Samfylkinguna hungrar í sigur í vor 18. febrúar 2007 18:58 Núverandi stjórnarflokkar hafa eyðilagt velferðarkerfið, sem jafnaðarmenn voru í forystu um að byggja upp, og það þarf jafnaðarmenn til að endurreisa það, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fjölmennum fundi flokksins um málefni aldraðra í dag. Hún sagði öll lið í keppni hungra í sigur og Samfylkinguna hungraði í sigur í kosningunum í vor. Ingibjörg Sólrún fór yfir stefnumál Samfylkingarinnar í málefnum aldraðra á fundi með 60 plús hópi flokksins á yfir 300 manna fundi á Nordica í dag. Þar brýndi hún flokksmenn til baráttu fyrir kosningarnar í vor, sem hún líkti við keppnisleik. "Það er alltaf þannig að liðið sem er að keppa á vellinum verður að hungra í sigur. Og okkur í Samfylkingunni hungrar í sigur. En liðið þarf líka að vita að það á öflugt félag á bakvið sig, öfluga stuðningsmenn og það eigium við í Samfylkingunni og eins og ég sagði - okkur langar svo að vinna sigur fyrir ykkur," sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg sagði að nú væru 900 einstaklingar í sambúð með ókunnugum á dvalarheimilum landsins og 70 biðu á Landsspítalnum eftir að komast í aðra vist. Þetta fólk ætti lítið einkalíf. Hún sagðist hafa einsett sér það frá upphafi borgarstjóratíðar sinnar að byggja upp leikaskóla og skóla og það hefði gengið eftir. Það sama myndi gerast með málefni eldri borgara. Ingibjörg Sólrún sagði að í borgarstjóratíð sinni hafi hún hugsað mér sér að hún ætlaði sér ekki að vera eins og fyrirrennari hennar í embætti. "Sem byggði sér minnisvarða í formi ráðhúss og Perlu, ég vildi að mínir minnisvarðar yrðu í hverfum borgarinnar í formi skóla og leikskóla," sagði formaður Samfylkingarinnar. Og svo fór hún yfir áherslur Samfylkingarinnar. Hækka ætti lífeyri almannatrygginga, lækka skatt á lífeyristekjur úr 36 % í 10 % og hækka frítekjumark í 100 þús, auk þess að afnema skerðingu bóta vegna tekna maka og hækka skattleysismörk. Það hafi verið jafnaðarmenn sem beittu sér fyrir almannatryggingakerfinu og það verði þeirra að endurreisa það. En stjórnarflokkarnir muni líka koma til kjósenda með loforð fyrir kosningar. "Þó þeir geti ekki fengið þá til að kjósa sig út á vanrækslusindirnar sem þeir hafa verið með á undanförnum árum. Og það eru alltaf vanrækslusindirnar sem eru verstar. Þeir hafa haft tólf ár til að takast á við þetta og þeir hafa ekki gert það. Það er kominn tími til þess að gefa þessu fólki frí og við skulum gera það," sagði Ingibjörg Sólrún. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Núverandi stjórnarflokkar hafa eyðilagt velferðarkerfið, sem jafnaðarmenn voru í forystu um að byggja upp, og það þarf jafnaðarmenn til að endurreisa það, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fjölmennum fundi flokksins um málefni aldraðra í dag. Hún sagði öll lið í keppni hungra í sigur og Samfylkinguna hungraði í sigur í kosningunum í vor. Ingibjörg Sólrún fór yfir stefnumál Samfylkingarinnar í málefnum aldraðra á fundi með 60 plús hópi flokksins á yfir 300 manna fundi á Nordica í dag. Þar brýndi hún flokksmenn til baráttu fyrir kosningarnar í vor, sem hún líkti við keppnisleik. "Það er alltaf þannig að liðið sem er að keppa á vellinum verður að hungra í sigur. Og okkur í Samfylkingunni hungrar í sigur. En liðið þarf líka að vita að það á öflugt félag á bakvið sig, öfluga stuðningsmenn og það eigium við í Samfylkingunni og eins og ég sagði - okkur langar svo að vinna sigur fyrir ykkur," sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg sagði að nú væru 900 einstaklingar í sambúð með ókunnugum á dvalarheimilum landsins og 70 biðu á Landsspítalnum eftir að komast í aðra vist. Þetta fólk ætti lítið einkalíf. Hún sagðist hafa einsett sér það frá upphafi borgarstjóratíðar sinnar að byggja upp leikaskóla og skóla og það hefði gengið eftir. Það sama myndi gerast með málefni eldri borgara. Ingibjörg Sólrún sagði að í borgarstjóratíð sinni hafi hún hugsað mér sér að hún ætlaði sér ekki að vera eins og fyrirrennari hennar í embætti. "Sem byggði sér minnisvarða í formi ráðhúss og Perlu, ég vildi að mínir minnisvarðar yrðu í hverfum borgarinnar í formi skóla og leikskóla," sagði formaður Samfylkingarinnar. Og svo fór hún yfir áherslur Samfylkingarinnar. Hækka ætti lífeyri almannatrygginga, lækka skatt á lífeyristekjur úr 36 % í 10 % og hækka frítekjumark í 100 þús, auk þess að afnema skerðingu bóta vegna tekna maka og hækka skattleysismörk. Það hafi verið jafnaðarmenn sem beittu sér fyrir almannatryggingakerfinu og það verði þeirra að endurreisa það. En stjórnarflokkarnir muni líka koma til kjósenda með loforð fyrir kosningar. "Þó þeir geti ekki fengið þá til að kjósa sig út á vanrækslusindirnar sem þeir hafa verið með á undanförnum árum. Og það eru alltaf vanrækslusindirnar sem eru verstar. Þeir hafa haft tólf ár til að takast á við þetta og þeir hafa ekki gert það. Það er kominn tími til þess að gefa þessu fólki frí og við skulum gera það," sagði Ingibjörg Sólrún.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira