Fleiri fréttir Hreyfing fyrir alla Tilraunaverkefni um aukna hreyfingu landsmanna hefur verið hleypt af stokkunum. Tilgangur verkefnisins Hreyfing fyrir alla er að fjölga tilboðum og skipulagðri hreyfingu, sér í lagi fyrir fullorðna og eldra fólk, og er ætlað að höfða til ólíkra hópa með mismunandi þarfir sem stunda ekki reglulega hreyfingu. Vonir standa til að verkefnið geti náð til allt að 2/3 hluta landsmanna en um er að ræða samvinnu við ýmis bæjarfélög, stéttarfélög auk heilsugæslu og íþróttafélaga í við komandi sveitarfélögum, auk fleiri aðila. 9.2.2007 11:53 Átök í Jerúsalem Átök brutust út við Al Aqsa-moskuna í Jerúsalem nú áðan. Ísraelska herlögreglan réðist inn í moskuna þar sem fyrir voru palestínskir verkamenn sem hentu grjóti í lögregluna. Verkamennirnir mótmæla framkvæmdum Ísraelsmanna við moskuna og segja þá vanhelga hana. Lögreglumennirnir mættu mótmælendunum með gúmmíkúlum og handsprengjum. 9.2.2007 11:33 Íslendingur lést í bruna í Stokkhólmi Íslenskur karlmaður lést í bruna á veitingastað í Stokkhólmi aðfaranótt fimmtudagsins. Eftir því sem sænska dagblaðið Aftonbladet segir var um að ræða veitingastaðinn Engelen í hverfinu Gamla stan, sem er gamli bærinn í Stokkhólmi. 9.2.2007 11:28 Árangur íslenskra fyrirtækja í brennidepli Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fjallaði um árangur íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi í ræðu á málþingi í Kaupmannahöfn sem ber heitið Hvorfor er islandske firmaer saa innovative – giver det anledning til forundring? Forsetinn vakti athygli á því að önnur smærri ríki Evrópu hefðu náð góðum árangri og að 21. öldin gæti orðið smáum og meðalstórum ríkjum hagstæð. 9.2.2007 11:20 Mótmæla uppbyggingu Kjalvegar Ferðaklúbburinn 4x4 mótmælir áformum Norðurvegs ehf. um uppbyggingu Kjalvegar. Í tilkyningu frá klúbbnum er bent á að uppbyggður og malbikaður Kjalvegur geti verið afar varasamur vegna veðurfarsaðstæðna. Til viðmiðunar er bent á reynslu af Kvíslaveituvegi og syðsta hluta Sprengisandsvegar sem svipi til aðstæðna á Kjalvegi. 9.2.2007 10:58 Kaupsamningum fækkar nokkuð milli mánaða Þinglýstum fasteignakaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um nærri 18 prósent milli janúarmáðanar í ár og desember í fyrra samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. 9.2.2007 10:54 25 milljónir dollara ef þú þekkir lausn Ef þú kannt lausn á vandanum sem er losun koltvísýrings út í andrúmsloftið getur þú unnið þér inn 25 milljónir bandaríkjadala. Það eru auðjöfurinn Richard Branson eigandi Virgin-flugfélagsins og Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sem standa fyrir samkeppni um leiðir til að minnka umtalsvert magn koltvísýrings í andrúmslofti. 9.2.2007 10:20 Loftárásir á búðir uppreisnarmanna Bandaríkjamenn halda áfram að gera loftárásir á bækistöðvar meintra uppreisnarmanna í Írak. Í morgun fórust átta í loftárás nærri Bagdad. Landher réðist að bækistöðvunum en þar sem þeim mætti mikil skothríð var kallað á herþotur sem skutu uppreisnarmennina til bana. 9.2.2007 09:59 Skýrsla um aðgang að kaldastríðsgögnum kynnt í dag Nefnd, sem skipuð var til að fjalla um aðgang að opinberum gögnum um innra og ytra öryggi landins á árunum 1945-1991 til þess að gera tillögu um tilhögun á frjálsum aðgangi fræðimanna að þeim, skilar skýrslu sinni í dag til forseta Alþingis og formanna þingflokka. 9.2.2007 09:55 Drög að samkomulagi gerð á morgun Búist er við því að Sexveldin svokölluðu fari að leggja drög að nýju samkomulagi varðandi kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu strax á morgun. Kínverskir embættismenn hafa þegar gert uppkast með þeim grunnpunktum sem Norður-Kórea hefur samþykkt. 8.2.2007 23:30 Íranir segjast tilbúnir að svara árásum Íran og Bandaríkin halda áfram að elda grátt silfur saman. Ayatollah Ali Khamenei sagði í dag að Íran myndi svara öllum árásum Bandaríkjanna með því að gera árásir á bandaríska þegna um allan heim. Einnig ef Bandaríkjamenn ráðist gegn kjarnorkuverum þeirra. 8.2.2007 23:13 Evrópusambandið mun opna atvinnumiðstöðvar í Afríku Evrópusambandið ætlar sér að setja upp atvinnumiðstöð í Malí fyrir Afríkubúa sem vilja fá vinnu í Evrópu. Helst verður boðið upp á iðnaðarstörf sem krefjast ekki mikillar þekkingar eða reynslu. Frakkar og Spánverjar hafa þegar lofað að þeir muni auglýsa störf í miðstöðinni. 8.2.2007 22:55 Castro farinn að borða á ný Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, er byrjaður að borða á ný. Castro hefur átt í miklum heilsufarsvandræðum síðasta hálfa árið og hefur ekki verið við völd þann tíma. Læknir hans, Ali rodriguez, sagði þó í dag að heilsa hans væri að batna hratt. Hann bætti þó við að Kúbverjar vissu að Castro myndi ekki lifa að eilífu. 8.2.2007 22:41 Sex látnir eftir sprengingu í Ramallah Sprenging á bensínstöð í borginni Ramallah á Vesturbakkanum svokallaða í dag varð sex manns að bana og slasaði að minnsta kosti 20. Sprengingin varð vegna þess að neistar frá tækjum iðnaðarmanna sem voru við vinnu sína á stöðinni komust í bensín. 8.2.2007 22:25 KKK að stækka á ný Bandarísku kynþáttahöturunum í Kú Klúx Klan vex nú ásmegin vegna vandamála með ólöglega innflytjendur þar í landi. Meðlimafjöldi er í fyrsta sinn í langan tíma farinn að aukast á ný. KKK minnkaði mikið eftir upphaf sjöunda áratugarins en fyrir það gengu þeir um í hvítu sloppunum sínum, brenndu krossa og myrtu saklaust fólk. 8.2.2007 22:17 Enn logar í gamla skátaheimilinu Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu við Hraunberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar fóru inn í húsið að leita að eldsupptökum en eldurinn er enn sem komið er aðeins inni í húsinu. Slökkviliðið er sem stendur að rífa gat á þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. 8.2.2007 21:44 Fagnað í Gaza Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Gaza þegar ljóst var að Hamas og Fatah höfðu náð samkomulagi um þjóðstjórn í Palestínu. Þúsundir manna fóru út á götur borgarinnar og fögnuðu saman. Palestínumenn vonast til þess að samkomulagið sem var undirritað í Mekka í dag verði til þess að vestræn stjórnvöld dragi úr refsiaðgerðum gegn þarlendum stjórnvöldum. 8.2.2007 21:37 Anna Nicole Smith látin Fyrrum Playboy módelið Anna Nicole Smith, sem varð fræg þegar hún giftist háöldruðum auðkýfingi seint á tíunda áratug síðustu aldar, er látin. Hún var stödd á Hard Rock hótelinu og spilavítinu í Flórída þegar hún missti meðvitund. Sjúkraliðar á staðnum beittu hjartahnoði og þurftu að barkaþræða hana. Farið var með hana í miklum flýti á Memorial Regional sjúkrahúsið en þar lést hún. Lögfræðingur hennar staðfesti þetta rétt í þessu. 8.2.2007 21:09 Eldur í gamla skátaheimilinu í Breiðholti Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu bakvið Gerðuberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar eru þegar komnir inn í húsið. Slökkviliðið gat ekkert sagt um umfang eldsins eða upptök hans að svo stöddu. 8.2.2007 21:02 Bíll frumsýndur í tölvuleik Toyota frumsýndi í dag tvær útgáfur af Scion bifreið þeirra. Það merkilega er að fréttamannafundirnir og kynningarnar voru haldnar í tveimur heimum samtímis. Annars vegar í raunveruleikanum og hins vegar í tilbúnum veruleikaheimi sem kallast „Annað Líf“ eða „Second Life“ á frummálinu. 8.2.2007 20:53 Prófa nýtt bóluefni gegn alnæmi Suður-Afríka, sem glímir við einn stærsta alnæmisfaraldur í heimi, kynnti í dag áætlun um prófanir á nýju bóluefni gegn alnæmi. Verkefnið er það stærsta sem sem landið hefur tekið þátt í. Verkefnið er styrkt af stjórnvöldum í Suður-Afríku en þau héldu því lengi vel fram að bestu varnirnar gegn alnæmi væru hvítlaukur og rauðrófur. 