Fleiri fréttir Viðurkenndu að mistök hefðu átt sér stað gagnvart Byrginu Fyrir fjórum árum flutti félagsmálaráðuneytið fjárframlag Byrgisins á nýja kennitölu, þar sem líknarfélagið var gjaldþrota. Ríkisendurskoðun gaf leyfi fyrir þessu að uppfylltum ströngum skilyrðum sem ekki var fylgt eftir. 19.1.2007 20:58 Bað stjórn Byrgisins um að krefjast lögreglurannsóknar Ólafur Ólafsson, læknir Byrgisins og fyrrverandi landlæknir, bað stjórn meðferðarheimilisins um að krefjast lögreglurannsóknar vegna meintrar misnotkunar forstöðumanns á skjólstæðingum sínum. Hann segir að lögmaður Byrgisins hafi kært innan við sólarhring eftir að Kompásþáttur um Byrgið var sýndur viku fyrir jól. 19.1.2007 20:55 Minnismerkið um óþekktu vændiskonuna Rauðljósahverfið í Amsterdam mun bæta fjöður í hatt sinn á næstunni: til stendur að reisa þar styttu til heiðurs vændiskonum um víða veröld. Styttan verður líkast til afhjúpuð í lok mars. 19.1.2007 19:51 66 manns saknað eftir ferjuslys á Indlandi Óttast er um 66 manns á Suður-Indlandi eftir að ferja sökk á leið sinni yfir stórfljót. Fólkið var flest á leið heim frá fjölmennri pílagrímshátíð við ána Ganges. Kafarar og þyrlur hafa hjálpað til við leitina í dag en leit hefur verið frestað vegna myrkurs. Áfram verður leitað á morgun. 19.1.2007 19:23 Fólk fast í lyftu í Bláfjöllum Björgunarsveitarfólk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ræst út til þess að bjarga fólki úr skíðalyftum í Bláfjöllum. Allt svæðið er rafmagnslaust, fólk er fast í lyftum og annað fólk fast í brekkunum þar sem erfiðlega gengur að skíða niður í kolniðamyrkri. Talsvert af börnum var einnig á skíðaæfingu, enda einn af fyrstu dögunum sem svæðið er opið. 19.1.2007 19:07 Sjálfhjálparhvötin sterkust Engin hvöt er sterkari í dýrum jarðarinnar en að reyna að halda sér á lífi hvað sem það kostar. Þrjú nýleg dæmi af jafnmörgum ferfætlingum sýna okkur það. 19.1.2007 19:00 Svartur blettur á lýðræðissögu Íslands Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. 19.1.2007 18:45 Ritstjóri skotinn til bana Talið er að öfgasinnaður þjóðernissinni hafi verið að verki þegar ritstjóri tyrknesks dagblaðs var skotinn til bana fyrir utan skrifstofur blaðsins í Istanbúl í dag. Ritstjórinn var á síðasta ári dæmdur fyrir að sýna tyrknesku þjóðinni vanvirðingu með skrifum sínum um fjöldamorð Tyrkja á Armenum í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. 19.1.2007 18:45 41 sagður hafa látist í óveðrinu Á fimmta tug manna hafa látið lífi í fárviðri sem geisað hefur í Evrópu undanfarinn sólarhring. Samgöngur í álfunni eru í uppnámi og rafmagnsleysi hefur bitnað á milljónum manna. Íslendingur búsettur í Tékklandi segir að tré hafi rifnað upp með rótum í nágrenni við hann í mesta ofsanum. 19.1.2007 18:30 Konum fjölgar ekki á Alþingi í vor Konum á þingi mun heldur fækka en fjölga í vor, miðað við framkomna lista og nýjustu skoðanakannanir. Staðan er nokkuð jöfn á höfuðborgarsvæðinu en aðeins í Norðaustur kjördæmi er útlit fyrir jafnt kynjahlutfall. 19.1.2007 18:22 22 umferðaróhöpp í dag Enn verða óvenju mörg umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að vetrarfærðin eigi ekki að koma neinum á óvart lengur. 22 umferðaróhöpp hafa orðið í dag, frá klukkan sjö í morgun. Engin slys hafa hins vegar orðið á fólki, enda flest vægt samstuð. 19.1.2007 18:09 Allsherjarverkfall boðað í Líbanon Stjórnarandstaðan í Líbanon, með Hisbollah í fararbroddi, ætlar að boða til allsherjarverkfalls í landinu í næstu viku. Hisbollah hefur reynt að velta ríkisstjórninni með verkföllum og mótmælum frá því í desemberbyrjun en þokast lítið. Sjíahreyfingarnar Hisbollah og Amal og kristinn flokkur undir stjórn Michels Aoun krefjast neitunarvalds í ríkisstjórninni. 