Fleiri fréttir Hvalur 9 á hvalaslóðum djúpt úti af Faxaflóa Flaggskip hvalveiðiflotans, Hvalur 9, kom á hvalaslóðir djúpt úti af Faxaflóa um hádegisbil. Síðast þegar fréttist hafði enginn hvalur verið skotinn. Hvalbáturinn er staddur rúmlega eitthundrað sjómílur norðvestur af Garðskaga, en hann sigldi af stað til veiða úr hvalstöðinni í Hvalfirði í gærkvöldi. 18.10.2006 14:06 Frjáls félagasamtök þurfa að hætta starfsemi Tugir frjálsra félagssamtaka í Rússlandi, þar á meðal Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch), þurfa að hætta starfsemi sinni þar sem þau hafa ekki skráð sig hjá stjórnvöldum samkvæmt nýjum lögum. 18.10.2006 14:00 Útilokar að herinn verði kvaddur heim frá Írak á næstunni Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði það yrðu stórkostleg mistök að kalla breska hermenn heim frá Írak á næstunni og slíkt kæmi ekki til greina. Þetta kom í fyrirspurnartíma á breska þinginu í morgun. 18.10.2006 13:22 Nýsjálendingar segja ákvörðun Íslendinga aumkunarverða Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. 18.10.2006 13:15 Vilja breyta fæðingarorlofslögum Átta þingmenn Samfylkingarinnar hafa aftur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum og fæðingar- og foreldraorlof. Meðal helstu breytinga er að öllum börnum verði tryggð samvist við foreldra í níu mánuði og einstæðir foreldrar geti við sérstakar aðstæður sótt um þrjá mánuði til viðbótar þeim sex sem kveðið er á um í lögum. 18.10.2006 12:45 Símamálastjóri hefði ekki frétt af hlerunum Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. 18.10.2006 12:30 Önnur konan alvarlega slösuð Ekið var á tvær gangandi konur á Miklubraut í Reykjavík í morgun og er önnur alvarlega slösuð. Fyrst var ekið á konu um þrítugt á gatnamótunum við Kringlumýrarbraut og meiddist hún á síðu og hálsi. Tildrög liggja ekki fyrir en hún var flutt í sjúkrabíl á slysadeild. 18.10.2006 12:15 Hvalstöðin hefur ekki leyfi til matvælavinnslu Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Stjórnarformaður Hvals hf. segir hins vegar öll leyfi í lagi. Hvalur 9 er nú að veiðum og hefur aðeins um sólarhring eftir að hvalur veiðist til að koma honum í land. 18.10.2006 12:09 Mótmælatölvupóstur streymir til sendiráðsins í Lundúnum Helstu umhverfisverndarsamtök heims bregðast ókvæða við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni og allir stærstu fjölmiðlar á Vesturlöndum greina frá málinu. Þá hefur tölvupóstur með mótmælum streymt til íslenska sendiráðsins í London í morgun. 18.10.2006 12:03 Svisslendingar panta bóluefni gegn fuglaflensu Sviss varð í dag fyrsta landið til að panta birgðir af tilraunabólefni gegn fuglaflensu sem lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur þróað. Fram kemur á fréttavef Reuters að svissnesk heilbrigðisyfirvöld hafi pantað átta milljónir skammta af bóluefninu, fyrir alla þjóðina, til að reyna að koma í veg fyrir að fuglaflensa geti orðið að faraldri í landinu. 18.10.2006 11:43 240 sektaðir fyrir hraðakstur á Hringbraut 240 ökumenn eiga sekt yfir höfði sér fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða á Hringbrautinni í gær og fyrradag. Fram kemur á vef lögreglunnar að brot þeirra hafi náðst á löggæslumyndavél á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. 18.10.2006 11:33 Þverpólitískur hópur andsnúinn stækkun álvers í Straumsvík Búið er að stofna þverpólitískan hóp í Hafnarfirði sem er andsnúinn stækkunaráformum Alcan í Straumsvík. Hópurinn kallar sig Sól í Straumi og hefur boðað til fundar í Hafnarfirði á mánudag til þess að ræða stækkun álversins. 