Fleiri fréttir

Darwin verðlaunin veitt

Charles Darwin verðlaunin hafa verið veitt fyrir síðastliðið ár en þau eru veitt því fólki sem bætir genamengi mannsins mest með þeirri einföldu athöfn að draga sig úr því. Fyrstu verðlaun hlaut par sem náði sér í risastóran auglýsingabelg, fylltan af helíumi, sem það síðan skreið inn í, í von um að komast í vímu. Þau fundust síðar látin af völdum súrefnisskorts.

Lag til minningar um Svandísi Þulu

Svandís Þula var aðeins fimm ára gömul þegar hún lést í umferðaslysi á Suðurlandsvegi þann 2. desember síðastliðinn. Bróðir hennar, Nóni Sær, slasaðist alvarlega í slysinu og liggur á Barnaspítala Hringsins. Forsala á geislaplötunni "Svandís Þula -minning" er hafin og hægt er að panta hana á www.frostid.is.

Fyrsti dagur Halldórs í nýju starfi

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og er fyrsti starfsdagur hans í Kaupmannahöfn í dag.

Ólympíueldurinn skal upp á Everest

Áður en kyndillinn með Ólympíueldinum kemur til Peking fyrir Ólympíuleikana 2008 mun leið hans liggja upp á hæsta tind á jörðinni, á Mount Everest í Himalaya-fjallgarðinum. Búið er að útbúa sérstaka öskju þar sem eldurinn getur brunnið þegar hann fer um súrefnissnautt háfjallaloftið.

Ahmadinejad segir Ísraelsríki munu falla

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, réðst enn á ný gegn Ísraelsríki í ræðu sinni í dag og sagðist telja að það myndi brátt falla. Hann gengur þó ekki jafnlangt og hann hefur gert en hann hefur bæði hótað að þurrka Ísrael af kortinu og haldið því fram að helförin gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sé uppspuni.

Jepplingur og flutningabíll rákust saman í Öxnadal

Þrír fóru á sjúkrahús til skoðunar eftir árekstur flutningabíls og jepplings í Öxnadal um sex-leytið í kvöld. Bílarnir rákust saman á hornunum og fór jepplingurinn út af og valt. Talsverð hálka var á svæðinu. Ekki er ljóst hver meiðsl mannanna voru en lögregla taldi ekki að þau hefðu verið alvarleg.

Selja þjóðhetju í málmbræðslu

Kræfir styttuþjófar í Kanada ætla líklega að nýta sér hækkandi koparverð til að græða á úkraínskri þjóðhetju frá 19. öldinni. Lögregla fann höfuðið af styttunni í málmbræðslu skammt vestur af Toronto í vikunni en tveggja tonna búkurinn er enn ófundinn.

Kampusch hefði getað komist hjá mannráni

Natascha Kampusch sagði í viðtali í dag að hún hefði getað komist hjá því að vera rænt af manninum sem hélt henni í 8 ár, ef hún hefði bara farið yfir götuna þegar hún sá að hann elti sig á bíl sínum daginn örlagaríka árið 1998. Hún var hins vegar hrædd um að það liti asnalega út. Viktor Priklopil hélt Natöschu fanginni í kjallaraholu undir bílskúrnum í átta ár.

Láta umskera sig til að forðast HIV

Æ fleiri úgandskir karlmenn sækjast nú eftir umskurði eftir að vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að forhúðarlausir væru menn ekki jafnmóttækilegir fyrir HIV-smiti. Þarlent dagblað segir að umskurðum hafi fjölgað úr tæplega 400 árið 2005 í 2.500 árið 2006.

Þjóðvarðliðar stilla til friðar í Rio

Alríkisstjórn Brasilíu segist ætla að senda þjóðvarðsveitir herlögreglunnar til Rio de Janeiro ríkis til þess að hafa hemil á götuofbeldi milli glæpagengja sem hafi orðið 20 manns að bana í borginni undanfarna daga. Ríkisstjórin Sergio Cabral segist líka ætla að biðja um aukinn stuðning frá hernum.

Búið að skrifa undir

Flugstoðir ohf. og Félag íslenskra flugumferðarstjóra skrifuðu undir samning um kjaramál klukkan sjö í kvöld. Samningurinn er sá sami og ekki náðist að samþykkja í gærkvöldi. Loftur Jóhannsson, formaður FÍF, býst við að flugumferð verði komin í eðlilegt horf í seinasta lagi annað kvöld.

Kenía lokar landamærunum

Kenía hefur lokað landamærum sínum að Sómalíu og sent hersveitir til að stöðva stríðan straum sómalskra flóttamanna inn í landið. Helsta ástæðan fyrir lokuninni er ótti kenískra stjórnvalda við að íslamskir uppreisnarmenn flýi yfir til Kenía. 420 flóttamenn, flest konur og börn, hafa verið sendir til baka frá landamærunum.

Opinber rannsókn á ummælum Jóns Baldvins

Hæstiréttur hefur heimilað opinbera rannsókn á ummælum Jóns Baldvins Hannibalssonar um Sigurjón heitin Sigurðsson, fyrrverandi lögreglustjóra. Vildi Jón Baldvin að börn Sigurjóns rækju einkamál gegn sér, ættu þau eitthvað sökótt við sig en Jón Baldvin kallaði Sigurjón "alræmdan" í Kastljósviðtali.

Lögregla fær ekki símaupplýsingar

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglunnar í Vestmannaeyjum um að hún fái lista, frá Símanum og Vodafone, um alla GSM-síma sem tengdust sendi við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum nóttina sem stórtjón varð vegna íkveikju á hafnarsvæðinu. Málið er nokkuð sérstakt því þarna metur Hæstiréttur að friðhelgi einkalífsins vegi þyngra en rannsóknarhagsmunir lögreglu.

Borgin sýknuð af kröfu erfingja Kjarvals

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu erfingja Jóhannesar Kjarvals um að fá til baka listaverk eftir meistarann sem eru í vörslu borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur fullyrt að listamaðurinn hafi gefið borginni þessi verk árið 1968 en erfingjarnir báru brigður á að um gjöf hefði verið að ræða. Þeir ætla ekki að una dómi héraðsdóms og munu áfrýja til æðri dómsstiga - jafnvel leita til dómsstóla utan landssteina.

Flugstoðir hafa ekki svarað flugumferðarstjórum

Flugumferðarstjórar samþykktu einróma í dag að ganga að samkomulagi við Flugstoðir. Því má reikna með að flugumferð komist aftur í eðlilegt horf yfir landinu. Farsæl lending í sjónmáli, segir forstjóri Flugstoða.

Skrafað um framboð eldri borgara

Í dag var boðað til fundar í Reykjavík, þar sem sagt var að stofnað skyldi til framboðs eldri borgara fyrir kosningar til Alþingis í vor. Talsmaður félags eldri borgara segir hins vegar að um "skraffund" hafi verið að ræða og að til formlegs framboðs verði stofnað síðar.

Hefðu farið öðruvísi að

Kalt stríð er skollið á milli Bandaríkjamanna og forsætisráðherra Íraks. Ráðherrann segist vilja hverfa úr embætti hið fyrsta og segir Bandaríkjamenn hafa brugðist klúðurslega við ofbeldi í Írak. Bandaríkjamenn svara um hæl að þeir hefðu hagað aftöku Saddams Hússeins öðruvísi.

Giftursamleg björgun miskunnsams samverja

Lífi 19 ára unglings var bjargað, á giftusamlegan hátt, eftir að hann féll á neðanjarðarlestarteina í New York-borg í gær. Vegfarandi kastaði sér á teinana og lagðist ofan á drenginn til að halda honum niðri um leið og lest var ekið yfir þá. Báðum heilsast vel.

Grunnur lagður að tvöföldu hagkerfi

Flótti fyrirtækja frá krónunni yfir í evruna getur lagt grunninn að tvöföldu hagkerfi, þar sem smærri fyrirtæki og heimilin standa undir gífurlegum kostnaði við að halda krónunni uppi. Vaxtakostnaður heimila og fyrirtækja af yfirdráttarlánunum einum gæti staðið undir öllum kostnaði ríkisins til fræðslumála.

