Átökin harðna hjá forystumönnum Frjálslyndra 21. janúar 2007 11:36 Átökin fara harðnandi meðal forystumanna Frjálslynda flokksins þegar tæp vika er til landsþings flokksins. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins sendir Margréti Sverrisdóttur kaldar kveðjur á vefsíðu sinni í dag, þar sem hann finnur framgöngu hennar í forystumálunum síðustu daga allt til foráttu. Margrét tilkynnti á miðvikudaginn var að hún ætlaði að bjóða sig framtil varaformanns Frjálslynda flokksins, en eftir að Guðjón Arnar Kristjánsson formaður flokksins, lýsti yfir stuðningi við áframhaldandi varaformennsku Magnúsar Þórs, kvaðst hún velta fyrir sér að bjóða fram til formennsku í staðinn. Magnús Þór segir meðal annars á vefsíðunni í dag, að varaformannsframboð hennar yrði í óþökk þingflokksins, enda hafi hún niðurlægt og gert lítið úr störfum þingmanna flokksins með orðum sínum í fjölmiðlum, birtingu níðvísna á bloggvef sínum og fleiru miður skemmtilegu. Magnús Þór segir að ekkert hafi til Margrétar spurst síðan hún hafi farið í skemmtiferð til Kaupmannahafnar eftir að hafa gefið framboðsyfirlýsingarnarnar. Hann segir að sú staðreynd, að Margrét Sverrisdóttir hafi nú þegar tæp vika er til landsþings, ekki enn sagt með afgerandi hætti hvort hún fari í framboð og þá í hvaða embætti, beri vott um ákveðna ákvörðunarfælni og mikinn skort á sannfæringu fyrir því að hún sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn inn í framtíðina og til sigurs í kosningum í vor. Magnús Þór segir það í raun merkilegt að Frjálslyndi flokkurinn skuli halda áunnu fylgi sínu í skoðanakönnunum eftir öll þau vandræði og ófrið sem hann segir Margréti hafa efnt til í flokknum undanfarnar vikur og mánuði. Hún hafi ekki haft fyrir því að kanna baklandið í flokknum, né "dottið í hug að kanna það hvaða afstöðu formaður flokksins myndi taka til framboðs hennar. Hún hefur haft þó nokkur tækifæri síðan 2. desember til að ræða við Guðjón Arnar á flokksfundum, m. a. í miðstjórn. Þar hefur hún verið spurð um fyrirætlanir sínar án þess að nein svör hafi fengist. Svo er líka til nokkuð sem heitir sími," segir Magnús Þór Hafsteinsson. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Átökin fara harðnandi meðal forystumanna Frjálslynda flokksins þegar tæp vika er til landsþings flokksins. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins sendir Margréti Sverrisdóttur kaldar kveðjur á vefsíðu sinni í dag, þar sem hann finnur framgöngu hennar í forystumálunum síðustu daga allt til foráttu. Margrét tilkynnti á miðvikudaginn var að hún ætlaði að bjóða sig framtil varaformanns Frjálslynda flokksins, en eftir að Guðjón Arnar Kristjánsson formaður flokksins, lýsti yfir stuðningi við áframhaldandi varaformennsku Magnúsar Þórs, kvaðst hún velta fyrir sér að bjóða fram til formennsku í staðinn. Magnús Þór segir meðal annars á vefsíðunni í dag, að varaformannsframboð hennar yrði í óþökk þingflokksins, enda hafi hún niðurlægt og gert lítið úr störfum þingmanna flokksins með orðum sínum í fjölmiðlum, birtingu níðvísna á bloggvef sínum og fleiru miður skemmtilegu. Magnús Þór segir að ekkert hafi til Margrétar spurst síðan hún hafi farið í skemmtiferð til Kaupmannahafnar eftir að hafa gefið framboðsyfirlýsingarnarnar. Hann segir að sú staðreynd, að Margrét Sverrisdóttir hafi nú þegar tæp vika er til landsþings, ekki enn sagt með afgerandi hætti hvort hún fari í framboð og þá í hvaða embætti, beri vott um ákveðna ákvörðunarfælni og mikinn skort á sannfæringu fyrir því að hún sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn inn í framtíðina og til sigurs í kosningum í vor. Magnús Þór segir það í raun merkilegt að Frjálslyndi flokkurinn skuli halda áunnu fylgi sínu í skoðanakönnunum eftir öll þau vandræði og ófrið sem hann segir Margréti hafa efnt til í flokknum undanfarnar vikur og mánuði. Hún hafi ekki haft fyrir því að kanna baklandið í flokknum, né "dottið í hug að kanna það hvaða afstöðu formaður flokksins myndi taka til framboðs hennar. Hún hefur haft þó nokkur tækifæri síðan 2. desember til að ræða við Guðjón Arnar á flokksfundum, m. a. í miðstjórn. Þar hefur hún verið spurð um fyrirætlanir sínar án þess að nein svör hafi fengist. Svo er líka til nokkuð sem heitir sími," segir Magnús Þór Hafsteinsson.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira