fuglaflensu hafa verið staðfest í Rússlandi sem hið banvæna afbrigði H5N1. Tilfellin tvö komu upp á tveimur stöðum vestur og suður af Moskvuborg í gærkvöldi. Frekari sýni verða tekin á morgun. Rannsókn þeirra mun leiða í ljós hversu hættulegur vírusinn er. Ekki hefur verið tilkynnt um fuglaflensusmit í mönnum enn sem komið er í Rússlandi. 17.2.2007 20:15
Þúsundir Ítala mótmæltu í Vicenza Þúsundir Ítala mótmæltu stækkun bækistöðvar Bandaríska hersins í borginni Vicenza á Ítalíu í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja meirihluta bæjarbúa mótfallna áformum bandaríska hersins. Þeir segja Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu hafa hunsað mótbárur þeirra gegn stækkuninni. 17.2.2007 20:00
Öldungadeild hafnar ályktun fulltrúadeildar Öldungadeild Bandaríkjaþings neitaði í dag að samþykkja ályktun sem fordæmir ákvörðun Bush forseta um að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeild bandaríska þingsins með 246 atkvæðum gegn 182. Þetta er í annað skiptið á hálfum mánuði sem demókrötum í öldungadeildinni mistekst að vinna á mótstöðu repúblíkana og ná viðunandi fjölda atkvæða til að koma máli í gegn. 17.2.2007 19:36
Þúsundir á Háskóladegi Háskólanemum á Íslandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á fimm árum. Fjöldi ungmenna mætti til að kynna sér námsframboð á Háskóladeginum sem haldinn var í dag. 17.2.2007 18:43
Stefnir í uppsagnarferli hjá grunnskólakennurum Formaður Félags grunnskólakennara segir margt benda til að það stefni í uppsagnir hjá kennurum, ef ekki semst fljótlega um kjarabætur þeim til handa. Kennarar vilja sex til sjö prósentustiga hækkun launa, en sveitarfélögin bjóða tvö prósent. 17.2.2007 18:42
Bankarnir hunsuðu Samkeppniseftirlitið Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. 17.2.2007 18:30
Blaðamannaverðlaun Íslands afhent Blaðamannaverðlaun Íslands voru veitt í fjórða sinn á Hótel Holti nú rétt í þessu. Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss hlaut verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennsku ársins 2006. Verðlaunin hlýtur hann fyrir afhjúpandi umfjöllun um málefni barnaníðinga og um Byrgið. Auðunn Arnórsson á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um Evrópumál og Davíð Logi Sigurðsson á Morgunblaðinu hlaut verðlaunin í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins. 17.2.2007 17:42
Bæjarstjóri eða áldrottning? Fyrrverandi bæjarstjóri í Garði segir núverandi bæjarstjóra stefna að því að verða áldrottning. Sigurður Jónsson sem nú er sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi sendir meirihluta bæjarstjórnar í Garði tóninn á bloggsíðu sinni og gagnrýnnir umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. 17.2.2007 17:24
Sjö létust í eldsvoða í Pennsylvaníu Sjö manns létust, þar af sex börn, þegar kviknaði í húsi í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum. Börnin voru á aldrinum tveggja til tíu ára, en kona um tvítugt lést einnig í eldsvoðanum. Nokkrir fullorðnir komust úr húsinu þegar eldurinn kviknaði klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Ekki er enn vitað um orsök eldsins, en húsið var timburhús í Franklin rétt við Pittsburg. 17.2.2007 16:56
Kennarar langt á eftir launaþróun annara stétta Verðbólga og launaþróun hefur verið langt umfram það sem búast mátti við þegar kennarar voru "þvingaðir" til að samþykkja núverandi kjarasamning árið 2004. Þeir eru nú lægst launaðir allra uppeldis- og menntastétta. Þetta segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara í yfirlýsingu vegna frétta um að kennurum hafi verið boðin hækkun umfram samninga. 17.2.2007 16:03
Grunur um fuglaflensutilvik í grennd við Moskvu Fuglaflensu hefur orðið vart í dauðum fuglum nálægt Moskvu og kanna nú rússnesk yfirvöld hvort um sé að ræða hina banvænu veiru H5N1. 17.2.2007 16:00
Fékk rúðu í höfuðið Níu ára stúlka fékk stykki úr rúðu á höfuðið þegar hún gekk niður Laugaveg í dag. Lögreglan fékk tilkynningu um heimilisófrið í húsi við Laugaveg sem endaði með því að tösku var kastað í rúðu með einföldu gleri. Stórt stykki féll úr rúðunni og lenti flatt á höfði stúlkunnar. Hún var með húfu og í góðri úlpu. Hana sakaði því ekki. 17.2.2007 15:30
Hundur glefsaði í andlit stúlku Sjö ára gömul stúlka varð fyrir minniháttar meiðslum í andliti í dag þegar hundur glefsaði í hana í Vogahverfi í Reykjavík. Stúlkan var flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar. Hundurinn var ekki í ól og vill vakthafandi læknir á slysadeild brýna fyrir fólki að hafa hunda ekki lausa. 17.2.2007 14:55
Átta yfirheyrðir vegna umferðarlagabrota Alls hafa átta manns verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík í vegna umferðarlagabrota frá því seint í gærkvöldi til morguns. Öllum hefur verið sleppt og teljast málin upplýst. Að sögn lögreglu er þetta óvenju mikill fjöldi yfirheyrslna vegna umferðarlagabrota á einum degi. 17.2.2007 14:42
Japanir hafna hjálp frá Greenpeace Japanir hafa neitað að þiggja hjálp frá einu skipi náttúruverndarsamtakanna Greenpeace fyrir japanskt hvalveiðiskip sem er laskað á sjó eftir eld. Yfirvöld á Nýjasjálandi óskuðu eftir að skip Greenpeace fengi að aðstoða hvalveiðiskipið Nisshin Maru í Suðurskautshafi. Þeir óttast að olía geti lekið frá skipinu og spillt stærstu heimkynnum Adelie mörgæsa rétt hjá. 17.2.2007 14:06
Skotinn til bana í London Rúmlega tvítugur maður var skotinn til bana í austurhluta London í morgun. Hann er síðasta fórnarlamb vaxandi byssumenningar í borginni. Tilkynning barst undir morgun um að byssuskot hefðu heyrst í Hackney hverfinu og fann lögregla lík mannsins í kjölfarið. Hann hafði verið skotinn til bana í bíl. 17.2.2007 13:51
F-16 flugmenn uppfylla ekki NATO kröfur Danskir flugmenn F-16 orustuþota uppfylla ekki kröfur NATO um að fljúga 180 flugtíma á ári. Ástæðan er skortur á flugvirkjum danska flughersins. Frá áramótum hafa 12 flugvirkjar annað hvort sagt upp störfum eða óskað eftir launalausu leyfi. Þetta kemur fram í danska blaðinu Berlingske Tidende. Flugvirkjarnir eru ósáttir við lífeyris mál. 17.2.2007 13:09
Tólf létust í sjálfsmorðsárás í miðju réttarhaldi Tólf létust, þar á meðal dómarar og lögfræðingar, í sjálfsmorðsáras í réttarsal í borginni Quetta í Suðvestur-Pakistan í morgun. Hrina sjálfsmorðssprenginga hefur átt sér stað í héraðinu undanfarnar vikur og er lögregla og her í landinu í viðbragðsstöðu. 17.2.2007 12:45
Tveir ökufantar teknir Tveir lögreglubílar skemmdust í gærkvöldi og nótt við að elta uppi ökufanta sem keyrðu á ofsahraða til að sleppa undan lögreglu. Báðir stefndu þeir samborgurum sínum í stórhættu. 17.2.2007 12:21
Háskóladagurinn er í dag Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt í Háskólabíói, Borgarleikhúsinu og húsnæði Kennaraháskólans milli klukkan ellefu og fjögur en Háskóladagurinn er í dag. Boðið er upp á fimmhundruð námsleiðir í íslenskum háskólum sem eru átta talsins. Háskólanemum hefur fjölgað um fjörutíu prósent á fimm árum og síðustu árin hafa þrjú til fjögur þúsund manns kynnt sér námið á háskóladeginum. 17.2.2007 12:08
Bankarnir geta boðið miklu betri kjör Gjaldtaka í íslenska bankakerfinu er með því hæsta sem gerist, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann segir hlálegt að heyra bankamenn vísa í meingallaða könnun sem sýni að hér séu heimsins lægstu þjónustugjöld. Jóhannes krefst þess að bankarnir bjóði fólki betri kjör. 17.2.2007 12:07
Sveitarfélögin bjóða kennurum 2 % umframhækkun Launanefnd sveitarfélaganna hefur boðið grunnskólakennurum tveggja prósenta launahækkun umfram það sem gildandi samningar þeirra við sveitarfélögin kveða á um. Kjarasamningur kennara er í gildi til áramóta en á móti tveggja prósenta viðbótarhækkuninni vilja sveitarfélögin að samningurinn framlengist til vors 2008 17.2.2007 12:06
Klámstarfsfólk á Gullfoss og Geysi Borgarstjórinn í Reykjavík telur að fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda til borgarinnar, geti grafið undan öflugu markaðsstarfi undanfarinna ára, og ímynd landsins sem miðstöðvar heilbrigðs lífernis, lýðræðis og jafnréttis. Meðal þess sem hópur hyggst gera hér á landi er að fara á skíði og skoða Gullfoss og Geysi. 17.2.2007 11:54
Íbúðaverð á hækkaði um rúm 2 prósent Verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um tvö komma þrjú prósent í janúar, miðað við desember, þar af hækkaði sérbýli um tvö komma tvö prósent og fjölbýli um tvö komma fjögur. Verð á íbúðum hefur sveiflast nokkuð milli mánaða undanfarið til hækkunar eða lækkunar. 17.2.2007 11:00
Stakk lögreglu í Keflavík af Sextán ára ökumaður var stöðvaður, grunaður um ölvunarakstur, við reglubundið eftirlit lögreglu í Keflavík um ellefuleytið í gærkvöldi. Drengurinn kom út úr bílnum en þegar hann gekk með lögreglumanni í átt að bíl lögreglunnar tók pilturinn á rás. Lögregla náði ekki að elta hann uppi en fann hann skömmu síðar. 17.2.2007 10:42
Áhrif stefnumörkunar í loftslagsmálum á efnahag Ný stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum getur haft mikil áhrif á efnahag landsins, að mati Samtaka atvinnulífsins. Kröfur ríkisstjórnarinnar beinast þó fyrst og fremst að atvinnulífinu en lítið er hugað að því hvað aðrir aðilar geti gert til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda til að mynda, sveitarfélög, ríki og almenningur. 17.2.2007 10:26
Bjóða kennurum launahækkun umfram samninga Launanefnd sveitarfélaganna hefur boðið grunnskólakennurum tveggja prósenta launahækkun umfram það sem gildandi samningar þeirra við sveitarfélögin kveða á um. Kjarasamningur kennara er í gildi til maí 2008, en í samningnum var gert ráð fyrir endurskoðun á honum síðast liðið haust. Þar skyldi meðal annars tekið tillit til þróunar efnahagsmála. 17.2.2007 10:07