Fundu annað fórnarlamb ETA

Börgunarmenn á flugvellinum í Madríd fundu nú undir kvöld lík annars mannanna sem létust í kraftmikilli bílsprengingu ETA á laugardag. Lík mannsins fannst í rústum á bílastæðinu þar sem sprengjan sprakk. Mennirnir voru báðir ekvadorskir innflytjendur. Þeir eru fyrstu mennirnir sem látast í hryðjuverkum ETA í rúm þrjú ár.

Jeppi út af Grindavíkurvegi

Jeppi fór út af á Grindavíkurvegi um þrjú-leytið í fljúgandi hálku. Engin slys urðu á fólki en ökumaður þurfti aðstoð við að koma bílnum aftur upp á veginn, þar sem talsvert bratt var upp á veginn.

Takmarkað sjónflug leyft á ný

Takmarkað sjónflug verður aftur leyft um Reykjavíkurflugvöll frá og með morgundeginum en það hefur verið bannað síðan viðbúnaðaráætlun Flugstoða tók gildi á miðnætti á nýársdag. Flugtök og lendingar í sjónflugi verða leyfð á 10 mínútna fresti á milli kl. 10 og 16. Snertilendingar verða ekki leyfðar að sinni, né einliðaflug flugnema.

Hvít-Rússar leggja skatt á rússneska hráolíu

Hvít-Rússar, sem hafa staðið í deilum við grannlandið Rússa, tilkynntu í dag að þeir hefðu lagt skatt á hráolíuútflutning Rússa sem fer um leiðslur á hvítrússnesku landi. Skattlagningin tekur gildi 1. janúar 2007 og nemur 3.150 krónum á hvert tonn af olíu sem fer í gegnum Hvíta-Rússland á leið sinni til viðskiptavina Rússa í Evrópu.

Glæpagengi tekið úr umferð

Túnískar öryggissveitir skutu til bana 25 meðlimi glæpagengis rétt sunnan höfuðborgarinnar Túnis, að sögn vitna. Ráðamenn segja hins vegar rangt að svo margir hafi verið skotnir, en svara ekki með réttum fjölda.

Barrtré gegn svifryki í borginni

Stórauka þarf gróðursetningu trjáa samsíða umferðaræðum ef takast á að draga úr svifryki í borginni að mati Jóns Geirs Péturssonar skógfræðings. Haft er eftir honum á vef umhverfissviðs borgarinnar barrtré bindi svifryk, ekki síst á vetrum þegar svifryksmengunin sé einna mest vegna nagladekkjanotkunar.

360 milljónir til menningarmála

Akureyrarbær hlýtur 360 milljónir króna í styrk frá menntamálaráðuneytinu til menningarmála næstu þrjú árin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag, en er í raun endurnýjun á samningi sem fyrst var undirritaður árið 1996.

Kæra flugumferðarstjóra fyrir truflun

Flugstoðir ohf. hafa kært til lögreglu framferði flugumferðarstjóra á Akureyri sem kom inn á samkiptarás við flugvél sem var að koma inn til lendingar á Akureyrarflugvelli í gær.

Lögregla birtir myndir af árásarmönnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú þriggja manna vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík á nýársnótt og hefur birt myndir af þeim úr öryggismyndavél. Þremenningarnir eru grunaðir um að hafa ráðist á tvo menn á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti 4.

Nauðgaði og myrti tugi kvenna og barna

Ríkisstjórn Indlands hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á meðferð lögreglunnar á málum tuga barna og kvenna sem hafa horfið í bænum Noida á undanförnum tveim árum. Fólkið var allt úr röðum fátækra farandverkamanna.

Dómi vegna verka Kjarvals áfrýjað til Hæstaréttar

Ættingjar Jóhannesar S. Kjarvals listmálara hafa ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar og dómstóla erlendis ef niðurstaðan þar verður sú sama. Þetta sagði Ingimundur Kjarval, barnabarn listmálarans, í samtali við fréttastofu í dag.

Hvít Rússar hóta Moskvu

Forseti Hvíta Rússlands hótaði í dag að leggja flutningsgjald á olíu frá Rússlandi til Evrópu, ef Rússar standa fast á því að stórhækka verð á gasi og olíu til landsins. Rússar hafa undanfarin misseri átt í hörðum deilum við fyrrverandi aðilarríki Sovétríkjanna um orkuverð.