18.10.2006 11:26 Drápu son sinn með því að loka hann inni í ferðatösku Dómstóll í Hong Kong dæmdi í dag karl og konu í annars vegar eins og hálfs árs og hins vegar tveggja ára fangelsi fyrir að hafa drepið tíu ára gamlan son sinn með því að loka hann inni í ferðatösku í tvo tíma. 18.10.2006 11:11 West Ham ræðir við tvo hópa um kaup Terry Brown, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, hyggst á næstu dögum ræða við tvo hópa um hugsanleg kaup á félaginu, en annar þeirra er íslenskur hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir. 18.10.2006 10:59 Verðbólga innan EES mest á Íslandi Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu er á Íslandi samkvæmt nýrri mælingu á samræmdri vísitölu neysluverðs innan EES. Verðbólgan reynist 6,1 prósent hér á landi en næst á eftir Íslandi koma Lettland og Ungverjaland með 5,9 prósenta verðbólgu þegar miðað er við síðustu tólf mánuði. 18.10.2006 10:39 Furðar sig á sjálfsgagnrýni Framsóknar Frjálslyndi flokkurinn í borgarstjórn furðar sig á harðri gagnrýni Framsóknarflokksins á eigin fjármálastjórn á tímum R-listans. Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi F-lista segir að Framsóknarmenn séu að draga fjöður yfir sinn þátt í meintri fjármálaóstjórn R-listans undanfarin 12 ár. Hann lagði fram svohljóðandi bókun á fundi borgarstjórnar í gær: “Í úttekt KPMG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar kemur fram gagnrýni á fjármálaóstjórn R-listans undanfarin 12 ár. 18.10.2006 10:34 Atvinnuleysi 2,6 prósent á þriðja ársfjórðungi Atvinnuleysi á þriðja ársfjórungi þessa árs reyndist 2,6 prósent samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það var ívið meira hjá konum en körlum, eða 3 prósent á móti tveimum komma tveimur prósentum. Atvinnuleysið á þessum ársfjórðungi var eilítið meira en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar það var 1,8 prósent. 18.10.2006 10:22 Félagsfundur MÍ samþykkir kaupsamning við MS Félagsfundur Mjólkursamlags Ísfirðinga samþykkti í gær kaupsamning sem stjórn samlagsins og stjórn MS gerðu um kaup MS á eignum og rekstri Mjólkursamlags Ísfirðinga. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta. 18.10.2006 10:15 Of hátt of lengi skaðar Að hlusta á háa tónlist með heyrnartólum úr starfrænum tónlistarspilara í meira en 90 mínútur á dag getur verið skaðlegt heyrninni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. 18.10.2006 10:00 Vilja að samkeppnislög nái til mjólkuriðnaðar Samtök iðnaðarins vilja að samkeppnislög nái yfir mjólkuriðnaðinn líkt og annan iðnað í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum í kjölfar frétta af samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar og þeim tilmælum Samkeppniseftirlitsins til landabúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að afnema ákvæði búvörulaga sem undanskilja mjólkuriðnað frá samkeppnislögum. 18.10.2006 09:57 Töluverðar skemmdir í jarðskjálfta Kostnaður vegna skemmdir sem urðu þegar jarðskjálfti skók Hawaii á sunnudaginn nemur jafnvirði tæpra þriggja milljarða íslenskra króna. Skjálftinn mældist 6,7 á Richter og er sá öflugasti sem riðið hefur yfir eyjaklasann á Kyrrahafi í tvo áratugi. Óttast er að talan eigi eftir að hækka en starfsmenn Rauða krossins, björgunarsveita á Hawaii og hópur verkfræðinga skoðar nú eyjarnar til að meta skemmdir á vegum, brúm, skólum og öðrum byggingum. Enginn dó í skjálftanum og enginn slasaðist alvarlega. 