Fleiri fréttir

Mikið landbrot á dönsku eynni Anholt

Töluvert landbrot varð á eynni Anholt í Kattegat sem tilheyrir Danmörku í óveðri sem gekk yfir Suður-Svíþjóð og Danmörku um helgina.

Við hjálpum með Írak ef þið gefið okkur Palestínu

Hófsöm Arabaríki segjast munu hjálpa Bandaríkjamönnum að koma á friði í Írak, ef þeir taki virkari þátt í því að endurvekja friðarferlið milli Ísraela og Palestínumanna. Þeir kalla það "Írak fyrir land," og eiga þar við sjálfstætt ríki fyrir Palestínumenn.

Varnarmálaráðherra Ísraels vill sleppa Arwan Barghouti

Aðstoðar varnarmálaráðherra Ísraels sagði í dag að Ísraelar yrðu að finna einhverja leið til þess að sleppa Fatah leiðtoganum Marwan Barghouti, úr fangelsi. Barghouti er hæst setti Fatah leiðtoginn sem situr í fangelsi þeirra og sá sem mestrar virðingar nýtur meðal Palestínumanna.

Zapatero fer undan í flæmingi um Baska

Forsætisráðherra Spánar vék sér undan því í dag að svara því hvort hann sé tilbúinn að halda áfram viðræðum við aðskilanaðarhreyfingu Baska, ETA, eftir að þeir rufu níu mánaða vopnahlé með mikilli bílsprengju, fyrir tveim vikum. Tveir menn fórust í sprengingunni. Fram til þess voru Spánverjar farnir að vona að áratuga hryðjuverkum Baska myndi brátt linna.

Heimilislausir flýja Byrgið og lenda í hrakningum

Forstöðumaður Gistiskýlisins, athvarfs fyrir heimilislausa karlmenn í Reykjavík, segist finna verulega fyrir vandræðum Byrgisins. Mönnum sem leita á náðir Gistiskýlisins hefur fjölgað frá því málefni Byrgisins komust í hámæli og nokkrum sinnum hefur heimilislausum mönnum verið vísað á götuna að undanförnu.

Vill ekki tala við fjölmiðla enn um sinn

Boðað var til blaðamannafunda á tveimur stöðum í Missouri í Bandaríkjunum í gærkvöldi til að fagna björgun tveggja unglingsdrengja úr klóm mannræningja. Báðum heilsast vel. Sá þeirra sem var í haldi í á fimmta ár vill ekki segja sögu sína opinberlega enn um sinn.

Leysum ekki vandamál með því að taka upp evruna, segir forstjóri Glitnis

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir bankann ekki hafa í hyggju að gera upp í evrum líkt og Straumur Fjárfestingabanki geri og getgátur hafi verið uppi um að Kaupþing sé að íhuga. Hann segir að ekki megi gleyma kostum íslensku krónunnar og vísar frekar til ábyrgðar hins opinbera.

Þrír létust í ofsaveðri

Níu ára gamall drengur lét lífið þegar tré féll ofan á hann í ofsaveðri sem gengið hefur yfir suðurhluta Svíþjóðar í dag. Tveir karlmenn létust til viðbótar í veðurofsanum þar. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast alvarlega í óveðri í Danmörku og Noregi.

Aleinn heima

George Bush sagði einhverntíma að hann myndi halda fast við stefnu sína í Írak, þótt Laura kona hans og hundurinn Barney væru þau einu sem stæðu með honum. Það líður að því. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum telja aðeins 29 prósent þjóðarinnar að forsetinn sé á réttri leið.

Lítið á innflytjendur sem auðlind

Benedikt sextándi páfi hvatti í dag þjóðir heims til þess að líta á farandverkamenn og innflytjendur sem auðlind en ekki vandamál. Hann hvatti einnig innflytjendur til þess að virða siði og gildi sinna nýju landa. Talsmaður Páfagarðs sagði að hans heilagleiki hefði áhyggjur af þróun í þessum málaflokki.

Jimmy Carter var skelfilegur forseti

Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var borinn til grafar við hátíðlega athöfn, á dögunum. Margt manna var við útförina og þeir báru mikið lofsorð á þennan eina forseta landsins sem aldrei var kjörinn í embætti. Gerald Ford talaði hinsvegar ekki sérstaklega hlýlega um starfsbræður sína, fyrr og síðar.

Danska fréttastöðin TV2 í miklum vanda

Hin nýja danska sjónvarpsfréttastöð TV2 er í vanda eftir að hún hefur verið sökuð um að lofa auglýsendum að þeir gætu haft áhrif á fréttaflutning stöðvarinnar. Það er brot á dönskum lögum um útvarps- og sjónvarpsrekstur, svo ekki sé minnst á traust áhorfenda.

Abram fær sér nýjan bát

Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich er að láta smíða fyrir sig nýjan bát. Sem er ekki nema von, kænan sem hann á nú er ekki nema 115 metra löng og ekki með nema 40 manna áhöfn. Nú ætlar Abramovich að fá sér alvöru duggu sem verður 168 metra löng og kostar sautján milljarða króna.

Lautinant Windsor á leið til Íraks

Lautinant Harry Windsor er byrjaður þjálfun með herdeild sinni, sem á að búa hana undir þjónustu í Írak. Það þykir fréttnæmt þar sem Harry þessi er prins og þriðji í röðinni sem erfingi bresku krúnunnar.

Sarkozy í forsetaframboð í Frakklandi

Hinn hægri sinnaði ríkisstjórnarflokkur Frakklands, UMP hefur valið Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra frambjóðanda sinn í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Hættulegasti andstæðingur Sarkozys í þeim kosningum verður frambjóðandi sósíalista Segolene Royal.

Festist í kattalúgu

Konu í Oregon í Bandaríkjunum brá heldur en ekki í brún á dögunum þegar hún fann feitan kött fastann í kattalúgunni sinni. Kötturinn, sem er nokkuð feitur og kallaður Herkúles, ætlaði sér inn í húsið í leit af kattamat.

Rice í Mið-Austurlöndum

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Ramalla á Vesturbakkanum í morgun til viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Fulltrúar Fataha og Hamas hafa síðustu vikur fundað stíft og reynt að mynda starfhæfa þjóðstjórn Palestínumanna. Þær viðræður munu hafa gengið vel og gerði Abbas grein fyrir gangi þeirra á fundi sínum með Rice í morgun.

Hreinsunarstarfi haldið áfram

Norskir sérfræðingar vinna nú við að hreinsa upp olíuna sem lak úr flutningaskipinu Server sem strandaði við vesturströnd Noregs í fyrrakvöld. Skipið brotnaði í tvennt og tæp 300 tonn af olíu fóru í sjóinn. Skipverjar voru 25 og öllum bjargað.

Ræðir ekki við fjölmiðla fyrst um sinn

Boðað var til blaðamannafunda á tveimur stöðum í Missouri í Bandaríkjunum í gærkvöldi til að fagna björgun tveggja unglingsdrengja úr klóm mannræningja. Báðum heilsast vel.

Ofsaveður í Danmörku, Noregi og Svíþjóð

Ofsaveður gengur nú yfir Norður-Jótland í Danmörku. Vindhraðinn mun á við fellibyl, ferjusiglingum hefur verið aflýst og fólk er hvatt til að halda sig heima. Einnig er varað við vondu veðri í Noregi og Svíþjóð.

Víða vond færð

Það er hálka og éljagangur á Reykjanesbraut og sömuleiðis á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er hálka og skafrenningur og víða þæfingur í uppsveitum.

Skíðasvæði lokuð fyrir sunnan opin annarsstaðar

Þrátt fyrir að snjó hafi kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga verður lokað í Bláfjöllum og Skálafelli í dag. Grétar Hallur Þórisson forstöðumaður skíðasvæðanna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að snjórinn væri svo þurr og léttur að grjót stæði upp úr um leið og hann hreyfði vind.

Segir Sjálfstæðisflokkinn vilja sópa evrutali út af borðinu

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir að íslenska krónan sé ákveðið vandamál og vill skoða hvaða leiðir séu færar aðrar en að ganga í Evrópubandalagið. Hún segir einnig að óskapleg viðkvæmni ríki hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu máli og þau vilji helst sópa öllu evrutali út af borðinu.

Hillary vill fækka hermönnum í Írak

Hillary Clinton telur að hvorki Bandaríkjamenn né Írakar geti komið á friði í Írak. Hún kom þangað í dag í sína þriðju heimsókn og segir að það skeri sig í hjartað að sá að ástandið versni stöðugt.

Blaðamenn fá kaldar kveðjur frá Pútin

Vladimir Putin sendi blaðamönnum kaldar kveðjur í dag, í tilefni af því að haldið er upp á "Dag fjölmiðla". Þess er minnst að þá hófst útgáfa á fyrsta dagblaði Rússlands, Vedomosti, sem Pétur mikli hleypti af stokkunum. Níu blaðamenn og ritstjórar hafa verið myrtir í Rússlandi, á þessu ári, og margir fjölmiðlar hafa fundið heitan andardrátt Kremlar aftan á hnakkanum.

Beckham undrandi á leikbanni

David Beckham er undrandi á þeim orðum Fabios Capellos, þjálfara Real Madrid að hann muni ekki leika fleiri leiki með liðinu. Capello sagði á blaðamannafundi í dag að Beckham myndi æfa með Real Madrid, en ekki spila neina leiki.

Miklar mótmælagöngur á Spáni

Hundruð þúsunda Spánverja fóru í dag í þöglar friðargöngur í mörgum borgum landsins. Fólkið var að mótmæla því að aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, rufu níu mánaða vopnahlé sitt fyrir tveim vikum með gríðarlegri bílsprengju sem varð tveim mönnum að bana á flugvelli Madridar.

Forsetaflugvél rekin úr lofthelgi Mexíkós

Mexíkó rak flugvél forseta Tævans út úr lofthelgi sinni, fyrr í þessari viku, að beiðni stjórnvalda í Kína. Kínverjar líta á Tævan sem hluta af Kína og hafa hótað að endurheimta eyjuna með vopnavaldi, ef Tævanar selja sig ekki sjálfviljugir undir stjórn þeirra.