8.2.2007 20:23 Snjór framleiddur á Dalvík Á meðan snjó kyngir niður víða um Evrópu þurfa Dalvíkingar að framleiða hann sjálfir. Það hafa þeir gert í vetur og hafa fyrir vikið getað haft skíðasvæði sitt að hluta opið í rúmlega 50 daga sem ella hefði verið lokað flesta daga. 8.2.2007 20:00 Rán framið í Samkaup í Sandgerði Rán var fram í versluninni Samkaup í Sandgerði nú rétt eftir sjöleytið í kvöld. Lögreglan á suðurnesjum er enn á vettvangi að rannsaka vegsummerki á staðnum. Einn aðili var að verki og leitar nú lögreglan í bílum á leið frá svæðinu. Ekkert er hægt að segja til um umfang ránsins að svo stöddu. 8.2.2007 19:53 Náttúruleg heimkynni órangútana í hættu Hætt er við því að órangútanar tapi náttúrulegum heimkynnum sínum endanlega á næstu fimmtán árum verði ekkert að gert mjög fljótlega. Skógar Súmötru og Borneó eru heimkynni órangútana en þar er stundað ólöglegt skógarhögg. 8.2.2007 19:52 Snjóþungt víða um Evrópu Vetur konungur hefur farið hamförum víða um Evrópu í dag. Snjóað hefur ótæpilega í Belgíu, Bretlandi og Hollandi og hefur það haft áhrif á samgöngur í löndunum, en ekki síður til þeirra og frá. 8.2.2007 19:45 Svangir og hræddir Þeir eru svangir og hræddir, sjómennirnir um borð í flutningaskipinu Castor Star. Eini kosturinn síðustu þrjár vikurnar hefur verið hveiti, kál, núðlur og örfá egg. 8.2.2007 19:30 Hamas og Fatah undirrita samkomulag um þjóðstjórn Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna skrifuðu rétt í þessu undir samkomulag um myndun þjóðstjórnar í Palestínu. Samkomulaginu er ætlað að binda enda á átökin í Palestínu en yfir 90 manns hafa látið lífið í átökunum síðan í desember. Hamas mun þó ekki viðurkenna tilverurétt Ísraels 8.2.2007 19:14 Stjórnvöld neita að taka ábyrgð á vímuefnasjúklingum Stjórnvöld stinga höfðinu í sandinn og neita að taka ábyrgð á hörmungarsögu Byrgisins, segir geðlæknir sem fyrstur reyndi að vekja athygli Landlæknis á kynferðismisnotkun ungra kvenna sem dvöldust í Byrginu. 8.2.2007 19:01 Hékk í poka yfir logandi kolavél Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. 8.2.2007 18:45 Gríðarlegur viðskiptahalli og óvissa Gríðarlegur viðskiptahalli og óvissa í launamálum veldur því að vaxtalækkunarferli er ekki hafið af hálfu Seðlabankans, sem þó ákvað í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum um sinn. Frekari stóriðjuframkvæmdir, eins og stækkun álversins í Straumsvík, eru ekki inn í forsendum bankans þegar hann metur horfur á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. 8.2.2007 18:30 Mátti þola einelti kennara og nemenda Á sjötta hundrað manns sóttu í dag ráðstefnu um börn og unglinga með sérþarfir í íslenska skólakerfinu. Menntamálaráðherra segir óþolandi að heyra sögur af því þegar fjölskyldur með sérþarfir fá ekki þá þjónustu sem þær eiga rétt á, en á ráðstefnunni sagði fólk, sem lent hefur í erfiðleikum í skólakerfinu, frá reynslu sinni. 8.2.2007 18:30 Exista hf. hagnast um 37,4 milljarða Exista hf. birti í dag ársuppgjör sitt fyrir árið 2006. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta varð 37,4 milljarðar króna. Hagnaður á síðasta fjórðungi ársins var 13,1 milljarður króna. Stjórn félagsins mun því greiða út tæpa 11 milljarða í arð, eða um eina krónu á hlut. 8.2.2007 18:21 Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna Magnús Scheving og Jonathan Judge voru í dag tilnefndir til Emmy verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna. Þetta er í annað sinn sem Latibær er tilnefndur til Emmy verðlauna en í fyrra var Julianna Rose Mauriello, bandaríska stúlkan sem leikur Sollu Stirðu, tilnefnd sem fyrir leik sinn. 8.2.2007 17:49 Jóhanna undrast synjun ríkisstjórnar Jóhanna Sigurðardóttir segir frá því á bloggsíðu sinni í dag að forsætisráðuneytið hafi synjað beiðni hennar um að fá afhent öll þau gögn af ríkisstjórnarfundum þar sem málefni Byrgisins voru til umræðu. 