Innlent

Kertin lýsa upp Veturnætur á Ísafirði

MYND/Gunnar V. Andrésson

Íbúar Ísafjarðarbæjar eru hvattir til að kveikja á kertum við heimili sín klukkan sjö í kvöld þegar lista- og menningarhátíðin Veturnætur gengur í garð. Verslunareigendur í miðbænum munu kveikja á kertum við dyr verslana sinna í dag þegar hátíðin verður sett. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Meðal atriða á dagskrá hátíðarinnar er sýning á glerverkum Dagnýjar Þrastardóttur og útgáfutónleikar Möggu Stínu á lögum Megasar í Edinborgarhúsinu í kvöld. Auk þess verður kvöldvaka og kjötsúpa í Neðstakaupstað og teiknimyndasamkeppni barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×