Fleiri fréttir

Hillary vinsælust meðal demókrata

Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata á næsta ári samkvæmt skoðanakönnun sem bandaríska blaðið Washington Post birti í gær. Samkvæmt henni vilja 39% flokksmanna að hún hljóti útnefndinguna. Næstir koma öldungadeildarþingmennirnir Barack Obama, með 17%, og John Edwards með 12%. Edwards var varaforsetaefni Johns Kerry í kosningunum 2004.

Samstarfsfólk Margrétar í borgarstjórn styður hana til forystustarfa

Samstarfsfólk Magrétar Sverrisdóttur, ritara Frjálslynda flokksins, í borgarstjórn styður hana heils hugar til forystustarfa flokknum. Fram kemur í tilkynningu frá hópnum að verka Margrétar beri vott um víðsýni og þau stefnumál sem Margrét hafi staðið vörð um séu mikilvægt innlegg í landsmálin.

Serbía: Ólíklegt að þjóðernissinnar komist í ríkisstjórn

Forvígismenn flokks þjóðernissinnaðra Serba eiga ekki von á því að þeim verði boðið að mynda ríkisstjórn þótt þeir hafi unnið stórsigur í þingkosningum í gær. Leiðtogi flokksins situr í fangelsi í Haag í Hollandi þar sem rétta á yfir honum fyrir stríðsglæpi.

„Búum við heimsmet í okri," segir lektor við Hí og Bifröst

"Við búum við hæsta verðlag í heiminum og heimsmet í okri" segir lektor við Bifröst og HÍ. Þar á hann við verð á matvöru sem hann segir skýrast meðal annars af hækkun á álagningu í verslun, lítilli samkepni og alltof háum tollum og vörugjöldum.

Kaldrifjað glæpaverk í Þorlákshöfn

Flest bendir til að eldsvoði í parhúsi í Þorlákshöfn á laugardagsmorgun hafi verið liður í kaldrifjuðu glæpaverki. Tvennt hefur verið úrskurðað í gærluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær eftir að hann var handtekinn í Reykjavík þar sem hann var að nota greiðslukort eiganda hússins.

Hald lagt á tölvur barnaníðings

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tölvur í eigu Ágústs Magnússonar eftir ábendingar frá fréttaskýringaþættinum Kompás. Grunur er um að þar finnist ólöglegt efni en farið verður yfir allt sem á tölvunum er. Um það sér sérstök tölvubrotadeild en að hennar störfum loknum tekur kynferðisbrotdeild lögreglunnar við.

70 látnir og 90 slasaðir í tveimur sprengjum í Bagdad

Fleiri en 70 manns eru taldir af eftir tvær öflugar sprengjur í Bagdad. 90 til viðbótar eru særðir eftir sprengjurnar, sem sprungu samtímis í hverfi sem er aðallega byggt sjíamúslimum. Önnur sprengjan var í bíl en hin var skilin eftir í poka á milli markaðsbása sem selja DVD-diska og notuð föt, svo fátt eitt sé nefnt.

Boðar skýrslu vegna barnaníðings

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra boðaði í dag að skýrsla yrði unnin um það hvers vegna dæmdur barnaníðingur, sem enn afplánar dóm, gat sett sig í samband við þrettán ára stúlku í kynferðislegum tilgangi eins og greint var frá í fréttaskýringarþættinum Kompási á Stöð 2 í gær.

106 íbúðir skemmdust í vatnstjóni á Vellinum

106 íbúðir í þrettán húsum skemmdust á Keflavíkurflugvelli vegna vatnsleka í nóvember eftir því sem fram kemur í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns Gunnarsson, þingmanns Samfylkingarinnar. Þá sprungu vatnslagnir í sjö öðrum mannvirkjum, þar á meðal skrifstofuhúsi, leikskóla og æskulýðsmiðstöð.

Guðni sigraði

Endanleg röð þriggja efstu hjá Framsókn í Suðurkjördæmi 1. Guðni Ágústsson 2. Bjarni Harðarson 3. Hjálmar Árnason. Hjálmar hættir í pólitík.

Lifði af tveggja daga ísskápsvist

Bandarískum hjónum brá heldur betur í brún þegar þau opnuðu ísskáp sinn í gær og sunnudagssteikin kom fljúgandi á móti þeim. Þar var á ferðinni önd sem húsbóndinn hafði skotið tveimur dögum áður.

Tugmilljóna sparnaður

Svo virðist sem fólk geti sparað sér tugi milljóna króna með því að taka fasteignalán í erlendri mynt frekar en íslenskum krónum.