8.2.2007 17:39 Sýknaður af ákæru um birtingu áfengisauglýsinga Karlmaður var í Hæstarétti í dag sýknaður af ákæru um áfengislagabrot með því að hafa sem framkvæmdastjóri tiltekins fyrirtækis látið birta auglýsingar á áfengum bjór í tveimur dagblöðum. 8.2.2007 17:35 Síminn tapaði 3,6 milljörðum í fyrra Síminn tapaði tæpum 3,6 milljöðrum króna á síðasta ári samkvæmt ársuppgjör sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Fram kemur að hagnaður á síðari helmingi ársins hafi verið 2,8 milljarðar króna en að slök afkoma skýrist af gengisþróun krónunnar og nam gengistapið um 5,8 milljörðum króna. 8.2.2007 17:32 Didda syngur til að frelsa barnsföður úr fangelsi Finnsk-íslenska hljómsveitin Mina Rakastan Sinua, með skáldkonuna Diddu í fararbroddi, heldur tónleika á Dómó í kvöld til að safna peningum til að leysa barnsföður Diddu úr fangelsi á Jamaika. 8.2.2007 17:31 Sýknaður af ákæru um frelsissviptingu Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um frelsissviptingu og sneri þannig við dómi héraðsdóms sem dæmt hafði manninn í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haldið starfsmanni Orkuveitu Reykjavíkur nauðugum í um hálfa klukkustund á skrifstofu fyrirtækis hans í Kópavogi. 8.2.2007 17:09 Staðfesti gæsluvarðhald yfir karlmanni í tengslum við umfjöllun Kompáss Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem gaf sig fram við lögreglu eftir umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kompáss um barnaníðinga. Hann var í hópi fjögurra manna sem komu í íbúð sem þátturinn hafði leigt eftir að mennirnir höfðu sett sig í samband við þrettán ára stúlku í kynferðislegum tilgangi, en stúlkan sem reyndist tálbeita Kompáss. 8.2.2007 16:57 Dæmdur til dauða fyrir morð á fóstri Kviðdómur í Texas ríki í Bandaríkjunum dæmdi í gær fyrrum æskulýðsprest til dauða fyrir hafa myrt táningsstúlku og ófætt barn hennar. Þetta er í fyrsta sinn í Texas sem einhver er dæmdur til dauða fyrir að myrða fóstur. 8.2.2007 16:56 Nyhedsavisen kaupir út danska póstinn Danski pósturinn er hættur þáttöku í dreifingu fríblaðsins Nyhedsavisen, og aðstandendur blaðsins fagna því. Sérstakt fyrirtæki, "Morgundreifingin" var stofnuð um dreifingu blaðsins og átti danski pósturinn þar 49 prósent. Restina átti fyrirtækið 365 Media Skandinavia. Danska Samkeppniseftirlitið hafði ýmislegt við þetta að athuga og lagði hömlur á starfsemina. 8.2.2007 16:49 Sex ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Hæstiréttur staðfesti í dag sex ára dóm héraðsdóms yfir karlmanni á þrítugsaldri, Tryggva Lárussyni, sem ákærður var fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni. 8.2.2007 16:41 Björgólfur Thor kaupir Fríkirkjuveg 11 Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag að ganga að tilboði fjárfestingarfélagsins Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í Fríkirkjuveg 11. Kaupverðið er 600 milljónir. 8.2.2007 16:38 Norður-Kórea gæti brátt afvopnast Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hún vonist til þess að farið verði að vinna eftir samkomulagi sem náðist árið 2005 um að binda endi á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Rice skýrði frá þessu sinni á fundi með utanríkisnefnd öldungadeildar bandaríska þingsins. 8.2.2007 16:33 Suðurlandsvegur verði tvöfaldaður í áföngum Samkvæmt nýjustu drögum að vegaáætlun verður Suðurlandsvegur breikkaður og gerður að 2+2 vegi í áföngum. Frá þessu greinir Sunnlenska fréttablaðið og vitnar í heimildarmenn sína. Drögin hafa að undanförnu verið til umfjöllunar í þingflokkum stjórnarflokkanna og hefur verið hart tekist á um þau. 8.2.2007 16:27 Sjá næstu 50 fréttir
