Innlent

Sundabraut í jarðgöng

Þetta kemur fram í skýrslu um jarðgangalausn fyrir Sundabraut en skýrslan var kynnt á samráðsfundi með íbúum Grafarvogs og Laugardals í dag. Skýrslan er unnin á vegum Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Með lagningu Sundabrautar yfir Kleppsvík og áfram til norðurs yfir Leiruvog og Kollafjörð mun leið vestur á land frá miðborginni styttast um nær 9 km. Vegalengd frá miðborginni í Geldinganes mun styttast um nær 4 km eða um 30%.

Þessar styttingar út frá miðborginni eru svipaðar og áður hafði verið reiknað með við leið I (ytri leið) á hábrú yfir Kleppsvík. Eftir sem áður reiknast heildarakstur á vegakerfinu minni fyrir höfuðborgarsvæðið ef Sundabraut verður lögð á leið III (innri leið) heldur en í göngum. Heildarkostnaður við jarðgöng er um 16 milljarðar kr. en sambærilegur kostnaður við leið III er um 12 milljarðar kr. Árlegur kostnaður við þjónusturekstur ganganna er áætlaður um 100 milljónir kr.

Gísli Marteinn Baldursson, formaður Framkvæmdasviðs segir að kostirnir við að setja Sundabraut í jarðgöng séu umhverfisvænn kostur, hljóð- og umhverfismengun muni minnka til muna og lífsgæði íbúa í grennd við Sundabraut muni aukast. Aðspurður um líkurnar á því að ráðist verði í gerð jarðgangna segir hann það vott um aukinn vilja stjórnvalda að ráðist skuli í umhverfismat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×