17.10.2006 23:45 Fyrstu umræðu um Ríkisútvarpið lokið á Alþingi Fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið lauk á Alþingi í kvöld. Búist er við að málið verði nú sent til umræðu í menntamálanefnd. Umræðan hófst í gær og var stjórnarandstaðan þegar sökuð um málþóf. Umræðan hélt áfram fram eftir kvöld í gær og var fram haldið í dag. 17.10.2006 23:30 Bjartsýni sögð aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. 17.10.2006 23:17 Enn óvíst hverjir taka sæti Argentínu í Öryggisráði SÞ Atkvæðagreiðslum um arfta Argentínumanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið frestað um sólahring svo hægt verði að ræða næstu skref. Gvatemala og Venesúela berjast um sætið en hvorugu ríki hefur tekist að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþinginu sem þarf til að hreppa hnossið. Í dag og í gær er búið að greiða atkvæði 21 sinni og hefur Gvatemala haft vinningin, en betur má ef duga skal. 17.10.2006 23:00 Nýr sendiherra í Úkraínu Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Úkraínu með aðsetur í Helsinki. Fór afhendingin fram í embættisbústað forsetans í höfuðborginni Kiev á fimmtudag. Sendiherra átti einnig fundi með Borys Tarasyuk, utanríkisráðherra Úkraínu og embættismönnum utanríkisráðuneytisins. 17.10.2006 22:45 8 týndu lífi í sprengingu í Mexíkó Að minnsta kosti 8 týndu lífi þegar sprenging var um borð í olíuflutningaskipi í eigu olíufélags frá Mexíkó. Verið var að dæla af skipinu við höfn í Veracruz þegar sprengingin varð. 17.10.2006 22:45 Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hæst á Íslandi Útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hæst hér á landi samanborið við öll önnur ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins. Hlutfallið á Íslandi er þar sagt 8,8% en meðaltal OECD er 6,4%. 17.10.2006 22:30 Bush styður aðild Króatíu að ESB og NATO Bush Bandaríkjaforseti ætlar að hvetja til þess á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í næsta mánuði að Króatía verði tekin inn í bandalagið. Auk þess ætlar hann að ítreka stuðning bandarískra stjórnvalda við aðild landsins að Evrópusambandinu. 17.10.2006 22:21 Dómi yfir Kenneth Lay hrundið Dómstóll í Bandaríkjunum hratt í dag fjársvikadómi yfir Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóra olíurisans Enron, á þeim forsendum að hann gæti ekki áfrýjað honum. Lay lést í júlí síðastliðnum, tveimur mánuðum eftir að hann var sakfelldur fyrir fjársvik og samsæri í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 2001. 17.10.2006 21:57 Aðstoð Írana og Sýrlendinga æskileg Ofbeldisátökum í Írak myndi linna innan fárra mánaða ef Íranar og Sýrlendingar tækju þátt í því að reyna að tryggja stöðugleika í landinu. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali við Breska ríkisútvarpið, BBC, í dag. Hann sagði að slíkt yrði upphafið á endalokum hryðjuverka í heiminum. 17.10.2006 21:43 3 og 5 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag tvo menn um tvítugt í 3 og 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu. Mennirnir voru starfsmenn í 2 verslunum á Akureyri þegar brotin voru framin. 17.10.2006 21:28 30 daga fangelsi fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag rúmlega sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svipta starfsmann Orkuveitunnar frelsi sínu í um hálfa klukkustund. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða starfsmanninum, konu á þrítugsaldri, miskabætur. 17.10.2006 20:57 15 daga fangelsi fyrir að leika lögreglumann Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi 19 ára karlmann í 15 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið sér opinbert vald sem hann hafði ekki. Maðurinn mun, ásamt jafnaldra sínum, hafa ekið bíl um götur Kópavogs og Hafnarfjarðar með blá ljós og gefið um leið frá sér hljómerki. Þeir hafi stöðvað 3 ökumenn og leikið lögreglumenn. 17.10.2006 20:49 SUS hafnar hugmyndum um leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeild Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. 17.10.2006 20:30 Þjóðaratkvæði um vafamál Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að svo geti farið að hann boði til þjóðaratkvæðagreiðslna um ákvarðanir sem hann taki í tengslum við framtíð heimastjórnar Palestínumanna sem skipuð er Hamas-liðum. Ef stjórnarskrá taki ekki á tilteknum máli ætli hann að leita álits almennings. 17.10.2006 19:53 Heimsbyggðin skilji ekki nauðsyn hvalveiða Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. 17.10.2006 19:43 Þjóðarflokkurinn kærir Nyhedsavisen Ungliðahreyfing Danska þjóðarflokksins hefur kært dagblaðið Nyhedsavisen til fjölmiðlasiðanefndar vegna myndbirtingar þess af lokaðri samkomu hreyfingarinnar. 17.10.2006 19:01 Óttast frekari tilraunasprengingar Norður-Kóreumenn líta á refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna, vegna kjarnorkutilrauna þeirra, sem stríðsyfirlýsingu. Óttast er að þeir hyggi á frekari tilraunasprengingar. 17.10.2006 18:59 Samfylkingin vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu Stjórnarandstaðan segir skort á fjármagni til byggingar á nýju fangelsi stóra vandann er lýtur að föngum. Varaformaður Samfylkingarinnar vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu og nefnir í því samhengi yfirgefið svæði Varnarliðsins. 17.10.2006 18:56 Hafna rannsóknarnefnd að norskri fyrirmynd Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra tóku ekki undir kröfu um rannsóknarnefnd að norskri fyrirmynd í snörpum umræðum um hlerunarmál á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði það hins vegar ófyrirgefanlega aðdróttun að bera á samstarfsráðherra úr öðrum flokkum að þeir hefðu staðið fyrir hlerunum. 17.10.2006 18:55 Hvalur 9 siglir inn Hvalfjörð til að undirbúa fyrstu veiðiferðina Hvalur níundi, flaggskip hvalveiðiflotans, sigldi nú síðdegis inn Hvalfjörð, eftir að íslensk stjórnvöld tilkynntu að hvalveiðar í atvinnuskyni og veiðar á stórhvölum væru hafnar á ný. Sjávarútvegsráðherra skýrði Alþingi frá því að hann hefði heimilað veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum, til viðbótar þeim 39 hrefnum sem áður var ákveðið að yrðu veiddar í vísindaskyni. 17.10.2006 18:46 Gylfi Arnbjörnsson dregur framboð sitt til baka Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gylfi sóttist eftir 3. til 4. sæti. 17.10.2006 17:45 Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela í atkvæðagreiðslu um sæti til 2 ára í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Atkvæði voru greidd milli ríkjanna 10 sinnum á Allsherjarþingi SÞ í gær en þá var atkvæðagreiðslu frestað til morguns. Aftur var tekið til óspilltra málanna í dag og heldur Gvatemala áfram forskoti sínu en nær þó ekki 2/3 atkvæða sem þarf til að hreppa hnossið. 17.10.2006 17:33 Samið um kaup á netaveiðiréttindum í Hvítá og Ölfusá Stangaveiðifélaga Reykjavíkur hefur gert samninga við stóran hluta þeirra bænda sem eiga netaveiðirétt í Hvítá og Ölfusá með það að markmiði að efla stanga veiði á svæðinu. Félagið hefur um árabil reynt að fá netaveiði aflagða í ánum en gengið hefur verið frá samningum við sem tryggir upptöku á netum sem nemur um tveimur þriðju af meðalnetaveiði. 17.10.2006 17:17 Bandaríkjaforseti staðfestir frumvarp um yfirheyrsluaðferðir George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt. 17.10.2006 17:09 Sjá næstu 50 fréttir