19.1.2007 17:51 Kynþokkafyllstur Gísli Örn Garðarson leikari var valinn kynþokkafyllsti karlmaður landsins á Rás 2 í dag. Hlustendur Rásar 2 tilnefndu fjöldann allan af frambærilegum karlmönnum og einvalalið smekkkvenna valdi úr hreystimennunum, eins og venja er á bóndadegi. 19.1.2007 17:24 Slökkvilið kallað að Kaplahrauni Allir tiltækir bílar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir að gamalli fiskvinnslustöð í Kaplahrauni í Hafnarfirði upp úr fimm í dag. Mikill reykur barst frá húsinu en verkefnið var fljótafgreitt. Eldur var laus í nokkrum fiskikerum sem stóðu fyrir utan húsið og slökkti fyrsti bíllinn sem kom á vettvang fljótt og vel í þeim. 19.1.2007 17:21 Stjórnarandstaðan hótar málþófi alla næstu viku Stjórnarandstaðan á Alþingi hótar því að taka alla næstu viku undir umræður um Ríkisútvarpsfrumvarpið eftir að stjórnarmeirihlutinn hafnaði boði um að fresta gildistöku laganna fram yfir þingkosningar. Stjórnarþingmenn segja að Alþingi sé haldið í gíslingu með grímulausu málþófi. 19.1.2007 17:20 Gæsluvarðahald staðfest yfir meintum barnaníðingi Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa reynt að lokka stúlkubörn upp í bíl sinn. Grunur leikur á að maðurinn hafi reynt að koma fram vilja sínum við fimm ára gamla stúlku. Maðurinn hefur neitað sök. 19.1.2007 16:50 Engar umræður á Alþingi um helgina Þingfundi verður slitið klukkan fimm í dag eftir miklar umræður um frumvarp um Ríkisútvarpið síðustu vikuna. Þing hittist ekki aftur fyrr en á mánudaginn. Þingmenn hafa margir hverjir í öðru að snúast um helgina. Prófkjör Framsóknarmanna verður í Suðurkjördæmi auk þess sem kjördæmisráð funda á tveimur stöðum. 19.1.2007 16:34 Ástæða fiskidauða súrefnisskortur Niðurstöður rannsókna starfsmanna Hafrannsóknarstofnunar benda til þess að ástæða fiskidauða í Grundarfirði í síðustu viku hafi verið súrefnisskortur. 19.1.2007 15:51 Ekkert fækkað í breskum hersveitum í Írak Yfirmaður breska heraflans í Írak segir að liðsafli Breta í landinu verði óbreyttur að minnsta kosti þetta ár, og vel hugsanlega fram í 2008. Þetta er á skjön við fréttir breskra fjölmiðla um að ætlunin sé að fækka breskum hermönnum um nær 3000 fyrir maílok. 19.1.2007 15:49 Ísraelar skila skattfé Ísaraelar hafa afhent Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, 100 milljónir dollara eða um sjö milljarða króna af skattfé sem Palestínumenn eiga með réttu. Ísraelar innheimta skatta fyrir Palestínumenn, en hættu að gera skil á þeim þegar Hamas tók við völdum á heimastjórnarsvæðunum, og Bandaríkin og Evrópusambandið hættu að styrkja heimastjórnina. 19.1.2007 15:26 Ók ölvaður á umferðaljós og stöðumæli Óvenju margir voru stöðvaðir ölvaðir undir stýri síðasta sólahring á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru níu teknir á þessum tíma, þar af voru fimm í Reykjavík, þrír í Hafnarfirði og einn í Garðabæ. 19.1.2007 15:11 Neytendasamtökin fagna dómi Hæstaréttar Neytendasamtökin fagna niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um að héraðsdómi beri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna meints olíusamráðs. Hæstiréttur felldi úrskurð sinn í málinu í gær. 19.1.2007 14:45 Fáfróðir um helförina Meira en fjórðungur ungra Breta veit ekki hvort helför Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni átti sér stað. Leiðtogum Gyðinga er brugðið við þetta. Þeir geta þó huggað sig við að aðeins eitt prósent telur helförina vera sögusögn. Fjórir af hverjum fimm voru líka hlynntir því að helfararinnar yrði minnst á árlegum minningardegi. 