Sprengja í stúlknaskóla í Íran Sprengja sprakk í stúlknaskóla í Zahedan í Íran klukkan tíu í kvöld að staðartíma. Byssumenn skutu á fólk á svæðinu eftir að sprengjan sprakk. Þetta er önnur sprengjan í bænum á þremur dögum. Ekki er vitað hvort einhver lést eða slasaðist í tilræðinu. Öryggisverðir lokuðu götum og umkringdu hús sem þeir töldu byssumennina vera í. 16.2.2007 22:14
Ákvarðanir Bush fordæmdar Ályktun gegn fjölgun bandaríska heraflans í Írak var samþykkt í fulltrúadeild bandaríska þingsins í dag. Ályktunin fordæmir ákvarðanir forsetans um fjölgun í heraflanum í Írak. 246 þingmenn greiddu atkvæði með ályktuninni en 182 gegn. Samþykktin neyðir Bush ekki til aðgerða, en sendir skýr skilaboð um að byrja að senda bandaríska hermenn heim frá Írak. 16.2.2007 21:14
Nasistavín undir hamarinn Flaska af Nasistavíni með mynd af Hitler verður boðin upp í Plymouth í Bretlandi á næstunni. Rauðvínsflaskan “Fuhrerwein” er frá árinu 1943 og markaði 54 ára afmæli Hitlers. Á miðanum á flöskunni er mynd af Hitler í hátísku jakkafötum með bindi. Annar miði á hálsinum skartar mynd af erni sem situr ofan á hakakrossinum. 16.2.2007 20:56
Slapp úr snjóflóði á Hrafnseyrarheiði Maður slapp úr snjóflóði á Hrafnseyrarheiði í dag. Hann var að vinna við að opna veg, sem var ófær vegna snjóþyngsla, þegar snjóflóðið féll. Manninum tókst að handmoka sig út úr tækinu og komast þannig úr flóðinu. Mikil mildi eru að snjóflóðið hreif moksturstækið ekki með sér, því snarbrött hlíð er hinum megin við veginn. 16.2.2007 20:30
Skutu sprengjuvörpum að hersveitum í Sómalíu Árásarmenn í Sómalíu skutu sprengjuvörpum að hersveitum stjórnarinnar og eþíópískum hermönnum í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í dag. Engan sakaði í tilræðinu. Fjórir óbreyttir borgarar létust í röð sprenginga í borginni í gær. Árásin í dag er sú síðasta í röð árása öfgasinna í borginni. 16.2.2007 20:15
Hefur hikstað í þrjár vikur Bandarísk unglingsstúlka virðist hafa orðið fyrir sérlega illu umtali því undanfarnar þrjár vikur hefur hún hikstað án afláts. Stúlkan hikstar um það bil fimmtíu sinnum á mínútu og eru læknar sem hafa rannsakað hana gersamlega ráðþrota yfir þessum hamagangi. 16.2.2007 20:15
73 prósent Reykvíkinga á einkabíl til vinnu 73 prósent Reykvíkinga aka sjálfir til vinnu eða í skóla. Aðeins fjögur prósent eru farþegar í bíl á leið til vinnu. Af sjö stórum borgum á Norðurlöndunum er langmest bílaeign íbúa í Reykjavík. Þá er fjöldi ferða í einkabíl mestur og fjöldi ekinna kílómetra. Þetta kemur fram í símakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar. 16.2.2007 20:03
Enn logar í japanska hvalskipinu Óttast er að umhverfisslys geti verið í uppsiglingu í Suður-Íshafinu eftir að eldur kom upp í japönsku hvalveiðiskipi þar í gær. Hafsvæðið er eitt hið tærasta í heiminum og þar eru einnig varpstöðvar mörgæsa. Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að koma böndum á eldinn hafa skipverjar ekki viljað þiggja hjálp frá umhverfisverndarsinnum á svæðinu. 16.2.2007 19:45
Fiskur á meðgöngu meinhollur Fiskneysla á meðgöngu gerir börnin bæði gáfaðri og betri í samskiptum þegar þau vaxa úr grasi. Þetta er niðurstaða könnunar sem birtist í breska læknatímaritinu Lancet í dag. 16.2.2007 19:15