Hreyfing fyrir alla Tilraunaverkefni um aukna hreyfingu landsmanna hefur verið hleypt af stokkunum. Tilgangur verkefnisins Hreyfing fyrir alla er að fjölga tilboðum og skipulagðri hreyfingu, sér í lagi fyrir fullorðna og eldra fólk, og er ætlað að höfða til ólíkra hópa með mismunandi þarfir sem stunda ekki reglulega hreyfingu. Vonir standa til að verkefnið geti náð til allt að 2/3 hluta landsmanna en um er að ræða samvinnu við ýmis bæjarfélög, stéttarfélög auk heilsugæslu og íþróttafélaga í við komandi sveitarfélögum, auk fleiri aðila. 9.2.2007 11:53
Átök í Jerúsalem Átök brutust út við Al Aqsa-moskuna í Jerúsalem nú áðan. Ísraelska herlögreglan réðist inn í moskuna þar sem fyrir voru palestínskir verkamenn sem hentu grjóti í lögregluna. Verkamennirnir mótmæla framkvæmdum Ísraelsmanna við moskuna og segja þá vanhelga hana. Lögreglumennirnir mættu mótmælendunum með gúmmíkúlum og handsprengjum. 9.2.2007 11:33
Íslendingur lést í bruna í Stokkhólmi Íslenskur karlmaður lést í bruna á veitingastað í Stokkhólmi aðfaranótt fimmtudagsins. Eftir því sem sænska dagblaðið Aftonbladet segir var um að ræða veitingastaðinn Engelen í hverfinu Gamla stan, sem er gamli bærinn í Stokkhólmi. 9.2.2007 11:28
Árangur íslenskra fyrirtækja í brennidepli Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fjallaði um árangur íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi í ræðu á málþingi í Kaupmannahöfn sem ber heitið Hvorfor er islandske firmaer saa innovative – giver det anledning til forundring? Forsetinn vakti athygli á því að önnur smærri ríki Evrópu hefðu náð góðum árangri og að 21. öldin gæti orðið smáum og meðalstórum ríkjum hagstæð. 9.2.2007 11:20
Mótmæla uppbyggingu Kjalvegar Ferðaklúbburinn 4x4 mótmælir áformum Norðurvegs ehf. um uppbyggingu Kjalvegar. Í tilkyningu frá klúbbnum er bent á að uppbyggður og malbikaður Kjalvegur geti verið afar varasamur vegna veðurfarsaðstæðna. Til viðmiðunar er bent á reynslu af Kvíslaveituvegi og syðsta hluta Sprengisandsvegar sem svipi til aðstæðna á Kjalvegi. 9.2.2007 10:58
Kaupsamningum fækkar nokkuð milli mánaða Þinglýstum fasteignakaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um nærri 18 prósent milli janúarmáðanar í ár og desember í fyrra samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. 9.2.2007 10:54
25 milljónir dollara ef þú þekkir lausn Ef þú kannt lausn á vandanum sem er losun koltvísýrings út í andrúmsloftið getur þú unnið þér inn 25 milljónir bandaríkjadala. Það eru auðjöfurinn Richard Branson eigandi Virgin-flugfélagsins og Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sem standa fyrir samkeppni um leiðir til að minnka umtalsvert magn koltvísýrings í andrúmslofti. 9.2.2007 10:20
Loftárásir á búðir uppreisnarmanna Bandaríkjamenn halda áfram að gera loftárásir á bækistöðvar meintra uppreisnarmanna í Írak. Í morgun fórust átta í loftárás nærri Bagdad. Landher réðist að bækistöðvunum en þar sem þeim mætti mikil skothríð var kallað á herþotur sem skutu uppreisnarmennina til bana. 9.2.2007 09:59
Skýrsla um aðgang að kaldastríðsgögnum kynnt í dag Nefnd, sem skipuð var til að fjalla um aðgang að opinberum gögnum um innra og ytra öryggi landins á árunum 1945-1991 til þess að gera tillögu um tilhögun á frjálsum aðgangi fræðimanna að þeim, skilar skýrslu sinni í dag til forseta Alþingis og formanna þingflokka. 9.2.2007 09:55
Drög að samkomulagi gerð á morgun Búist er við því að Sexveldin svokölluðu fari að leggja drög að nýju samkomulagi varðandi kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu strax á morgun. Kínverskir embættismenn hafa þegar gert uppkast með þeim grunnpunktum sem Norður-Kórea hefur samþykkt. 8.2.2007 23:30
Íranir segjast tilbúnir að svara árásum Íran og Bandaríkin halda áfram að elda grátt silfur saman. Ayatollah Ali Khamenei sagði í dag að Íran myndi svara öllum árásum Bandaríkjanna með því að gera árásir á bandaríska þegna um allan heim. Einnig ef Bandaríkjamenn ráðist gegn kjarnorkuverum þeirra. 8.2.2007 23:13
Evrópusambandið mun opna atvinnumiðstöðvar í Afríku Evrópusambandið ætlar sér að setja upp atvinnumiðstöð í Malí fyrir Afríkubúa sem vilja fá vinnu í Evrópu. Helst verður boðið upp á iðnaðarstörf sem krefjast ekki mikillar þekkingar eða reynslu. Frakkar og Spánverjar hafa þegar lofað að þeir muni auglýsa störf í miðstöðinni. 8.2.2007 22:55
Castro farinn að borða á ný Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, er byrjaður að borða á ný. Castro hefur átt í miklum heilsufarsvandræðum síðasta hálfa árið og hefur ekki verið við völd þann tíma. Læknir hans, Ali rodriguez, sagði þó í dag að heilsa hans væri að batna hratt. Hann bætti þó við að Kúbverjar vissu að Castro myndi ekki lifa að eilífu. 8.2.2007 22:41
Sex látnir eftir sprengingu í Ramallah Sprenging á bensínstöð í borginni Ramallah á Vesturbakkanum svokallaða í dag varð sex manns að bana og slasaði að minnsta kosti 20. Sprengingin varð vegna þess að neistar frá tækjum iðnaðarmanna sem voru við vinnu sína á stöðinni komust í bensín. 8.2.2007 22:25
KKK að stækka á ný Bandarísku kynþáttahöturunum í Kú Klúx Klan vex nú ásmegin vegna vandamála með ólöglega innflytjendur þar í landi. Meðlimafjöldi er í fyrsta sinn í langan tíma farinn að aukast á ný. KKK minnkaði mikið eftir upphaf sjöunda áratugarins en fyrir það gengu þeir um í hvítu sloppunum sínum, brenndu krossa og myrtu saklaust fólk. 8.2.2007 22:17
Enn logar í gamla skátaheimilinu Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu við Hraunberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar fóru inn í húsið að leita að eldsupptökum en eldurinn er enn sem komið er aðeins inni í húsinu. Slökkviliðið er sem stendur að rífa gat á þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. 8.2.2007 21:44
Fagnað í Gaza Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Gaza þegar ljóst var að Hamas og Fatah höfðu náð samkomulagi um þjóðstjórn í Palestínu. Þúsundir manna fóru út á götur borgarinnar og fögnuðu saman. Palestínumenn vonast til þess að samkomulagið sem var undirritað í Mekka í dag verði til þess að vestræn stjórnvöld dragi úr refsiaðgerðum gegn þarlendum stjórnvöldum. 8.2.2007 21:37
Anna Nicole Smith látin Fyrrum Playboy módelið Anna Nicole Smith, sem varð fræg þegar hún giftist háöldruðum auðkýfingi seint á tíunda áratug síðustu aldar, er látin. Hún var stödd á Hard Rock hótelinu og spilavítinu í Flórída þegar hún missti meðvitund. Sjúkraliðar á staðnum beittu hjartahnoði og þurftu að barkaþræða hana. Farið var með hana í miklum flýti á Memorial Regional sjúkrahúsið en þar lést hún. Lögfræðingur hennar staðfesti þetta rétt í þessu. 8.2.2007 21:09
Eldur í gamla skátaheimilinu í Breiðholti Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu bakvið Gerðuberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar eru þegar komnir inn í húsið. Slökkviliðið gat ekkert sagt um umfang eldsins eða upptök hans að svo stöddu. 8.2.2007 21:02
Bíll frumsýndur í tölvuleik Toyota frumsýndi í dag tvær útgáfur af Scion bifreið þeirra. Það merkilega er að fréttamannafundirnir og kynningarnar voru haldnar í tveimur heimum samtímis. Annars vegar í raunveruleikanum og hins vegar í tilbúnum veruleikaheimi sem kallast „Annað Líf“ eða „Second Life“ á frummálinu. 8.2.2007 20:53
Prófa nýtt bóluefni gegn alnæmi Suður-Afríka, sem glímir við einn stærsta alnæmisfaraldur í heimi, kynnti í dag áætlun um prófanir á nýju bóluefni gegn alnæmi. Verkefnið er það stærsta sem sem landið hefur tekið þátt í. Verkefnið er styrkt af stjórnvöldum í Suður-Afríku en þau héldu því lengi vel fram að bestu varnirnar gegn alnæmi væru hvítlaukur og rauðrófur. 8.2.2007 20:23