19.1.2007 14:35 Fáir í þingsal meðan rætt er um RÚV-frumvarpið Umræður standa enn yfir um frumvarp um hlutafélagavæðingur Ríkisútvarpsins. Þingfundur stóð fram á nótt í gær þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu um frumvarpið. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa skaða þá um málþóf en á meðan Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hélt ræðu í dag var salurinn næstum mannlaus. 19.1.2007 14:30 Strætó hækkar fargjaldið Fargjöld í strætó hækka að jafnaði um 10% á mánudaginn 22. janúar. Minnst hækkar gjaldið fyrir aldraða og öryrkja eða um 6,7%. 19.1.2007 14:30 Atlantsolía lækkar líka verð Atlantsolía hefur lækkað verð á eldsneyti en ESSO lækkað verð hjá sér í morgun. Verð á bensíni hjá Atlantsolíu lækkar um fimmtíu aura og er nú 109,40 krónur. Verð á dísel lækkar um eina krónu og er nú 111 krónur. 19.1.2007 14:15 Ölvun á dansleik framhaldsskólanema Talsverð ölvun var á tveimur skóladansleikjum framhaldsskólanema í Reykjavík í gærkvöld. Lögregla segir að hringja hafi þurft í forelda og forráðamenn á þriðja tug ungmenna undir 18 ára aldri til að gera þeim að sækja börn sín sem voru drukkin. 19.1.2007 14:03 Flestir smituðust af salmonellu á Spáni eða í Búlgaríu Langflestir þeirra íslensku ferðamanna sem smituðust erlendis af salmonellu á síðasta ári smituðust á Spáni eða í Búlgaríu. Árið 2006 voru 108 einstaklingar greindir með salmonellu á Landspítala-Háskólasjúkrahús. 19.1.2007 13:41 Þurftu ekki að þrífa Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951, fyrir 55 árum, að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem birt voru í gærkvöldi. 19.1.2007 13:25 Samtök atvinnulífsins ósátt við ákvörðun Háskóla Íslands Samtök atvinnulífsins eru ósátt við þá ákvörðun Háskóla Íslands að synja Ágústi Einarssyni, nýráðnum rektor Háskólans á Bifröst, um launalaust leyfi í þrjú ár. Samtökin eru meðal aðstandenda Háskólans á Bifröst og tilnefna tvo af stjórnarmönnum skólans. 19.1.2007 13:20 Flug milli Akureyrar og Keflavíkur Flug milli Akureyrar og Keflavíkur hefst í sumar. Þar með geta Norðlendingar nýtt sér millilandaflug Icelandair á morgnana. Það mun kosta Norðlendinga um átta þúsund krónur aukalega að fljúga í gegnum Keflavík fram og til baka. 19.1.2007 13:15 Umhverfisráðherra fundar með Strætó Umhverfisráðuneytið hefur átt fund með fulltrúum Strætós bs. um hugsanlega þátttöku ríkisins í kostnaði við rekstur almenningssamgangna. Þetta kemur fram í svari Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra við fyrirspurn Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns Framsóknarfloksins. 19.1.2007 13:15 Sælueyjan frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld Sælueyjan verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sælueyjan er verk sænska leikskáldsins Jacobs Hirdwall og fjallar um stórar spurningar sem varða okkur öll, samkvæmt upplýsingum frá leikhúsinu. 19.1.2007 13:00 ESSO lækkar verð á eldsneyti ESSO hefur ákveðið að lækka verð á öllum eldsneytistegundum. Lækkar lítrinn af bensíni um fimmtíu aura en dísil-, gas-, flota- og svartolía lækkar um eina krónu. Fram kemur í tilkynningu frá ESSO að þetta sé 56. verðbreyting félagsins síðan í júlí í fyrra en síðast lækkaði verð á bensíni fyrir viku. 19.1.2007 12:33 Um tvö þúsund á kjörskrá fyrir prófkjör Framsóknar Það skýrist á sunnudag hvort Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra eða Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, leiði lista flokksins í Suðurkjördæmi í þingkosningum í vor. Tæplega tvö þúsund manns eru á kjörskrá nú en prófkjörið er opið öllum þeim sem skrá sig í flokkinn og hafa lögheimili í Suðurkjördæmi. 