Ótti um mengunarslys í Devon

Bresk yfirvöld óttast mengunarslys við suðvesturströnd Englands eftir að flutningaskipið Napoli strandaði þar. Skipið skemmdist í óveðrinu sem gekk yfir Evrópu fyrir helgi og því var ákveðið að sigla því í strand.

Kallar tónleikana sýndarmennsku

Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni.

Varað við snjóflóðahættu

Í framhaldi af fréttum um snjóflóð í Hlíðarfjalli telur lögreglan ástæðu til að vara við því að snjóflóðahætta geti verið víðar. Víða hefur snjóað mikið til fjalla og binding við eldri snjó getur verið ótraust. Því er ástæða til að vera vel á varðbergi séu menn á ferðum við slíkar aðstæður.

Elton John keypti íslenska glerlist

Elton John keypti tvo íslenska glerlistarmuni af Ingu Elínu Kristinsdóttur í gærkvöldi skömmu áður en hann steig á svið á afmælistónleikum Ólafs Ólafssonar. Elton, sem safnar glerlistaverkum, keypti glerskúlptúr á um 100 þúsund krónur af listamanninum og glerskál. Hann virtist hinn ánægðasti með kaupin, að sögn listakonunnar. Inga Elín kom með úrval gripa á staðinn sem Elton dvaldi á meðan hann beið þess að fara á svið. Hann valdi gripina tvo og "virtist mjög ánægður," að sögn listakonunnar. "Fine, fine," sagði Elton, "This is very fine." Inga Elín er höfundur verðlaunagripsins Ístónsins sem afhentur er við Íslensku tónlistarverðlaunin ár hvert.

Valdimar Leó kominn í Frjálslynda flokkinn

Valdimar Léo Friðriksson, sem kom inn sem varaþingmaður Samfylkingar fyrir Guðmund Árna Stefánsson 2005, er genginn til liðs við þingflokk Frjálslyndra. Hann greindi frá þessu í þættinum Silfri Egils á Stöð 2 í dag. Valdimar náði ekki öruggu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í prófkjöri flokksins í SV kjördæmi í haust.

Abbas og Mashaal hittast í dag

Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Khaled Mashaal, leiðtoga Hamas-samtakanna ætla að hittast í Damaskus í Sýrlandi í dag. Þetta fullyrðir Saeb Erekat, náinn ráðgjafi Abbasar.

Elton söng afmælissönginn fyrir Ólaf

Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna. Hann gaf sér þó tíma til að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson.

Sér fyrir endann á löngum frostakafla

Nú sér loks fyrir endann á þeim samfellda frostakafla sem verið hefur á landinu síðan 5. janúar. Suðrænt loft sækir nú að landinu og fer að hlýna, fyrst vestan til, seint á morgun og á þriðjudag ætti að vera orðið frostlaust víðast hvar á láglendi. Horfur eru á að hlýindin dvelji jafnvel í einhverja daga og því ætti að verða nokkur snjóbráð.

Átökin harðna hjá forystumönnum Frjálslyndra

Átökin fara harðnandi meðal forystumanna Frjálslynda flokksins þegar tæp vika er til landsþings flokksins. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins segir Margréti Sverrisdóttur hafa niðurlægt og gert lítið úr störfum þingmanna flokksins með orðum sínum í fjölmiðlum, birtingu níðvísna á bloggvef sínum og fleiru miður skemmtilegu.

Hillary Clinton vinsælust frambjóðenda

Hillary Clinton, fyrrum forsetafrú, er með umtalsvert forskot á keppinauta sína í keppninni um útnefningu frambjóðanda demókrataflokksins til forsetakosninganna 2008. Hillary tilkynnti formlega um framboð sitt í dag. Í könnun Washington Post og ABC News, sem birt var í dag er Hillary með 41% fylgi, Barack Obama með 17% og John Edwards með 11%.

Lögreglan í Bretlandi ber kennsl á grunaðan morðingja Litvinenkos

Lögreglan í Bretlandi hefur borið kennsl á manninn sem þeir telja að hafi byrlað Alexander Litvinenko eitur, að sögn The Times. Mynd náðist af grunuðum morðingja á eftirlitsmyndavélar á Heathrow flugvelli þegar hann kom til landsins frá Hamborg 1. nóvember til að framkvæma morðið. Vinir njósnarans fyrrverandi segja að hér hafi verið á ferð leigmorðingi: Hann hafi verið ráðinn til verksins af ráðamönnum í Kreml, og svo horfið jafnskjótt og hann hafði byrlað Litvinenko banvænan skammt af polonium-210, geislavirku efni, á í tebolla á hótelherbergi í London.

