Fleiri fréttir

Hjálpaði Bin Laden að flýja

Afganski uppreisnarleiðtoginn Gulbuddin Hekmatyar sagðist í sjónvarpsviðtali í dag hafa aðstoðað Osama bin Laden að flýja þegar Bandaríkjaher lét sprengjum rigna yfir Tora Bora fjöllin, þar sem bin Laden hafðist við um tíma árið 2001.

Kjötæta afhjúpuð

Moira Cameron, sem er 42 ára undirforingi í breska hernum, mun á næstunni ganga í lið varðsveitarinnar við Tower of London. Ástæðan fyrir því að þetta þykir fréttnæmt er sú að varðsveitin hefur starfað frá árinu 1337 og Moira er fyrsta konan sem tekin er í sveitina.

Bush harðlega gagnrýndur í þinginu

Þingmeirihluti demókrata í báðum deildum bandaríska þingsins gagnrýnir harðlega áætlun Bush forseta um að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þingmennirnir segja ákvörðun forsetans ganga á svig við vilja almennings og ráðleggingar æðstu hershöfðingja.

Beckham skrifar undir samning við Los Angeles Galaxy

Enski knattspyrnumaðurinn David Beckham fer frá spænska liðinu Real Madrid í lok tímabilsins og gengur í raðir Los Angeles Galaxy. Beckham sagði í samtali við Reuters fréttastofan í dag að hann væri reiðubúinn að skrifa undir fimm ára samning við bandaríska félagið.

Þrjú fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar

Þrjú fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Lögreglan hafði síðdegis í gær afskipti af karlmanni í úthverfi borgarinnar sem grunaður er um fíkniefnamisferli.

Rice tekur hart á friðarspillum

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði í dag við því að Bandaríkin muni grípa til aðgerða gegn hverju því landi sem reyni að auka á ofbeldi og ójafnvægi í Írak. Aðeins eru nokkrir tímar síðan Bandaríkin réðust inn á ræðisskrifstofu Írans í norðurhluta Íraks.

Yfir 100 hengdir til að hefna fyrir Saddam Hussein

Yfir eitthundrað sjía múslimar hafa verið hengdir í ljósastaurum og símastaurum í Bagdad, í hefndarskyni fyrir aftöku Saddams Hussein. Hinir hengdu eru venjulegir óbreyttir borgarar, sem súnní múslimar safna saman í stóra hópa til að hengja opinberlega.

Neyðarástand í Bangladesh

Forseti Bangladesh hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu og sett á útgöngubann um nætur sem gilda skal fram að kjördegi, þann 22. janúar næstkomandi. Mikill pólitískur órói hefur verið í landinu þar sem stjórnarandstaðan sakar valdamenn um spillingu og áætlanir um kosningasvindl. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hættu í morgun við kosningaeftirlit sitt.

Sextán umferðaróhöpp á tveimur tímum

Sextán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík á tveimur klukkustundum í dag eða frá klukkan tuttugu mínútur yfir tólf til tuttugu mínútur yfir tvö. Um hádegisbil fór að kyngja niður snjó í höfuðborginni og víða varð nokkuð blint.

Flest fyrirtæki gera upp í dollurum en ekki evrum

Flest af þeim fyrirtækjum sem veitt hefur verið heimild til að færa bókhald og semja ársreiking í erlendum gjaldmiðli hafa gert upp í dollurum en ekki evrum eftir því sem segir í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Ég gaf skipanir um að drepa alla í þorpunum

Efnavopna Ali, frændi Saddams Hussein, var kokhraustur fyrir rétti í dag, þar sem hann hefur verið kærður fyrir þjóðarmorð. Hann kvaðst hafa skipað hermönnum að drepa alla þá sem ekki hlýddu skipunum um að yfirgefa þorp sín, í herförinni gegn kúrdum árið 1988.

Gengið gegn ofbeldi í New Orleans

Íbúar New Orleans munu í dag ganga gegn ofbeldi í borginni, sem hefur farið stigvaxandi alveg frá því felllibylurinn Katrín skildi borgina eftir í rúst fyrir tæplega einu og hálfu ári. Ofbeldið heimtir að jafnaði um eitt líf á dag: níu eru látnir það sem af er ári.

Loftárásir mistókust

Bandaríkjamönnum tókst ekki að ráða af dögum þrjá af foringjum Al Kæda, sem reynt var að koma fyrir kattarnef með loftárásum á þorp í Sómalíu undanfarna daga. Háttsettur bandarískur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að ennþá væri verið að eltast við þremenningana.

Engar forsendur fyrir lýðræðislegum kosningum

Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafa hætt við kosningaeftirlit í Bangladesh, þar sem embættismenn þeirra segja grunninn fyrir lýðræðislegar kosningar í landinu hruninn. Stórfylking stjórnmálaflokka hafði hótað að sniðganga kosningarnar og sakaði ráðandi aðila um að ætla að hagræða úrslitunum. Kosningarnar áttu að fara fram þann 22. janúar næstkomandi.

Nei er ekkert svar

Það er ekki óalgengt, í Bandaríkjunum, að svokallaðir hausaveiðarar frá stórfyrirtækjum fari í skóla til þess að leita að framtíðar starfsmönnum. Ekki er ekki heldur óalgengt að nemendur byrji að leita fyrir sér, og skrifa fyrirtækjum, þegar kemur að námslokum. Einn nemandi skrifaði eftirfarandi:

Fimm ár frá opnun Guantanamo-búðanna

Fimm ár eru liðin frá því að fyrstu fangarnir komu til fangabúða Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Af þessu tilefni efnir Íslandsdeild Amnesty International til útifundar á Lækjartorgi klukkan fimm í dag.

Brak úr vélinni loks fundið

Búið er að finna hluta af flaki indónesísku farþegaþotunnar sem leitað hefur verið síðan á nýársdag. Það voru fiskimenn á eynni Sulawesi sem fundu stélhluta með sama verksmiðjunúmeri og vélin hafði.

Býður styrk í hússjóð fyrir þriðja sæti á lista Framsóknar

Einn af frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi heitir flokknum tveimur milljónum króna í hússjóð framsóknarfélaganna á Akureyri fái hann þriðja sætið í kosningu um helgina. Stjórnmálafræðingur segir að svona geri menn ekki.

Stórauka á framlög til rannsókna til að koma HÍ í fremstu röð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag í Hátíðarsal Háskóla Íslands samning um kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Samningurinn er til fimm ára, frá og með árinu 2007 til ársins 2011.

Hafnfirðingar vilja kjósa um veigamikilmál

Um nítíu prósent íbúa í Hafnarfirði telja það skipta miklu máli að bæjarbúar geti kosið um veigamikil mál bæjarfélagsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Hafnafjarðarbæ í árslok 2006. Bæjarbúar munu í vor kjósa um mál sem lúta að stækkun álversins í Straumsvík.

Engin ástæða til að örvænta yfir krónunni

Krónan getur lifað um langa framtíð og það er engin ástæða til að örvænta yfir henni. Þetta segir Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri. Hann segir að ef þjóðin vilji taka upp evruna sé skynsamlegast að ganga í Evrópusambandið.

Samkomulag um samstarf sjóhers og Landhelgisgæslu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu um borð í dönsku varðskipi í Reykjavíkurhöfn í morgun samkomulag um aukið samstarf Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins. Björn segir þetta pólitíska viljayfirlýsingu um að þróa samstarf þjóðanna í því skyni að efla öryggi borgaranna.

Umtalsverð fjölgun hermanna í Írak

Demókratar á Bandaríkjaþingi segjast ætla að koma í veg fyrir að fleiri hermenn verði sendir til Íraks með því að neita ríkisstjórninni um fjárveitingar. George Bush greindi í gær frá þeirri ákvörðun sinni að tuttugu þúsund manna aukaherlið færi á næstunni til landsins til að binda enda á vargöldina þar.

Hryðjuverkamaður enn á lífi

Eitt helsta skotmark Bandaríkjamanna í sprengjuárás í Sómalíu á mánudag er enn á lífi að því er BBC segir frá. Fazul Abdullah Mohammed, sem tilheyrir Al Kaída samtökunum, var sagður hafa látist í sprengjuárásinni á mánudaginn en sendiherra Bandaríkjamanna sagði í dag að hann væri enn á lífi. Mohammed er talinn hafa átt þátt í sprengjuárásum á bandarísk sendiráð í Afríku árið 1998.

Starfsmenn Gæslunnar heiðraðir fyrir björgunarafrek

Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, afhenti í morgun starfsmönnum Landhelgisgæslunnar sem tóku þátt í björgun sjómanna af danska varðskipinu Triton þann 19. desember heiðursviðurkenningu.

Kristinn skipar þriðja sæti samkvæmt tillögum kjörnefndar

Kristinn H. Gunnarsson skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum kjörnefndar. Kjörnefnd Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi lýkur störfum um helgina og boðað hefur verið til kjördæmisþings að Reykjum í Hrútafirði um aðra helgi.

Vegur um Arnkötludal boðinn út á næstu dögum

Vegur um Arnkötludal á milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar verður boðinn út á næstu dögunm og stefnt er að því að hann verði tilbúinn undir lok næsta árs. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á fundi um samgöngu- og fjarskiptamál á Hólmavík í gærkvöld.

