Innlent

16 ára á tveggja ára skilorði

Héraðsdómur Austurlands frestaði í dag ákvörðun refsingar yfir 16 ára gömlum strák fyrir bifreiðastuld. Refsingin fellur niður haldi hann skilorð næstu 2 árin. Drengurinn stal bíl á Vopnafirði og keyrði hana um götur bæjarins uns hann hafnaði utan vegar.

Ákærði játaði brot sitt skýlaust og auk þess var litið til ungs aldurs ákærða. Því var ákveðið að haldi hann skilorð muni refsing niður falla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×