19.1.2007 12:30 Von á fjölda mála eftir úrskurð Hæstaréttar í olíumáli Von er á tugum mála á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs samráðs þeirra á næstunni eftir að Hæstiréttur komst að því í gær að héraðsdómi bæri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna samráðsins. 19.1.2007 12:10 Alþingi í gíslingu stjórnarandstöðunnar - tröllhlegið um land allt Upplausnarástand ríkir enn á Alþingi. Stjórnarþingmenn sökuðu stjórnarandstöðuna í morgun um að halda Alþingi í gíslingu með grímulausu málþófi. Þeir sögðu hlegið tröllahlátri um allt land að stjórnarandstæðingum. Alþingi væri stórskaðað af framkomu þeirra. 19.1.2007 12:08 Rætt um ábyrgð félagsmálaráðherra í Byrgismálinu Byrgismálið er á ábyrgð Magnúsar Stefánssonar, félagsmálaráðherra, hvernig sem á það er horft. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, þegar rætt var um málefni Byrgisins á Alþingi í dag. 19.1.2007 11:37 Ferðamálastofa verðlaunuð Ferðamálastofa fékk í gær afhent finnsku gæðaverðlaunin í ferðaþjónustu. Verðlaunin voru afhent á MATKA ferðakaupstefnunni í Helsinki en það var Lisbeth Jensen, forstöðukona Ferðamálastofu á Norðurlöndum, sem veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. 19.1.2007 11:29 Skótauinu er kastað Síðasti dagur vetrarþings Taívans leystist upp í slagsmál eftir að stjórnarþingmaður henti skónum sínum í ræðumann. Þingmenn fóru þá að hrinda, ýta og slá frá sér. Í byrjun réðist hópur stjórnarþingmanna að ræðumanni til þess að koma í veg fyrir kosningu um mannabreytingar í raforkunefnd þingsins. Stjórnarandstöðuþingmenn hlupu þá allir sem einn að verja sinn mann og von bráðar var skónum kastað. 19.1.2007 11:24 Málefni Byrgisins rædd á Alþingi Utandagskrárumræða um málefni Byrgisins hófst á Alþingi á tólfta tímanum. Umræðan átti að hefjast við upphaf þingfundar klukkan hálf ellefu en seinkaði þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar vildu ræða um mál tengd frumvarpinu um Ríkisútvarpið. 19.1.2007 11:17 Bandaríska þingið gegn árás á Íran Hópur þingmanna demókrata og repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins ætlar sér að leggja fram tillögu sem kæmi í veg fyrir að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, gæti ráðist á Íran án samþykkis þingsins. 19.1.2007 10:52 Umræða um málefni Byrgisins enn ekki hafin Þingmenn héldu áfram að ræða frumvarp um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins þegar þingfundur hófst klukkan hálf ellefu. Utandagskrárumræða um málefni Byrgisins hafði verið boðuð við upphaf þingfundar en hún hefur enn ekki hafist. 19.1.2007 10:45 Kínverjar í stjörnustríð Bandaríkin, Ástralía og Kanada hafa öll gagnrýnt nýjustu viðbótina við vopnabúr Kínverja, sem virðast vera að búa sig undir stjörnustríð. Tilraun sem Kínverjar gerðu í vikunni gekk út á það að skjóta niður gamlan veðurathugunargervihnött úti í geimnum. 18.1.2007 22:54 3,8 milljarðar og 340 kíló af gulli fyrir kókaín Kólumbíska lögreglan telur sig hafa fundið stærsta kókaínsjóð sem nokkurn tímann hefur verið gerður upptækur í heiminum. Lögreglumenn fundu peninga að jafnvirði 3,8 milljarða íslenskra króna og 340 kíló af hreinu, 24 karata gulli. Peningarnir tilheyra höfuðpaur Norte del Valle-fíkniefnahringsins sem var upprættur í vikunni. 18.1.2007 22:18 Sjá næstu 50 fréttir