Vélsleðaslys í Hveradölum

Vélsleðaslys varð á Hveradalasvæðinu eftir hádegið í dag. Sleði valt með feðgin, stúlku á tíunda ári og 35 ára faðir hennar, voru á sleðanum að sögn lögreglunnar á Selfossi, sem kom á staðinn im klukkan kortér í fjögur. Stúlkan slasaðist ekki mikið en maðurinn var meðvitundarlaus þegar að var komið. Þau voru bæði flutt á slysadeild.

Ólöf tók myndirnar

Ólöf Ósk Erlendsdóttir, sem kært hefur Guðmund Jónsson, forstöðumann Byrgisins fyrir kynferðisbrot, átti frumkvæðið að því að taka myndir af athöfnum þeirra. Segist hún hafa gert það vegna gruns um að hann hefði logið að sér um sérstöðu sambands þeirra. Og að myndatökurnar hafi verið með vitund og samþykki Guðmundar.

Aðgengi að varnarskjölum aukið

Utanríkisráðuneytið mun beita sér fyrir því að kaldastríðsnefnd þingsins fái öryggisvottun frá NATO og geti þannig óhindrað farið í gegnum öll skjöl um öryggis- og varnarmál. Í svari til nefndarinnar er bent á þá afstöðu að veita ber almenningi og fræðimönnum fullan aðgang að slíkum skjölum, svo fremi að samningar við erlend ríki hindri það ekki.

Framboðslisti Samfylkingarinnar NA-kjördæmi samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi var samþykktur samhljóða af aukakjördæmisþingi flokksins sem haldið var á Akureyri í dag. Kosið var um þrjú efstu sætin á listanum í prófkjöri sem fram fór s.l. haust en þrjú efstu sætin hlutu í prófkjöri Kristján L. Möller, alþingismaður, Einar Már Sigurðsson, alþingismaður og Lára Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri.

Hlakkar til að mæta Attenborough

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra er óhræddur við herferð breskra stjórnvalda gegn hvalveiðum Íslendinga, en verndarar hennar eru Tony Blair forsætisráðherra Bretlands og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough. Hann óttast aftur á móti að aðgerðir Bretanna muni ganga af Alþjóðahvalveiðiráðinu dauðu.

Elton John á Íslandi

Einkaþota breska tónlistarmannsins Eltons Johns lenti á Reykjavíkurflugvelli nú fyrir stundu. Stórstjarnan er hingað komin til að leika í afmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, sem haldið verður í frystigeymslu fyrirtækisins í kvöld.

Færð versnar á Klettshálsi á Vestfjarðavegi

Það er versnandi færð á Klettshálsi á Vestfjarðavegi þar sem er mikill skafrenningur, og má búast við að vegurinn verði ófær undir kvöld. Það er búið að opna Siglufjarðarveg sem lokaðist um stund nú síðdegis af litlu snjóflóði. Á Norðurlandi er víða ofankoma eða skafrenningur. Annars er vetrarfærð í öllum landshlutum; hálka, hálkublettir eða snjóþekja en það er helst að vegir séu auðir á Suðausturlandi.

Elton John spilar í einkaveislu í Reykjavík í kvöld

Hinn heimsfrægi tónlistarmaður Elton John verður meðal skemmtikrafta í fimmtugs-afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarfomanns Samskipa, sem haldin verður í Ísheimum, frystigeymslu Samskipa, við Vogabakka í Reykjavík í kvöld. Elton John stígur á svið klukkan hálf níu og spilar í klukkustund.

Hillary Clinton tilkynnir framboð sitt til forseta

Hillary Clinton öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetafrú hefur tilkynnt framboð sitt til forseta Bandaríkjanna. Hún tók fyrr í dag fyrsta skrefið í áttina að framboði í forsetakosningunum 2008 þegar hún tilkynnti á vefsíðu sinni að hún hefði sett á fót nefnd sem heimilar henni að safna fé til framboðsins. Í yfirlýsingunni segist Clinton ætla að spila til sigurs því kominn sé tími til að binda enda á valdatíð Bush-stjórnarinnar. Clinton er sögð eiga allgóða möguleika á að ná kjöri og ef sú verður raunin yrði hún fyrst kvenna til að gegna þessu valdamesta embætti heims.