Snjór framleiddur á Dalvík Á meðan snjó kyngir niður víða um Evrópu þurfa Dalvíkingar að framleiða hann sjálfir. Það hafa þeir gert í vetur og hafa fyrir vikið getað haft skíðasvæði sitt að hluta opið í rúmlega 50 daga sem ella hefði verið lokað flesta daga. 8.2.2007 20:00
Rán framið í Samkaup í Sandgerði Rán var fram í versluninni Samkaup í Sandgerði nú rétt eftir sjöleytið í kvöld. Lögreglan á suðurnesjum er enn á vettvangi að rannsaka vegsummerki á staðnum. Einn aðili var að verki og leitar nú lögreglan í bílum á leið frá svæðinu. Ekkert er hægt að segja til um umfang ránsins að svo stöddu. 8.2.2007 19:53
Náttúruleg heimkynni órangútana í hættu Hætt er við því að órangútanar tapi náttúrulegum heimkynnum sínum endanlega á næstu fimmtán árum verði ekkert að gert mjög fljótlega. Skógar Súmötru og Borneó eru heimkynni órangútana en þar er stundað ólöglegt skógarhögg. 8.2.2007 19:52
Snjóþungt víða um Evrópu Vetur konungur hefur farið hamförum víða um Evrópu í dag. Snjóað hefur ótæpilega í Belgíu, Bretlandi og Hollandi og hefur það haft áhrif á samgöngur í löndunum, en ekki síður til þeirra og frá. 8.2.2007 19:45
Svangir og hræddir Þeir eru svangir og hræddir, sjómennirnir um borð í flutningaskipinu Castor Star. Eini kosturinn síðustu þrjár vikurnar hefur verið hveiti, kál, núðlur og örfá egg. 8.2.2007 19:30
Hamas og Fatah undirrita samkomulag um þjóðstjórn Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna skrifuðu rétt í þessu undir samkomulag um myndun þjóðstjórnar í Palestínu. Samkomulaginu er ætlað að binda enda á átökin í Palestínu en yfir 90 manns hafa látið lífið í átökunum síðan í desember. Hamas mun þó ekki viðurkenna tilverurétt Ísraels 8.2.2007 19:14
Stjórnvöld neita að taka ábyrgð á vímuefnasjúklingum Stjórnvöld stinga höfðinu í sandinn og neita að taka ábyrgð á hörmungarsögu Byrgisins, segir geðlæknir sem fyrstur reyndi að vekja athygli Landlæknis á kynferðismisnotkun ungra kvenna sem dvöldust í Byrginu. 8.2.2007 19:01
Hékk í poka yfir logandi kolavél Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. 8.2.2007 18:45
Gríðarlegur viðskiptahalli og óvissa Gríðarlegur viðskiptahalli og óvissa í launamálum veldur því að vaxtalækkunarferli er ekki hafið af hálfu Seðlabankans, sem þó ákvað í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum um sinn. Frekari stóriðjuframkvæmdir, eins og stækkun álversins í Straumsvík, eru ekki inn í forsendum bankans þegar hann metur horfur á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. 8.2.2007 18:30
Mátti þola einelti kennara og nemenda Á sjötta hundrað manns sóttu í dag ráðstefnu um börn og unglinga með sérþarfir í íslenska skólakerfinu. Menntamálaráðherra segir óþolandi að heyra sögur af því þegar fjölskyldur með sérþarfir fá ekki þá þjónustu sem þær eiga rétt á, en á ráðstefnunni sagði fólk, sem lent hefur í erfiðleikum í skólakerfinu, frá reynslu sinni. 8.2.2007 18:30
Exista hf. hagnast um 37,4 milljarða Exista hf. birti í dag ársuppgjör sitt fyrir árið 2006. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta varð 37,4 milljarðar króna. Hagnaður á síðasta fjórðungi ársins var 13,1 milljarður króna. Stjórn félagsins mun því greiða út tæpa 11 milljarða í arð, eða um eina krónu á hlut. 8.2.2007 18:21
Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna Magnús Scheving og Jonathan Judge voru í dag tilnefndir til Emmy verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna. Þetta er í annað sinn sem Latibær er tilnefndur til Emmy verðlauna en í fyrra var Julianna Rose Mauriello, bandaríska stúlkan sem leikur Sollu Stirðu, tilnefnd sem fyrir leik sinn. 8.2.2007 17:49