Drengjum bjargað úr klóm mannræningja

Bandarískur unglingsdrengur, sem saknað hefur verið síðan 2002, fannst í gær heill á húfi á heimili rúmlega fertugs manns sem nú hefur verið ákærður fyrir mannrán. Annar drengur fannst þar einnig en hann hvarf fyrir tæpri viku.

Herlög í Sómalíu

Þing Sómalíu samþykkti í dag að herlög skyldu gilda í landinu næstu þrjá mánuðina til að tryggja öryggi sómalskra borgara. Óttast er að til átaka komi milli stríðsherra í landinu og því er gripið til þessa ráðs. Til harðra átaka hefur komið frá því að eþíópískar og sómalskar hersveitir hröktu íslamska uppreisnarmenn á flótta í síðasta mánuði.

Um 300 tonn af olíu í sjóinn

Talið er að um 300 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn undan vesturströnd Noregs eftir að kýpverska flutningaskipið Server strandaði þar síðdegis í gær. Skipið brotnaði í tvennt og afturhluti þess sökk en framhlutinn var dreginn að landi. 25 menn voru í áhöfn skipsins og var öllum bjargað. Umhverfisverndarsinnar segja þetta stórslys.

Íslenskir neytendur tilbúnir til að borga hátt verð fyrir brauð

Formaður Landsambands bakarameistara segir að launakostnaður sé farinn úr böndunum og bakarar leggi því ekki óeðlilega mikið á brauðmeti þótt það sé dýrt. Íslenskir neytendur séu tilbúnir til að borga hátt verð fyrir brauð. Bakarameistarar ætla þó ekki að víkjast undan ábyrgð sinni þegar kemur að lækkun matarverðs í byrjun mars.

Chavez þjóðnýtir allan orkuiðnað Venesúela

Hugo Chavez, forseti Venesúela tilkynnti í dag að hann ætli að þjóðnýta allan orkuiðnað í landinu. Hann var þegar búinn að tilkynna að hann myndi þjóðnýta rafveitur landsins og stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins.

Ekki kosið um álver í Helguvík

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að ekki verði kosið um fyrirhugað álver í Helguvík, eins og samtökin Sól á Suðurnesjum hefur krafist. Árni segir í samtali við Morgunblaðið að tvær skoðanakannanir hafi verið gerðar á síðasta ári, sem sýni 77 prósent stuðning við álverið.

Valgerður vann í Mývatnssveit

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fékk örugga kosningu í fyrsta sætið á aukakjördæmisráðsþingi flokksins í Mývatnssveit. Tuttugu og tveir gáfu kost á sér í tíu fyrstu sætin. Tveir þingmenn, Dagný Jónsdóttir og Jón Kristjánsson gáfu ekki kost á sér.

Biðröð af sendiferðabílum á útsölu

Það var nóg að gera hjá sendiferðabílstjórum í dag, enda voru stórútsölur hjá nokkrum húsgagnaverslunum, svosem Húsgagnahöllinni og ÍKEA, þar sem boðinn var allt að áttatíu prósenta afsláttur.

Metár í fíkniefnaupptöku

Tollgæsla á landinu lagði árið 2006 hald á mesta magn fíkniefna sem fundist hefur á einu ári við landamæraeftirlit. Fundust 43,5 kg af amfetamíni, 8,3 kg af kókaíni og 21,6 kg af kannabisefnum auk lítils magns heróíns en það efni hefur ekki fundist áður við fíkniefnaeftirlit tollgæslu hérlendis.

Breskir læknar hafa áhyggjur af ungum spilafíklum

Breskir læknar munu í næstu viku fara framá að meira fé verði varið til þess að lækna spilafíkla, sem fer stöðugt fjölgandi. Læknum finnst sláandi hvað spilafíklar eru farnir að vera ungir að árum, og segja að strax verði að taka í taumana.

Fyrsta glasabarnið eignast eigið barn

Það vakti heimsathygli fyrir tuttugu og átta árum, þegar Louise Brown kom í heiminn, því hún var heimsins fyrsta glasabarn. Hún og eiginmaður hennar Wesley Mullinder, eignuðust barnið með "venjulegum hætti."

Samræði jafngildir nauðgun ef kona hefur verið seld mansali

Dómsmálaráðherra Danmerkur segir að hægt sé að refsa viðskiptavinum vændiskvenna fyrir nauðgun, ef hann ef þeir vita að konurnar sem þeir eiga á viðskipti hafa verið seldar mansali. Mansal er mikið vandamál um allan heim og árlega eru þúsundir kvenna glaptar í vændi.

30 milljón kvenmannslausir Kínverjar

Kínversk yfirvöld hafa af því nokkrar áhyggjur að árið 2015 verða karlar á giftingaraldri þrjátíu milljónum fleiri en konurnar. Þetta er afleiðing hinnar ströngu reglu stjórnvalda um að fjölskyldur megi aðeins eiga eitt barn. Það hefur leitt til stórfelldra fóstureyðinga á stúlkubörnum, þótt það sé stranglega bannað.

Sjá næstu 50 fréttir