Viðurkenndu að mistök hefðu átt sér stað gagnvart Byrginu Fyrir fjórum árum flutti félagsmálaráðuneytið fjárframlag Byrgisins á nýja kennitölu, þar sem líknarfélagið var gjaldþrota. Ríkisendurskoðun gaf leyfi fyrir þessu að uppfylltum ströngum skilyrðum sem ekki var fylgt eftir. 19.1.2007 20:58
Bað stjórn Byrgisins um að krefjast lögreglurannsóknar Ólafur Ólafsson, læknir Byrgisins og fyrrverandi landlæknir, bað stjórn meðferðarheimilisins um að krefjast lögreglurannsóknar vegna meintrar misnotkunar forstöðumanns á skjólstæðingum sínum. Hann segir að lögmaður Byrgisins hafi kært innan við sólarhring eftir að Kompásþáttur um Byrgið var sýndur viku fyrir jól. 19.1.2007 20:55
Minnismerkið um óþekktu vændiskonuna Rauðljósahverfið í Amsterdam mun bæta fjöður í hatt sinn á næstunni: til stendur að reisa þar styttu til heiðurs vændiskonum um víða veröld. Styttan verður líkast til afhjúpuð í lok mars. 19.1.2007 19:51
66 manns saknað eftir ferjuslys á Indlandi Óttast er um 66 manns á Suður-Indlandi eftir að ferja sökk á leið sinni yfir stórfljót. Fólkið var flest á leið heim frá fjölmennri pílagrímshátíð við ána Ganges. Kafarar og þyrlur hafa hjálpað til við leitina í dag en leit hefur verið frestað vegna myrkurs. Áfram verður leitað á morgun. 19.1.2007 19:23
Fólk fast í lyftu í Bláfjöllum Björgunarsveitarfólk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ræst út til þess að bjarga fólki úr skíðalyftum í Bláfjöllum. Allt svæðið er rafmagnslaust, fólk er fast í lyftum og annað fólk fast í brekkunum þar sem erfiðlega gengur að skíða niður í kolniðamyrkri. Talsvert af börnum var einnig á skíðaæfingu, enda einn af fyrstu dögunum sem svæðið er opið. 19.1.2007 19:07
Sjálfhjálparhvötin sterkust Engin hvöt er sterkari í dýrum jarðarinnar en að reyna að halda sér á lífi hvað sem það kostar. Þrjú nýleg dæmi af jafnmörgum ferfætlingum sýna okkur það. 19.1.2007 19:00
Svartur blettur á lýðræðissögu Íslands Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. 19.1.2007 18:45
Ritstjóri skotinn til bana Talið er að öfgasinnaður þjóðernissinni hafi verið að verki þegar ritstjóri tyrknesks dagblaðs var skotinn til bana fyrir utan skrifstofur blaðsins í Istanbúl í dag. Ritstjórinn var á síðasta ári dæmdur fyrir að sýna tyrknesku þjóðinni vanvirðingu með skrifum sínum um fjöldamorð Tyrkja á Armenum í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. 19.1.2007 18:45
41 sagður hafa látist í óveðrinu Á fimmta tug manna hafa látið lífi í fárviðri sem geisað hefur í Evrópu undanfarinn sólarhring. Samgöngur í álfunni eru í uppnámi og rafmagnsleysi hefur bitnað á milljónum manna. Íslendingur búsettur í Tékklandi segir að tré hafi rifnað upp með rótum í nágrenni við hann í mesta ofsanum. 19.1.2007 18:30
Konum fjölgar ekki á Alþingi í vor Konum á þingi mun heldur fækka en fjölga í vor, miðað við framkomna lista og nýjustu skoðanakannanir. Staðan er nokkuð jöfn á höfuðborgarsvæðinu en aðeins í Norðaustur kjördæmi er útlit fyrir jafnt kynjahlutfall. 19.1.2007 18:22
22 umferðaróhöpp í dag Enn verða óvenju mörg umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að vetrarfærðin eigi ekki að koma neinum á óvart lengur. 22 umferðaróhöpp hafa orðið í dag, frá klukkan sjö í morgun. Engin slys hafa hins vegar orðið á fólki, enda flest vægt samstuð. 19.1.2007 18:09
Allsherjarverkfall boðað í Líbanon Stjórnarandstaðan í Líbanon, með Hisbollah í fararbroddi, ætlar að boða til allsherjarverkfalls í landinu í næstu viku. Hisbollah hefur reynt að velta ríkisstjórninni með verkföllum og mótmælum frá því í desemberbyrjun en þokast lítið. Sjíahreyfingarnar Hisbollah og Amal og kristinn flokkur undir stjórn Michels Aoun krefjast neitunarvalds í ríkisstjórninni. 19.1.2007 17:51