Jóhanna undrast synjun ríkisstjórnar Jóhanna Sigurðardóttir segir frá því á bloggsíðu sinni í dag að forsætisráðuneytið hafi synjað beiðni hennar um að fá afhent öll þau gögn af ríkisstjórnarfundum þar sem málefni Byrgisins voru til umræðu. 8.2.2007 17:39
Sýknaður af ákæru um birtingu áfengisauglýsinga Karlmaður var í Hæstarétti í dag sýknaður af ákæru um áfengislagabrot með því að hafa sem framkvæmdastjóri tiltekins fyrirtækis látið birta auglýsingar á áfengum bjór í tveimur dagblöðum. 8.2.2007 17:35
Síminn tapaði 3,6 milljörðum í fyrra Síminn tapaði tæpum 3,6 milljöðrum króna á síðasta ári samkvæmt ársuppgjör sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Fram kemur að hagnaður á síðari helmingi ársins hafi verið 2,8 milljarðar króna en að slök afkoma skýrist af gengisþróun krónunnar og nam gengistapið um 5,8 milljörðum króna. 8.2.2007 17:32
Didda syngur til að frelsa barnsföður úr fangelsi Finnsk-íslenska hljómsveitin Mina Rakastan Sinua, með skáldkonuna Diddu í fararbroddi, heldur tónleika á Dómó í kvöld til að safna peningum til að leysa barnsföður Diddu úr fangelsi á Jamaika. 8.2.2007 17:31
Sýknaður af ákæru um frelsissviptingu Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um frelsissviptingu og sneri þannig við dómi héraðsdóms sem dæmt hafði manninn í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haldið starfsmanni Orkuveitu Reykjavíkur nauðugum í um hálfa klukkustund á skrifstofu fyrirtækis hans í Kópavogi. 8.2.2007 17:09
Staðfesti gæsluvarðhald yfir karlmanni í tengslum við umfjöllun Kompáss Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem gaf sig fram við lögreglu eftir umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kompáss um barnaníðinga. Hann var í hópi fjögurra manna sem komu í íbúð sem þátturinn hafði leigt eftir að mennirnir höfðu sett sig í samband við þrettán ára stúlku í kynferðislegum tilgangi, en stúlkan sem reyndist tálbeita Kompáss. 8.2.2007 16:57
Dæmdur til dauða fyrir morð á fóstri Kviðdómur í Texas ríki í Bandaríkjunum dæmdi í gær fyrrum æskulýðsprest til dauða fyrir hafa myrt táningsstúlku og ófætt barn hennar. Þetta er í fyrsta sinn í Texas sem einhver er dæmdur til dauða fyrir að myrða fóstur. 8.2.2007 16:56
Nyhedsavisen kaupir út danska póstinn Danski pósturinn er hættur þáttöku í dreifingu fríblaðsins Nyhedsavisen, og aðstandendur blaðsins fagna því. Sérstakt fyrirtæki, "Morgundreifingin" var stofnuð um dreifingu blaðsins og átti danski pósturinn þar 49 prósent. Restina átti fyrirtækið 365 Media Skandinavia. Danska Samkeppniseftirlitið hafði ýmislegt við þetta að athuga og lagði hömlur á starfsemina. 8.2.2007 16:49
Sex ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Hæstiréttur staðfesti í dag sex ára dóm héraðsdóms yfir karlmanni á þrítugsaldri, Tryggva Lárussyni, sem ákærður var fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni. 8.2.2007 16:41
Björgólfur Thor kaupir Fríkirkjuveg 11 Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag að ganga að tilboði fjárfestingarfélagsins Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í Fríkirkjuveg 11. Kaupverðið er 600 milljónir. 8.2.2007 16:38
Norður-Kórea gæti brátt afvopnast Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hún vonist til þess að farið verði að vinna eftir samkomulagi sem náðist árið 2005 um að binda endi á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Rice skýrði frá þessu sinni á fundi með utanríkisnefnd öldungadeildar bandaríska þingsins. 8.2.2007 16:33
Suðurlandsvegur verði tvöfaldaður í áföngum Samkvæmt nýjustu drögum að vegaáætlun verður Suðurlandsvegur breikkaður og gerður að 2+2 vegi í áföngum. Frá þessu greinir Sunnlenska fréttablaðið og vitnar í heimildarmenn sína. Drögin hafa að undanförnu verið til umfjöllunar í þingflokkum stjórnarflokkanna og hefur verið hart tekist á um þau. 8.2.2007 16:27