Unga fólkið vill Royal

Yngstu kjósendurnir í Frakklandi eru hrifnari af frambjóðanda Sósíalistaflokksins, Ségoléne Royal, en innanríkisráðherranum Nicholas Sarkozy. Í könnun sem gerð var fyrir fríblaðið Metro myndu 53% 18-29 ára Frakka kjósa Royal ef valið stæði á milli þessara tveggja í seinni umferð forsetakosninganna.

Von á tveimur sendinefndum að skoða aðstæður í Þorlákshöfn

Norski álrisinn Norsk Hydro hefur óskað eftir upplýsingum um Þorlákshöfn og nágrenni með tilliti til álframleiðslu í sveitarfélaginu Ölfus. Frá þessu er greint í Sunnlenska fréttablaðinu í dag og enn fremur sagt að von sé á fulltrúum fyrirtækisins til Þorlákshafnar á næstu vikum til að skoða aðstæður ásamt fullrúum frá öðrum hópi sem hafi áhuga á svæðinu.

Flugvélin loks fundin

Hernaðaryfirvöld í Indónesíu hafa skýrt frá því að flak flugvélar sem fórst í Indónesíu í síðustu viku sé loks fundið. Svo virðist sem hluti af flakinu liggi á hafsbotni nærri Sulawesi, en vélin var á leið þangað. Lengi hefur verið leitað að vélinni og mikil reiði varð þegar herinn tilkynnti að vélin hefði fundist í fjallendi og tólf komist af en það reyndist síðan rangt.

Bandaríkjamenn neita loftárásum

Bandaríkin hafa neitað því að hafa ráðist á skotmörk í Sómalíu í dag og segjast aðeins hafa gert árásir á mánudaginn síðastliðinn. Loftárásir voru þó gerðar og segja bandarísk yfirvöld að þar hafi verið að verki eþíópíski herinn.

Chavez hyggur á frekari þjóðvæðingu

Hugo Chavez var í dag settur í embætti forseta Venesúela til næstu sex ára. Hann vann stórsigur í kosningum í fyrra og hefur á þeim grundvelli ákveðið að ýta úr vör umfangsmiklum þjóðvæðingarverkefnum. Chavez hafði þegar sagt að hann ætlaði sér að þjóðvæða fjögur olíuverkefni sem og fjarskiptafyrirtæki en bætti svo við í ræðu eftir athöfnina í dag að hann hygðist þjóðvæða jarðgasverkefni líka.

Bush fjölgar hermönnum um 21.500

Samkvæmt nýjustu fregnum mun George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fjölga hermönnum í Írak um 21.500 manns. Áður var talið að það myndu verða 20.000. Einnig hefur verið skýrt frá því að Bush ætli sér að biðjast afsökunar á því að hafa ekki haft nógu marga hermenn í Írak eftir innrásina.

Hvalur biðst afsökunar á árekstri

Eigandi báts sem hvalir höfðu synt á og gert gat á sagði að hvalurinn sem gerði gatið hefði reynt að segja „Fyrirgefðu“ við sig þar sem hann fann svo góða tilfinningu streyma frá hvalnum. Maðurinn, sem heitir Lindsay Wright, var á siglingu 80 sjómílur vestur af Nýja-Sjálandi þegar þegar áreksturinn átti sér stað.

Rússar skora á USA að samþykkja Kyoto samninginn

Rússneska þingið samþykkti ályktun í dag þar sem skorað er á Bandaríkin að samþykkja Kyoto samninginn og um leið að fella úr gildi verslunarhömlur sem hafa verið í gildi í fleiri áratugi. Ályktunin var samþykkt af öllum meðlimum Dúmunnar nema einum, sem sat hjá.

IAEA aðstoðar ríki Afríku

Afrískar þjóðir sögðu í dag að þau hefðu ákveðið að herða öryggisgæslu við kjarnorkuver sem og kjarnaofna sem notaðir eru til rannsókna. Oft hefur verið sagt að öryggi í kringum þær sé ábótavant og alþjóðasamfélagið er farið að óttast að erlend öfl reyni að verða sér úti um úraníum í löndum í Afríku.

Leitað að málverki eftir Da Vinci

Ein af helstu ráðgátum listaheimsins gæti ráðist á næstu dögum. Miklar getgátur hafa verið um hvort að enn sé eitt mesta meistaraverk Leonardo da Vincis ófundið en listfræðingar segja að hugsanlegt sé að 500 ára gamalt verk meistarans sé falið bak við vegg í ráðhúsinu í Flórens.

Sjá næstu 50 fréttir