Kynþokkafyllstur Gísli Örn Garðarson leikari var valinn kynþokkafyllsti karlmaður landsins á Rás 2 í dag. Hlustendur Rásar 2 tilnefndu fjöldann allan af frambærilegum karlmönnum og einvalalið smekkkvenna valdi úr hreystimennunum, eins og venja er á bóndadegi. 19.1.2007 17:24
Slökkvilið kallað að Kaplahrauni Allir tiltækir bílar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir að gamalli fiskvinnslustöð í Kaplahrauni í Hafnarfirði upp úr fimm í dag. Mikill reykur barst frá húsinu en verkefnið var fljótafgreitt. Eldur var laus í nokkrum fiskikerum sem stóðu fyrir utan húsið og slökkti fyrsti bíllinn sem kom á vettvang fljótt og vel í þeim. 19.1.2007 17:21
Stjórnarandstaðan hótar málþófi alla næstu viku Stjórnarandstaðan á Alþingi hótar því að taka alla næstu viku undir umræður um Ríkisútvarpsfrumvarpið eftir að stjórnarmeirihlutinn hafnaði boði um að fresta gildistöku laganna fram yfir þingkosningar. Stjórnarþingmenn segja að Alþingi sé haldið í gíslingu með grímulausu málþófi. 19.1.2007 17:20
Gæsluvarðahald staðfest yfir meintum barnaníðingi Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa reynt að lokka stúlkubörn upp í bíl sinn. Grunur leikur á að maðurinn hafi reynt að koma fram vilja sínum við fimm ára gamla stúlku. Maðurinn hefur neitað sök. 19.1.2007 16:50
Engar umræður á Alþingi um helgina Þingfundi verður slitið klukkan fimm í dag eftir miklar umræður um frumvarp um Ríkisútvarpið síðustu vikuna. Þing hittist ekki aftur fyrr en á mánudaginn. Þingmenn hafa margir hverjir í öðru að snúast um helgina. Prófkjör Framsóknarmanna verður í Suðurkjördæmi auk þess sem kjördæmisráð funda á tveimur stöðum. 19.1.2007 16:34
Ástæða fiskidauða súrefnisskortur Niðurstöður rannsókna starfsmanna Hafrannsóknarstofnunar benda til þess að ástæða fiskidauða í Grundarfirði í síðustu viku hafi verið súrefnisskortur. 19.1.2007 15:51
Ekkert fækkað í breskum hersveitum í Írak Yfirmaður breska heraflans í Írak segir að liðsafli Breta í landinu verði óbreyttur að minnsta kosti þetta ár, og vel hugsanlega fram í 2008. Þetta er á skjön við fréttir breskra fjölmiðla um að ætlunin sé að fækka breskum hermönnum um nær 3000 fyrir maílok. 19.1.2007 15:49
Ísraelar skila skattfé Ísaraelar hafa afhent Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, 100 milljónir dollara eða um sjö milljarða króna af skattfé sem Palestínumenn eiga með réttu. Ísraelar innheimta skatta fyrir Palestínumenn, en hættu að gera skil á þeim þegar Hamas tók við völdum á heimastjórnarsvæðunum, og Bandaríkin og Evrópusambandið hættu að styrkja heimastjórnina. 19.1.2007 15:26
Ók ölvaður á umferðaljós og stöðumæli Óvenju margir voru stöðvaðir ölvaðir undir stýri síðasta sólahring á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru níu teknir á þessum tíma, þar af voru fimm í Reykjavík, þrír í Hafnarfirði og einn í Garðabæ. 19.1.2007 15:11
Neytendasamtökin fagna dómi Hæstaréttar Neytendasamtökin fagna niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um að héraðsdómi beri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna meints olíusamráðs. Hæstiréttur felldi úrskurð sinn í málinu í gær. 19.1.2007 14:45
Fáfróðir um helförina Meira en fjórðungur ungra Breta veit ekki hvort helför Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni átti sér stað. Leiðtogum Gyðinga er brugðið við þetta. Þeir geta þó huggað sig við að aðeins eitt prósent telur helförina vera sögusögn. Fjórir af hverjum fimm voru líka hlynntir því að helfararinnar yrði minnst á árlegum minningardegi. 19.1.2007 14:35
