Fleiri fréttir

Sérsveit kölluð út vegna vopnaðs manns á Siglufirði

Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út skömmu eftir miðnætti í gær vegna ölvaðs og vopnaðs manns í heimahúsi á Siglufirði. Þegar sérsveitin kom á staðinn um klukkan tvö hafði maðurinn skotið þremur skotum úr haglabyssu án þess að nokkur yrði fyrir skaða.

Fluttir á sjúkrahús með ósoneitrun

Tveir sjómenn af fjölveiðiskipinu Aðalsteini Jónssyni frá Eskifriði voru fluttir á sjúkrahúsið í Neskaupsstað undir hádegið, eftir að þeir höfðu orðið fyrir ósoneitrun í lest skipsins. Það lá úti á firðinum og var verið að sótthreinsa lestirnar þegar ósoni var fyrir misskilning dælt í lest, þar sem þeir voru.

Ræddu frið og öryggi á Kóreuskaganum

Friður og öryggi á Kóreuskaganum voru aðalumræðuefni á fundi Kim Jong-ils, leiðtoga Norður-Kóreumanna og sérstaks sendiboða Hu Jintaos, forseta Kína. Embættismaðurinn færði Kim Jong-il bestu óskir frá Hu Jintao og þar að auki persónulega gjöf sem forsetinn hafði sjálfur búið til. Viðræðurnar voru allar á friðsamlegum nótum.

600 fleiri íbúðir byggðar í fyrra en árið 2000

Um 600 fleiri íbúðir voru byggðar í fyrra en árið 2000 samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í upplýsingum sem fengnar eru úr Landskrá fasteigna kemur fram að um 1850 íbúðir voru byggðar á árinu 2000 en þær voru um 2420 árið 2005.

Hlutverk friðargæslunnar víkkað og fjölgað í liðinu

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, tilkynnti á fundi með utanríkismálanefnd í dag að hlutverk íslensku friðargæslunnar verði víkkað auk þess sem fjölgað verði í liðinu. Friðargæslan mun nú auk flugvallargæslu, í auknum mæli taka að sér verkefni á sviði heilsugæslu. Heildarfjöldi friðargæsluliða hefur ekki verið ákveðinn og kostnaðurinn við breytingarnar liggur ekki fyrir.

Kertin lýsa upp Veturnætur á Ísafirði

Íbúar Ísafjarðarbæjar eru hvattir til að kveikja á kertum við heimili sín klukkan sjö í kvöld þegar lista- og menningarhátíðin Veturnætur gengur í garð. Verslunareigendur í miðbænum munu kveikja á kertum við dyr verslana sinna í dag þegar hátíðin verður sett. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Varað við hálkublettum víða um land

Vegagerðin varar við hálkulettum víða á Vesturlandi og Vestfjörðum og á Norðaustur- og Austurlandi. Á Öxnadalsheiði eru hálkublettir og éljagangur og snjóþekja er á Lágheiði.

Leitað að 300 milljónasta Bandaríkjamanninum

Bandaríkjamenn leita nú logandi ljósi að 300 milljónasta Bandaríkjamanninum sem fæddist á þriðjudaginn. Fjölmiðlar strandanna á milli keppast við að stinga upp á nýfæddum börnum sem fæddust nærri örlagastundinni 7:46 á þriðjudagsmorgun að austurstrandartíma. Í húfi eru lífstíðarbirgðir af Pampers-bleyjum og heiðurinn, vitaskuld.

Ungir jafnaðarmenn viljia óháða rannsókn á hlerunum

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hvetja íslensk stjórnvöld til að koma á fót óháðri rannsóknarnefnd sem falið yrði að kanna fyrirkomulag hlerana á tímum Kalda stríðsins og strax í kjölfar þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim.

Tæpur þriðjungur á heimsvísu hlynntur pyntingum

Í könnun sem BBC lét gera í 25 löndum kemur fram að á heimsvísu er tæpur þriðjungur, eða 29%, hlynntur pyntingum. Mestur stuðningur við pyntingar er í Ísrael, þar sem 43% telja pyntingar réttlætanlegar í vissum tilvikum. Rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna er hlynntur pyntingum að einhverju marki ef með því má bjarga mannslífum.

Mótmælt í Santiago

Til átaka kom milli lögreglu í Chile og námsmanna sem voru að mótmæla breytingum á löggjöf um menntamál í höfuðborginni, Santiago, í dag. Rúmlega hundrað mótmælendur voru handteknir eftir að grjóthnullungum rigndi yfir lögreglumenn sem svöruðu með því að sprauta vatni á mótmælendur.

Íslenska ríkið sýknað af skaðabótakröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabótakröfu manns á fimmtugsaldri sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni þegar hann var, gegn vilja sínum, fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána á Íslandi eftirstöðvar refsidóms sem hann hlaut í Danmörku.

Alvarlegar afleiðingar ef Norður-Kóreumenn selji kjarnorkuvopn

George Bush, Bandaríkjaforseti, varaði Norður-Kóreumenn í dag við að þeir yrðu að taka afleiðingunum ef þeir yrðu uppvísir að því að selja Írönum eða al-Qaeda liðum kjarnorkuvopn. Bush sagði að stjórnvöld í Pyongyang yrðu þegar látin sæta ábyrgð ef það kæmi í ljós.

Stone ætlar að fjalla um bin Laden

Kvikmyndaleikstjórinn Oliver Stone ætlar næst að beina linsunni að stríðinu í Afganistan og leitinni að Osama bin Laden. Nýjasta mynd leikstjórans heitir World Trade Center og fjallar um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001.

Mikil mengun í Rússlandi og Sambíu

Rússnesk borg þar sem efnavopn voru eitt sinn framleidd og þorp í Sambíu þar sem koparnámur er að finna eru meðal 10 menguðustu staða á jarðkringrunni, að mati bandarísku umhverfisverndarsamtakanna Blacksmith Institute. Að mati samtakanna er mengun um allan heima að valda sjúkdómum og kvillum hjá einum milljarði manna.

Bifreið borgarstjóra stolið

Bifreið Michaels Bloomberg, borgarstjóra í New York, var stolið í dag. Aðstoðarmaður borgarstjórans var laminn í andlitið og hann dreginn út úr bílnum sem síðan var ekið á brott. Bíllinn er Lexus, ágerð 2001. Bloomberg var sjálfur ekki í bílnum þegar honum var stolið. Aðstoðarmaður hans var þá að erinda fyrir hann í Hackensack í New Jersey.

Sendiherra Íslands kallaður til fundar við sjávarútvegsráðherra Breta

Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, hefur kallað Sverri Hauk Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, á sinn fund. Þar verður honum gert að skýra forsendur þær sem liggi fyrir ákvörðun íslenskra stjórnvalda að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu á vefsíðu sinni.

Lögfræðingur Mjólku gagnrýnir landbúnaðarráðherra

Hrjóbjartur Jónatansson, lögfræðingur Mjólku, segir óhjákvæilegt að gera athugasemdir við málflutning Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, í Kastljósi Sjónvarpsins mánudaginn 16. október. Þar hafi ráðherra haldið því ranglega fram að Mjólka byggi við jafnræði gagnvart öðrum mjólkurvinnslustöðvum, þvert á nýbirta niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu frá Hróbjarti segir að ráðherra hafi afgreitt áform fyrirtækisins um að leita réttar síns, vegna ólögmætrar mismununar, sem fullyrðingar út í loftið.

4 bandarískir hermenn í Írak til viðbótar dregnir fyrir herrétt

Fjórir Bandarískir hermenn í Írak verða dregnir fyrir herrétt, ákærðir fyrir morð á þremur Írökum sem grunaðir voru um að taka þátt í andspyrnu gegn fjölþjóðlegu herliði í landinu. Hermennirnir réðust á búðir andspyrnumanna nærri Thar Thar fljoti suð-vestur af borginni Tíkrit í maí á þessu ári. Þar voru mennirnir handteknir og síðan myrtir. Hermennirnir eiga ekki yfir höfði sér dauðadóm verði þeir sakfelldir.

Getgátur um hver hafi verið 300 milljónasti Bandaríkjamaðurinn

Fjölmiðlar frá Atlanta til San Francisco kepptust við að birta fréttir í dag þar sem greint var frá því hvar fæðingarstað 300 milljónasta Bandaríkjamannsins væri að finna. Þær fréttir stönguðust þó á. Flestir fjölmiðlar í Bandaríkjunum viðurkenna að erfitt verið að skera úr um svo óyggjandi sé hver hafi verið sá 300 milljónasti.

Grímur Gíslason sækist eftir 3.-5. sæti

Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri frá Vestmannaeyjum, sækist eftir 3. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 11. nóvember næstkomandi.

Vill fá full laun

Cecilia Stegö Chilò, fyrrverandi menningarmálaráðherra Svíþjóðar, ætlar að krefjast ráðherralauna í að minnsta kosti eitt ár, þrátt fyrir að hafa aðeins gegnt embættinu í tíu daga.

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli

Nokkur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag þegar tilkynning barst lögreglu á vellinu kl. 17:25 um vandræði með hjólabúnað vélar sem var að búa sig til lendingar. 5 manns voru um borð í vélinni sem er veggja hreyfla og lítil.

Gerði gat á Picassoverkið

Eitt verðmætasta málverk í heimi, Draumurinn eftir Pablo Picasso, er stórskemmt eftir að eigandi þess rak í það olnbogann af miklum krafti.

Rice róar Japana

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullvissaði Japana í dag um að þeir nytu herverndar Bandaríkjanna ef til átaka kæmi í Austur-Asíu. Vonast er til að þetta dragi úr líkum á vígbúnaðarkapphlaupi á svæðinu.

Hvalveiðarnar vekja heimsathygli

Helstu umhverfisverndarsamtök heims bregðast ókvæða við og fjölmiðlar í öllum heimsálfum greina frá málinu, ýmist með skömmum eða lofi. Tölvupóstur með mótmælum streymir nú til íslenskra sendiráða erlendis en um formleg mótmæli hefur ekki verið að ræða.

Bandaríkjamenn ætluðu að loka tveimur ratsjárstöðvum

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra telur sig ekki geta komið í veg fyrir flutning starfa á vegum Ratsjárstofnunar frá landsbyggðinni á Keflavíkurflugvöll. Ráðherrann vonast þó til að allar fjórar núverandi ratsjárstöðvar verði áfram starfræktar, þrátt fyrir brottför hersins.

Skrifræði að opna veitingahús

Til að opna kaffihús getur þurft að leggja fram meira en þrjátíu fylgigögn þrátt fyrir að fyrirtækið hafi þegar lagt fram gögnin vegna annarra veitingastaða. Þetta hefur forstjóri Kaffitárs fengið að margreyna enda hefur fyrirtækið opnað sex kaffihús en að auki þarf að gera allt upp á nýtt á fjögurra ára fresti.

Gæti rannsakað án gruns

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu.

Rannsókn lögreglunnar á hlerunum leiðir ekki sannleikann í ljós

Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna.

Bandarískir hermenn ákærðir fyrir morð

Fjórir bandarískir hermenn í Írak verða ákærðir fyrir morð og nauðgun og dregnir fyrir herrétt. Verjandi mannanna greindi frá þessu í dag. Tveir þeirra gætu átt yfir höfði sér dauðarefsingu.

Elsti Íslendingur sögunnar

Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræfum, varð í dag sá Íslendingur sem hæstum aldri hefur náð svo vitað sé, 109 árum og 59 dögum. Hún er hraust en er þó farin að missa heyrn og hefur litla fótaferð.

Enginn hvalur enn

Hvalstöðin í Hvalfirði er ekki með vinnsluleyfi til að verka hvalkjöt. Stefnt er að því að leysa það mál áður en Hvalur 9 kemur að landi með fyrsta hvalinn til vinnslu. Engar fregnir hafa enn borist af veiði.

Tekið með silikihönskum á mjólkuriðnaðinum

Umhverfisráðherra hefur fengið kvörtun frá Félagi íslenskra stórkaupmanna þar sem umbúðir utan um mjólkurdrykki í plastumbúðum bera ekki skilagjald. Framkvæmdastjóri félagsins segir þetta vera klára samkeppnislega mismunun og enn eitt dæmið þar sem stjórnvöld fara með silkihönskum um mjólkuriðnaðinn.

10 hermenn féllu í Írak í gær

10 bandarískir hermenn féllu í árásum í Írak í gær. Fjórir þeirra féllu þegar vegsprengja sprakk nærri Bagdad. Þrír týndu lífi í árás í Diyala-héraði og þrír til víðbótar í öðrum árásum. Árásum á hermenn fljóðþjóðaliðsins í Írak hefur fjölgað síðustu vikur og hafa rúmlega 60 bandarískir hermenn fallið í landinu það sem af er þessum mánuði. Að meðaltali týna 3 bandarískir hermenn lífi í Írak á hverjum degi.

Framboð á sérbýli aukið í fyrirhugaðri byggð í Úlfarsárdal

Skipulagsráðs Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að auglýsa breytingar á deiliskipulagi í nýju hverfi í Úlfarsárdal. Fram kemur í tilkynningu frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanni skipulagsráðs, að með breytingunum sé ætlunin að draga úr þéttleika byggðarinnar og auka framboð á sérbýli auk þess sem í þessum áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttasvæðis í hverfinu.

Gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra hér á landi í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Hún sagði sárlega vanta sérhæfða þjónustumiðstöð fyrir þennan hóp sem og sérhæfða þjónustu inn á hjúkrunarheimilum.

Abramovich væntanlegur til landsins

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er væntanlegur hingað til lands á morgun samkvæmt tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu og mun ásamt Kamil Iskhakov, sérlegum fulltrúa Pútíns Rússlandsforseta í austurhéruðum Rússlands, kynna sér málefni tengd nýtingu jarðhita, fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða, félagslegri þjónustu og ferðamálum á Íslandi.

Undirrita viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða

Reykjavíkurborg undirritaði í dag ásamt fulltrúum frá hjúkrunarheimilinu Eir og Sjómannadagsráði/Hrafnistu viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara á tveimur stöðum í borginni, við Spöngina í Grafarvogi og Sléttuveg í Fossvogi.

Nýir sorpbílar vinna eldsneyti úr sorpi

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók tvo nýja metanknúna sorpbílar í notkun í dag með formlegum hætti og eru þeir því orðnir þrír. Bílarnir eru hljólátir og nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi.

Sólveig elsti Íslendingur sögunnar

Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli náði í dag þeim merka áfanga að verða elsti Íslendingur sögunnar sem sannanlega er vitað um. Sólveig varð 109 ára þann 20. ágúst og er því 109 ára og 59 daga gömul í dag.

Norðmenn senda ekki fleiri hermenn til Afganistans

Norðmenn munu ekki senda sérsveitir til Afganistans eins og Atlantshafsbandalagið hafði farið fram á við þá. Þetta tilkynnti Jona Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, á blaðamannafundi í norska Stórþinginu í dag.

Sjá næstu 50 fréttir