Flugumferðarstjórar samþykkja samkomulag

Flugumferðarstjórar samþykktu einróma á félagsfundi í dag heimila stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra að undirrita samkomulag sem stjórn félagsins og Flugstoða ohf. höfðu komist að í gær. Því má reikna með að flugumferð komist aftur í eðlilegt horf yfir landinu en sérstök viðbúnaðaráætlun hefur verið í gildi frá áramótum vegna skorts á flugumferðarstjórum.

Edrú á Toyota

Toyota bílaframleiðandinn ætlar að setja áfengisvarnarkerfi í bíla sína sem gerir ökumönnum ókleift að aka undir áhrifum. Í stýri bílanna verða svitamælar sem skynja samstundis ef ökumaðurinn hefur drukkið of mikið áfengi. Þá fer bíllinn einfaldlega ekki í gang.

Saddam kvaddi bandaríska fangaverði sína kurteislega

Saddam Hussein kvaddi ameríska fangaverði sína kurteislega og þakkaði þeim fyrir hvernig þeir hefðu komið fram við sig, þegar hann var seldur í hendur Íraka, til aftöku. Hann sýndi ótta í smástund, eftir að hann var kominn í hendur landa sinna, en jafnaði sig fljótlega.

Ný brú mili Danmerkur og Svíþjóðar

Eyrarsundsstofnunin svokallaða, sem sá um byggingu brúarinnar milli Kaupmannahafnar og Malmö vill láta byggja nýja brú milli landanna. Hún á að liggja milli Helsingjaborgar í Svíþjóð og Helsingjaeyrar í Danmörku. Tillaga stofnunarinnar er fram komin vegna þeirra miklu aukningar sem orðið hefur á umferð yfir Eyrarsundsbrúna.

Boðar stofnfund framboðs eldri borgara í dag

Stofnað verður til framboðs eldri borgar fyrir alþingiskosnignarnar í vor á fundi á Hótel Centrum Reykjavík kl. 17 í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Sveini Guðmunssyni verkfræðingi að fundurinn sé í Forsetasal, á grunni bæjarstæðis Ingólfs Arnarsonar.

Reykjavíkurborg sýknuð af kröfum ættingja Kjarvals

Reykjavíkurborg var í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af öllum kröfum ættmenna Jóhannesar Kjarvals listmálara. Erfingjarnir krörðust þess að Reykjavíkurborg léti af hendi rúmlega 5000 málverk og yfir eitt þúsund bækur sem borgin telur að listamaðurinn hafi gefið sér árið 1968.

Baugur lýsir yfir andstöðu við hvalveiðar

Baugur Group hefur tekið þá ákvörðun að lýsa yfir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga þar sem það sé farið að skaða íslensk félög erlendis. Félagið segir í tilkynningu, að útrás íslenskra fyrirtækja hafi verið gríðarleg á undanförum árum og farið vaxandi á sviði tísku, lyfjaframleiðslu, matvöru, bankastarfsemi og tónlistar til dæmis.

Fundur flugumferðarstjóra stendur enn

Búist er við því að félagsfundur flugumferðarstjóra vegna deilu þeirra við Flugstoðir ohf. standi að minnsta kosti í klukkustund til viðbótar en hann hófst klukkan eitt í dag. Kaffihlé stendur nú yfir en fundurinn er lokaður öðrum en félögum í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra.

Grábrókarveita tekin í notkun á föstudag

Grábrókarveita, ný vatnsveita Orkuveitu Reykjavíkur í Borgarfirði, verður formlega tekin í notkun á föstudaginn kemur með pompi og prakt. Veitan er í Grábrókarhrauni skammt frá Bifröst en góð vatnsból fundust þar árið 2004.

Fimm lemstruðust í bílveltu á Vestfjörðum

Fimm manns voru fluttir á Sjúkrahúsið á Ísafirði eftir að hafa lemstrast þegar jeppi valt norðan við afleggjarann sem liggur út að Núpi í Dýrafirði nú eftir hádegið.

Sjá næstu 50 fréttir