Fáir í þingsal meðan rætt er um RÚV-frumvarpið Umræður standa enn yfir um frumvarp um hlutafélagavæðingur Ríkisútvarpsins. Þingfundur stóð fram á nótt í gær þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu um frumvarpið. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa skaða þá um málþóf en á meðan Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hélt ræðu í dag var salurinn næstum mannlaus. 19.1.2007 14:30
Strætó hækkar fargjaldið Fargjöld í strætó hækka að jafnaði um 10% á mánudaginn 22. janúar. Minnst hækkar gjaldið fyrir aldraða og öryrkja eða um 6,7%. 19.1.2007 14:30
Atlantsolía lækkar líka verð Atlantsolía hefur lækkað verð á eldsneyti en ESSO lækkað verð hjá sér í morgun. Verð á bensíni hjá Atlantsolíu lækkar um fimmtíu aura og er nú 109,40 krónur. Verð á dísel lækkar um eina krónu og er nú 111 krónur. 19.1.2007 14:15
Ölvun á dansleik framhaldsskólanema Talsverð ölvun var á tveimur skóladansleikjum framhaldsskólanema í Reykjavík í gærkvöld. Lögregla segir að hringja hafi þurft í forelda og forráðamenn á þriðja tug ungmenna undir 18 ára aldri til að gera þeim að sækja börn sín sem voru drukkin. 19.1.2007 14:03
Flestir smituðust af salmonellu á Spáni eða í Búlgaríu Langflestir þeirra íslensku ferðamanna sem smituðust erlendis af salmonellu á síðasta ári smituðust á Spáni eða í Búlgaríu. Árið 2006 voru 108 einstaklingar greindir með salmonellu á Landspítala-Háskólasjúkrahús. 19.1.2007 13:41
Þurftu ekki að þrífa Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951, fyrir 55 árum, að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem birt voru í gærkvöldi. 19.1.2007 13:25
Samtök atvinnulífsins ósátt við ákvörðun Háskóla Íslands Samtök atvinnulífsins eru ósátt við þá ákvörðun Háskóla Íslands að synja Ágústi Einarssyni, nýráðnum rektor Háskólans á Bifröst, um launalaust leyfi í þrjú ár. Samtökin eru meðal aðstandenda Háskólans á Bifröst og tilnefna tvo af stjórnarmönnum skólans. 19.1.2007 13:20
Flug milli Akureyrar og Keflavíkur Flug milli Akureyrar og Keflavíkur hefst í sumar. Þar með geta Norðlendingar nýtt sér millilandaflug Icelandair á morgnana. Það mun kosta Norðlendinga um átta þúsund krónur aukalega að fljúga í gegnum Keflavík fram og til baka. 19.1.2007 13:15
Umhverfisráðherra fundar með Strætó Umhverfisráðuneytið hefur átt fund með fulltrúum Strætós bs. um hugsanlega þátttöku ríkisins í kostnaði við rekstur almenningssamgangna. Þetta kemur fram í svari Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra við fyrirspurn Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns Framsóknarfloksins. 19.1.2007 13:15
Sælueyjan frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld Sælueyjan verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sælueyjan er verk sænska leikskáldsins Jacobs Hirdwall og fjallar um stórar spurningar sem varða okkur öll, samkvæmt upplýsingum frá leikhúsinu. 19.1.2007 13:00
ESSO lækkar verð á eldsneyti ESSO hefur ákveðið að lækka verð á öllum eldsneytistegundum. Lækkar lítrinn af bensíni um fimmtíu aura en dísil-, gas-, flota- og svartolía lækkar um eina krónu. Fram kemur í tilkynningu frá ESSO að þetta sé 56. verðbreyting félagsins síðan í júlí í fyrra en síðast lækkaði verð á bensíni fyrir viku. 19.1.2007 12:33