Hvalur 9 á hvalaslóðum djúpt úti af Faxaflóa Flaggskip hvalveiðiflotans, Hvalur 9, kom á hvalaslóðir djúpt úti af Faxaflóa um hádegisbil. Síðast þegar fréttist hafði enginn hvalur verið skotinn. Hvalbáturinn er staddur rúmlega eitthundrað sjómílur norðvestur af Garðskaga, en hann sigldi af stað til veiða úr hvalstöðinni í Hvalfirði í gærkvöldi. 18.10.2006 14:06
Frjáls félagasamtök þurfa að hætta starfsemi Tugir frjálsra félagssamtaka í Rússlandi, þar á meðal Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch), þurfa að hætta starfsemi sinni þar sem þau hafa ekki skráð sig hjá stjórnvöldum samkvæmt nýjum lögum. 18.10.2006 14:00
Útilokar að herinn verði kvaddur heim frá Írak á næstunni Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði það yrðu stórkostleg mistök að kalla breska hermenn heim frá Írak á næstunni og slíkt kæmi ekki til greina. Þetta kom í fyrirspurnartíma á breska þinginu í morgun. 18.10.2006 13:22
Nýsjálendingar segja ákvörðun Íslendinga aumkunarverða Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. 18.10.2006 13:15
Vilja breyta fæðingarorlofslögum Átta þingmenn Samfylkingarinnar hafa aftur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum og fæðingar- og foreldraorlof. Meðal helstu breytinga er að öllum börnum verði tryggð samvist við foreldra í níu mánuði og einstæðir foreldrar geti við sérstakar aðstæður sótt um þrjá mánuði til viðbótar þeim sex sem kveðið er á um í lögum. 18.10.2006 12:45
Símamálastjóri hefði ekki frétt af hlerunum Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. 18.10.2006 12:30
Önnur konan alvarlega slösuð Ekið var á tvær gangandi konur á Miklubraut í Reykjavík í morgun og er önnur alvarlega slösuð. Fyrst var ekið á konu um þrítugt á gatnamótunum við Kringlumýrarbraut og meiddist hún á síðu og hálsi. Tildrög liggja ekki fyrir en hún var flutt í sjúkrabíl á slysadeild. 18.10.2006 12:15
Hvalstöðin hefur ekki leyfi til matvælavinnslu Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Stjórnarformaður Hvals hf. segir hins vegar öll leyfi í lagi. Hvalur 9 er nú að veiðum og hefur aðeins um sólarhring eftir að hvalur veiðist til að koma honum í land. 18.10.2006 12:09
Mótmælatölvupóstur streymir til sendiráðsins í Lundúnum Helstu umhverfisverndarsamtök heims bregðast ókvæða við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni og allir stærstu fjölmiðlar á Vesturlöndum greina frá málinu. Þá hefur tölvupóstur með mótmælum streymt til íslenska sendiráðsins í London í morgun. 18.10.2006 12:03
Svisslendingar panta bóluefni gegn fuglaflensu Sviss varð í dag fyrsta landið til að panta birgðir af tilraunabólefni gegn fuglaflensu sem lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur þróað. Fram kemur á fréttavef Reuters að svissnesk heilbrigðisyfirvöld hafi pantað átta milljónir skammta af bóluefninu, fyrir alla þjóðina, til að reyna að koma í veg fyrir að fuglaflensa geti orðið að faraldri í landinu. 18.10.2006 11:43
240 sektaðir fyrir hraðakstur á Hringbraut 240 ökumenn eiga sekt yfir höfði sér fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða á Hringbrautinni í gær og fyrradag. Fram kemur á vef lögreglunnar að brot þeirra hafi náðst á löggæslumyndavél á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. 18.10.2006 11:33
Þverpólitískur hópur andsnúinn stækkun álvers í Straumsvík Búið er að stofna þverpólitískan hóp í Hafnarfirði sem er andsnúinn stækkunaráformum Alcan í Straumsvík. Hópurinn kallar sig Sól í Straumi og hefur boðað til fundar í Hafnarfirði á mánudag til þess að ræða stækkun álversins. 18.10.2006 11:26
