Samfylkinguna hungrar í sigur í vor 18. febrúar 2007 18:58 Núverandi stjórnarflokkar hafa eyðilagt velferðarkerfið, sem jafnaðarmenn voru í forystu um að byggja upp, og það þarf jafnaðarmenn til að endurreisa það, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fjölmennum fundi flokksins um málefni aldraðra í dag. Hún sagði öll lið í keppni hungra í sigur og Samfylkinguna hungraði í sigur í kosningunum í vor. Ingibjörg Sólrún fór yfir stefnumál Samfylkingarinnar í málefnum aldraðra á fundi með 60 plús hópi flokksins á yfir 300 manna fundi á Nordica í dag. Þar brýndi hún flokksmenn til baráttu fyrir kosningarnar í vor, sem hún líkti við keppnisleik. "Það er alltaf þannig að liðið sem er að keppa á vellinum verður að hungra í sigur. Og okkur í Samfylkingunni hungrar í sigur. En liðið þarf líka að vita að það á öflugt félag á bakvið sig, öfluga stuðningsmenn og það eigium við í Samfylkingunni og eins og ég sagði - okkur langar svo að vinna sigur fyrir ykkur," sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg sagði að nú væru 900 einstaklingar í sambúð með ókunnugum á dvalarheimilum landsins og 70 biðu á Landsspítalnum eftir að komast í aðra vist. Þetta fólk ætti lítið einkalíf. Hún sagðist hafa einsett sér það frá upphafi borgarstjóratíðar sinnar að byggja upp leikaskóla og skóla og það hefði gengið eftir. Það sama myndi gerast með málefni eldri borgara. Ingibjörg Sólrún sagði að í borgarstjóratíð sinni hafi hún hugsað mér sér að hún ætlaði sér ekki að vera eins og fyrirrennari hennar í embætti. "Sem byggði sér minnisvarða í formi ráðhúss og Perlu, ég vildi að mínir minnisvarðar yrðu í hverfum borgarinnar í formi skóla og leikskóla," sagði formaður Samfylkingarinnar. Og svo fór hún yfir áherslur Samfylkingarinnar. Hækka ætti lífeyri almannatrygginga, lækka skatt á lífeyristekjur úr 36 % í 10 % og hækka frítekjumark í 100 þús, auk þess að afnema skerðingu bóta vegna tekna maka og hækka skattleysismörk. Það hafi verið jafnaðarmenn sem beittu sér fyrir almannatryggingakerfinu og það verði þeirra að endurreisa það. En stjórnarflokkarnir muni líka koma til kjósenda með loforð fyrir kosningar. "Þó þeir geti ekki fengið þá til að kjósa sig út á vanrækslusindirnar sem þeir hafa verið með á undanförnum árum. Og það eru alltaf vanrækslusindirnar sem eru verstar. Þeir hafa haft tólf ár til að takast á við þetta og þeir hafa ekki gert það. Það er kominn tími til þess að gefa þessu fólki frí og við skulum gera það," sagði Ingibjörg Sólrún. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Núverandi stjórnarflokkar hafa eyðilagt velferðarkerfið, sem jafnaðarmenn voru í forystu um að byggja upp, og það þarf jafnaðarmenn til að endurreisa það, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fjölmennum fundi flokksins um málefni aldraðra í dag. Hún sagði öll lið í keppni hungra í sigur og Samfylkinguna hungraði í sigur í kosningunum í vor. Ingibjörg Sólrún fór yfir stefnumál Samfylkingarinnar í málefnum aldraðra á fundi með 60 plús hópi flokksins á yfir 300 manna fundi á Nordica í dag. Þar brýndi hún flokksmenn til baráttu fyrir kosningarnar í vor, sem hún líkti við keppnisleik. "Það er alltaf þannig að liðið sem er að keppa á vellinum verður að hungra í sigur. Og okkur í Samfylkingunni hungrar í sigur. En liðið þarf líka að vita að það á öflugt félag á bakvið sig, öfluga stuðningsmenn og það eigium við í Samfylkingunni og eins og ég sagði - okkur langar svo að vinna sigur fyrir ykkur," sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg sagði að nú væru 900 einstaklingar í sambúð með ókunnugum á dvalarheimilum landsins og 70 biðu á Landsspítalnum eftir að komast í aðra vist. Þetta fólk ætti lítið einkalíf. Hún sagðist hafa einsett sér það frá upphafi borgarstjóratíðar sinnar að byggja upp leikaskóla og skóla og það hefði gengið eftir. Það sama myndi gerast með málefni eldri borgara. Ingibjörg Sólrún sagði að í borgarstjóratíð sinni hafi hún hugsað mér sér að hún ætlaði sér ekki að vera eins og fyrirrennari hennar í embætti. "Sem byggði sér minnisvarða í formi ráðhúss og Perlu, ég vildi að mínir minnisvarðar yrðu í hverfum borgarinnar í formi skóla og leikskóla," sagði formaður Samfylkingarinnar. Og svo fór hún yfir áherslur Samfylkingarinnar. Hækka ætti lífeyri almannatrygginga, lækka skatt á lífeyristekjur úr 36 % í 10 % og hækka frítekjumark í 100 þús, auk þess að afnema skerðingu bóta vegna tekna maka og hækka skattleysismörk. Það hafi verið jafnaðarmenn sem beittu sér fyrir almannatryggingakerfinu og það verði þeirra að endurreisa það. En stjórnarflokkarnir muni líka koma til kjósenda með loforð fyrir kosningar. "Þó þeir geti ekki fengið þá til að kjósa sig út á vanrækslusindirnar sem þeir hafa verið með á undanförnum árum. Og það eru alltaf vanrækslusindirnar sem eru verstar. Þeir hafa haft tólf ár til að takast á við þetta og þeir hafa ekki gert það. Það er kominn tími til þess að gefa þessu fólki frí og við skulum gera það," sagði Ingibjörg Sólrún.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira