Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árás stingskötu Rúmlega áttræður Bandaríkjamaður liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi á Flórída eftir að stingskata stökk um borð í bát hans og stakk hann í bringuna. 19.10.2006 20:18 Þjóðaratkvæðagreiðsla um fóstureyðingar í Portúgal Portúgalar ganga að kjörborðinu í janúar á næsta ári og greiða atkvæði um það hvort leyfa eigi fóstureyðingar í landinu. Fóstureyðingar eru aðeins leyfðar í Portúgal nú ef konu hefur verið nauðgað og hún verður síðan þunguð, líf hennar er talið í hættu, fósturskaði orðið eða hætta á alvarlegri fötlun. 19.10.2006 20:04 8 sprengingar í vopnageymslu í Serbíu Að minnsta kosti 20 særðust þegar minnst 8 sprengingar urðu í vopnageymslu serbneska hersins í nótt. Vopnageymslan stóð á hæð nærri iðnaðarbænum Paracin, um 150 kílómetra suður af höfuðborginni Belgrad. Fjölmargar byggingar í Paracin skemmdust. 19.10.2006 19:44 Bannað að nota firmanafnið Orms lyftur Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að hún telur að Orms lyftur ehf. hafi með notkun trúnaðarupplýsinga úr rekstri Bræðranna Ormsson ehf., með bréfi til viðskiptavina og með notkun firmanafnsins Orms lyftur ehf. brotið gegn ákvæðum um atvinnuleyndarmál og firmanöfn í lögum um óréttmæta viðskiptahætti. 19.10.2006 19:30 Mýkri friðargæsla Ásýnd íslensku friðargæslunnar verður mýkt og lögð verður áhersla á borgaraleg svið í verkefnavali hennar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra kynnti þessar hugmyndir á fundi utanríkismálanefndar í morgun. 19.10.2006 19:00 Reyna að tala um fyrir Kim Kínverjar hafa sent erindreka sína til Norður-Kóreu til að freista þess að fá þarlend stjórnvöld til að hætta kjarnorkutilraunum sínum. 19.10.2006 18:45 Frjármálaráðherra fundar með 3 framkvæmdastjórum ESB Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, átti í gær og í dag fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þeim Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál, Lasló Kóvaks sem fer með tolla- og skattamál og Dalíu Grybauskaité sem fer með fjármál sambandsins. Tilgangur fundanna var að ræða um stefnumál og þróun sambandsins á þessum sviðum. Auk þess heimsótti ráðherrann Eftirlitsstofnun EFTA og fékk kynningu á starfseminni sem felst í að fylgjast með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein. 19.10.2006 18:30 Hótar Íslendingum ófarnaði Sjávarútvegsráðherra Bretlands segir að Íslendingum muni hefnast fyrir að hefja hvalveiðar og spáir því að Bretar muni sniðganga íslenskar vörur og þjónustu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig lýst yfir vonbrigðum með veiðarnar. 19.10.2006 18:30 Flugþjónar og flugfreyjur leggja niður vinnu í Finnlandi Verkfall 1500 flugfreyja og flugþjóna hjá finnska flugfélaginu Finnair heldur áfram. Samningaviðræðum milli fulltrúa starfsmanna og flugfélagsins, sem fóru fram í dag, skiluðu engum árangri og var frestað til morguns. Verkfallið hófst í morgun. Viðræður hafa staðið í margar vikur eftir að það fréttist að félagið ætlaði að ráða starfsfólk í gegnum Aero, dótturfélag sitt í Eistlandi, og greiða því töluvert lægri laun. 19.10.2006 18:15 Segja ríkisstjórnina klofna í afstöðu til hvalveiða Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim tæpu tveimur sólarhringum sem liðnir eru frá því skipið hélt til veiða á þriðjudagskvöld. Hart var deilt á Alþingi í morgun um ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila veiðarnar og gefið í skyn að ríkisstjórnin væri klofin í málinu vegna fyrirvara umhverfisráðherra. 19.10.2006 18:06 Háskólinn baðaður bleikum lit á morgun Háskóli Íslands tekur á táknrænan hátt þátt í átaki helgað árvekni um brjóstakrabbamein og mun lýsa upp Aðalbygginguna í bleika lit átaksins. Kveikt verður á lýsingunni annað kvöld kl. 19:30 í tengslum við Háskólahátíð sem verður haldin daginn eftir. 19.10.2006 18:00 ASÍ segir ríkisstjórnina svíkja loforð um leiðréttingu vaxtabóta Forysta Alþýðusambandsins segir stjórnvöld hafa svikið loforð frá því í sumar um leiðréttingu á vaxtabótakerfinu. Nýtt frumvarp fjármálaráðherra dragi mun minna úr skerðingu vaxtabóta en heitið hafi verið. 19.10.2006 17:50 Kynbundinn launamunur nánast ekkert minnkað á 10 árum Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri rannsókn. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu og kallar eftir samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. 19.10.2006 17:45 Reykjavík verði valkostur fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki Borgarráð samþykkti í morgun, að tillögu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, að hrinda af stað átaki sem miði að því að gera Reykjavík að áhugaverður valkosti fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Verkefnisstjórn, skipuðum fulltrúa Reykajvíkurborgar, innlendra kvikmyndafyrirtækja, Kvikmyndmiðstöðvar og Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, verði falið að gera tillögur í þeim efnum. Framkvæmdaáætlun verði síðan lögð fyrir í borgarráði í síðasta lagi 1. júlí 2007. 19.10.2006 17:45 Kirkjan styrkir fátæka íslenska unglinga til náms Þjóðkirkjan hefur stofnað sjóð til að styrkja fátæka íslenska unglinga í gegnum framhaldsskóla. 19.10.2006 17:37 Lík þýsks drengs fundið eftir 2 daga leit Lögregla í Fulda í Þýskalandi fann í dag lík 6 ára drengs sem hefur verið leitað í tvo daga. Móðir drengsins lést í bílslysi og var óvíst hvort drengurinn hefði verið í bílnum með henni þegar slysið varð. 19.10.2006 17:30 Ísafjarðarbær dæmdur til að greiða bætur vegna skíðaslyss Hæstiréttur dæmdi í dag Ísafjarðarbæ til að greiða manni um sex milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í skíðaferð á vegum Súðavíkurskóla á skíðasvæði bæjarins í Tungudal árið 2002. Sneri hann að hluta til við dómi héraðdóms sem hafði sýknað Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp vegna slyssins. 19.10.2006 17:19 Gísli Tryggvason stefnir í 2. sæti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi Gísli Tryggvason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar vorið 2007. Gísli hefur gegnt embætti talsmanns neytenda síðan það var sett á fót um mitt ár 2005. Áður var Gísli framkvæmdarstjóri og lögmaður Bandalags háskólamanna í tæp 7 ár og hefur hann einnig starfað sem blaðamaður, segir í tilkynningu frambjóðandans. 19.10.2006 17:17 Just Out: Lab of Love 19.10.2006 17:13 Grímuklæddir ræningjar á McDonalds Lögreglan í franska bænum Saint-Denis, norður af höfuðborginni París, umkringdi í dag McDonalds skyndibitastað þar í bæ en fregnir höfðu borist af því að ræningjar hefðu tekið þar fólk í gíslingu. Lögreglumaður á ferð framhjá sá þrjá grímuklædda menn ganga inn á skyndibitastaðinn í morgun og var varla hægt að áætla annað en að þeir ætluðu að fremja þar rán. 19.10.2006 17:11 Mildar dóm yfir Landssímamönnum Hæstiréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms yfir fjórum mönnum sem gefið var að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda hjá einu eða fleiri af fimm hlutafélögum, þar á meðal Japís og Planet Reykjavík. 19.10.2006 16:57 Fékk sex mánuði fyrir tilraun til ráns Karlmaður var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi í Hæstarétti Íslands fyrir ránstilraun og fíkniefnabrot. Félagi hans sem tók þátt í brotunum hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm en sá hafði ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. 19.10.2006 16:50 Life Full of Random Adventures 19.10.2006 16:43 Fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á vökva sem innihélt amfetamínbasa Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag litháan Roman Kosakovskis í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti til landsins verulegt magn af vökva sem innihélt amfetamínbasa og brennisteinssýru. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. 19.10.2006 16:32 Segja atvinnuveiðar á hval ekki sjálfbærar Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja ráðherra fara með rangt mál þegar þeir skilgreini atvinnuveiðar á hval sem sjálfbæar. 19.10.2006 16:25 Airwaves time! 19.10.2006 16:02 Fimmtán fórust í flugslysi í Úsbekistan Fimmtán fórust þegar lítil flugvél, sem notuð er til flugþjálfunar, brotlenti í Úsbekistan í dag. Fram kom í úsbeskum fjölmiðlum að vélin hefði verið eins hreyfils af gerðinni An-2, en hún hrapaði til jarðar þegar reynt var að lenda henni á flugvelli nærri höfuðborginni Tashkent. 19.10.2006 16:00 Yfirlætislegt tal að segja að meiri hagsmunir víki fyrir mini Það yfirlætislegt tal að halda því fram um nýhafnar hvalveiðar að meiri hagsmunir víki fyrir minni. Þetta sagði Einar K. Guðfinnssona sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag. Einar sagði að í hvalveiðum fælust gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir. Bent hefði verið á að afrakstur þorskstofnsins gæti orðið allt að fimmtungi minni ef hvalastofnanir væru friðaðir. 19.10.2006 15:48 Airwaves news of the day 19.10.2006 15:26 Helmingur Bandaríkjamanna telur flesta þingmenn spillta Helmingur Bandaríkjamanna telur að flestir þingmenn landsins séu spilltir samkvæmt nýrri skoðaðakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Eru þetta tólf prósentustigum fleiri en í upphafi árs. Könnunin leiðir einnig í ljós að aðeins 42 prósent eru ánægð með störf demókrata á þingi en repúblikanar fá enn verri útreið því aðeins rúmlega þriðjungur er ánægður með störf þeirra á þingi. 19.10.2006 15:20 Fastir í snjó á sumardekkjum á Landmannaleið Flugbjörgunarsveitin á Hellu kom tveimur hröktum ferðalöngum til bjargar eftir að þeir festu bíl sinn í snjó á Landmannaleið. 19.10.2006 15:18 Bandaríkjamenn segja hvalaákvörðun Íslendinga vonbrigði Bandaríkjamenn hafa opinberlega brugðist við ákvörðun Íslendinga um að hefja á ný atvinnuveiðar á hval. Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Carlos M. Gutierrez , segir að ákvörðunin valdi vonbrigðum og að Íslendingar stefni í ranga átt í málinu. 19.10.2006 15:10 Halda fast við áform um hungurverkfall Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg halda fast við áform sín um að fara í hungurverkfall á morgun nema að þeir fái skrifleg svör við óskum sínum um bætta aðstöðu. 19.10.2006 14:55 Pólitísk afskipti skaða Strætó Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. 19.10.2006 14:36 Fjöldi fólks mættur til að fylgjast með Iceland Airwaves Bandaríski stórleikarinn Harrison Ford er meðal þeirra sem er mættir eru til landsins til að fylgjast með Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem hófst í gær. Nánast er uppselt á hátíðina en aðeins eru sextíu miðar eftir. 19.10.2006 14:25 Hátt í níu þúsund þreyta samræmd próf í 4. og 7. bekk Hátt í níu þúsund börn í fjórða og sjöunda bekk grunnskóla þreyta í dag og á morgun samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Þetta kemur fram í vefriti menntamálaráðuneytisins. 19.10.2006 14:24 Abramovich skoðaði höfuðstöðvar OR Roman Abramovich, eigandi Chelsea, skoðaði nú í hádeginu höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur en hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu. 19.10.2006 14:12 Varað við óveðri í Öræfasveit Vegagerðin varar við óveðri í Öræfasveit. Þar hafa hviður farið upp í fimmtíu metra á sekúndu í dag og er fólk beðið um að vera ekki á ferð að ástæðulausu. 19.10.2006 14:05 Fjármálaráðherra ver hvalveiðar á BBC Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, varði í dag þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný á sjónvarpsstöðinni BBC World. 19.10.2006 14:02 Fullskipuð keppnin um hin nýju 7 undur veraldar Mayaborgin forna Chichen Itza í Mexíkó er síðasti staðurinn sem fær að taka þátt í keppninni um hin nýju sjö undur veraldar. Vinningshafar verða tilkynntir í Lissabon þann sjöunda júlí 2007 en auk Chichen Itza taka þekktar byggingar og minnismerki þátt í keppninni, þeirra á meðal eru Taj Mahal í Indlandi, Effelturninn, Stonehenge, stytturnar á Páskaeyjunni og óperuhúsið í Sydney. 19.10.2006 13:30 Ágúst Ólafur sækist eftir fjórða sætinu Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram 11. nóvember. Ágúst Ólafur hefur setið á þingi frá árinu 2003 og á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjarnefnd og er varamaður í utanríkismálanefnd. 19.10.2006 13:27 Saxbygg kjölfestufjárfestir í Steni Fjárfestingarfélagið Saxbygg er kjölfestufjárfestir í kaupum nokkurra fjárfesta á norska fyrirtækinu Steni sem framleiðir húsaklæðingar. Stofnað hefur verið eignarhaldsfélag, Steni Holding AS, sem er í eigu stjórnenda, starfsmanna og hóps íslenskra, norksra og finnskra fjárfesta. 19.10.2006 13:00 Vopnahlé samþykkt í Balad í Írak Héraðshöfðingjar í Balad-héraði, norður af Bagdad í Írak, féllust í gær á 20 daga vopnahlé í borginni sem hefur logað í átökum milli sjía og súnnímúslima. Röð hefndarárása milli sjía og súnnímúslima hafa kostað 95 manns lífið á fimm dögum í borginni Balad. Borgin er að mestu byggð sjíamúslimum en héraðið í kring tilheyrir súnnimúslimum. 19.10.2006 12:45 Takmörkun réttinda og harðari viðurlög við hraðakstri Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. 19.10.2006 12:45 Ríkið skili vannýttum lóðum í Efstaleiti Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga eftir því við ríkið að vannýttum lóðum við húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti yrði skilað til Reykjavíkurborgar. Það voru fulltrúar Samfylkingarinnar sem lögðu fram tillögu þessa efnis. 19.10.2006 12:40 Sjá næstu 50 fréttir
Þungt haldinn eftir árás stingskötu Rúmlega áttræður Bandaríkjamaður liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi á Flórída eftir að stingskata stökk um borð í bát hans og stakk hann í bringuna. 19.10.2006 20:18
Þjóðaratkvæðagreiðsla um fóstureyðingar í Portúgal Portúgalar ganga að kjörborðinu í janúar á næsta ári og greiða atkvæði um það hvort leyfa eigi fóstureyðingar í landinu. Fóstureyðingar eru aðeins leyfðar í Portúgal nú ef konu hefur verið nauðgað og hún verður síðan þunguð, líf hennar er talið í hættu, fósturskaði orðið eða hætta á alvarlegri fötlun. 19.10.2006 20:04
8 sprengingar í vopnageymslu í Serbíu Að minnsta kosti 20 særðust þegar minnst 8 sprengingar urðu í vopnageymslu serbneska hersins í nótt. Vopnageymslan stóð á hæð nærri iðnaðarbænum Paracin, um 150 kílómetra suður af höfuðborginni Belgrad. Fjölmargar byggingar í Paracin skemmdust. 19.10.2006 19:44
Bannað að nota firmanafnið Orms lyftur Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að hún telur að Orms lyftur ehf. hafi með notkun trúnaðarupplýsinga úr rekstri Bræðranna Ormsson ehf., með bréfi til viðskiptavina og með notkun firmanafnsins Orms lyftur ehf. brotið gegn ákvæðum um atvinnuleyndarmál og firmanöfn í lögum um óréttmæta viðskiptahætti. 19.10.2006 19:30
Mýkri friðargæsla Ásýnd íslensku friðargæslunnar verður mýkt og lögð verður áhersla á borgaraleg svið í verkefnavali hennar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra kynnti þessar hugmyndir á fundi utanríkismálanefndar í morgun. 19.10.2006 19:00
Reyna að tala um fyrir Kim Kínverjar hafa sent erindreka sína til Norður-Kóreu til að freista þess að fá þarlend stjórnvöld til að hætta kjarnorkutilraunum sínum. 19.10.2006 18:45
Frjármálaráðherra fundar með 3 framkvæmdastjórum ESB Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, átti í gær og í dag fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þeim Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál, Lasló Kóvaks sem fer með tolla- og skattamál og Dalíu Grybauskaité sem fer með fjármál sambandsins. Tilgangur fundanna var að ræða um stefnumál og þróun sambandsins á þessum sviðum. Auk þess heimsótti ráðherrann Eftirlitsstofnun EFTA og fékk kynningu á starfseminni sem felst í að fylgjast með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein. 19.10.2006 18:30
Hótar Íslendingum ófarnaði Sjávarútvegsráðherra Bretlands segir að Íslendingum muni hefnast fyrir að hefja hvalveiðar og spáir því að Bretar muni sniðganga íslenskar vörur og þjónustu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig lýst yfir vonbrigðum með veiðarnar. 19.10.2006 18:30
Flugþjónar og flugfreyjur leggja niður vinnu í Finnlandi Verkfall 1500 flugfreyja og flugþjóna hjá finnska flugfélaginu Finnair heldur áfram. Samningaviðræðum milli fulltrúa starfsmanna og flugfélagsins, sem fóru fram í dag, skiluðu engum árangri og var frestað til morguns. Verkfallið hófst í morgun. Viðræður hafa staðið í margar vikur eftir að það fréttist að félagið ætlaði að ráða starfsfólk í gegnum Aero, dótturfélag sitt í Eistlandi, og greiða því töluvert lægri laun. 19.10.2006 18:15
Segja ríkisstjórnina klofna í afstöðu til hvalveiða Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim tæpu tveimur sólarhringum sem liðnir eru frá því skipið hélt til veiða á þriðjudagskvöld. Hart var deilt á Alþingi í morgun um ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila veiðarnar og gefið í skyn að ríkisstjórnin væri klofin í málinu vegna fyrirvara umhverfisráðherra. 19.10.2006 18:06
Háskólinn baðaður bleikum lit á morgun Háskóli Íslands tekur á táknrænan hátt þátt í átaki helgað árvekni um brjóstakrabbamein og mun lýsa upp Aðalbygginguna í bleika lit átaksins. Kveikt verður á lýsingunni annað kvöld kl. 19:30 í tengslum við Háskólahátíð sem verður haldin daginn eftir. 19.10.2006 18:00
ASÍ segir ríkisstjórnina svíkja loforð um leiðréttingu vaxtabóta Forysta Alþýðusambandsins segir stjórnvöld hafa svikið loforð frá því í sumar um leiðréttingu á vaxtabótakerfinu. Nýtt frumvarp fjármálaráðherra dragi mun minna úr skerðingu vaxtabóta en heitið hafi verið. 19.10.2006 17:50
Kynbundinn launamunur nánast ekkert minnkað á 10 árum Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri rannsókn. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu og kallar eftir samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. 19.10.2006 17:45
Reykjavík verði valkostur fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki Borgarráð samþykkti í morgun, að tillögu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, að hrinda af stað átaki sem miði að því að gera Reykjavík að áhugaverður valkosti fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Verkefnisstjórn, skipuðum fulltrúa Reykajvíkurborgar, innlendra kvikmyndafyrirtækja, Kvikmyndmiðstöðvar og Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, verði falið að gera tillögur í þeim efnum. Framkvæmdaáætlun verði síðan lögð fyrir í borgarráði í síðasta lagi 1. júlí 2007. 19.10.2006 17:45
Kirkjan styrkir fátæka íslenska unglinga til náms Þjóðkirkjan hefur stofnað sjóð til að styrkja fátæka íslenska unglinga í gegnum framhaldsskóla. 19.10.2006 17:37
Lík þýsks drengs fundið eftir 2 daga leit Lögregla í Fulda í Þýskalandi fann í dag lík 6 ára drengs sem hefur verið leitað í tvo daga. Móðir drengsins lést í bílslysi og var óvíst hvort drengurinn hefði verið í bílnum með henni þegar slysið varð. 19.10.2006 17:30
Ísafjarðarbær dæmdur til að greiða bætur vegna skíðaslyss Hæstiréttur dæmdi í dag Ísafjarðarbæ til að greiða manni um sex milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í skíðaferð á vegum Súðavíkurskóla á skíðasvæði bæjarins í Tungudal árið 2002. Sneri hann að hluta til við dómi héraðdóms sem hafði sýknað Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp vegna slyssins. 19.10.2006 17:19
Gísli Tryggvason stefnir í 2. sæti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi Gísli Tryggvason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar vorið 2007. Gísli hefur gegnt embætti talsmanns neytenda síðan það var sett á fót um mitt ár 2005. Áður var Gísli framkvæmdarstjóri og lögmaður Bandalags háskólamanna í tæp 7 ár og hefur hann einnig starfað sem blaðamaður, segir í tilkynningu frambjóðandans. 19.10.2006 17:17
Grímuklæddir ræningjar á McDonalds Lögreglan í franska bænum Saint-Denis, norður af höfuðborginni París, umkringdi í dag McDonalds skyndibitastað þar í bæ en fregnir höfðu borist af því að ræningjar hefðu tekið þar fólk í gíslingu. Lögreglumaður á ferð framhjá sá þrjá grímuklædda menn ganga inn á skyndibitastaðinn í morgun og var varla hægt að áætla annað en að þeir ætluðu að fremja þar rán. 19.10.2006 17:11
Mildar dóm yfir Landssímamönnum Hæstiréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms yfir fjórum mönnum sem gefið var að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda hjá einu eða fleiri af fimm hlutafélögum, þar á meðal Japís og Planet Reykjavík. 19.10.2006 16:57
Fékk sex mánuði fyrir tilraun til ráns Karlmaður var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi í Hæstarétti Íslands fyrir ránstilraun og fíkniefnabrot. Félagi hans sem tók þátt í brotunum hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm en sá hafði ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. 19.10.2006 16:50
Fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á vökva sem innihélt amfetamínbasa Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag litháan Roman Kosakovskis í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti til landsins verulegt magn af vökva sem innihélt amfetamínbasa og brennisteinssýru. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. 19.10.2006 16:32
Segja atvinnuveiðar á hval ekki sjálfbærar Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja ráðherra fara með rangt mál þegar þeir skilgreini atvinnuveiðar á hval sem sjálfbæar. 19.10.2006 16:25
Fimmtán fórust í flugslysi í Úsbekistan Fimmtán fórust þegar lítil flugvél, sem notuð er til flugþjálfunar, brotlenti í Úsbekistan í dag. Fram kom í úsbeskum fjölmiðlum að vélin hefði verið eins hreyfils af gerðinni An-2, en hún hrapaði til jarðar þegar reynt var að lenda henni á flugvelli nærri höfuðborginni Tashkent. 19.10.2006 16:00
Yfirlætislegt tal að segja að meiri hagsmunir víki fyrir mini Það yfirlætislegt tal að halda því fram um nýhafnar hvalveiðar að meiri hagsmunir víki fyrir minni. Þetta sagði Einar K. Guðfinnssona sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag. Einar sagði að í hvalveiðum fælust gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir. Bent hefði verið á að afrakstur þorskstofnsins gæti orðið allt að fimmtungi minni ef hvalastofnanir væru friðaðir. 19.10.2006 15:48
Helmingur Bandaríkjamanna telur flesta þingmenn spillta Helmingur Bandaríkjamanna telur að flestir þingmenn landsins séu spilltir samkvæmt nýrri skoðaðakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Eru þetta tólf prósentustigum fleiri en í upphafi árs. Könnunin leiðir einnig í ljós að aðeins 42 prósent eru ánægð með störf demókrata á þingi en repúblikanar fá enn verri útreið því aðeins rúmlega þriðjungur er ánægður með störf þeirra á þingi. 19.10.2006 15:20
Fastir í snjó á sumardekkjum á Landmannaleið Flugbjörgunarsveitin á Hellu kom tveimur hröktum ferðalöngum til bjargar eftir að þeir festu bíl sinn í snjó á Landmannaleið. 19.10.2006 15:18
Bandaríkjamenn segja hvalaákvörðun Íslendinga vonbrigði Bandaríkjamenn hafa opinberlega brugðist við ákvörðun Íslendinga um að hefja á ný atvinnuveiðar á hval. Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Carlos M. Gutierrez , segir að ákvörðunin valdi vonbrigðum og að Íslendingar stefni í ranga átt í málinu. 19.10.2006 15:10
Halda fast við áform um hungurverkfall Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg halda fast við áform sín um að fara í hungurverkfall á morgun nema að þeir fái skrifleg svör við óskum sínum um bætta aðstöðu. 19.10.2006 14:55
Pólitísk afskipti skaða Strætó Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. 19.10.2006 14:36
Fjöldi fólks mættur til að fylgjast með Iceland Airwaves Bandaríski stórleikarinn Harrison Ford er meðal þeirra sem er mættir eru til landsins til að fylgjast með Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem hófst í gær. Nánast er uppselt á hátíðina en aðeins eru sextíu miðar eftir. 19.10.2006 14:25
Hátt í níu þúsund þreyta samræmd próf í 4. og 7. bekk Hátt í níu þúsund börn í fjórða og sjöunda bekk grunnskóla þreyta í dag og á morgun samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Þetta kemur fram í vefriti menntamálaráðuneytisins. 19.10.2006 14:24
Abramovich skoðaði höfuðstöðvar OR Roman Abramovich, eigandi Chelsea, skoðaði nú í hádeginu höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur en hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu. 19.10.2006 14:12
Varað við óveðri í Öræfasveit Vegagerðin varar við óveðri í Öræfasveit. Þar hafa hviður farið upp í fimmtíu metra á sekúndu í dag og er fólk beðið um að vera ekki á ferð að ástæðulausu. 19.10.2006 14:05
Fjármálaráðherra ver hvalveiðar á BBC Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, varði í dag þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný á sjónvarpsstöðinni BBC World. 19.10.2006 14:02
Fullskipuð keppnin um hin nýju 7 undur veraldar Mayaborgin forna Chichen Itza í Mexíkó er síðasti staðurinn sem fær að taka þátt í keppninni um hin nýju sjö undur veraldar. Vinningshafar verða tilkynntir í Lissabon þann sjöunda júlí 2007 en auk Chichen Itza taka þekktar byggingar og minnismerki þátt í keppninni, þeirra á meðal eru Taj Mahal í Indlandi, Effelturninn, Stonehenge, stytturnar á Páskaeyjunni og óperuhúsið í Sydney. 19.10.2006 13:30
Ágúst Ólafur sækist eftir fjórða sætinu Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram 11. nóvember. Ágúst Ólafur hefur setið á þingi frá árinu 2003 og á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjarnefnd og er varamaður í utanríkismálanefnd. 19.10.2006 13:27
Saxbygg kjölfestufjárfestir í Steni Fjárfestingarfélagið Saxbygg er kjölfestufjárfestir í kaupum nokkurra fjárfesta á norska fyrirtækinu Steni sem framleiðir húsaklæðingar. Stofnað hefur verið eignarhaldsfélag, Steni Holding AS, sem er í eigu stjórnenda, starfsmanna og hóps íslenskra, norksra og finnskra fjárfesta. 19.10.2006 13:00
Vopnahlé samþykkt í Balad í Írak Héraðshöfðingjar í Balad-héraði, norður af Bagdad í Írak, féllust í gær á 20 daga vopnahlé í borginni sem hefur logað í átökum milli sjía og súnnímúslima. Röð hefndarárása milli sjía og súnnímúslima hafa kostað 95 manns lífið á fimm dögum í borginni Balad. Borgin er að mestu byggð sjíamúslimum en héraðið í kring tilheyrir súnnimúslimum. 19.10.2006 12:45
Takmörkun réttinda og harðari viðurlög við hraðakstri Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. 19.10.2006 12:45
Ríkið skili vannýttum lóðum í Efstaleiti Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga eftir því við ríkið að vannýttum lóðum við húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti yrði skilað til Reykjavíkurborgar. Það voru fulltrúar Samfylkingarinnar sem lögðu fram tillögu þessa efnis. 19.10.2006 12:40