Drápu son sinn með því að loka hann inni í ferðatösku Dómstóll í Hong Kong dæmdi í dag karl og konu í annars vegar eins og hálfs árs og hins vegar tveggja ára fangelsi fyrir að hafa drepið tíu ára gamlan son sinn með því að loka hann inni í ferðatösku í tvo tíma. 18.10.2006 11:11
West Ham ræðir við tvo hópa um kaup Terry Brown, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, hyggst á næstu dögum ræða við tvo hópa um hugsanleg kaup á félaginu, en annar þeirra er íslenskur hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir. 18.10.2006 10:59
Verðbólga innan EES mest á Íslandi Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu er á Íslandi samkvæmt nýrri mælingu á samræmdri vísitölu neysluverðs innan EES. Verðbólgan reynist 6,1 prósent hér á landi en næst á eftir Íslandi koma Lettland og Ungverjaland með 5,9 prósenta verðbólgu þegar miðað er við síðustu tólf mánuði. 18.10.2006 10:39
Furðar sig á sjálfsgagnrýni Framsóknar Frjálslyndi flokkurinn í borgarstjórn furðar sig á harðri gagnrýni Framsóknarflokksins á eigin fjármálastjórn á tímum R-listans. Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi F-lista segir að Framsóknarmenn séu að draga fjöður yfir sinn þátt í meintri fjármálaóstjórn R-listans undanfarin 12 ár. Hann lagði fram svohljóðandi bókun á fundi borgarstjórnar í gær: “Í úttekt KPMG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar kemur fram gagnrýni á fjármálaóstjórn R-listans undanfarin 12 ár. 18.10.2006 10:34
Atvinnuleysi 2,6 prósent á þriðja ársfjórðungi Atvinnuleysi á þriðja ársfjórungi þessa árs reyndist 2,6 prósent samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það var ívið meira hjá konum en körlum, eða 3 prósent á móti tveimum komma tveimur prósentum. Atvinnuleysið á þessum ársfjórðungi var eilítið meira en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar það var 1,8 prósent. 18.10.2006 10:22
Félagsfundur MÍ samþykkir kaupsamning við MS Félagsfundur Mjólkursamlags Ísfirðinga samþykkti í gær kaupsamning sem stjórn samlagsins og stjórn MS gerðu um kaup MS á eignum og rekstri Mjólkursamlags Ísfirðinga. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta. 18.10.2006 10:15
Of hátt of lengi skaðar Að hlusta á háa tónlist með heyrnartólum úr starfrænum tónlistarspilara í meira en 90 mínútur á dag getur verið skaðlegt heyrninni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. 18.10.2006 10:00
Vilja að samkeppnislög nái til mjólkuriðnaðar Samtök iðnaðarins vilja að samkeppnislög nái yfir mjólkuriðnaðinn líkt og annan iðnað í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum í kjölfar frétta af samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar og þeim tilmælum Samkeppniseftirlitsins til landabúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að afnema ákvæði búvörulaga sem undanskilja mjólkuriðnað frá samkeppnislögum. 18.10.2006 09:57
Töluverðar skemmdir í jarðskjálfta Kostnaður vegna skemmdir sem urðu þegar jarðskjálfti skók Hawaii á sunnudaginn nemur jafnvirði tæpra þriggja milljarða íslenskra króna. Skjálftinn mældist 6,7 á Richter og er sá öflugasti sem riðið hefur yfir eyjaklasann á Kyrrahafi í tvo áratugi. Óttast er að talan eigi eftir að hækka en starfsmenn Rauða krossins, björgunarsveita á Hawaii og hópur verkfræðinga skoðar nú eyjarnar til að meta skemmdir á vegum, brúm, skólum og öðrum byggingum. Enginn dó í skjálftanum og enginn slasaðist alvarlega. 17.10.2006 23:45