Um tvö þúsund á kjörskrá fyrir prófkjör Framsóknar Það skýrist á sunnudag hvort Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra eða Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, leiði lista flokksins í Suðurkjördæmi í þingkosningum í vor. Tæplega tvö þúsund manns eru á kjörskrá nú en prófkjörið er opið öllum þeim sem skrá sig í flokkinn og hafa lögheimili í Suðurkjördæmi. 19.1.2007 12:30
Von á fjölda mála eftir úrskurð Hæstaréttar í olíumáli Von er á tugum mála á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs samráðs þeirra á næstunni eftir að Hæstiréttur komst að því í gær að héraðsdómi bæri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna samráðsins. 19.1.2007 12:10
Alþingi í gíslingu stjórnarandstöðunnar - tröllhlegið um land allt Upplausnarástand ríkir enn á Alþingi. Stjórnarþingmenn sökuðu stjórnarandstöðuna í morgun um að halda Alþingi í gíslingu með grímulausu málþófi. Þeir sögðu hlegið tröllahlátri um allt land að stjórnarandstæðingum. Alþingi væri stórskaðað af framkomu þeirra. 19.1.2007 12:08
Rætt um ábyrgð félagsmálaráðherra í Byrgismálinu Byrgismálið er á ábyrgð Magnúsar Stefánssonar, félagsmálaráðherra, hvernig sem á það er horft. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, þegar rætt var um málefni Byrgisins á Alþingi í dag. 19.1.2007 11:37
Ferðamálastofa verðlaunuð Ferðamálastofa fékk í gær afhent finnsku gæðaverðlaunin í ferðaþjónustu. Verðlaunin voru afhent á MATKA ferðakaupstefnunni í Helsinki en það var Lisbeth Jensen, forstöðukona Ferðamálastofu á Norðurlöndum, sem veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. 19.1.2007 11:29
Skótauinu er kastað Síðasti dagur vetrarþings Taívans leystist upp í slagsmál eftir að stjórnarþingmaður henti skónum sínum í ræðumann. Þingmenn fóru þá að hrinda, ýta og slá frá sér. Í byrjun réðist hópur stjórnarþingmanna að ræðumanni til þess að koma í veg fyrir kosningu um mannabreytingar í raforkunefnd þingsins. Stjórnarandstöðuþingmenn hlupu þá allir sem einn að verja sinn mann og von bráðar var skónum kastað. 19.1.2007 11:24
Málefni Byrgisins rædd á Alþingi Utandagskrárumræða um málefni Byrgisins hófst á Alþingi á tólfta tímanum. Umræðan átti að hefjast við upphaf þingfundar klukkan hálf ellefu en seinkaði þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar vildu ræða um mál tengd frumvarpinu um Ríkisútvarpið. 19.1.2007 11:17
Bandaríska þingið gegn árás á Íran Hópur þingmanna demókrata og repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins ætlar sér að leggja fram tillögu sem kæmi í veg fyrir að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, gæti ráðist á Íran án samþykkis þingsins. 19.1.2007 10:52
Umræða um málefni Byrgisins enn ekki hafin Þingmenn héldu áfram að ræða frumvarp um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins þegar þingfundur hófst klukkan hálf ellefu. Utandagskrárumræða um málefni Byrgisins hafði verið boðuð við upphaf þingfundar en hún hefur enn ekki hafist. 19.1.2007 10:45
Kínverjar í stjörnustríð Bandaríkin, Ástralía og Kanada hafa öll gagnrýnt nýjustu viðbótina við vopnabúr Kínverja, sem virðast vera að búa sig undir stjörnustríð. Tilraun sem Kínverjar gerðu í vikunni gekk út á það að skjóta niður gamlan veðurathugunargervihnött úti í geimnum. 18.1.2007 22:54
3,8 milljarðar og 340 kíló af gulli fyrir kókaín Kólumbíska lögreglan telur sig hafa fundið stærsta kókaínsjóð sem nokkurn tímann hefur verið gerður upptækur í heiminum. Lögreglumenn fundu peninga að jafnvirði 3,8 milljarða íslenskra króna og 340 kíló af hreinu, 24 karata gulli. Peningarnir tilheyra höfuðpaur Norte del Valle-fíkniefnahringsins sem var upprættur í vikunni. 18.1.2007 22:18