Erlent

Annar elsti karlmaður heims látinn

Moses Hardy, sem talinn var annar elsti maður heims, lést í dag, 113 ára að aldri. Hann var eini eftirlifandi svarti maðurinn sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Hardy var sjötti á lista heimsmetabókar Guinness yfir elsta fólk í heimi, sú sem er efst á þeim lista er 116 ára gömul.

Að sögn fjölskyldu Hardys var faðir hans fæddur upp úr 1830 og var þræll, rétt eins og móðir Hardys. Eftir þrælastríðið eignuðust foreldrar hans landskika og er það land enn í eigu fjölskyldunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×