Fyrstu umræðu um Ríkisútvarpið lokið á Alþingi Fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið lauk á Alþingi í kvöld. Búist er við að málið verði nú sent til umræðu í menntamálanefnd. Umræðan hófst í gær og var stjórnarandstaðan þegar sökuð um málþóf. Umræðan hélt áfram fram eftir kvöld í gær og var fram haldið í dag. 17.10.2006 23:30
Bjartsýni sögð aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. 17.10.2006 23:17
Enn óvíst hverjir taka sæti Argentínu í Öryggisráði SÞ Atkvæðagreiðslum um arfta Argentínumanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið frestað um sólahring svo hægt verði að ræða næstu skref. Gvatemala og Venesúela berjast um sætið en hvorugu ríki hefur tekist að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþinginu sem þarf til að hreppa hnossið. Í dag og í gær er búið að greiða atkvæði 21 sinni og hefur Gvatemala haft vinningin, en betur má ef duga skal. 17.10.2006 23:00
Nýr sendiherra í Úkraínu Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Úkraínu með aðsetur í Helsinki. Fór afhendingin fram í embættisbústað forsetans í höfuðborginni Kiev á fimmtudag. Sendiherra átti einnig fundi með Borys Tarasyuk, utanríkisráðherra Úkraínu og embættismönnum utanríkisráðuneytisins. 17.10.2006 22:45
8 týndu lífi í sprengingu í Mexíkó Að minnsta kosti 8 týndu lífi þegar sprenging var um borð í olíuflutningaskipi í eigu olíufélags frá Mexíkó. Verið var að dæla af skipinu við höfn í Veracruz þegar sprengingin varð. 17.10.2006 22:45
Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hæst á Íslandi Útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hæst hér á landi samanborið við öll önnur ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins. Hlutfallið á Íslandi er þar sagt 8,8% en meðaltal OECD er 6,4%. 17.10.2006 22:30
Bush styður aðild Króatíu að ESB og NATO Bush Bandaríkjaforseti ætlar að hvetja til þess á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í næsta mánuði að Króatía verði tekin inn í bandalagið. Auk þess ætlar hann að ítreka stuðning bandarískra stjórnvalda við aðild landsins að Evrópusambandinu. 17.10.2006 22:21
Dómi yfir Kenneth Lay hrundið Dómstóll í Bandaríkjunum hratt í dag fjársvikadómi yfir Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóra olíurisans Enron, á þeim forsendum að hann gæti ekki áfrýjað honum. Lay lést í júlí síðastliðnum, tveimur mánuðum eftir að hann var sakfelldur fyrir fjársvik og samsæri í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 2001. 17.10.2006 21:57
Aðstoð Írana og Sýrlendinga æskileg Ofbeldisátökum í Írak myndi linna innan fárra mánaða ef Íranar og Sýrlendingar tækju þátt í því að reyna að tryggja stöðugleika í landinu. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali við Breska ríkisútvarpið, BBC, í dag. Hann sagði að slíkt yrði upphafið á endalokum hryðjuverka í heiminum. 17.10.2006 21:43
3 og 5 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag tvo menn um tvítugt í 3 og 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu. Mennirnir voru starfsmenn í 2 verslunum á Akureyri þegar brotin voru framin. 17.10.2006 21:28
30 daga fangelsi fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag rúmlega sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svipta starfsmann Orkuveitunnar frelsi sínu í um hálfa klukkustund. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða starfsmanninum, konu á þrítugsaldri, miskabætur. 17.10.2006 20:57
15 daga fangelsi fyrir að leika lögreglumann Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi 19 ára karlmann í 15 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið sér opinbert vald sem hann hafði ekki. Maðurinn mun, ásamt jafnaldra sínum, hafa ekið bíl um götur Kópavogs og Hafnarfjarðar með blá ljós og gefið um leið frá sér hljómerki. Þeir hafi stöðvað 3 ökumenn og leikið lögreglumenn. 17.10.2006 20:49
