Innlent

Fyrstu skrefin að tvöföldun Hvalfjarðarganga

MYND/Pjetur

Fulltrúar Spalar og Vegagerðarinnar hafa undirritað samkomulag sem kallað er á heimasíðu Spalar fyrsta formlega skrefið að því marki að tvöfalda þjóðveginn um Kjalarnes og gera ný göng undir Hvalfjörð.

Fram kemur á síðunni að í samkomulaginu sé kveðið á um að Spölur og Vegagerðin séu sammála um nauðsyn framkvæmda við hringveginn á Kjalarnesi og við Hvalfjarðargöng til að auka afköst umferðarmannvirkjanna og auka jafnframt umferðaröryggi.

Áætlað er að leggja um 250 milljónir króna í undirbúningsverkefni vegna framkvæmdanna í ár og á næsta ári og ætla Spölur og Vegagerðin að setja á laggirnar sérstaka samstarfsnefnd vegna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×