Innlent

16 dagar gegn ofbeldi

16 strákar munu ganga gegn ofbeldi niður Laugaveginn á morgun á vegum V-dags samtakanna til þess að mótmæla kynbundnu ofbeldi. Þetta er gert til að minna á ábyrgð karlmanna varðandi kynferðisofbeldi gagnvart konum.  Strákarnir ganga af stað klukkan eitt á morgun og minna aðra karlmenn á að standa saman til að útrýma ofbeldi gegn konum.

Uppákoman er hluti af átaki ýmissa félagasamtaka gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×