SUS hafnar hugmyndum um leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeild Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. 17.10.2006 20:30
Þjóðaratkvæði um vafamál Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að svo geti farið að hann boði til þjóðaratkvæðagreiðslna um ákvarðanir sem hann taki í tengslum við framtíð heimastjórnar Palestínumanna sem skipuð er Hamas-liðum. Ef stjórnarskrá taki ekki á tilteknum máli ætli hann að leita álits almennings. 17.10.2006 19:53
Heimsbyggðin skilji ekki nauðsyn hvalveiða Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. 17.10.2006 19:43
Þjóðarflokkurinn kærir Nyhedsavisen Ungliðahreyfing Danska þjóðarflokksins hefur kært dagblaðið Nyhedsavisen til fjölmiðlasiðanefndar vegna myndbirtingar þess af lokaðri samkomu hreyfingarinnar. 17.10.2006 19:01
Óttast frekari tilraunasprengingar Norður-Kóreumenn líta á refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna, vegna kjarnorkutilrauna þeirra, sem stríðsyfirlýsingu. Óttast er að þeir hyggi á frekari tilraunasprengingar. 17.10.2006 18:59
Samfylkingin vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu Stjórnarandstaðan segir skort á fjármagni til byggingar á nýju fangelsi stóra vandann er lýtur að föngum. Varaformaður Samfylkingarinnar vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu og nefnir í því samhengi yfirgefið svæði Varnarliðsins. 17.10.2006 18:56
Hafna rannsóknarnefnd að norskri fyrirmynd Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra tóku ekki undir kröfu um rannsóknarnefnd að norskri fyrirmynd í snörpum umræðum um hlerunarmál á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði það hins vegar ófyrirgefanlega aðdróttun að bera á samstarfsráðherra úr öðrum flokkum að þeir hefðu staðið fyrir hlerunum. 17.10.2006 18:55
Hvalur 9 siglir inn Hvalfjörð til að undirbúa fyrstu veiðiferðina Hvalur níundi, flaggskip hvalveiðiflotans, sigldi nú síðdegis inn Hvalfjörð, eftir að íslensk stjórnvöld tilkynntu að hvalveiðar í atvinnuskyni og veiðar á stórhvölum væru hafnar á ný. Sjávarútvegsráðherra skýrði Alþingi frá því að hann hefði heimilað veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum, til viðbótar þeim 39 hrefnum sem áður var ákveðið að yrðu veiddar í vísindaskyni. 17.10.2006 18:46
Gylfi Arnbjörnsson dregur framboð sitt til baka Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gylfi sóttist eftir 3. til 4. sæti. 17.10.2006 17:45
Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela í atkvæðagreiðslu um sæti til 2 ára í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Atkvæði voru greidd milli ríkjanna 10 sinnum á Allsherjarþingi SÞ í gær en þá var atkvæðagreiðslu frestað til morguns. Aftur var tekið til óspilltra málanna í dag og heldur Gvatemala áfram forskoti sínu en nær þó ekki 2/3 atkvæða sem þarf til að hreppa hnossið. 17.10.2006 17:33
Samið um kaup á netaveiðiréttindum í Hvítá og Ölfusá Stangaveiðifélaga Reykjavíkur hefur gert samninga við stóran hluta þeirra bænda sem eiga netaveiðirétt í Hvítá og Ölfusá með það að markmiði að efla stanga veiði á svæðinu. Félagið hefur um árabil reynt að fá netaveiði aflagða í ánum en gengið hefur verið frá samningum við sem tryggir upptöku á netum sem nemur um tveimur þriðju af meðalnetaveiði. 17.10.2006 17:17
Bandaríkjaforseti staðfestir frumvarp um yfirheyrsluaðferðir George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt. 17.10.2006 17:09