Fært orðið um Vestfirði

Það er búið að opna Steingrímsfjarðarheiði og allar aðalleiðir á Vestfjörðum eru því orðnar færar. Á Norðurlandi er víða ofankoma eða skafrenningur. Annars er vetrarfærð í öllum landshlutum; hálka, hálkublettir eða snjóþekja en það er helst að vegir séu auðir á Suðausturlandi.

Stjórnlaus tankbíll í fimm bíla árekstri á Akureyri

Umferðaróhapp varð á Akureyri síðdegis. Tankbíll náði ekki að stoppa og rann niður Þórunnarstræti og yfir gatnamót. Fimm bílar urðu fyrir skemmdum. Nota þurfti klippur til að ná ökumanni og farþega út úr jeppabifreið en þau voru ekki talin alvarlega slösuð. Þau voru flutt á slysadeild til skoðunar.

Nýr rektor tekur við boðkeflinu í Háskólanum í Reykjavík

Dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir flutti síðasta ávarp sitt sem rektor Háskólans í Reykjavík og í lok útskriftarathafnar í skólanum í dag. Bjarni Ármannsson, formaður Háskólaráðs, leiddi svo fráfarandi rektor og hinn nýja rektor skólans, dr. Svöfu Grönfeldt, saman og Guðfinna afhenti Svöfu boðkefli til marks um að hún væri tekin við stjórn skólans.

Leita þarf skjala um varnarmálin í 850 hillumetrum

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra heldur áfram að birta leyniskjöl og hefur nú sent formanni kaldastríðsnefndarinnar svar við ósk hennar eftir upplýsingum um gögn í skjalasafni ráðuneytisins. Valgerður sagði fyrir helgi, að hún vildi ekki viðhafa það andrúmsloft leyndarhyggju varðandi varnarmálin, sem áður var ríkjandi.

Kýrin Blúnda setur glæsilegt Íslandsmet

Kýrin Blúnda frá Helluvaði á Rangárvöllum hefur sett nýtt og glæsilegt Íslandsmet í mjólkurafköstum einstakra kúa í landinu. Fréttablaðið Dagskráin á Selfossi sagði frá þessu fyrir helgi.

Kjörsókn er ágæt hjá Framsóknarmönnum

Um kl 15 í dag höfðu um 500 manns kosið á Selfossi í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi að sögn fréttavefsins Suðurlands.net. Klukkan 13 var heildartalan 850 yfir þá sem höfðu kosið á kjörfundi kjördæminu öllu. Alls er kosið á 26 kjörstöðum í Suðurkjördæmi. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum félagsmönnum í framsóknarfélögunum í kjördæminu.

Hlakka til að stíga inná gólfið

Nú styttist í að strákarnir okkar hefji leik á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem haldið í Þýskalandi. Vísir heyrði í Arnór Atlasyni í morgun sem hlakkaði mikið til að stíga inn á gólfið í Bördelandhalle í Magdeburg.

Ólafur Ólafsson og eiginkona hans gefa milljarð króna

Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, kynntu í morgun að þau hefðu stofnað velgerðarsjóð og lagt honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins verður varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og til að göfga mannlíf á Íslandi.

Olíuyfirráð í Írak að ráðast

Lagafrumvarp sem veitir ríkisstjórninni í Bagdad yfirráð yfir olíulindum Íraks er nánast tilbúið að því er fram kemur í stórblaðinu New York Times í dag. Mikil pólitísk átök hafa verið um yfirráð yfir þessum þriðju mestu olíulindum heims.

Elsta kona heims látin

Elsta kona í heimi, Julie Winnefred Bertrand, andaðist í gær á elliheimili í Montreal í Kanada 115 ára að aldri. Hún fæddist 16. september 1891.

Tilraunirnar vekja ugg

Tilraunir Kínverja til að skjóta niður gervihnött með stýriflaug hefur litla ánægju vakið á Vesturlöndum. Gervihnötturinn sem var grandað var gamall veðurathugnarhnöttur en hann var í svipaðri hæð og bandarískir njósnahnettir og því virðist tilrauninni beint gegn þeim.

Íbúðarhús brann í Þorlákshöfn

Íbúðarhús brann til grunna í Þorlákshöfn snemma í morgun. Þar brann annar helmingurinn af parhúsi við Norðurbyggð og var hann mannlaus. Í hinum enda hússins var móðir og tvör börn hennar. Þau komust klakklaust út úr íbúðinni þegar eldurinn blossaði upp.

Sjá næstu 50 fréttir